Morgunblaðið - 01.12.1991, Page 11
fjörðum og Norðurlandi. Snarpi
langhali er m.ö.o. algengur á grál-
úðuslóðum vestan- og norðanlands.
Hann veiðist ásamt grálúðu, bæði
í botnvörpu og á línu og étur m.a.
mikið af loðnu og rækju eins og
grálúðan. Snarpi langhalinn kýs sér
ekki eins mikið dýpi og slétti lang-
halinn og heldur sig mest á 400 til
700 metra dýpi.
Rússar á
langhalaveiðum
„Fyrir um fimmtán árum var
farinn sérstakur langhalaleiðangur
á vegum Hafrannsóknastofunar og
sjávarútvegsráðuneytisins, en þá
veiddist of lítið til þess að það freist-
aði flotans. Hinsvegar höfum við
fréttir af því að Rússar veiddu tölu-
vert mikið af langhala í botnvörpu
á árunum 1965 til 1968, eða allt
upp í 30 tonn á sólarhring, og veidd-
ist þá mest af honum á svæðinu
út af Berufjarðarál og út af Grinda-
víkurdjúpi. Þetta er ein af þeim
tegundum, sem við höfum afskap-
lega lítið getað sinnt, en við teljum
að það muni vera til töluvert af
þessum fiski í sjónum umhverfis
landið, jafnvel þó svo að Rússar
hafi veitt mikið af honum á sínum
tíma. Ymislegt er vitað úm lifnaðar-
hætti langhalans, en við vitum hins-
vegar of lítið um hann til þess að
segja til um hvenær árs best sé að
veiða hann og í hvað miklu magni.
Okkur þykir líklegt að best sé að
ná honum að vetri til, en tilrauna-
veiðar þurfa að koma til á öllum
tímum ársins til að hægt sé að segja
til um það með nokkurri vissu. Við
lítum svo á að hér við land sé sér-
stakur stofn: Við höfum hér slétta
langhala af öllum stærðum, ókyn-
þroska og kynþroska á öllum stig-
um. Hann virðist einnig hrygna hér
í einhveijum mæli allt árið, en með
aðalþunga hrygningar að vetrar-
lagi. Hrygningarvenjur hans er eitt
af mörgum atriðum sem þarf að
rannsaka mun betur,” segir Jakob.
Gulllax
Gulllaxinn er fiskur, sem mikið
er af á karfaslóðum hér vestan og
sunnanlands og ekki hefur verið
nýttur mikið af íslendingum hingað
til. Þessi fiskur stendur næst lax-
fiskum og hefur hann t.d. veiði-
ugga. Af gulllaxaætt eru til all-
margar tegundir. Þijár þeirra hafa
fundist hér við land, en aðeins ein
er algeng. Gulllaxinn er útbreiddur
í norðanverðu Norður-Atlantshafi
báðum megin hafsins. Að austan
verðu nær útbreiðsla hans frá ír-
landi norður um Færeyjar, Noreg
allt til SV-Svalbarða. síðan um ís-
land og lítilsháttar við A-Grænland
meðfram austurströnd Ameríku
suður til Georges Bank. Á þessu
svæði heldur hann sig mest við
landgrunnsbrúnirnar og í köntum
landgrunnsins á ýmsu dýpi. Hér við
land er mest um gulllax í land-
grunnsbrúnunum á 200 til 600
metra dýpi frá SA-Iandi til V-Iands.
Norðan og NA-lands finnst hann
sjaldan. Heimkynni hans eru þannig
hlýi sjórinn fyrir sunnan og vestan
land.
Um stofnstærð gulllaxins er lítið
vitað, enda hafa engar sérstakar
veiðar verið stundaðar hér við land.
Rússar hafa hinsvegar veitt hann í
allríkum mæli við austurströnd
Ameríku allt frá árinu 1963 og
hafa Japanir tekið nokkurn þátt í
þeirri veiði frá 1967 að telja. Mest-
ur var aflinn þar 49 þús. tonn árið
1966, féll síðan niður í fimm þús.
tonn árið 1968 en var aftur orðinn
39 þús. tonn árið 1972. Hér við
land eru vafalaust möguleikar á
töluverðri gulllaxveiði, einna mest
á karfaslóðum, að sögn Jakobs. „En
hann smýgur vel möskva vegna
lögunar og hversu lítið fer fyrir
uggum og göddum. Með núverandi
möskvastærð verður því vart um
stórvægilega gulllaxaveiði að ræða
á karfaslóð, en ef farið yrði út í
sérstakar veiðar á gulllaxi, mætti
sjálfsagt veiða töluvert magn af
honum. I gegnum árin hefur veiðst
allmikið af gulllaxi. Hve mikið veit
þó enginn því honum hefur verið
mokað í sjóinn aftur jafnóðum,
dauðum. Hinsvegar hafa verið gerð-
ar umtalsverðar veiðitilraunir síð-
ustu árin á veiðiskipum. Þær hafa
sýnt að stundum má fá nokkuð
„hreinan” gulllax, en hitt er oftar,
að karfi er meirihluti aflans. Mér
er kunnugt um að skip, sem hafa
tök á því að frysta eða vinna hann
um borð, hafa fengið ieyfi til að
vera með gulllaxvörpu um borð og
nota hana þegar gulllax gefur sig
til,” segir Jakob.
