Morgunblaðið - 01.12.1991, Page 29
MORÖ.ÚNBLAÐIÐ SUNNUDÁGUR-i: ÐESEMBER 1991
Glens og gaman
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Magnús Óskarsson: NÝ ALÍS-
LENSK FYNDNI. 117 bls. Örn
og Örlygur hf. 1991.
Hálf öld er liðin og rösklega það
síðan Gunnar á Selalæk safnaði
sögum sínum og gaf út undir heit-
inu íslensk fyndni. Þess ber að
minnast þegar horft er á titil þess-
arar bókar Magnúsar Óskarsson-
ar. Þetta eru nýjar sögur til að-
greiningar frá sögum Gunnars
sem nú teljast. auðvitað gamlar.
Lífsreynsla Gunnars var fjölbreyti-
leg. Hann var sveitamaður að upp-
runa en síðar búsettur í Reykja-
vík, þingmaður um skeið, fékkst
við margt um ævina; flutti min-
kinn til landsins svo dæmi sé tek-
ið; og kynntist fólki af öllum stig-
um. Þjóðfélagið gekk þá gegnum
breytingaskeið. Sögur hans báru
því vitni. Magnús er hreinræktað-
ur borgarbúi. Sögur hans hafa því
minni þjóðfélagslega breidd en
sögur Gunnars. Auk þess hefur
fólkið breyst. Jöfnuðurinn hefur
sléttað úr hrukkum samfélagsins.
Borgarbúar eru ekki lengur fínir
með sig og teprulegir. Og sveita-
menn eru ekki lengur kauðskir og
óheflaðir. Það sem þótti fyndið
fyrir fimmtíu, sextíu árum þykir
ekki endilega fyndið nú. Ekki vit-
um við heldur hvað samtíðarmönn-
um Gunnars þætti um þessar sög-
ur Magnúsar. En reyndar koma
nokkrir þeirra hér við sögu. Meðal
annars þess vegna þykir mér hlýða
að minna hér á safn Gunnars að
mér sýnast þær sögurnar vera
hvað bestar — fímmtíu, sextíu ára
gamlar. Til dæmis sögur af séra
Hallgrími í Glaumbæ í Skagafirði
og saga af Guðbrandi Jónssyni
prófessor. Ennfremur saga af
Skúla Helgasyni lækni. Hins vegar
get ég ómögulega skilið fyndnina
í sögu af Garðari þingmanni og
Sigríði Dúnu, svo dæmi sé tekið.
Ef til vill geld ég skilningsleysis —
ellegar að mig skorti þekkingu á
forsendum. Annars staðar tel ég
mig sjá hvar fiskur liggur undir
steini en þykir þó ekki mikið til
fyndninnar koma.
En slíkt telst til undantekninga.
Yfirhöfuð eru sögurnar í bók þess-
ari bæði ljósar og auðskildar. Og
prýðilega fyndnar. Langflestar
enda með tilsvari. Sumar eru til-
svarið eitt. En á kringilyrðum og
minnisstæðum tilsvörum byggjast
líka flestar gamansögur sem
ganga manna á meðal. Best fer á
að saga endi á tilsvarinu. Svo er
raunar um flestar sögur Magnús-
ar. Fyndnin þolir hvorki skýringar
né útúrdúra. Það veit Magnús
vafalaust öðrum mönnum betur.
»Skemmtilegir« menn eru oftast
leiðinlegir. Sá sem gerist vísvit-
andi fyndinn í þeim tilgangi að
Iáta hlæja að sér hittir sjaldnast
í mark. Aðeins ósjálfráð fyndni
getur talist ekta. Og einmitt þann-
ig eru bestu sögurnar í bók þess-
ari. Því miður gerist þess háttar
orðheppni sjaldgæfari nú á dögum.
Fjölmiðlunin steypir alla í sama
mótið og er þá skammt í að ein-
staklingamir verði sviplaus, staðl-
aður fjöldi. Og ungir menn á
framabraut eru þekktari fyrir ann-
að en að tala af sér.
Limrum og ferskeytlum, sem
höfundur kallar »heimatilbúið
rugl«, er hér og þar skotið inn á
milli sagnanna. Þó þær séu smelln-
ar, sumar hveijar, virðast mér þær
tæpast eiga þarna heima. Það
skerðir hlutleysi bókar af þessu
tagi ef höfundur fer sjálfur að láta
á sér bera. Eigi Magnús margar
slíkar í fórum sínum og langi að
koma þeim á framfæri nytu þær
sín betur í sérstakri bók.
