Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 21
‘Íí/BrSÍIMKaISð'’sMS'tjtiílUR 'l' DESEMBER11991 Orðtakasafn Bókmenntir SÍÐUR ULLARJ AKKI JÓLAGJÖFIN HANS verö 16.900 kr. HANZ KRINGLUN N I Erlendur Jónsson áhrif á tilurð orðtaksins. Svart var illt — »illur og svartur«. Grátt merkti ekki aðeins sama sem illt, liturinn táknaði þar að auki svik og undirferli: græska, grályndur, Valgarður inn grái. Stundum fara menn rangt með orðtök vegna þess að þeir gera sér ekki grein fyrir uppruna þeirra. Dæmi þess er að heltast úr lest- inni. »Líkingin er dregin af hesti, sem verður haltur og getur ekki fylgt lestinni,« segir Halldór Hall- dórsson. Orðtök eru alltaf að verða til. Og enn sem fyrr eru þau sótt í daglega lífið. Sumt kann að festa rætur, annað kemur með duttlung- um tískunnar og hverfur aftur með sömu tísku. Virðist mér höfundur íslenzks orðtakasafns ekki láta sér titt um þess konar nýmæli. Orðtakasafn er jafnnauðsynlegt og orðabók. Því ber að fagna að Halldór Halldórsson rit þetta skuli gefið út eftir þörfum. Auðvitað er þetta uppflettirit fyrst og fremst. En það er líka málfarslegur hugmyndabanki; að fletta þvi og glugga í það getur verið hin besta dægradvöl. Halldór Halldórsson: ÍS- LENZKT ORÐTAKASAFN. 3. útg. 569 bls. Almenna bókafélag- ið. Reykjavík, 1991. íslenzkt orðtakasafn kom fyrst út 1968-69. Þessi 3. útgáfa er auk- in og endurskoðuð. »1 þessari útgáfu er bætt við all- mörgum orðtökum, sem ekki voru í fyrri útgáfum. Þetta eru orðtök, sem ég hefi rannsakað síðan 1. útgáfa bókarinnar kom út,« segir höfundur í formála. Athygli vekur að höfundur skrif- ar enn z og fylgir sömuleiðis eldri greinarmerkjareglum. Varla er slik- ur málfræðingur lengi að tileinka sér breyttar stafsetningarreglur. Tryggð hans við eldri hefð ber þá að skilja sem yfirlýsta stefnu, ekki svo? íslenzkt orðtakasafn kom fyrst út í tveim bindum. Nú hefur þeim verið steypt saman í eitt. Letur- breytingar til að aðgreina orðtökin frá megintexta eru hér annars kon- ar en í fyrstu útgáfu og er það til bóta. Þá mátti ekki sjást feitt letur i texta, tiskan bannaði það. Þess háttar bann sýnist nú ekki gilda lengur sem betur fer. Rit þetta er nær óþijótandi fræðabrunnur um islenskt mál. Mörg minna orðtökin á lífsbaráttu og hugsunarhátt þjóðarinnar fyrr á tið. Sum eru þó vandskýrð. Ekki voru menn t.d. farnir að veiða lax á flugu þegar talað var um að koma flugu í munn einhveijum i merking- unni að ginna einhvern. Minnis- stæðust eru orð Gunnars þegar hann bað Sigmund, frænda sinn, að láta Hallgerði ekki koma ann- arri flugu í munn sér. Að leggja sig í líma í merking- unni að leggja sig allan fram — það er auðskilið. En hver er þessi lími? Limi merkir vöndur. Skyldleiki er með orðunum Iim og lími. Lim hef- ur verið skorið af tijám og bundið í lima. Upphaflega var sagt að leggjast undir líma og er það auð- skildara. Síðan hefur orðtakið breyst — sennilega fyrir áhrif frá öðru orðtaki að Halldór Halldórsson telur — en um leið fjarlægst upphaf- lega merking. Fleiri orðtök hafa tekið á sig við- lika króka frá upprunanum svo sem að vera á döfínni. Döf merkir aftur- endi eða rass á dýri. Halldór Hall- dórsson telur að líkingin sé dregin af atferli hundaNsem sitja á rassin- um en geta svo sprottið á fætur jafnskjótt sem eitthvað gerist sem kallar á athygli þeirra. Orðtakið að bæta gráu ofan á svart telur Halldór Halldórsson að dregið sé af því að illa hafi þótt fara á að bæta svarta flík með grárri bót. Sist skal mælt á móti þeirri skýringu. Hitt hefur mér oft komið i hug að litir sem tákn fyrir skapgerðareinkenni hafi haft óbein Félag harmoníku- unnenda heldur skemmtifund í Templarahöllinni við Eiríksgötu í dag kl. 15.00. Margir góðir harmoníkuleikarar koma fram. Kaffi og kökur. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. •$■ ‘Þorvaídur QyCfason fJfyffrœði, oy tnmnmg I. lstatid o(j ‘Eirópa II. L ífskiór i fa&ncji III. Atinnna ojj vcrðSótya I iy. ‘Umfívcrfismál 0£ menrunjj I ijnuium attum HAGFRÆÐI, STJÓRNMÁL OG MENNING eftir Þorvald Gylfason Ibókinni bregður Þorvaldur Gylfason birtu á þjóðarbúskap Islendinga og vekur lesandann til umhugsunar um ýmis alvarleg vandamál, gömul og ný, sem við er að glíma á þeim vettvangi. Sérstök áhersla er lögð á að greina þann margþætta vanda, sem íslendingar standa frammi fyrir nú, þegar Evrópuríkin eru óðum að renna saman í eina öfluga markaðsheild. Færð eru rök að því að öruggasta leiðin til að bæta hag fólksins í landinu til frambúðar sé að gefa markaðsöflunum lausari taum í hagkerfinu. Einnig er fjallað um verðbólguvandann, atvinnumál, helstu rök með og á móti veiðigjaldi, umhverfisvemd og menningannál. HIÐ ÍSLENZKA BÓKM ENNTAFÉLAG SlÐUMOU 21 • PÖSTHÓLF8935 • 128 REVKJAVÍK • SlMI 9W79060 1816 1991 10NABÓK Píanó & 9itar Jóhanns G. Jóhannssonar 37 lög og textar evw mtu/j NOTUR FYRIR PÍANÓ OG GÍTAR. GEISLADISKUR FYLGIR lanhssonat o heirtð '«'knur Litiö hefur veriö gert af því aö gefa út nótnabækur meö islenskri dægur- tonlist. Þar sem annars staöar er Skifan í fararbroddi og gefur hér ut mjög vandaða nótnabók fyrir pianó og gitar meö gullkornum Jóhanns G. i frábærum utsetn- ingum Þorsteins Jónssonar. Ekki spillir svo fyrir aö meö bókinni fylgir geisladiskur meö 19 laganna leiknum á piano. Geisladisk- urinn veröur einnig fóanlegur sér og vart er hægt aö hugsa sér þægilegri „Dinner- tonlist...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.