Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 14
■MPTOHWMWP, pljNWmWKl 4 ■ <nBMWBBBí Il9»1 u. NÍLU LEITM í HEYSTIKKI Lögreglurannsóknin á sprengingunm í PanAm-þotunm yfir Lockerbie er sögð einhver hin umfangsmesta ísögunni og árangursríkari en nokkurþoröi aö vona Tilræðismaðurinn Fuheima: Viðbjóðslegt ódæði. Tilræðismaðurinn el-Mikrahi: Glæpur gegn mannkyninu. BYLTINGARFORINGINN Múammar el-Gaddafi suður í eyðimerkurríkinu Líbýu, sem í eina tíð var eftirlætisandstæðingur Ronalds Reagans, Bandaríkjaforseta, er aftur að komast í sviðsljós- ið sem verndari hryðjuverkamanna. Eftir að búið er að upplýsa ódæðið tengdu Pan-American breið- þotunni sem sprengd var í tætlur yfir skozka bænum Lockerbie árið 1988, hefur George Bush Bandarlkjaforseti hótað hefndaraðgerðum fyrir þetta hermdarverk. Við lá, að ódámurinn væri nú þegar með öllu fallinn í gleymsku, gjörsamlega horfinn á braut úr miðri atburðarásinni í Austurlöndum nær, þar sem hann hafði þó árum saman leikið aðalhlut- verkið semeftirlætisbófiiin í augum Vestur- landabúa. I þau örfáu skipti sem nafn líbýska byltingarforingjans Múammers el-Gaddafis hefur á undanförnum mánuðum yfirleitt sést í blaðayfir- sögnum, hefur hann í hæsta lagi megnað að stað- festa þann orðstír sinn meðal Vesturlandabúa að vera heldur furðulegur en í rauninni ósköp mein- laus oflátungur. í júlimánuði sl. Iýsti hann í líbýska sjónvarp- inu áhuga sínum á að vera í framboði til forsetakjörs á Ítalíu. Kjörgengi sitt við ít- ölsku forsetakosningarnar rökstuddi Gaddafi með tilvísun til laga sem enn eru í gildi frá þeim tíma er Italir höfðu hernumið eyðimerkurríkið Líbýu og innlimað í ríki sitt. Sem frómur og einlægur múham- eðstrúarmaður hvatti el-Gaddafi lí- býskar konur í ágústmánuði sl. til að stofna kvenréttindaflokk, sem „á að beita sér fyrir hervæðingu kvenþjóðarinnar í landinu.” Nokkru áður hafði hinn ísl- amski byltmgarmaður látið af- henda 20 norður-amerískum indíánum af ættbálknum Da- kota Sioux, Chippewa og Choctaw mannréttindaverð- laun að upphæð 250.000 dollar- ar; þessi verðlaunasjóður var stofnaður fyrir atbeina el- Gaddafis, og fór afhending verð- launanna fram í Trípólis, höfuð- borg Líbýu. Með slíku tilstandi ætlaði líbýski ofurstinn el-Gaddafi, sem nú hefur verið hæstráðandi í landinu í 22 ár, • að breiða yfir þá beizku staðreynd, að áhrifa hans gætir orðið naumast í nokkurn hátt lengur í valdataflinu fyr- ir botni Miðjarðarhafs. Við hátíðleg tækifæri birtist el-Gaddafi gjarnan í lit- skrúðugum, framandi klæðnaði til þess að vera örugglega í miðpunkti þegar hann kemur fram opinberlega. Þótt el-Gaddafi hafi stutt Saddam Hus- sein, einræðisherra Iraks, dyggilega í Persaflóastríðinu, hefur íraksforseti farið háðulegum orðum um einræðisherra Líbýu og kallað hann „kolvitlausan hund, sem ekki sé einu sinni hægt að nota lengur til að gelta.” BAKHJARL HRYÐJUVERKAMANNA Núna eru það einmitt erkifjendur Gaddafis, Bandaríkja- menn, sem hafa í hyggju að stugga hinum gleymda Líbýu- leiðtoga aftur fram í pólitískt sviðsljós, þar sem hann leik- ur aftur gamalkunnugt hlutverk sem aðalskúrkurinn í pólit- ískum glæpasjónleik. Fyrir nokkrum dögum færðu banda- rísk og brezk lögregluyfirvöld sönnur á það, eftir nær fjögurra ára þrotlaus rannsóknarstörf, að þeir Amin Chalifa Fu- heima, 35 ára, og Ab el-Bassit Ali el-Mikrahi, 39 ára, báðir tveir starfsmenn líbýsku leyniþjónustunnar, hefðu orðið þess valdandi, að breiðþotan frá Pan-American sprakk í tætlur í tíu km hæð yfir skozka bænum Lockerbie skömmu fyrir jól árið 1988. Þetta ógeðslega hryðjuverk kostaði alla farþega þotunnar lífið, en þeir voru 259 talsins, nær allir bandarískir ríkisborgarar. Auk þess fórust ellefu bæjarbúar í Lockerbie þegar hlutar þotunnar féllu þar til jarðar. Hlutum úr flaki breiðþotunnar safnað saman við Lockerbie í Skotlandi: Umfangsmestu rannsóknaraðgerðir í sögu glæparannsókna í heiminum. Gaddafi byltingarforingi: „Samþykkt á æðstu stöðum.”
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.