Morgunblaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 22
i iMOEGUNBLAÐIÐ S.UNNUDAGUR 1; íBESBMBER 1091 Kaflar úr bókinni Bjargið jörðinni, sem kemur út samtímis í mörgum löndum Annadhvort eigum vid framtíd á grcenk- andi jörd eda alls enga. Þessi sannindi liggja til grundvallar brýnasta verkefni mannkynsins: Ad lifa í sátt vid jördina og nýta hana skynsamlega, segir m.a. í bók- inni „Bjargid jördinni ” sem nýlega kom út á vegum bókaforlagsins Idunnar. For- málsord rita prinsinn af Wales og forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, en par seg- ir hún meöal annars: „Öll rcektun hefst í hugarfari og paö er hjartalagid sem rceöur hvert stefnir. Alúö í garö móöur jaröar fáum viö frá henni margfaldlega endur- goldna. ” Bug&ótt granka. í Nordur-Ástralíu myndar á nokkur hlyk- kjótt gródurband í Jjandsamlegu eyóimerkurumhverfi. Banvann hjúpur. Reykmengud þoka frá Norbur-Italíu og öórum iðnaðarsvadum leggst yfir Alpana. Jörðin er gjöful og rík, en auður hennar er ekki ótæmandi. Mannkynið hefur unnið stór- kostleg skemmdarverk á henni í nafni framfara. Nú er jörðin í meiri hættu en nokkru sinni fyrr og tíminn er að renna út. Við höfum mengað lönd og ár með eitri, spillt strandlengjum og úthöf- um með úrgangslosun og olíulekum. Jafnvel úthafið umhverfis Island er ekki jafn hreint og ómengað og menn hafa lengi talið. Jafnt á há- lendi Islands sem á sléttum Ameríku og Síberíu herjar uppblástur á gróðurlendi og eyðir því. Skóglendi er víða í hættu sökum ioftmengunar og aukinnar ræktunar. Enn er ógem- ingur að meta þau gífurlegu um- hverfísspjöll sem unnin hafa verið í Austur-Evrópu. En enginn staður er óhultur fyrir umhverfisspjöllum, því menn hafa breytt og eru að breyta efnasamsetn- ingu lofthjúpsins sem umlykur hnött- inn, jafnt ísbreiður Suðurskautsins sem regnskóga Brasilíu. Alis staðar er líf og náttúra í hættu. Það er því ekki að undra þótt mönnuin Ieiki forvitni á að vita hvemig eigi að reyna að koma í veg fyrir þessa rá- nyrkju jarðarinnar, sem ekki er að- eins heimili mannkynsins og alls sem lifir, heldur og móðir lífsins „Það hefur stundum verið sagt að böm séu þarfari móður sinni en móðir bömum. Því er öfugt farið með samband móður jarðar og barna hennar. Móðir jörð er okkur allar stundir þarfari en við henni, enda heldur hún áfram að vera til, þótt móð og mædd sé, eftir að við hverf- um aftur í faðm hennar og samein- umst henni á ný,” segir Vigdís Finn- bogadóttir forseti í formála bókarinn- ar Bjargið jörðinni. Þessi bók kemur út í mörgum töndum samtímis og er rituð af þekktum vísindamönnum á sviði umhverfismála. í bókinni er viðkvæm fegurð jarð- arinnar sýnd í myndum og máli og lögð áhersla á auðævi náttúrunnar, sem mannkynið eyðir gegndarlaust af. Samtímis er hún vitnisburður um þau gæði jarðar sem enn er hugsan- legt að börn okkar fái að njóta. Aðalhöfundur bókarinnar, Bretinn Jonathon Porrit, er mikill áhugamað- ur um umhverfismál og er heims- þekktur sem ákafur talsmaður um- hverfisverndar. Hann hefur starfað mikið fyrir alþjóðlegu samtökin Vini jarðar. Hér á eftir fara nokkrir kafl- ar úr bókinni: Mjaldurinn, lifandi eiturör Mjaldurinn er hvalur í Norðurhöf- um, en gengur upp í St. Lawrence fljótið í Kanada. Hann er hvítur — og eitraður. Hættuleg eiturefni sem hafa smám saman safnast fyrir í ánni á undanförnum 40 árum berast upp eftir fæðukeðjunni til mjaldurs- ins. Líkamsvefir hvalanna innihalda svo mikið af þessum eiturefnum að samkvæmt kanadískum lögum verð- ur að eyða skrokkunum eins og ei- truðum úrgangi. Er þetta hápunktur iðnmenning- arinnar: Að okkur skuli hafa tekist að umbreyta einhverri fegurstu og sérstæðustu skepnu jarðar í fljótandi eiturör? Sum fyrirtækjanna sem eiga þátt í þessari vanhelgun halda áfram að firra sig allri ábyrgð og skjóta sér bakvið þá algengu vörn iðnjö- franna að framleiðsla þeirra sé skað- laus þar til sannað sé að hún eigi beina sök á einhverju umhverfis- slysi. Sjávar- og vatnalíffræðingar hafa hins vegar haldið því fram að öll ný efni sem dælt er út í höf okk- ar og ár ættu að skoðast sem banvæn þar til sakleysi þeirra hefur verið sannað. Fyrir daga skynsemistrúar og til- komu nútíma vísinda báru forfeður okkar mikla lotningu fyrir fljótum og tjörnum, úthöfum og vötnum. Það j i l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.