Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 01.12.1991, Qupperneq 42
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1991 Aðalbygging ísfélags Vestmannaeyja. Magnús Kristinsson, stjórnar- formaður Isfélagsins'. að 50 menn, eða tíundi hver íbúi Vestmannaeyja tók þátt í stofnun ísfélagsins. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ísfélagið hefur gengið í gegn um gífurlegar framf- arir á þessari öld á öllum sviðum atvinnulífsins og þjóðfélagsbreyt- inga. ísfélagið er byggt á gömlum merg, byggt á handtaki verka- mannanna inn í tækniöld. Oft hafa mikil vandamál blasað við ísfélags- mönnum í gegnum tíðina, hvort sem um var að ræða skort á hráefni eða eldgos sem eyðilagði að hluta mannvirki fyrirtækisins. Þá sýndu ísfélagsmenn enn einu sinni stór- hug sinn og athafnaþrá og um leið og þeir færðu sig um set um stund- ar sakir eins og flestir Eyjamenn upp á fastalandið þá keyptu þeir hraðfrystihúsið á Kirkjusandi, þar sem nú eru skrifstofur Sambands- ins, og ráku það þangað til þeir sneru aftur heim til Eyja og beittu öllum sínum kröftum í uppbygging- una á heimavelli. Þrautseigja, þrótt- ur og þor er einmitt það sem ein- kennt hefur atvinnusögu ísfélags- ins og viðmiðunin hefur verið sú að hagsmunir heildarinnar hafa verið settir ofar stundarhagsmun- um fyrirtækis og einstaklinga, en auðvitað hefur fyrirtækið miðað við það að græða eins og Björn Guðmundsson sagði einhveiju sinni, því án gróða gengur ekkert á eðli- legan hátt til lengdar. 90 ára afmælisbam er enn einu sinni með endurnýjun á pijónunum. Að undanförnu hefur verið unnið markvisst að breytingum í rekstri fyrirtækisins og meðal annars hefur verið ákveðið að koma upp flæðilínu í frystihúsinu ásamt miklum breyt- ingum á húsnæði og tækjabúnaði öðrum. Þannig er enginn bilbugur á Isfélagsmönnum þótt hart sé í ári og ótryggt undir fæti í rekstrin- um. Framan af var rekstur ísfélags- ins fólginn í íssölu til útgerðar- manna, salfísk- og skreiðarverkun og síðar verslunarrekstri. Fræg er setningin þegar Guðmundur í Isfé- lagsbúðinni var að afgreiða tvö dúsin ai’ hressum konum á laugar- degi, þreif á loft vænt lambakjöts- læri og kallaði yfir hópinn -„Fleiri með læri.” ísfélagið var meðal stofnenda - segir Magnús Kristinsson stjórnarformaður , 0 Eftir Arna Johnsen. Myndir: Sigurgeir Jónasson. Elsta starfandi sjávarútvegsfyrirtæki og hlutafélag landsins, Isfé- lag Vestmannaeyja er 90 ára í dag.Frá upphafi hefur ísfélagið verið í fararbroddi athafna og þróunar í fiskvinnslu og útgerð. Það keypti fyrstu ísvélina til landsins 1908 og fyrirtækið hefur ávallt kappkost- að að þjóna kröfum tímans um leið og horft hefur verið til framtíð- ar. Það hafa skipst á skin og skúrir í athafnasamri sögu ísfélagsins eins og við er að búast í atvinnugrein sem byggist á veiðimennsku og um nokkurt skeið hefur verið fast höggvið að rekstrargrund- velli ísfélags Vestmannaeyja ásamt öðrum fiskvinnsluhúsum lands- ins. En á merkum tímamótum í sögu félagsins er staða þess sterk á margan hátt. Isfélag Vestmannaeyja og útvegsfyrirtækið Bergur- Huginn sem er stór aðili að fyrirtækinu eru í fjölbreyttum rekstri í fiskvinnslu og útgerð, frystingu og saltfiskvinnslu í lapdi og út- gerð togskipa og frystitogara og ein af sterkustu stoðum Isfélagsins hefur ávallt verið dugmikið og traust starfsfólk sem margt hefur unnið áratugum saman hjá fyrirtækinu með djarfsæknum og snjöll- um athafnamönnum sem stýrt hafa fyrirtækinu í gegn um tíðina. „Gott starfsfólk og góður tækjabúnaður er styrkleiki okkar til árang- urs inn í framtíðina, því við eðlilegar kringumstæður og eðlilegan rekstrargrundvöll eigum við mikla möguleika, en ef stjórnvöld ætla hins vegar að bióðmjólka þennan rekstur þá mun margt fara úrskeið- is hjá mörgum í þjóðfélaginu,” sagði Magnús Kristinsson stjórnar- formaður Isfélags Vestmannaeyja í samtali við Morgunblaðið. |sfélag Vestmannaeyja fékk við- urkenningu sl. sumar frá bæjar- stjóm Vestmannaeyja fyrir fegrun á umhverfi Isfélagsins sem er staðsett í hjarta miðbæj- arins, en umhverfí og húsakostur hefur verið skreytt á listrænan hátt svo eftir er tekið. Um áratuga skeið hefur ísfélag Vestmannaeyja notið mikillar virðingar sem fiskvinnslu- fyrirtæki og oft fengið sérstakar viðurkenningar frá erlendum aðil- um fyrir góða framleiðslu. Frá end- urskipulagningu fyrirtækisins 1956 hafa stjórnarformenn verið Magnús Bergsson bakarameistari og út- gerðarmaður, Björn Guðmundsson útvegsbóndi sem gegndi því starfi í 25 ár, Kristinn Pálsson útvegs- bóndi og sonur hans Magnús Krist- insson, sem er dóttursonur Magnús- ar Bergssonar og því þriðji ættliður- inn í hlutverki stjórnarformanns. Auk þess hafa Kristinn og Magnús setið mörg ár í stjórn Isfélagsins áður en þeir tóku við stjórnarfor- mennsku. Núverandi framkvæmda- stjóri er Eyjólfur Martinsson. Þegar Isfélag Vestmannaeyja var stofnað I. des. 1901 var mark- að upphafið að þeirri byltingu sem tilkoma vélbáta nokkru síðar hafði á atvinnusögu Vestmannaeyja sem alla þessa öld hefur verið afkasta- mesta verstöð landsins. Slíkur var áhuginn fyrir stofnun fyrirtækisins Tveir góðir og gamalreyndir, Elli Bergur og Björn Guðmundsson. Skutlur á öllum aldri eru aðall ísfélagsins, Didda í Heiðarhvammi og Vía Andersen. Leggjum á brattann til bjartrar framtíðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.