Morgunblaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 12
12
rt-
MORGUNBLAÐIÐ
HMÍIUMiiMir .I
FJÁRSJÓÐUR FÓLGINN
w
IFURÐUFISKUM
Búlgara og Pólverja, veiddu 60 til
100 þúsund tonn á ári af úthafs-
karfa frá 1982 til 1988 á alþjóðleg-
um sjó,” segir Jakob. „Útbreiðsla
úthafskarfans hefur verið könnuð
lítillega, en þó ekki nægjanlega
vel. Fyrir dyrum stendur stofnút-
tekt á úthafskarfanum á vegum
Alþjóðahafrannsóknaráðsins á
næstunni og verða væntanlega
nokkrar þjóðir með í því verkefni.
Ákveðið er að íslendingar og Rúss-
ar taki höndum saman, en verið er
að reyna að fá fleiri þjóðir til sam-
starfs. Sérstakur fundur verður um
málið í maí á næsta ári á vegum
ráðsins,” segir Jakob.
Litli karfi
Litli karfi líkist frænda sínum,
gullkarfanum, í útliti, en greinir sig
helst frá honumm í því að hann er
minni og vangabeinsbroddarnir vísa
allir aftur. Þá eru bak- og raufar-
uggageislarnir færri, sem og
hryggjaliðir. Litur er einnig nokkuð
frábrugðinn. Litli karfi er ljósrauður
að ofan og á hliðum, en hvítur á
kvið. Hánn hefur dökkan blett á
tálknaloki og svartar þverrákir á
hliðum. Heimkynni litla karfa eru
í NA-Atlantshafi, frá Lófót í Nor-
egi, suður í Kattegat, í Norðursjó,
við Skotland, norðan írlands, við
Færeyjar og ísland. Hann er ekki
við Grænland, en við austurströnd
N-Ameríku. Við ísland fínnst litli
karfi aðallega við S-og SV-land,
einnig nokkuð við V-og NV-land,
en hvorki við Norður-né Austur-
land. Litli karfinn lifir á grynnra
vatni og nær landi en gUllkarfinn
og djúpkarfinn. Hann á lifandi af-
kvæmi, eins og hinar karfategund-
irnar, snemma sumars. Vöxtur er
hægur og fæða er einkum ýmis
smákrabbadýr. „Við vitum að tölu-
vert er mikið af honum í sjónum
umhverfis okkur og magnið hefur
heldur aukist heldur en hitt við
veiðar á stærri karfanum, en litli
karfí er ekki nema 18-22 sm að
lengd og tiltölulega lítið fæst af
honum í vörpur með þeim riðli, sem
mönnum er gert að nota í dag,”
segir Jakob.
VIÐ ÞURFUM AÐ STUÐLA
AÐ NÝTINGU ALLS AFLA
- segir Halldór Þorsteinsson, bankastjóri í Aflakaupabanka
AFLAKAUPABANKI hefur nú verið starfræktur nú í rúmt ár,
en svonefnd aflanýtingarnefnd sjávarútvegsráðuneytisins kom
honum á laggirnar. Hlutverk hans er að stuðla að nýtingu alls
þess afla, sem inn fyrir borðstokk fiskiskipaflotans kemur. Fram
til þessa hefur bankinn nær eingöngu látið frystitogarana til sín
taka, en síðar er meiningin að starfsemi bankans nái einnig til
dagróðrabáta og ísfisktogara.
Við kaupum allan fisk á lág-
marksverði, eða 15 krónur
kílóið. Um leið og aðrir bjóða hærra,
þá er okkar afskiptum lokið og það
er af hinu góða,” segir Halldór
Þorsteinsson, bankastjóri í Afla-
kaupabanka. „Við höfum aðeins
keypt frosið hráefni af frystitogur-
unum, ýmsar svonefndar vannýttar
tegundir, mest langhala og nokkuð
af gulllaxi auk ýmissa annarra teg-
unda. Fiskinn geymum við í frysti-
geymslum og reynum að koma hon-
um í vinnslú til annarra. Þannig
hefur Sjólastöðin í Hafnarfírði tekið
við gulllaxinum, sem þar er unnin
á „dauðum” tímum.