Magnús Óskarsson
Helft þessarar Nýju alíslensku
fyndni eru svo skringilegar (eða
skondnar eins og allir segja nú)
blaðaúrklippur sem fela í sér þver-
sagnir eða annars konar saklausan
afkáraskap. Sumt minnir á skóla-
brandara, t.d. »Búnaðarbankinn
má ekki veikjast«, annað er drep-
fyndið eins og »í Baltimore voru
það valdir hundar sem tóku lýsi
undir stjóm dr. Tómasar Magnús-
sonar.« Og enn annað mætti kalia
örlagaglettur eins og »Lopinn
teygður hjá Álafossi«. Meira að
segja sá Hæstiréttur eitt sinn
ástæðu til að taka fram að »hinn
látni gat ekki greint frá því, hvað
hefði komið fyrir sig.«
Annars em það mest fyrirsagn-
ir og smáklausur sem Magnús
hefur klippt úr blöðum og bera
þær með sér að hann er hvort
tveggja, glöggur lesandi og kirfi-
lega gagnrýninn.
í formála biðst Magnús velvirð-
ingar á því að hann skuli nú senda
frá sér bók sem þessa — öðm sinni,
því önnur slík er áður frá honum
komin. Óþarft er lítillætið. Sem
heild er bókin geðbót í skamm-
degi. Og bestu sögumar eru vel
þess virði að þær séu lagðar á
minnið.
Svo voða pínulítið
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Ómar Ragnarsson: Heitirðu Óm-
ar? Minningar frá bernsku og
æskudögum. Útg. Fróði 1991.
Hann stækkar og yngist hópur
þeirra sem finnur hjá sér hvöt til
að skrifa minningabækur, þær eru
af ýmsu tagi og stundum skrifa sög-
umenn þær sjálfir en það er líka
ósköp vinsælt að fá einhvetja þekkta
persónp til að færa minningarnar í
letur. Ómar Ragnarsson þúsundþjal-
asmiður hefur valið þann kostinn að
skrifa sjálfur Heitirðu Ómar? og lýk-
ur bókinni þegar hann er ellefu ára.
Það segir sig þar af leiðandi
nokkurn veginn sjálft að þetta er
nokkuð ítarleg frásögn enda sögu-
maður greinilega bráðgjör og virðist
hafa bernskuminningar frá sínum
allra fyrstu árum á hreinu. Hann
stendur varla út úr hnefa þegar
hann sýnist vera farinn að íhuga
heimsmálin og pólitíkina, og svo
mætti lengi telja. Vangaveltur hans
um dauðann koma þegar hann er
varla sjö ára gamall.
Ómar fer í sveit fimm ára og
þaðan eru margar minningar. Hann
kynnist þar ýmsu sem er spennandi
og er öllu kyrfílega lýst. Hann verð-
ur líka fyrir alls konar mæðu, í óvita-
skap drekkir hann litlum hænuunga
og af því honum stafar ógn af kúnni
Húfu gerir hann í buxumar og er
aðdraganda þess og öllu ferlinu lýst
mjög nákvæmlega.
Miðað við hversu frásögnin er
firnaítarleg fyrstu æviárin kemur
það hálfvegis á óvart að eftir átta
ára aldurinn tekur sögumaður á rás
og það líður bæði vetur og-sumar
án þess að maður viti nokkurn skap-
aðan hlut um hvað hann var að bard-
úsa.
Til þess að málfar sé „eðlilegt”
skrifar sögumaður barnamál. Það
er mikið af orðum eins og voða- og
stundum voða, voða-, svo og bara
pínulítið. Og þó Ómar hafi verið
þroskað og efnilegt barn hefur hann
Ómar Ragnarsson
enn ekki lært að beygja orðið hönd
þegar bókinni lýkur.
Það er voða óþægilegt, svo maður
tileinki sér orð Ómars, hversu oft
hann telur sig verða að segja le-
sanda hvað öllum finnst hann pínu-
lítið skrítinn og með svo mikið rautt
hár og svo voða sniðugur og kotro-
skinn. Það hefði átt að vera óþarfí;
hefði lesandi ekki átt að sjá það sjálf-
ur. Eða hvað?
Mikið er af gömlum myndum frá
þessum æskuárum, flestar teknar á
gamlar kassavélar og fæstar verða
bókinni til framdráttar.
Það er hraði í frásögn og sögu-
maður virðist skemmta sér prýðilega
framan af, hvort heldur hann segir
frá lífsreynslu sinni eða „sniðugum”
uppákomum og uppátækjum. En það
dugar ekki til að lyfta frásögninni,
málfarið sem á að vera barnslegt
verður voða flatneskjulegt. Og at-
burðirnir eru bara ekki nógu
skemmtilegir. Snilldin er í því fólgin
að gera það hversdagslega og smáa
spennandi. Það vakir án efa fyrir
höfundi. En mér þótti mjög skorta
á að það tækist.
