Morgunblaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991
19
Nefnd til að endurskoða LÍN:
Tveir fulltrúar frá námsmönnum
Knut Hamsun
GENGIÐ hefur verið frá því að
námsmenn fái tvo fulltrúa I
nefnd þá sem menntamálaráð-
herra hefur skipað til að fjalla
um hugmyndir um endurskoðun
á Lánasjóð íslenskra náms-
manna. Nefnd þessi á að vinna
að frumvarpi sem fljótlega verð-
ur svo lagt fram á Alþingi. Sam-
starfsnefnd námsmannahreyf-
inga var boðinn einn fulltrúi í
nefndinni og Vöku var boðinn
einn fulltrúi.
Steinunn Óskarsdóttir formaður
Stúdentaráðs segir að Samstarfs-
nefnd námsmannahreyfínga lýsi
yfir furðu sinni á því að mennta-
málaráðherra skuli leggja að jöfnu
heildarsamtök námsmanna hér-
lendis og erlendis og lítið pólitískt
félag í Háskólanum með því að
bjóða Vöku einn fulltrúa í nefndinni
á móti einum frá Samstarfsnefnd-
inni. „Við viljum að það komi skýrt
fram að fulltrúi Vöku í þessari
nefnd er á engann hátt í forsvari
fyrir nemendur þar,” segir Stein-
unn.
Iðnnemasamband íslands hefur
sent fra sér fréttatilkynningu um
málið. I henni segir m.a. að fram-
kvæmdastjórn Iðnnemasambands
íslands mótmæli harðlega þeim
vinnubrögðum menntamálaráð-
herra að úthluta Vöku einum full-
trúa í nefndinni á meðan heildar-
sámtök námsmanna þurfi að skipta
með sér einum fulltrúa. Stjórnin
skorar á Vöku að félagið láti Sam-
starfsnefnd námsmannahreyfing-
anna eftir þann fulltrúa sem mennt-
amálaráðherra ætlar félaginu að
skipa. Verði það ekki gert lýsir Iðn-
nemasambandið því yfir að fyrir
sitt munu samtökin líta á fulltrúa
Vöku innan endurskoðunarnefndar-
innar sem sérstakan fulltrúa
menntamálaráðherra og með því
hafi Vaka rofið samstöðu náms-
manna í baráttunni fyrir jafnrétti
til náms.
Elsa Valsdóttir formaður Vöku
sagði að sér kæmi afstaða Iðnnema-
sambandsins á óvart enda liti Vaka
svo á að námsmenn hefðu fengið 2
fulltrúa í nefndinni.
Verk Knuts
Hamsuns
á íslensku
BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur
sent frá sér skáldsöguna Leynd-
ardómar eftir Knut Hamsun. Úlf-
ar Hjörvar þýddi söguna á ís-
lensku.
I kynningu Forlagsins segir:
„Leyndardómar kom út árið 1892
og er nú á tímum talin meistara-
verk Knuts Hamsuns. Hér afhjúpar
hann lítt meðvitaður svið sálarlífs-
ins í sögu fullri af öfgum, ærslum
og þversögnum, Ijóðrænum nátt-
úrulýsingum og djúpum sársauka.
Leyndardómar er svar Hamsuns við
verkum raunsæisskálda 19. aldar
sem hann kallaði sálarlausa samfé-
lagsafhjúpun. í skáldskap hans er
fólgin krafa um að skyggnast í
sálardjúpin, með snilldarverkum
sínum. I Leyndardómum, Sulti, Pan
og Viktoríu vísar Hamsun leiðina
fram á við til skáldsagnagerðar
nútímans.”
Leyndardómar er 236 bls. Grafít
hf. hannaði kápu. Prentsmiðjan
Oddi hf. prentaði.
BRAEXJMKOMA^
Nú þurfa þeir að fara ab ókveba sig sem ætla ab lagfæra
íbúðina fyrir jól.
VIÐ VEITUM
10-50%
AFSLÁTT AF INNI- OG
ÚTIMÁLNINGU FRÁ
HÖRPU OG SADOLIN.
Vib bjóðum einnig úrvals
gólfefni ó miög hagstæðu
veröi.
Áfram á gamla veröinu.
Halldór Halldórsson
Ný útgáfa af
Orðtakasafni
Halldórs
Halldórssonar
BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka-
félagsins hefur sent frá sér nýja
aukna og endurskoðaða útgáfu af
íslensku orðtakasafni Halldórs
Halldórssonar, prófessors. Þetta
er 3. útgáfa bókarinnar. Orðtaka-
safnið hefur áður verið í tveimur
bindum en nú er það allt í einu
bindi, 569 bls. að stærð.
í kynningu útgefanda segir: „ís-
lenskt orðtakasafn er eitt af öndveg-
isritum okkar um íslenska tungu.
Ritið er samið jafnt fyrir almenning
og málvísindamenn, sem þýðir að öll
framsetning þess er svo ljós að hver
sem kann íslensku getur haft af því
full not, en hvergi er hvikað frá vís-
indalegri nákvæmni.”
Umbrot og útlit Orðtakasafnsins
sem er er 569 bls. hefur Guðjón Ingi
Hauksson annast og það er prentað
í Prentsmiðjunni Odda hf.
BYGGINGARVELTA - Vi& lánum í allt að þrjú ár.
Mikið úrval
í öllum veröflokkum.
Filtteppi á kr. 389 m2
Villeroy & Boch-
viðurkennd qæbavara
á mjög góðu verði.
Ný sending.
Fallegir litir og munstur.
Serlega gott verð.
MÁLNING - PARKET - TEPPI - FLÍSAR - GÓLFDÚKAR
■%
málningarP ,
pjdnDstan hf
akranesí
'arma
HAFNARFIRÐI
METRO
í MJÓDD
G.Á. Böðvarsson hf.
SELFOSSI
Gronsásvegi 11 • Reykjavik • Slmi 83500