Morgunblaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 3 r Minning: Benedikt Blöndal geta aðstoðað frænku í öllum henn- ar önnum. Ég gleðst yfir því að Sigga frænka fær nú hvíld eftir langa jkví, 94 ár, og fær nú vonandi að hitta sinn elskaða mann sem hún lifði fyrir af slíkri óeigingirni að hans vilji var hennar vilji. Hún bar svo mikla virðingu fyrir honum og hans störfum að það var hennar hamingja í lífinu að standa við hans hlið og það gerði hún með miklum sóma. Blessuð sé minning hennar. Hafi elsku Sigga frænka þökk fyrir allt og allt. Herdís Þorvaldsdóttir í dag fer fram útför Sigríðar Víðis Jónsdóttur frá Dómkirkjunni í Reykjavík, en hún verður til mold- ar borin í Laufási við Eyjafjörð við hlið eiginmanns síns, Jóhanns Skaptasonar, sýslumanns í Barða- strandarsýslu og síðar bæjarfógeta á Húsavík og sýslumanns í Þingeyj- arsýslu. Sigríður fæddist 15. apríl 1897 á Þverá í Laxárdal, S-Þing. Móðir hennar var Halldóra Sigurðardóttir, er var austfirskrar ættar, dóttir Sigurðar Guttormssonar, Vigfús- sonar, stúdents og alþingismanns á Arnheiðarstöðum á Fljótsdalshér- aði, en kona Sigurðar var Guðríður Eiríksdóttir á Skriðuklaustri Aras- onar á Hafursá. Faðir Sigríðar var Jón Þveræingur, sonur Jóns Jóa- kimssonar bónda á Þverá og fyrri konu hans Herdísar Ásmunasdóttur frá Stóru-Völlum. Þannig stóðu að henni traustir og sterkir ættstofnar á báða vegu. Foreldrar Sigríðar hófu búskap sinn á Þverá og bjuggu þar til árs- ins 1898, en fluttust þá suður til Reykjavíkur. Þar stundaði Jón skrifstofustörf. Starfsins vegna var hann um nokkurt skeið búsettur í Hafnarfirði eðatil ársins 1914. Sig- ríður var því aðeins árs gömul, er hún fluttist suður. Systkini Sigríðar voru Auður, f. 1892, Jón, f. 1894, María, f. 1895 og Þórný, f. 1904. .Þau eru öll látin. Sigríður fermdist í Garðakirkju á Álftanesi. Hún gekk í Flensborg- arskóla í Hafnarfirði og lauk þaðan prófi. Þar kepþti hún um efsta sætið við bekkjarbróður sinn Jón Helgason, skáld og handritafræð- ing. Ekki varð af því, að Sigríður færi í Menntaskólann í Reykjavík, eins og hugur hennar stóð til, þar sem fyrri heimsstyijöld og sú kreppa, sem henni fylgdi, kom í veg fyrir það. í nokkur ár hlaut hún tungumálakennslu í einkatímum í Reykjavík. Veturinn 1915-16 dvelur hún á Innra-Hólmi á Skipaskaga og síðar er hún í vist hjá Sigurði Eggerz, ráðherra og sér um börn hans. Síð- an vinnur Sigríður í Bókaverslun ísafoldar, þar tii hún fer til Dan- merkur haustið 1920. Ævintýraþrá og löngun til að sjá sig um í heimin- um dregur hana þangað. Þar dvelur hún í tvö ár, lærir kjólasáum og sér fyrir sér með saumavinnu. Notar hún tímann vel til að fræðast og ferðast mikið um Danmörku. Um tíma er hún í hússtjórnarskóla frök- en Sahls í Kaupmannahöfn. Eftir heimkomuna haustið 1922 vinnur Sigríður ýmis verslunar- og skrifstofustörf. Hún býr nokkur ár í Hafnarfirði hjá Maríu systur sinni. Þar vinnur hún sem launagjaldkeri hjá s/f Akurgerði, umsvifamiklu fiskvinnslufyrirtæki, sem flytur ma. saltfisk til Spánar. Sumarið 1927 hættir hún þar störfum vegna veikinda. í Reykjavík býr hún