A
Bókin Ur ríki náttúrunnar/Náttúrustemmur:
Hugmyndin að bókinni
varð til í myndveri
HUGMYNDIN að bókinni Úr
ríki náttúrunnar/Náttúru-
stemmingar varð til í myndveri
Stöðvar 2 á síðasta ári. Höfund-
arnir, þeir Ari Trausti
Guðmundsson og Sigmundur
Ernir Rúnarsson, unnu þar
stundum saman á kvöldin og
veltu fyrir sér mörgum af þeim
spurningum sem settar eru
fram í bókinni. Fór svo að lok-
um að þeir ákváðu að hefja
verkið. Þetta mun í fyrsta sinn
sem Ijóðskáid er fengið til að
yrkja sérstaklega í óútkomna
náttúrufræðibók en Ari Trausti
Guðmundsson segir að hann
telji verkið hafa heppnast ein-
staklega vel.
Bókin er þannig uppbyggð að
varpað er fram 30 spumingum um
náttúru íslands og myndar hver
spurning sérstakan kafla í bók-
inni. Ari Trausti skrifar meginmál-
ið en á undan hveijum kafla er
ljóð eftir Sigmund Ernir sem teng-
ist efni viðkomandi kafla og er
birt með hveiju ljóði gömul
svart/hvít mynd en myndskreyt-
ingar eru að öðru leyti í lit.
„Grunnhugmyndin að þessu
verki er þannig til komin að í gegn-
um tíðina hefur fólk stundum ver-
ið að spuija mig ýmissa spurninga
um náttúru landsins almennt. Eg
safnaði þessum spurningum sam-
. an og leitaði svara við þeim,” seg-
ir Ari Trausti Guðmundsson. „Það
er ætlunin að bókin nýtist sem
bakgrunnsupplýsingar fyrir fólk
sem áhuga hefur á þessum mála-
flokki, auk þess sem hægt er að
nota hana sem kennslubók í fram-
haldsskólum. Hvað varðar þátt
Sigmundar í bókinni var ætlunin
að opna lesandanum nýjar víddir
og hugrenningar um efnið og tel
ég að sérstaklega vel hafi þar te-
kist til.”
Sigmundur Emir Rúnarsson
segir að um tímabært verk sé að
ræða þar sem náttúra landsins sé
æ meir til umijöllunar meðal al-
mennings sökum vakningar í um-
hverfismálum. „Ari Trausti stakk
svo upp á þeirri hugmynd að ljóð-
skreyta bókina og ég sló til þótt
ég hafi aldrei áður ort ljóð eftir
pöntun,” segir Sigmundur. „Ég
settist svo niður með efnisyfirlitið
fyrir framan mig og horfði
spekingslega upp í loftið.”
í máli Sigmundar kemur fram
að hann hafi strax keypt sér litla
glósubók sem hann svo ferðaðist
með hvert sem hann fór frá því í
fyrra vetur og fram á síðasta sum-
ar. í þessa bók orti hann ljóðin,
eða gerði uppkast að þeim. „Ég
hafði það að markmiði að ljóðin
yrðu stutt og hnitmiðuð enda
hreyfst ég mjög af þeirri umræðu
sem var í vaxtarækt á þessum tíma
um að aðalrnálið væri að „tálga”
líkamann. Ég beitti þeirri aðferð
á ljóðin,”segir Sigmundur. „Sumar
spurningarnar voru öðrum erfiðari
við ljóðagerðina, það var til dæmis
mjög erfitt að vera innblásinn við
spurninguna„Hvenær springur
frárennslissprengjan?” sem er einn
Höfundar bókarinnar Úr ríki
náttúrunnar/Náttúrustemmings-
ar, Ari Trausti Guðmundsson og
Sigmundur Ernir Rúnarsson.
kaflinn. Og sumar spumingar sem
ég hélt að væru auðveldar við-
fangs, eins og sú sem fjallar um
eldgos á íslandi voru mér erfiðari
en ég hélt. Það er búið að yrkja
svo mikið um eldgos á íslandi, og
nota svo mörg lýsingarorð við
það, að erfitt var að finna nýjan
flöt á þessu efni.”
Bókin er 250 bls. að stærð og
hana prýðir fjöldi litmynda, auk
korta í lit. Ari Trausti er útgef-
andi ásamt Isafoldarprentsmiðju.
■ MJÓNI RAUÐREFUR heitir
hreyfimyndabók sem Örn og Ör-
lygur hafa gefíð út. Höfundar eru
Stephen Wylle og Korky Paul.
