Morgunblaðið - 01.12.1991, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR
Minning:
Jóhann Jónsson
Jóhann Jónsson (Jói Sigló) var
sonur hjónanna Bjargar Sveinsdótt-
ur og Jóns Guðmundssonar, sem
bjuggu á Heiði í Sléttuhlíð í Skaga-
firði.
í Sléttuhlíðinni er snjóþungt á
veturna og sagði Jóhann mér að
glaðværð hefði oft verið mikil á
heimilinu á veturna, systkinin sjö
og gestagangur af næstu bæjum.
Þá hefðu verið lesnar sögur, sungið
mikið, ort, teflt og spilað brids o.fl.
Jóhann var um tíma við kennslu-
störf í Siglufirði. Stundaði aðallega
vörubílaakstur en varð að hætta
því vegna veilu í baki. Vann síðan
ýmis skrifstofu- og þjónustustörf.
Jóhann kvæntist Margréti Tóm-
asdóttur og áttu þau eina dóttur,
Ólöfu. Þau skildu. Jóhann kvæntist
síðan Aðalbjörgu Eddu Guðmunds-
dóttur. Þau skildu. Síðustu tuttugu
árin var Jóhann í sambýli með Bryn-
hildi Jónsdóttur, fulitrúa í utanríkis-í
málaráðuneytinu, og eiga þau einá
dóttur, Björgu, sem stundar nám 1
Verzlunarskóla íslands
Jói var aldrei með neina hálf-
kveðnar vísur; þær urðu alltaf heil-
ar og hnitmiðaðar og höfðu margir
gaman að.
Jói Sigló varð þó þekktastur fyr-
ir bridssnilli sína, þar vann hann
marga stóra sigra. Hann spilaði
lengi með sveit Siglfirðinga. Eftir
að hann var fluttur suður hélt hann
því lengi áfram og fékk þá auknefn-
ið Jói Siglfirðingur og var stoltur
af. Þetta breyttist síðan i Jói Sigló,
sem hann kynnti sig með þegar
þannig stóð á.
Við Jóhann unnum saman um
tíma, hann við skrifstofustörf, hjá
verktakafyrirtæki. Hann sá um
bankaviðskiptin og launaútreikn-
inga. Til þess þurfti hann ekki skrif-
stofuvélar, reiknaði allt í huganum
og handskrifaði og aldrei þurfti að
leiðrétta.
Eg kynntist vel spilamennsku
Jóhanns. Hann varð einu sinni að
fara í tvímenningskeppni með léleg-
an meðspilara. Þá bjó hann til kerfi
þar sem meðspilarinn átti að undir-
melda. Það kom því oftast í hlut
Jóhanns að spila úr spilunum, enda
urðu þeir efstir. Hann vakti alltaf
óskipta athygli á spilatöflunni enda
sérstakur úrspilari. Það eru tugir
verðlaunagripa sem Jóhann fékk
fyrir spilamennsku sína.
„Aftur kemur vor í dal” var mik-
ið sungið, þá naut sín tenórrödd
Skagfirðingsins.
Eg kveð svo í bili þennan vin
minn og votta aðstandendum samúð
mína.
Bárður Sigurðsson
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast Jóa. Móðir mín, Brynhildur
Jónsdóttir, og hann bjuggu saman
frá 1969.
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins - ný bók
nxo> • fLATOI*
Rikið ■
RIKIÐ eftír PLATON
Eitt helsta heimspekirit sögunnar.
*
j/slensk þýðing eftir Eyjólf Kjalar Emilsson
sem einnig ritar inngang og skýringar.
Kristján Ámason þýddi bundið mál.
í þessu elsta stjómspekiriti vestrænnar
menningar setur Platon (427-347 f. Kr.) fram
hugmyndir um fyrirmyndarríkið, hvemig því skuli
stjómað og fyrir komið. Hann leitar eftir
heilladrýgsta fyrirkomulagi fyrir heildina fremur en
að samfélagi þar sem hver og einn fær að
njóta sín að vild. Þar með skipar Platon sér í sveit
þeirra sem em andsnúnir lýðræði.
Ríkið er viðamesta ritið í flokki Lærdómsrita
Bókmenntafélagsins, tæpar 800 bls. í tveimur
bindum með öskju.