hjá foreldrum sínum og Jóni Víðis bróð- ur sínum. Hún var alla tíð mjög hænd að móður sinni og dáðist að dugnaði hennar og fórnfýsi. Hinn 6. júní 1930 giftist hún frænda sínum Jóhanni Skaptasyni. Hann er þá langt kominn í lögfræði- námi, en hafði búið hjá frændfólki sínu á námsárunum. Fyrstu hjú- skaparárin eru þau búsett í Reykja- vík og reisa sitt fyrsta hús á Eiríks- götu 4. Jóhann er þá lögfræðingur hjá Olíuverslun íslands h/f. Arið 1935 fer Sigríður með manni sínum í nokkurra mánaða námsför til Englands og Norðurlanda. I nóvember 1935 er Jóhann skip- aður sýslumaður í Barðastrandar- sýslum. Þau Sigríður flytjast til Patreksfjarðar í janúar 1936 og koma sér fyrir í timburhúsi Bergs Jónssonar fráfarandi sýslumanns. I júlí sama ár brennur sýslumanns- bústaðurinn. Sigríður lokast inni á efri hæð hússins og stekkur niður úr eldhafinu. Hún brákast illa í baki og er flutt til Reykjavíkur og liggur þar í gifsi í íjóra mánuði. Jóhann heldur ótrauður áfram og leggur grunninn að nýju húsi, nú úr steini. Þau hjónin taka miklu ástfóstri við héraðið. Sigriður dáði allt sem greri og var mikil ræktunarkona. Þau hjón komu sér upp unaðsreit við heimili sitt með fallegum tijágróðri. Við Mikladalsá var girtur af reitur og ruddur af gijóti og hófu þau þar skógrækt, sem nú er í eigu Skóg- ræktarféiags Vestur-Barðstrend- inga. Pínulítið sumarhús reistu þau á Hellu í Vatnsfirði og ræktuðu þar einnig skógarreit. A Patreksfirði voru þau í 20 ár. 1. júní 1956 er Jóhann skipaður sýslumaður í Þingeyjarsýslum og bæjarfógeti á Húsavík. Þar byggja þau hjón nýtt embættishús, sem þau nefna Tún. Strax er hafist handa við að planta tijám við nýja heimil- ið og er garðurinn í dag hinn fegursti og öllum opinn. Brennandi áhugi hjónana fyrir öllum gróðri og ást Jóhanns á æsku- stöðvum sínum verður til þess, að þau kaupa sex hektara lands í Skarði í Dalsmynni og girða það af. Þar reisa þau sumarbústað, sem þau kalla Skaptahlíð og gróðursetja fjölda tijáplantna og hlúa að öllum þeim gróðri, sem fyrir er, svo nú er þar fagur skógur. Hjónin voru samhent í áhuga sín- um á menningarmálum og ber Safnahúsið á Húsavík því glöggt vitni, en þangað gáfu þau mest all- ar eigur sínar. Sigríði og Jóhanni varð ekki bama auðið. Á heimili þeirra var mjög gestkvæmt og húsmóðurstarf- ið því æði erilsamt. Bar heimilið vott um rausn og myndarskap hús- móðurinnar, hvort heldur þ_að var á Patreksfirði eða Húsavík. Á hveiju sumri dvöldu hjá þeim um lengri eða skemmri tíma systkini þeirra hjóna og börn systra Sigríðar, sem öll nutu ástríkis þeirra og leiðsagn- ar. Jóhann andaðist 12. október 1985 á heimili sínu Túni á Húsavík og annaðist Sigríður hann til hinstu stundar. Hún stóð alla tíð við hlið manns síns í blíðu og stríðu og var eins og björkin, sem vindurinn treystir um leið og hann þýtur. Eftir andlát Jóhanns flyst hún til systursonar síns Jóns Hálfdán- arsonar og konu hans Kristínar Steinsdóttur, sem búsett eru á Akranesi. Þórný móðir okkar Jóns lést þegar hann var aðeins 8 ára gamall og dvaldi hann oft á heimili Sigríðar, sem reyndist honum þá sem besta