Hjörtur Pálsson þýddi. 1 kynningu
útgefanda segir: „Mjóni rauðrefur
var að sálast úr hungri en þá kom
honum ráð í hug. Hann bauð vinum
sínum í kvöldmat. En hann hafði
ekki búist við óboðnum gesti og sá
síðasti var annar en hann hafði
gert ráð fyrir.” Örn og Örlygur
hafa gefið út fjórðu bókina á ís-
lensku eftir Sven Nordqvist um
þá félaga Pétur og Brand. Bókin
heitir Jólagestir hjá Pétri. í kynn-
ingu útgefanda segir: „Söguþráður
hinnar nýju bókar er sá að karlinn
hann Pétur og kötturinn Brandur
eiga jafnan annríkt fyrir jólin eins
og við hin. Að þessu sinni ber óhapp
að höndum. Pétur meiðist á fæti
og kemst hvorki út í búð til að
kaupa í matinn né út í skóg eftir
jólatrénu. Svo virðist sem þeir fé-
lagar eigi ömurleg jól í vændum.
En þá ber gest að garði ...” Köttur-
inn sem týndi málinu sínu heitir
barnabók eftir Michele Coxon í
þýðingu Jónasar Jónassonar sem
út er komin hjá Erni og Örlygi. í
kynningu útgefanda segir: „Þetta
er fallega myndskreytt bók sem
segir frá því er kötturinn Þrándur
týnir málinu sínu, en slíkt er nú
mjög svo dapurlegt fyrirketti.
Þrándur leitar dyrum og dyngjum
að málinu en með misjöfnum ár-
angri. Þetta er heillandi og barns-
lega ljúf saga fyrir alla sem hafa
mætur á köttum, með indælum
texta og listrænum myndum.”
Tjúlli á fullri ferð er önnur Tjúlla-
bók eftir þá Inga Hans Jónsson
og Harald Sigurðarson sem komin
er út. Örn og Örlygur gefa bókina
út. í kynningu útgefanda segir:
„Kötturinn Tjúlli er aftur kominn á
kreik og nú á fullri ferð. í fyrra
kom út bókin Lán í óláni. Hún vakti
mikla athygli fyrir gott málfar og
vandaðan frágang og varð geysivin-
sæl. I þessari nýju bók kynnist kött-
urinn Tjúlli nýju fólki og nýjum
ævintýrum.” Þessari nýju bók fylgja
Tjúlla-límmiðar eins og þeirri fyrri.
■ IÐUNN hefur gefið út bókina
Ráðgátan í Barsmíðahúsi eftir
Enid Blyton og er þetta fimmta
sagan sem út kemur í þessum bóka-
flokki. I kynningu útgefanda segir
m.a. um söguefnið: „Það gengur
stundum dálítið mikið á þegar
Snúður frændi og hundurinn hans,
Bjálfi, koma að heimsækja Reyni
og Dóru og foreldra þeirra í jólaleyf-
inu. En svo heppilega vill til að vin-
ur krakkanna, sirkusstrákurinn
Bjarni, hringir og býður þeim að
dvelja með sér í gömlu húsi upp í
fjöllum - Barsmíðahúsi. Þau hafa
ekki verið þar lengi þegar undarleg
högg fara að heyrast inni í hús-
inu.” Álfheiður Kjartansdóttir
þýddi. Bókin er prentuð í Prentbæ
hf. Iðunn hefur gefið út aðra bók
eftir Enid Blyton og nefnist hún
Leynifélagið Sjö saman leysir
vandann. I kynningu útgefanda
segir: „Sjömenningarnir í leynifé-
laginu bjuggust ekki við að lenda
í neinum sérstökum ævintýrum að
þessu sinni og ekki grunaði þau,
þegar þau ákváðu að gera sér skýli
uppi í gömlu tré að það yrði upphaf-
ið að nýju og æsispennandi leyndar-
máli. En einhver óboðinn gestur
gerði sig fljótt heimakominn í tijá-
hýsinu.” Nanna Rögnvaldsdóttir
þýddi. Bókin er prentuð í Prent-
bæ hf.
■ ÚT ER komin hjá Skjaldborg
hf. ný bók í bókaflokknum Lykill
að iífshamingju og nefnist hún
Allt um streitu. Bókin skiptist i
eftirfarandi fjóra höfuðflokka:
Hversu spenntur eru? Kyrrðu lífs-
hætti þína. Slökun. Hástreita. Skýr-
ingamyndir fylgja öllum undirköfl-
um ásamt ljósmyndum. Allt um
streitu er 192 blaðsíður.