HIÐ ÍSLENZKA BÓKMENNTAFÉLAG
SlÐUMOU 21 • PÓSTHÓLf 8935 • 128 HKVKJAVlK • SlMI 91 <79060
18'0 Ír
1991
Með Jóa kom mikið líf og fjör inn
á heimilið. Hann var mikill gleði-
maður og á þeim árum sem ég bjó
heima fannst mér gleðin stundum
helst til mikil. En Jói var alltaf
góður við okkur systkinin, mig og
Jón. Sérstaklega vil ég nefna þegar
ég varð stúdent, þá gaf hann mér
stúdentsdressið og stúdentsveisl-
una.
Arið 1972 eignuðust mamma og
Jói telpu, sem skírð yar Björg í
höfuðið á móður Jóa. Óhætt er að
segja að Björg var augasteinn
pabba síns. Ég man þegar Björg
var u.þ.b. eins mánaðar, þá var
tekin mynd af þeim feðginum, þar
sem Björg heldur á hjartadrottning-
unni. Þá sagði Jói að hann ætlaði
að kenna henni brids og þegar hún
yrði 5 ára, ætluðu þau að verða
Islandsmeistarar í brids eins og
hann hafði orðið. Já, það er ekki
að spytja að karlagrobbinu.
Jói gat verið stoltur af Björgu
sinni. Állan grunnskólann var hún
með þeim efstu og nú í vor lýkur
hún stúdentsprófi frá Verslunar-
skóia íslands. Ekki er ég í vafa um
að hún verður foreldrum sínum til
sóma.
Jói hafði bæði sína kosti og galla
eins og við flest. Mig langar sér-
staklega hér að nefna einn kost
hans. Það var hvað hann var barn-
góður. Börnin mín þijú hafa svo
sannarlega fengið að njóta þess.
Alltaf var-hann tilbúinn að spila við
þau og hafa ofan af fyrir þeim,
þegar þau komu í heimsókn til
ömmu Binnu og afa Jóa.
Ekki er hægt að minnast Jóa án
þess að nefna bridsið. Brids var
hans líf og yndi. Á árum áður var
hann einn fremsti bridsspilari lands-
ins og var í landsliðinu í Norður-
landakeppni í Kaupmannahöfn
1962, Osló 1964, Reykjavík 1966
og Stokkhólm 1968-og bikarmeist-
ari árið 1979. Auk þessara titla
vann hann til íjölda verðlauna. Ég
bað mömmu að kasta tölu á bikar-
ana og önnur verðlaun og taldi hún
um 50 verðlaunagripi. I minning-
unni man ég eftir okkur mömmu
þegar við sátum og pússuðum bik-
arana fyrir jólin og aðrar stórhátíð-
ir. Það var heilmikil vinna en glæsi-
legt safn var þetta nýpússað og
prýddi heimilið. Ég geri mér vel
grein fyrir því að æfingin skapar
meistarann en spilaástríða Jóa, sem
mér fannst stundum ganga út í
öfgar, hefur orðið til þess að ég hef
aldrei haft áhuga á að læra brids.
Jói var listakokkur. Hann sá um
eldamennskuna á heimilinu að
mestu þar til heilsan fór að gefa
sig. Sérstaklega er mér minnisstætt
hvað hann bjó til góðar sósur á
sunnudagssteikina. Ekki hefur mér
tekist eftir 14 ára búskap að fá
þetta góða bragð í mínar sósur.
Nú er komið að kveðjustund.
Elsku mamma og Björg. Guð veiti
ykkur styrk í sorg ykkar.
Fanney Úlfljótsdóttir
Kvatt hefur þennan heim, einn
kunningi okkar og samferðamaður,
Jóhann Jónsson, Hvammsgerði 1,
hér í borg. Hann andaðist 23. nóv-
ember síðasliðinn og verður jarð-
sunginn frá Fossvogskapellu mánu-
daginn 2. desember kl. 1.30 e.h.
Jóhann var fæddur 18. febrúar
1925 á Heiði í Sléttuhlíð. Sonur
sæmdarhjónanna Bjargar Sveins-
1. DESEMBER 1991
T7"T"; l". I---------------------
dóttur og Jóns Guðnasonar, sem
þar bjuggu lengst af sinni ævi. Þau
fórust í flugslysi fyrir mörgum
árum, milli Norður- og Suðurlands.
