Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 25
„Gamlir dagar” Bragi Ásgeirsson í Hlaðvarpanum hefur staðið yfir sýning undanfarnar vikur er nefnist „Gamlir dagar í Hlaðvarp- anum” og eru þar kynnt mynd- verk ívars A. Einarssonar frá Ivarsseli. Það munað minnstu að þessi sýning, sem kona að nafni Helga Pálsdóttir stendur fyrir, færi framhjá mér, vegna þess að boðs- kortið lenti á milli stafs og hurðar að segja má, en ég rakst fyrir tilviljun á það nú er sýningunni er að ljúka. Engar uppiýsingar eru um þennan ívar frá ívarsseli í sýning- arskrá, en ég gæti trúað að hann hafí byggt litla rómantíska stein- húsið vestast á Vesturgötunni, er. lengstum glitti í fyrir innan Sel- brekkur og bar nafnið ívarssel. Á þessum slóðum var gott að vera hér áður fyrr, en fjaran fyrir neðan var að mestu óspillt og brimið svarr og þeytti jafnvel upp stórgrýti þegar veðrahamur var mestur, á stundum alveg upp að Selbrekkum og í nágrenni ívarss- els þegar verst lét. Nefndur ívar frá ívarsseli virð- ist hafa verið góðum listrænum gáfum gæddur þótt myndirnar á sýningunni séu flestar vart á hærra listrænu þrepi en að vera tómstundagaman hagleiksmanns. En svo eru nokkrar myndir, sem ég vil vekja sérstaklega at- hygli á, því að þær eru í sérflokki og bera góðum hæfileikum og stemmningaríkr sálarkviku vitni. Anatole France, pennateikning 1931. Það eru myndimar „Ljósgaldur” (38 og^ 41), „Kona við eldinn” (39), „ívarssel” (61), „Sterling” (67) og „Selbrekka” (72). Það er mikilsvert fyrir okkur er ritum um myndlist, að rekast á slík vinnubrögð hjá áhugasöm- um en ólærðum alþýðumanni frá löngu horfnum dögum, milli þess að skoðaðar eru sýningar spreng- lærðra listamanna, er allir vilja setja sitt lóð og drjúgu vigt í voga- skálar heimslistarinnar. Fæstar em myndimar áritaðar, en mér skilst að þær séu flestar frá því á fjórða áratugnum, er mannlífsvettvangurinn var annar og fölskvalausari en í dag. Með þessum fáu línum vildi ég vekja athygli á þessari sérstæðu sýningu, sem fer einhvern veginn svo vel á veggjunum á staðnum en hanni á að ljúka í dag, 30. október. Þórarinn Eldjárn Sigrún Eldjárn Ljóðabók fyrir börn lagn ur gefið út bókina Oðfluga, ljóðabók fyrir börn eftir Þórar- in Eldjárn. Systir hans Sigrún Elcjjárn myndskreytti bókina. í kynningu Forlagsins segir: „Hér vinna tvö fjölhæf systkini að gerð óvenjulegrar ljóðabókar sem leiftrar af fjöri og hugmyndaflugi í leik sín- um að tungumálinu. Sigrún og Þór- arinn Eldjárn hafa áður unnið sam- an að bókum fyrir börn. Hér hafa skáldið og myndlistarmaðurinn ■ IÐUNN hefur gefið út bókina Listin að kyssa eftir Willam Cane. Í kynningu útgefanda segir m.a.: „í þessari bók er listbrögðum ástargyðj- unnar sjálfrar safnað saman til unað- ar, skemmtunar og uppfræðingar öllum þeim sem vilja kunna að túlka tilfinningar sínar með kössum; ljúf- um kossum, ástríðukossum, stríðnis- kossum, sáttakossum - hér er lýst öllum þessum yndislegu stundum sem tengir elskendur saman, færir þá nær hvora öðrum og auka unað- inn og ástina, örvunina og ástríð- una.” Nanna Rögnvaldsdóttir þýddi. Bókin er prentuð í Prentbæ. endaskipti á veröldinni og sýna börnunum óvæntar hliðar á hvers- dagslegum hlutum.” Oðfluga er 32 bls. Prentstofan G. Ben. prentaði. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar: Staða for- stöðumanns auglýst BISKUP íslands hefur auglýst lausa til umsóknar stöðu for- stöðumanns við Fjölskylduþjón- ustu kirkjunnar. Fjölskylduþjónustan var stofnuð á liðnu sumri. Að henni standa kirkjuráð, Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra og vestra, Kjalarnes- prófastsdæmi og Árnesprófast- dæmi. Markmið með Fjölskyldu- þjónustunni er að veita fjölskyldu- meðferð og sálgæslu. Staða forstöðumanns veitist frá og með næstu áramótum. Umsókn- arfrestur er til 18. desember næst- komandi. WÓÐLEIKHÚSIÐ Leikarar - söngvarar - dansarar Söngprófun fyrir söngleikinn „Nú er allt leyft” eftir Cole Porter, sem frumsýndur verður í apríl nk. fer fram í Þjóðleikhúsinu 12. og 13. desember. Skráning, upplýsingar og gögn á skrifstofu Þjóðleikhússins, sími 11204, frá og með þriðjudegi 3. des. ■■ W ■■ OKDVEGISHUSGOGN PENDRAGON CHESTERFIELD-3JA SÆTA SÓFI + 2 STÓLAR, KR. 197.820.- STGR. MARLB0R0UGH-3JA SÆTA SÓFI + 2 STÓLAR, KR. 159.750.- STGR WAGNER DENISE-3JA SÆTA SÓF! + 2 HAIR STÓLAR, KR. 355.050.- STGR. 116.800.- STGR. RALAU-BORÐSTOFUBORÐ SPORÖSKJULAGAÐ, + 6 STÓLAR KR. 134.821.- STGR. RALAU-BORÐSTOFUSKÁPUR, KR. 88.020.- STGR. RALAU-SPEGILL, KR. 80.820.- STGR. RALAU-HÁR GLERSKÁPUR, KR. 102.510.- STGR. HÚSGAGNA VERSLUN SÍÐUMÚLA 20, SÍMI688799
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.