Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1991
Aðalbygging ísfélags Vestmannaeyja.
Magnús Kristinsson, stjórnar-
formaður Isfélagsins'.
að 50 menn, eða tíundi hver íbúi
Vestmannaeyja tók þátt í stofnun
ísfélagsins. Síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar og ísfélagið hefur
gengið í gegn um gífurlegar framf-
arir á þessari öld á öllum sviðum
atvinnulífsins og þjóðfélagsbreyt-
inga. ísfélagið er byggt á gömlum
merg, byggt á handtaki verka-
mannanna inn í tækniöld. Oft hafa
mikil vandamál blasað við ísfélags-
mönnum í gegnum tíðina, hvort sem
um var að ræða skort á hráefni eða
eldgos sem eyðilagði að hluta
mannvirki fyrirtækisins. Þá sýndu
ísfélagsmenn enn einu sinni stór-
hug sinn og athafnaþrá og um leið
og þeir færðu sig um set um stund-
ar sakir eins og flestir Eyjamenn
upp á fastalandið þá keyptu þeir
hraðfrystihúsið á Kirkjusandi, þar
sem nú eru skrifstofur Sambands-
ins, og ráku það þangað til þeir
sneru aftur heim til Eyja og beittu
öllum sínum kröftum í uppbygging-
una á heimavelli. Þrautseigja, þrótt-
ur og þor er einmitt það sem ein-
kennt hefur atvinnusögu ísfélags-
ins og viðmiðunin hefur verið sú
að hagsmunir heildarinnar hafa
verið settir ofar stundarhagsmun-
um fyrirtækis og einstaklinga, en
auðvitað hefur fyrirtækið miðað við
það að græða eins og Björn
Guðmundsson sagði einhveiju sinni,
því án gróða gengur ekkert á eðli-
legan hátt til lengdar.
90 ára afmælisbam er enn einu
sinni með endurnýjun á pijónunum.
Að undanförnu hefur verið unnið
markvisst að breytingum í rekstri
fyrirtækisins og meðal annars hefur
verið ákveðið að koma upp flæðilínu
í frystihúsinu ásamt miklum breyt-
ingum á húsnæði og tækjabúnaði
öðrum. Þannig er enginn bilbugur
á Isfélagsmönnum þótt hart sé í
ári og ótryggt undir fæti í rekstrin-
um.
Framan af var rekstur ísfélags-
ins fólginn í íssölu til útgerðar-
manna, salfísk- og skreiðarverkun
og síðar verslunarrekstri. Fræg er
setningin þegar Guðmundur í Isfé-
lagsbúðinni var að afgreiða tvö
dúsin ai’ hressum konum á laugar-
degi, þreif á loft vænt lambakjöts-
læri og kallaði yfir hópinn -„Fleiri
með læri.”
ísfélagið var meðal stofnenda
- segir Magnús Kristinsson stjórnarformaður
, 0
Eftir Arna Johnsen. Myndir: Sigurgeir Jónasson.
Elsta starfandi sjávarútvegsfyrirtæki og hlutafélag landsins, Isfé-
lag Vestmannaeyja er 90 ára í dag.Frá upphafi hefur ísfélagið verið
í fararbroddi athafna og þróunar í fiskvinnslu og útgerð. Það keypti
fyrstu ísvélina til landsins 1908 og fyrirtækið hefur ávallt kappkost-
að að þjóna kröfum tímans um leið og horft hefur verið til framtíð-
ar. Það hafa skipst á skin og skúrir í athafnasamri sögu ísfélagsins
eins og við er að búast í atvinnugrein sem byggist á veiðimennsku
og um nokkurt skeið hefur verið fast höggvið að rekstrargrund-
velli ísfélags Vestmannaeyja ásamt öðrum fiskvinnsluhúsum lands-
ins. En á merkum tímamótum í sögu félagsins er staða þess sterk
á margan hátt. Isfélag Vestmannaeyja og útvegsfyrirtækið Bergur-
Huginn sem er stór aðili að fyrirtækinu eru í fjölbreyttum rekstri
í fiskvinnslu og útgerð, frystingu og saltfiskvinnslu í lapdi og út-
gerð togskipa og frystitogara og ein af sterkustu stoðum Isfélagsins
hefur ávallt verið dugmikið og traust starfsfólk sem margt hefur
unnið áratugum saman hjá fyrirtækinu með djarfsæknum og snjöll-
um athafnamönnum sem stýrt hafa fyrirtækinu í gegn um tíðina.
„Gott starfsfólk og góður tækjabúnaður er styrkleiki okkar til árang-
urs inn í framtíðina, því við eðlilegar kringumstæður og eðlilegan
rekstrargrundvöll eigum við mikla möguleika, en ef stjórnvöld ætla
hins vegar að bióðmjólka þennan rekstur þá mun margt fara úrskeið-
is hjá mörgum í þjóðfélaginu,” sagði Magnús Kristinsson stjórnar-
formaður Isfélags Vestmannaeyja í samtali við Morgunblaðið.
|sfélag Vestmannaeyja fékk við-
urkenningu sl. sumar frá bæjar-
stjóm Vestmannaeyja fyrir
fegrun á umhverfi Isfélagsins
sem er staðsett í hjarta miðbæj-
arins, en umhverfí og húsakostur
hefur verið skreytt á listrænan hátt
svo eftir er tekið. Um áratuga skeið
hefur ísfélag Vestmannaeyja notið
mikillar virðingar sem fiskvinnslu-
fyrirtæki og oft fengið sérstakar
viðurkenningar frá erlendum aðil-
um fyrir góða framleiðslu. Frá end-
urskipulagningu fyrirtækisins 1956
hafa stjórnarformenn verið Magnús
Bergsson bakarameistari og út-
gerðarmaður, Björn Guðmundsson
útvegsbóndi sem gegndi því starfi
í 25 ár, Kristinn Pálsson útvegs-
bóndi og sonur hans Magnús Krist-
insson, sem er dóttursonur Magnús-
ar Bergssonar og því þriðji ættliður-
inn í hlutverki stjórnarformanns.
Auk þess hafa Kristinn og Magnús
setið mörg ár í stjórn Isfélagsins
áður en þeir tóku við stjórnarfor-
mennsku. Núverandi framkvæmda-
stjóri er Eyjólfur Martinsson.
Þegar Isfélag Vestmannaeyja
var stofnað I. des. 1901 var mark-
að upphafið að þeirri byltingu sem
tilkoma vélbáta nokkru síðar hafði
á atvinnusögu Vestmannaeyja sem
alla þessa öld hefur verið afkasta-
mesta verstöð landsins. Slíkur var
áhuginn fyrir stofnun fyrirtækisins
Tveir góðir og gamalreyndir, Elli Bergur og Björn Guðmundsson.
Skutlur á öllum aldri eru aðall ísfélagsins, Didda í Heiðarhvammi
og Vía Andersen.
Leggjum á brattann
til bjartrar framtíðar