Jóhann vann ýmis störf framan
af árum. Þar á meðal við útkeyrslu
á mjólkurvörum frá mjólkursamlagi
Reykjavíkur. Þá var mjólkin o.fl.
flutt í stórum dúnkum í búðirnar
og þurfti þá að handlanga, eða bera
úr bílum. Jóhann taldi sig hafa
tognað í baki í þeim flutningum,
sem varð, eftir því sem á leið, þrá-
látur sjúkdómur, sem læknar gátu
lítið gert við. Varð hann því að
hætta erfiðisvinnu.
- Síðustu árin vann hann því sem
umsjónarmaður í stórri hússam-
stæðu hér í borg. Jóhann gekk í
hjónaband með Margréti Tómas-
dóttur, ættaðri frá Hofsósi, Skaga-
firði, og eignaðist með henni eina
dóttur, Ólöfu að nafni. Þau slitu
samvistum. Síðar kynntist hann
Brynhildi Jónsdóttur, ættaðri frá
Akureyri, og bjó með henni í 22
ár og eiga þau eina dóttur, Björgu,
heitir eftir ömmu sinni. Björg var
í miklu uppáhaldi hjá föður sínum,
e.t.v. meðal annars vegna þess að
hann var farin að verða var við
hagyrðingahæfileika hjá henni, sem
voru þá trúlega að mestu til hans
sóttir. Þau Breynhildur og Jóhann
hafa búið saman síðan 1969. Ekki
ætla ég mér að gera tilraun til þess
að tíunda allt lífshlaup í lítilli blaða-
grein. Geta má þó þess, sem maður
kynntist og varð var við í fari hans
og athöfnum að nokkru leyti. Hann
var t.d. ágætis stærðfræðingur og
víða tekið til þess, hvað hann stóð
framarlega í þeirri grein. Hann bjó
yfir góðum orðaforða og lét ekki á
sér standa með andsvörin, ef svo
bar undir. Átti létt með að setja
saman vísur, þá sérstaklega fer-
skeytlur, sem gátu oft á tíðum vak-
ið kátínu. Má um Jóhann segja að
hann hafi verið myndarlegur, hafði
góðan vöxt, oftast hress í bragði,
gamansamur, djarfur í framgöngu
og vinur vina sinna.
Hann var og snyrtimenni í klæða-
burði og setti metnað sinn í að líta
vel út á mannamótum. Enda á
stundum aðlaðandi og eftirsóttur
hins kynsins. En aðal íþrótta- og
keppnisgrein Jóhanns var bridge.
Þar var hann um margra ára bil
einn af sterkustu spilamönnum
þessa lands. Fór þrisvar sinnum til
annarra landa, sem fulltrúi okkar
Islendinga, og keppti þá bæði í tví-
menningsO og sveitakeppni, með
ágætis árangri. Og þá mun annar
margslunginn keppnismaður, Bene-
dikt heitinn Jóhannsson, hafa verið
meðspilari hans. Og nú þegar Jó-
hann Jónsson er allur flytjum við.
morg honum bestu þakkir fyrir
samveruna og vottum hans nán-
ustu, dætrum, konu hans, Bryn-
hildi, okkar innilegustu samúð.
Far þú í friði.
Lárus Hermannsson
Jóhann Jónsson er látinn eftir
erfiða sjúkdómslegu og vil ég setja
á blað nokkur kveðju- og þakklætis-
orð um þennan vin minn. Foreldrar
hans voru þau Jón Guðnason og
Björg Sveinsdóttir, sem bjuggu á
Heiði í Sléttuhlíð í Skagafirði. Fjöl-
skýldan var stór, en systkini hans
voru 7 talsins. Ungur fluttist hann
til náms og vinnu til Siglufjarðar
og ílengdist þar um lengri tíma.
Jóhanni þótti mjög vænt um sínar
æskustöðvar og kom það gjarnan
fram í hversdagslegu tali hans. Yar
hann því jafnan kenndur við Heiði
eða Siglufjörð.
Það mun hafa verið veturinn
1950, að við nokkrir nemendur úr
MA fyigdumst með Bridskeppni
Norðurlands á KEÁ á Akureyri.
Mest var fylgst með bridssveit frá
Siglufirði, sem vakti mikla og verð-
skuldaða athygli. Einkum voru það
Sigurður Kristjánsson, þjóðkunn
kempa og sparisjóðsstjóri frá Siglu-
fírði, og rösklega tvítugur makker
hans, Jóhann Jónsson, sem vöktu
mesta aðdáun. Frammistaða Sigl-
firðinga þá, sem hélst í mörg ár,
vakti mikla athygli, enda voru þeir
í fremstu röð spilara hér á landi.
