Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 25
„Gamlir dagar”
Bragi Ásgeirsson
í Hlaðvarpanum hefur staðið
yfir sýning undanfarnar vikur er
nefnist „Gamlir dagar í Hlaðvarp-
anum” og eru þar kynnt mynd-
verk ívars A. Einarssonar frá
Ivarsseli.
Það munað minnstu að þessi
sýning, sem kona að nafni Helga
Pálsdóttir stendur fyrir, færi
framhjá mér, vegna þess að boðs-
kortið lenti á milli stafs og hurðar
að segja má, en ég rakst fyrir
tilviljun á það nú er sýningunni
er að ljúka.
Engar uppiýsingar eru um
þennan ívar frá ívarsseli í sýning-
arskrá, en ég gæti trúað að hann
hafí byggt litla rómantíska stein-
húsið vestast á Vesturgötunni, er.
lengstum glitti í fyrir innan Sel-
brekkur og bar nafnið ívarssel.
Á þessum slóðum var gott að
vera hér áður fyrr, en fjaran fyrir
neðan var að mestu óspillt og
brimið svarr og þeytti jafnvel upp
stórgrýti þegar veðrahamur var
mestur, á stundum alveg upp að
Selbrekkum og í nágrenni ívarss-
els þegar verst lét.
Nefndur ívar frá ívarsseli virð-
ist hafa verið góðum listrænum
gáfum gæddur þótt myndirnar á
sýningunni séu flestar vart á
hærra listrænu þrepi en að vera
tómstundagaman hagleiksmanns.
En svo eru nokkrar myndir,
sem ég vil vekja sérstaklega at-
hygli á, því að þær eru í sérflokki
og bera góðum hæfileikum og
stemmningaríkr sálarkviku vitni.
Anatole France, pennateikning
1931.
Það eru myndimar „Ljósgaldur”
(38 og^ 41), „Kona við eldinn”
(39), „ívarssel” (61), „Sterling”
(67) og „Selbrekka” (72).
Það er mikilsvert fyrir okkur
er ritum um myndlist, að rekast
á slík vinnubrögð hjá áhugasöm-
um en ólærðum alþýðumanni frá
löngu horfnum dögum, milli þess
að skoðaðar eru sýningar spreng-
lærðra listamanna, er allir vilja
setja sitt lóð og drjúgu vigt í voga-
skálar heimslistarinnar.
Fæstar em myndimar áritaðar,
en mér skilst að þær séu flestar
frá því á fjórða áratugnum, er
mannlífsvettvangurinn var annar
og fölskvalausari en í dag.
Með þessum fáu línum vildi ég
vekja athygli á þessari sérstæðu
sýningu, sem fer einhvern veginn
svo vel á veggjunum á staðnum
en hanni á að ljúka í dag, 30.
október.
Þórarinn Eldjárn
Sigrún Eldjárn
Ljóðabók fyrir börn
lagn
ur gefið út bókina Oðfluga,
ljóðabók fyrir börn eftir Þórar-
in Eldjárn. Systir hans Sigrún
Elcjjárn myndskreytti bókina.
í kynningu Forlagsins segir: „Hér
vinna tvö fjölhæf systkini að gerð
óvenjulegrar ljóðabókar sem leiftrar
af fjöri og hugmyndaflugi í leik sín-
um að tungumálinu. Sigrún og Þór-
arinn Eldjárn hafa áður unnið sam-
an að bókum fyrir börn. Hér hafa
skáldið og myndlistarmaðurinn
■ IÐUNN hefur gefið út bókina
Listin að kyssa eftir Willam Cane.
Í kynningu útgefanda segir m.a.: „í
þessari bók er listbrögðum ástargyðj-
unnar sjálfrar safnað saman til unað-
ar, skemmtunar og uppfræðingar
öllum þeim sem vilja kunna að túlka
tilfinningar sínar með kössum; ljúf-
um kossum, ástríðukossum, stríðnis-
kossum, sáttakossum - hér er lýst
öllum þessum yndislegu stundum
sem tengir elskendur saman, færir
þá nær hvora öðrum og auka unað-
inn og ástina, örvunina og ástríð-
una.” Nanna Rögnvaldsdóttir
þýddi. Bókin er prentuð í Prentbæ.
endaskipti á veröldinni og sýna
börnunum óvæntar hliðar á hvers-
dagslegum hlutum.”
Oðfluga er 32 bls. Prentstofan
G. Ben. prentaði.
Fjölskylduþjónusta
kirkjunnar:
Staða for-
stöðumanns
auglýst
BISKUP íslands hefur auglýst
lausa til umsóknar stöðu for-
stöðumanns við Fjölskylduþjón-
ustu kirkjunnar.
Fjölskylduþjónustan var stofnuð
á liðnu sumri. Að henni standa
kirkjuráð, Reykjavíkurprófasts-
dæmi eystra og vestra, Kjalarnes-
prófastsdæmi og Árnesprófast-
dæmi. Markmið með Fjölskyldu-
þjónustunni er að veita fjölskyldu-
meðferð og sálgæslu.
Staða forstöðumanns veitist frá
og með næstu áramótum. Umsókn-
arfrestur er til 18. desember næst-
komandi.
WÓÐLEIKHÚSIÐ
Leikarar - söngvarar
- dansarar
Söngprófun fyrir söngleikinn „Nú er allt leyft”
eftir Cole Porter, sem frumsýndur verður í
apríl nk. fer fram í Þjóðleikhúsinu 12. og
13. desember.
Skráning, upplýsingar og gögn á skrifstofu
Þjóðleikhússins, sími 11204, frá og með
þriðjudegi 3. des.
■■ W ■■
OKDVEGISHUSGOGN
PENDRAGON
CHESTERFIELD-3JA SÆTA SÓFI + 2 STÓLAR, KR. 197.820.- STGR.
MARLB0R0UGH-3JA SÆTA SÓFI + 2 STÓLAR, KR. 159.750.- STGR
WAGNER DENISE-3JA SÆTA SÓF! + 2 HAIR STÓLAR, KR. 355.050.- STGR.
116.800.- STGR.
RALAU-BORÐSTOFUBORÐ SPORÖSKJULAGAÐ, + 6 STÓLAR KR. 134.821.- STGR.
RALAU-BORÐSTOFUSKÁPUR, KR. 88.020.- STGR.
RALAU-SPEGILL, KR. 80.820.- STGR.
RALAU-HÁR GLERSKÁPUR, KR. 102.510.- STGR.
HÚSGAGNA
VERSLUN
SÍÐUMÚLA 20,
SÍMI688799