Helgi Kristjánsson, útgerðar-
stjóri Sjólastöðvarinnar, segir að
fyrir fískmarning úr gulllaxi fáist
yfír 100 krónur fyrir kg á markaði
í Noregi. „Við kaupum hráefnið af
togurum á 25 krónur kg og fáum
auk þess þann gulllax, sem safnast
upp hjá Aflakaupabanka á 15 kr.,”
segir Helgi, en þangað bárust um
35 tonn á sl. ári og annað eins fyrri-
hluta þessa árs. Síðan hefur gulllax-
inn farið meira og minna fram hjá
bankanum, beint til vinnsluaðila.
Halldór Þorsteinsson segir að
langhali sé vel þekktur á mörkuðum
í Belgíu og Frakklandi og á þessu
ári hafí borist um 30 tonn til bank-
ans. „Sem stendur erum við með
þó nokkurt magn af langhala í
geymslu hjá okkur, en stöndum í
viðræðum við Miðnes í Sandgerði
um vinnslu á honum.” Miðnes
keypti í vor rúmlega 150 tonn af
hausuðum langhala af rússneskum
togara sem jafngilda um 300 tonnr
um upp úr sjó. „Við handflökuðum
langhalann og sendum á markað
og erum í raun að bíða eftir við-
brögðum,” segir Ólafur B. Ólafsson,
framkvæmdastjóri Miðness. „Verð-
ið fyrir hausaðan langhala er á
verðbilinu 60-80 krónur fyrir kg,
en 15% tollur er á langhala. Eg
myndi halda að flakaverðið sé sam-
bærilegt við hvaða gæðafísk annan
sem ef, en besta verðið fæst á fersk-
fískmarkaði. Hinsvegar er tiltölu-
lega lág nýting á langhalanum, en
þó myndi ég segja að hún væri mun
betri á langhalanum, hvort sem
hann er hausaður eða í flakaformi.
Um það bil 24% nýting næst út úr
langhalanum sé hann vélflakaður
og um 32% handflakaður,” segir
Ólafur.
„Þó búrfiskurinn sé á meðal van-
nýttra tegunda hér við land, þá er
hann alveg sér á parti því mjög
hátt verð fæst fyrir hann á erlend-
um mörkuðum. Búrfiskur hefur
verið veiddur í stórum stíl við Nýja-
Sjáland og nam búrfiskkvóti Nýsjá-
lendinga um 200 þúsund tonnum í
fyrra og um 150 þúsund tonnum
árið áður. Nýsjálendingar hafa
skapað búrfiski háan sess á mark-
aði og var verð fyrir búrfískflök
ekki alls fyrir löngu um 500 krónur
kg. Búrfískur stendur því jafnfætis
þorski á markaði, ef ekki betur, og
gengur á þessum hefðbundnu
þorskmörkuðum. Þannig segja mér
fróðir menn að það séu þó nokkrar
líkur á því að maður sé að borða
búrfísk ef maður sest inn á enskan
matsölustað og pantar sér „Fish
and chips”,” segir Halldór.
BURFISKKÍLOIÐÁ110-160 KR.
— segir Hermann Kristjánsson, skipstjóri á Klakki VE
„VIÐ HÖFUM verið að dunda okkur við veiðar á búrfiski síðasta
mánuðinn, einn og einn sólarhring, til þess að drýgja kvótann. Stund-
um fæst gott í einu og einu holi og stundum ekki neitt,” segir Her-
mann Kristjánsson, skipstjóri á Klakki frá Vestmannaeyjum, sem
er þess á milli á hefðbundnum togveiðum.
að er bara ekki komin á þetta
nein reynsla til að menn geti
sagt af eða á með þessar veiðar,
en þetta gæti vissulega verið spenn-
andi ef hægt væri að veiða þetta
víðar í einhveiju magni, en hingað
til hefur ekki sést mikið mikið af
búrfíski, aðeins einn og einn fisk-
ur,” sagði hann enníremur
Búrfískinn hausum við og sendum
ísaðan til Frakklands í gámum og
verðið hefur verið frá 110 krónum
og upp í 160 krónur fyrir kílóið.
Verðið er mjög gott. Það er ekki
hægt að segja annað. Það er jafn-
vel betra en fyrir þorskinn, en því
miður hefur ekki gengið alveg nógu
vel að ná honum úr sjó. Við vorum
til dæmis í tvo sólarhringa að eiga
við búrann í síðasta túr og það kom
sáralítið út úr því, eða ein átta tonn.
Þetta er ágæt búbót þrátt fyrir allt.
Það þarf bara að kanna þennan
stofn betur hér við land. Maður
veit ekkert um það hvar best er að
veiða búrfisk, en við höfum mest
verið hér úti á Kötlutanganum.