Það var svo um 10 árum síðar að
leiðir okkar Jóhanns lágu saman í
bridsíþróttinni. Jóhann Jónsson var
þá með þekktustu spilurum landsins
pg var þegar orðinn margfaldut-
íslandsmeistari. Árið 1963 hóf
bridssveit Benedikts Jóhannssonar
keppni og tók þátt í íslansmótum.
Þeir Benedikt og Jóhann voru
makkerar, en báðir voru þá meðal
fremstu spilara okkar. Tel ég engan
vafa á því að á þessu tímabili hafí
þeir verið í allra fremstu röð ís-
lenskra para og óvenju fjölhæfir.
Jóhann var mjög vel lesinn og
óvenjulega fljótur að átta sig í erfíð-
um stöðum bæði í sókn og vörn.
Sveit Benedikts keppti 8 sinnum á
íslandsmótum og varð tvisvar ís-
landsmeistarar, en 6 sinnurn í öðru
sæti eftir harðvítuga keppni um það
fyrsta. Við kepptum einnig tvisvar,
sem sveit á Norðurlandamótum með
góðum árangri. Á Norðurlandamóti
í Gautaborg 1968 gekk sveit okkar
mjög vel og vakti árangur hennar
verðskuldaða athygli. Fengu þeir
Benedikt og Jóhann sérstök verð-
laun fyrir fallegasta spilið á mótinu
og mörg spil þeirra voru rakin í
þekktum blöðum. Öll þessi ár var
sá er þetta ritar og Jón Arason
fast par í bridssveitinni. Einnig voru
margir þekktir spilarar í sveitinni
um tíma svo sem Vilhjálmur Sig-
urðsson, Lárus Karlsson, Jóhann
Jóhannsson, Ólafur H. Ólafsson og
Gunnlaugur Kristjánsson. Allir eru
þessir gömlu félagar nú fallnir frá
nema við Vilhjálmur.
Jóhann Jónsson hafði mikil áhrif
á framþróun bridsíþróttarinnar hér
á landi. Hann var makker margra
þekktustu spilara landsins og hafði
yfír að ráða þekkingu umfram
flesta, en naut ekki verðskuldaðrar
viðurkenningar. Vinir hans, kunnir
bridsspilarar í Skotlandi, sem
marga hildi höfðu háð við sveitir
héðan, sýndu honum margvíslegan
sóma og buðu honum oft til þátt-
töku í mótum og náði hann þar
góðum árangri.
Jóhann var giftur Margréti Tóm-
asdóttur, en þau skildu. Þau áttu
eina dóttur, Sigfríði Ólöfu. Árið
1969 hóf hann sambúð með Bryn-
hildi Jónsdóttur, deildarstjóra í ut-
anríkisráðuneytinu og var það mik-
ið gæfuspor í lífi þeirra beggja.
Áttu þau saman dótturina Björgu,
sem var * augasteinn föður síns.
Björg er 19 ára og_ að ljúka námi
við Verzlunarskóla íslands. Jóhann
var mjög barngóður og reyndist
börnum Brynhildar af fyrra hjóna-
bandi mjög veí og voru 3 barnabörn
hennar honum einstaklega kær.
Jóhann var mikill heimsmaður í
þessa orðs besta skilningi. Hann
var afbragðs hagyrðingur og mús-
íkalskur. I veikindum sínum fékk
hann góða aðhlynningu hjúkrunar-
fólks og iækna, en þar naut hann
þó mest einstakrar umhyggju og
hlýju Brynhildar og dóttur.
Við hjónin sendum Brynhildi,
Björgu og aðstandendum öllum
dýpstu samúðarkveðjur og óskum
þeim Guðs blessunar. En ljúfar
minningar um góðan dreng eru
huggun harmi gegn.
Sigurður Helgason
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
sljórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki eru
tekin til birtingar frumort ljóð
um hinn látna. Leyfilegt er að
birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt
skáld, og skal þá höfundar get-
ið. Sama gildir ef sálmur er birt-
ur. Meginregla er sú, að minn-
ingargreinar birtist undir fullu
nafni höfundar.