Búrfiskur
Búrfiskur er hávaxinn fiskur,
þunnvaxinn og hausstór. Undanfar-
in tíu ár hafa verið stundaðar búr-
fiskveiðar í Kyrrahafi,_ aðallega af
Nýsjálendingum og Áströlum, á
sömu tegund og fundist hefur hér
við land. „Munurinn virðist einkum
vera sá að okkar búrfiskur er mun
stærri en sá sem veiðist í Kyrra-
hafi og virðist ekki vera alveg eins
hægvaxta. Sá búrfiskur, sem dregin
hefur verið á land hér, er eingöngu
stór fiskur, en við vitum ekki hvar
hann elst upp. Nýsjálendingar hafa
fundið alla stærðarflokka, en
stærsti fiskurinn þar er ekki eins
stór og sá búrfiskur sem veiðist hjá
okkur. Það er í raun lítið vitað um
búrfisk. Þó vitum við að tvær teg-
undir af búrfisksætt eru í Norður-
Atlantshafi. Önnur er kennd við
Miðjarðarhafið og hin við Atlants-
hafið,” segir Jakob.
Mesta hæð búrfisks er um hausa-
mótin, og nemur hæðin um þriðj-
ungi lengdarinnar. Haus er boga-
dreginn, kjaftur stór, víður og mjög
skástæður. Tennur á skoltum eru
smáar. Engar tennur eru á plóg-
beini, en fjöldi smátanna eru utan
á kjálkunum og á milli neðri kjálka.
Augu eru stór og hausbeinin mynda
óreglulega kamba og á milli þeirra
eru holur fullar af slími. í heilabú-
inu er hvít fita. Sundmaginn er
einnig fullur af hvítri fitu. Bakuggi
er langur og allhár, en raufaruggi
er stuttur. Sporður er stór og sýld-
ur. Eyruggar eru stórir og boga-
dregnir, en ná ekki aftur að rauf.
Kviðuggar eru fremur smáir.
Hreistur er stórt og kjalhreistur er
á kviðnum. Búrfiskur er appelsínu-
gulur eða rauður að lit, en munnur
svartur að innan og lífhimna er
svört. Búrfiskur hefur fengist und-
an SV-,S- og SA-strönd íslands og
einnig hefur hans orðið vart í Víkur-
ál. Fyrst var honum veitt veruleg
athygli í nóvember 1949, en þá
veiddi þýskur togari fimm búrfiska,
54-68 sm að lengd í einu togi á 340
metra dýpi á Öræfagrunnshallan-
um. Þýskir togarasjómenn töldu sig
oft áður hafa veitt samskonar fiska,
án þess að veita þeim sérstaka at-
hygli. Næst veiddust 23 búrfiskar
í janúar 1951 á 220-240 metra
dýpi í halla Síðugrunns. Á síðari
árum hafa veiðst allmargir búrfisk-
ar á 128-1.060 metra dýpi SV, S
og SV-lands. Búrfiskur er miðsæ-
visfiskur, sem lifir á allskonar fisk-
um, t.d. kolmunna og alls kyns
krabbadýrum. Um hrygningu búr-
fiska er ekkert vitað.
Meiri úthafskarfaveiðar
Vitað er um þijár karfategundir
hér við land. Það er litli karfi, sem
er langminnstur, gullkarfi, sem hef-
ur verið aðaluppistaðan í veiðinni
hér og loks djúpkarfi. Af djúpkarf-
anum er annar stofn sem kallaður
er úthafskarfi og hann byijuðu
Rússar að veiða árið 1982 og ís-
lendingar árið 1989. „Úthafskarfi
er utan kvóta og teljum við að
hægt sé að veiða mun meira af
honum en gert hefur verið, en í ár
voru veidd um 9.000 tonn af úthafs-
karfa af íslendingum. Það er í raun
ekki hægt að segja til um það
hversu mikið við hugsanlega gæt-
um veitt af úthafskarfa, en þess
má geta að erlendar þjóðir, Rússar
aðallega auk Austur-Þjóðveija,
HEIMSKLUBBUR
Sumarparadis
og
sælkerastað
um hávetur:
AMBASSADOR CITY - JOMTIEN
best búna strandhótel Asíu á drifhvítri pálmaströnd
Síamsflóans í Thailandi 10.-25. febrúar ’92.
• I.úxusgistislaöur alvcg viö ströndina.
• 3 glæsilcgar stórsundlaugar i fogrum garói.
• Friðsæll staöur, laus við skarkala.
• Fullkomnasta aðstaða, sem um getur, til hvíldar, slökunar eða þjálfunar
og hcilsubótar, gufuböð, nudd, snyrtistofur, tennis, badminton, vcggtennis,
borðtcnnis, snooker, golf, líkamsrækt o.m.fl.
• f 6 fjölþjóðlegir vcit ingasalir að velja sér gómsæta rétti á austurlcnska og
vestræna visu á lágu verði, s.s. kínverskan, japanskan, thailenskan, ítalsk-
an, franskan o.s.frv.
• Barir, Suppcr Club með dansi og frægum hljómsvcitum.
• Þjónusta í sérflokki.
• Verslunamiðstöð og herra- og dömuklæðskcrar með vandaöan, ódýran fatn-
að og vöruúrval.
• Kynnisferðir í boði til Bangkok, Chiang Mai og sigling um Síamsflóann.
ALGJÖR DRAUMUR Á BEST AlÁRSTÍ M A í
THAILANDI, IIITATIG 25-30" C OG HAFGOLA.
ER HÆGT AÐ VERJA VETRARFRÍINU BETUR?
EINNIG VERÐIÐ ER ÓTRÚLEGT - frá kr. 139.800
í 2 vikur, hægt að framlengja.
HEIMSKLUBBUR
INGÓLFS
Símapantanir og upplýsingar:
91-626525 og 814610.
rtW^'nd5son