móðir. Börnum Jóns og Kristínar gekk hún í ömmu stað. Sigríður var ákaflega barngóð og hafði unun af að fylgjast með þroska allra sinna frændbarna. Síðustu fjögur árin dvaldi Sigríð- ur öðru hveiju sér til hressingar í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi og naut þar góðrar um- hyggju hjúkrunarfólks, sem nú er þakkað fyrir af alhug. Þar leit frændfólkið inn til hennar og naut þess að hlusta á frásagnir hennar frá yngri árum, t.d. þegar hún var í Danmörku, eða þegar hún tók á móti dönsku drottningunni í Reykjahlíð við Mývatn. Einnig hafði hún mikla ánægju af að heimsækja frændfólk sitt, þegar hún dvaldi hér fyrir sunnan. Hún naut þess að gefa og gleðja aðra. Undanfarna mánuði dvaldi hún í Sunnuhlíð, en var nú farin að hlakka til að fara heim til fjölskyldu sinnar á Akra- nesi, en þá kom kallið. Ég kynntist Sigríði móðursystur minni best eftir að hún fluttist suð- ur fyrir 6 árum. Hún var alltaf glöð og jákvæð og þakklát fyrir hvað lítið, sem fyrir hana var gert. Hún talaði oft um, að spor sín hér í full 94 ár væru orðin nógu mörg. Samt fylgdist hún af áhuga með öllu því, sem var að gerast í kringum hana og hélt óskertum sálarkröftum alla sína löngu ævi. Þannig lifði hún líf- inu lifandi til hinsta dags. Minningin mun lifa um fallega, virðulega konu, sem alltaf var snyrtileg og smekkvís í klæðaburði og öllum sínum háttum og mátti aldrei vamm sitt vita. Nú, þegar kveðjustundin er komin og leiðir skiljast að sinni, fylgja Sigríði hlýj- ar hugsanir og þakkir fyrir þau góðu kynni og vináttu, sem hún ætíð sýndi okkur öllum. Það var mikil Guðs blessun og auðna að fá tækifæri til þess að kynnast frænku minni og þakka ég henni fyrir allt sem hún var mér. Hennar er gott að minnast. Hildur Hálfdánardóttir Fleirí greinar um Sigríði Víð- is Jónsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Fæddur 23. maí 1924 Dáinn 8. nóvember 1991 Það er erfitt að trúa því að Binni afi sé dáinn. Afi sem var svo góður og hjartahlýr. Afi sem vildi allt fyrir vini sína gera, svo þeim liði sem best. Ég man líka vel hvað hann hafði ákveðnar skoðanir og yfirleitt gafst maður upp vegna þess að hann gat rökrætt endalaust. í vor. eignuðumst ég og unnusti minn dóttur og kom afi strax á sjúkrahúsið til að sjá enn eitt lang- afabarnið. Fyrir stuttu fórum við mæðgurnar í heimsókn til afa, sem var heima aldrei þessu vant. Annars eyddi afi mörgum stundum á púttvellinum eða í göngutúrum. Hann tók okkur opn- um örmum og rétti dóttir mín lan- gafa sínum rósir og brostu þau sínu blíðasta hvOrt framan í annað. Ég get endalaust rifjað upp minn- ingar um afa, en með þessum fáu kveðjuorðum þakka ég Guði fyrir að hafa átt afa að. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Benný, Bjöggi og Guðbjörg. Að kvöldi 8. nóvember barst mér sú fregn að Binni afi hefði kvatt mig þann dag, á þeim tíma sem honum leiddist hvað mest, þegar skammdegið er að bresta á. Loksins orðinn 67 ára sem hann hafði beðið svo lengi eftir því þá ætlaði hann að njóta lífsins. Á þessum tíma hafði hann alltaf sagt að nú ætti maður að vera á Spáni þar sem hann var tíður gestur. Árið 1985 fór ég með honum og vinkonu hans til Benidorm í þijár vikur og þó að 45 ár skildu okkur að skipti aldurinn ekki máli. Fyrir stuttu var Binni afi matargest- ur hjá mér og sambýlismanni mínum og gerði þá grín að því að núna væri hann loksins búinn að sækja um allt sem tilheyrði því að verða 67 ára og vissi ekki hvað hann ætti nú að starfa því öll skriffinnskan sem því fylgdi væri fullt starf. Sumarið 1987 starfaði ég töluvert með honum í ísverksmiðju sem pabbi rak og þar þurfti oft að taka til hendinni, moka og mölva ís sem var mikil erfiðis- vinna, en afi lét það nú ekki á sig fá. Einn daginn settum við stórt sölumet og eina umbunin var að fá 5 mínútur og 1 hamborgara. Núna síðustu mánuði var afi tíður gestur á golfvellinum svo og í líkamsrækt- inni og stríddi ég honum á því að hann væri orðinn eins og hinir vaxt- arræktarmennirnir, svo hraustlegur og hress. Ég vil þakka Binna afa fyrir allar samverustundirnar sem ég fékk að njóta með honum og ég er viss um að núna er hann kominn í hlýjuna og þar líður honum vel. Megi minn- ing um góðan mann lifa lengi í hjört- um okkar. Elínborg Benediktsdóttir í dag verður til grafar borinn elsk- ulegi afi minn hann Binni, og langar mig að minnast hans í fáum orðum. Ég ólst upp hjá afa og ömmu og því reyndist afi mér ekki bara afi heldur sem faðir líka. Ég minnist afa sem einstaklega ljúfs, skilnings- ríks og einlægs félaga. Afí minn starfaði mikið fyrir AA-samtökin. Það átti hug hans allan að geta hjálpað þeim sem áttu við áfengis- sýki að stríða, og ekki taldi hann eftir sér að sitja heilu dagana og veita öðrum styrk, því hann var búinn að ganga í gegnum þetta sjálf- ur og talaði af reynslu. Fyrir rúmu ári var hann farinn að fínna fyrir óþægindum yfír höfð- inu og reyndist það vera æðakölkun. Svo fylgdi því að það voru farnir að myndast tappar í æðum í höfðinu sem virtust losna og núna síðast myndaðist annar við hjartað sem reyndist líka hafa losnað. Læknarnir sögu að það væri með ólíkindum hvað hann harkaði þetta allt af sér. Hann afi var sko ekki tilbúinn að láta þetta buga sig. Hann var mjög trúaður og ég þeld að það hafí hjálpað honum mik- ið í gegnum veikindi hans og annað. Eins ég nefndi áður vorum við afi miklir félagar og þótti mörgum skondið hvað við náðum vel samaní Aldur og annað skipti ekki máli, við gátum sagt hvort öðru allt sem okk- ur lá á hjarta. Ég hlakkaði alltaf til að fá hann heim. Hans er nú sárt saknað af okkur öllum. En nú er hann farinn í annan heim og minningin um hann lifir í huga okkar allra sem hann þekktum. Blessuð sé minning hans. Elsku mamma, Gunna frænka, Kristinn frændi og aðrir aðstandend- ur, Guð veiti ykkur styrk. Hulda Birna HELGARTILBOÐ (eða á meðan dif9 Aðra Þú Tilboð: daga: sparar: * Barnaöryggisstóll kr. 6.598,- 8.944,- 2.346.- * Sætaáklæði kr. 4.799,- 5.646,- 847,- * Hjólkoppar, 4 stk. kr. 3.666,- 5.236,- 1.570,- * Frostlögur 3,78 1. kr. 444,- 634,- 190,- * Bensínbrúsi 20 1. kr. 1.245,- 2.951,- 1.706,- BORGARTUNI26 - SIMI (91) 62 22 62 - FAX (91) 62 22 03

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.