Þetta er djúpsjávarfiskur, sem virð-
ist halda sig mest niður undir fímm
hundruð föðmum,” segir Hermann.
Bók eftir Hrafn-
hildi Valgarðsdóttur
DÝRIÐ gengur laust er barna-
og unglingabók eftir Hrafnhildi
Valgarðsdottur sem Æskan hef-
ur gefið út.
í kynningu útgefanda segir um
söguþráðinn: „Kvikmynd verður
tekin í þropinu! Þar sem áður ríkti
friðsæld er nú allt í uppnámi. Alla
langar til að taka þátt í ævintýr-
inu. Líka félagana, Gústa, Jónas
og Þröst sem voru að ljúka 10.
bekk. En eitthvað dularfullt er á
seyði. Spurningar vakna: Rætist
spádómur nomarinnar? Koma álfar
í veg fyrir töku myndarinnar?
Hvaða vera er á ferli? Er eitrað
fyrir dýr og menn? Hvaða leýndar-
mál eiga Rós, Bragi og Halla?
Spurningunum er svarð í spenn-
andi og bráðskemmtilegri
unglingabók.”
Bókin Dýrið gengur laust er 133
blaðsíður. Hún er framleidd af
Offsetþjónustunni hf. og Prent-
smiðju Árna Valdimarssonar hf. dóttir. Almenna auglýsingastofan
Kápumynd gerði Anna Þorkels- hf. teiknaði útlit kápunnar.
Hrafnhildur Valgarðsdóttir
Unglingabók eftir
Eðvarð Ingólfsson
ÆSKAN hefur gefið út bókina
Gegnum bernskumúrinn eftir
Eðvarð Ingólfsson.
I kynningu útgefanda segir:
„Sagan fjallar um aðalpersónuna
Birgi, 15 ára. Móðir hans á við
drykkjuvandamál að stríða og
hann tekur það mjög nærri sér.
Hann þorir ekki að bjóða félögum
sínum heima af ótta við að upp
komist.
Margt, sem kemur fyrir ungl-
inga og er hluti af daglegu lífi
þeirra, fléttast inn í söguna, svo
sem ástarmál, samskipti við skóla-
félaga, gleði þeirra og vonbrigði
með tilveruna.
Gegnum bemskumúrinn er bók
sem vekur til umhugsunar og á
erindi við okkur öll.”
Bókin Gegnum bernskumúrinn
er 136 bls. með eftirmála höfund-
ar. Umbrot hennar og filmuvinnsla
annaðist Offesþjónustan hf. Prent-
smiðja Árna Valdimarssonar
prentaði og batt bókina inn. Kápu-
Eðvarð Ingólfsson
mynd teiknaði Anna Þorkelsdóttir.
Almenna auglýsingastofan sá um
útlit kápu.
Æviferilsskýrsla Vil-
hjálms Hjálmarssonar
ÆSKAN hefur gefið út bókina
„Hann er sagður bóndi” - ævifer-
ilsskýrsla Vilhjálms Hjálmars-
sonar og er rituð af honum sjálf-
um.
í kynningu útgefanda segir m.a.:
„Hann er sagður bóndi - en er víst
flest annað frekar,” skrifaði nem-
andi Vilhjálms Hjálmarssonar eitt
sinn í tímastíl.
Það var að sínu leyti rétt því að
Vilhjálmur hefur komið víða við.
Hæst ber störf hans sem alþingis-
manns og ráðherra, bónda og kenn-
ara. Enn hann hefur einnig verið
bókavörður (í 63 ár), blaðamaður,
ritstjóri, oddviti, sáttasemjari, veg-
arruðslumaður og er rithöfundur.
Hann hefur átt sæti í fjölda nefnda
og ráða, til að mynda sem formað-
ur útvarpsráðs og skólaráðs hús-
mæðraskóla. Auk þess hefur hann
annast fermingaundirbúning barna
og unnið að síldarsöltun, fískverkun
og jarðvinnslu heima og heiman.
Þá er hann eftirsóttu ræðumaður,
ekki síst ef næst er gamanyrða.”
Bókin „Hann er sagður bóndi”
er 272 bls. með nafnaskrá. Setn-
ingu, umbrot og filmuvinnu annað-
Vilþjálmur Hjálmarsson
ist Offsetþjónustan hf., prentun og
bókband Prentsmiðjan Oddi hf.
Kápumynd tók Odd Stefán. Al-
menna auglýsingaþjónustan sá um
útlit kápu.