Morgunblaðið - 01.12.1991, Side 60
<60
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ SUNNUDAGUR 1. DESKMBKR 1991
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Skúli Jónsson sláturhússtjóri og
Sævar Larsen stöðvarstjóri SS.
Selfoss:
Slátrari SS að verki við hrossa-
slátrun fyrir Japansmarkað.
Slátrun lokið í Strandasýslu
Laugarhóli Bjarnarfirði.
NÆR því 50 þúsund fjár var
fargað úr Strandasýslu á þessu
hausti en slátrun og frágangi í
sláturhúsum var að ljúka nú
fyrir mánaðamótin. 3.227
líflömb voru seld úr sýslunni,
til hinna ýmsu landshluta. I fjór-
um sláturhúsum sýslunnar var
svo slátrað ríflega 40.000 fjár
eða mjög nærri 42.000 sé allt
talið. Er þá átt við dilka og full-
orðið fé, bæði sem innlegg og
slátrun fjár á vegum ríkisins til
Olafur Ingimundarson.
Heildarslátrun SS ríflega 63 þúsund fjár
Heildarslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi nam 63.007
fjár. Þar af voru 7.004 fullorðnar ær, svonefndar ríkisrollur, sem
ríkið keypti af bændum sem voru að hætta búskap eða fækka fé.
Á síðastliðnu ári var ríflega 35 þúsund fjár slátrað í SS-húsinu á
Selfossi. Meðalfallþungi dilka var 14,1 kíló.
Rúmlega fjögur þúsund ám og
dilkum var slátrað í sumarslátrun-
inni 22. ágúst til 12. september.
Haustslátrunin stóð þremur vikum
lengur en í fyrra, frá 17. septemb-
er til 5. nóvember. í haustslátrun
var 58,951 dilk slátrað.
Sævar Larsen stöðvarstjóri SS
á Selfossi og Skúli Jónsson frá
Selalæk, sláturhússtjóri, sögðu
aukninguna bæta til muna nýtingu
sláturhússins, en meðalslátrun á
dag nam 1.775 dilkum. „Þetta er
verulega betri nýting á húsinu og
það skilar fullum afköstum allan
tímann. Með fækkandi fé í landinu
er hagkvæmt að sameina húsin
og færa slátrunina saman,” sagði
Sævar Larsen stöðvarstjóri. Skúli
Jónsson sláturhússtjóri sagði það
ekki hafa nein áhrif þó féð væri
flutt langt að og benti á að þótt
mönnum fyndist langt að flytja fé
úr Rangárvallasýslu væru túrarnir
ofan úr hreppunum i uppsveitum
Árnessýslu jafnvel lengri.
Aukningin í slátrun hjá SS á
Selfossi helgast af flutningi kjöt-
vinnslunnar úr Reykjavík á Hvols-
völl og að slátrun sem þar fór fram
fluttist á Selfoss eð mestu. 25-30
Rangæingar unnu við slátrunina
á Selfossi í haust en alls unnu um
130 manns í sláturhúsinu. Þar er
starfrækt stórgripaslátrun allt árið
og þar fer fram úrbeining á kjöti
og forvinnsla áður en það er sent
austur á Hvolsvöll í vinnslustöðina
þar. Þá slátrar SS hrossum jöfnum
‘höndum fyrir Japansmarkað eftir
því sem pantanir þaðan berast.
Sig. Jóns.
minnkunnar á kvóta.
í Norðurfirði mun hafa verið
slátrað 3.087 fjár. Þar af voru
2.840 dilkar en 247 fullorðins fjár.
Á Hólmavík var slátrað 18.255
fjár samtals, þar af voru dilkar
16.275 en fullorðið 1.950.
Meðalþungi dilka þar var
16.527 kíló. Á Borðeyri var svo
slátrað um 14 þúsund fjár, þar af
um 13 þúsund dilkum. Á Ospaks-
eyri var slátrað um 6.000 fjár.
Líflömb voru svo seld úr flestum
hreppum sýslunnar eða samtals
3.227 lömb. Þau skiptust þannig,
að úr Árneshreppi voru seld 788
lömb.
Úr Hólmavíkurhreppi voru seld
340 lömb. Úr Kirkjubólshreppi
voru seld 734 lömb. Úr Fells-
hreppi voru lömbin flest 935. Úr
Óspakseyrarhreppi voru aftur á
móti 430 lömb seld.
Nýr sláturhússtjóri tók við starfi
á Hólmavík í haust, en það er
Ólafur Ingimundarson á Svanshóli
í Bjarnarfirði.
Mörg undanfarin ár hefur Lýður
Magnússon bóndi í Húsavík gegnt
því starfí.
S.H.Þ.-
■m Æk.a i irzii
Hafnarfjörður Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboðinn Aðalfundur félagsins verður haldinn i Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29, mánudaginn 2. desember. Fundurinn hefst með boröhaldi kl. 19.30. Ath. breyttan fundartíma. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sjálfstæðiskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR FÉLAGSSTARF
Skaftfellingafélagið í Reykjavík heldurfund um húsakaupamál í Skaftfellinga- búð, Laugavegi 178, í dag, sunnudag, kl. 16.00. Áríðandi að félagsmenn mæti. Stjórnin. Keflavík Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Keflavíkur verður haldinn mánudaginn 9. desember kl. 20.30 á Flughóteli í Keflavík. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gestur fundarins verður Ellert Eirfksson, bæjarstjóri. 3-. Önnur mál. Stjórnin.
Mígrensamtökin halda fræðslufund mánudaginn 2. desember 1991 kl. 20.30 í Bjarkarási, Stjörnugróf 9 í Reykjavík. Sigurður Thorlacius, læknir, flytur erindi um mígren, einkenni þess og lyfjameð- ferð. Næsti fundur verður haldinn 13. janúar 1992 á sama stað. Stjórnin. Aðalfundur Sjálfstæðis- félags Kópavogs Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Kópavogs ^Mn verður haldmn þríðjudaginn 3 desember i 4. Kosning stjórnar, fulltrúa i fulltrúaráð THj Gestur fundarins verður Sigríður Anna ^§|_1JBHl__æÉÉ|I Þórðardóttir, alþingismaður. Stjórnin ÞJÓNUSTA Verktakar athugið Get útvegað notuð byggingartæki, bíla- og byggingakrana, ýmsar gerðir af lyftum, vinnu- palla o.fl. Veiti jafnframt upplýsingar um vöru- sýninguna „Byggmássan” í Gautaborg dagana 3.-7. des. Upplýsingar í síma 9046-(0)8-276614 og (0)70-293591. Fax: (0)8-7957260. TS.EL OCH MASKIN, Svíþjóð.
Jólaverð til Kaupmannahafnar!
Hafðu samband við söluskrifstofu SAS
eða ferðaskrifstofuna þína.
M/SAS
V)
SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! «
Laugavegi 3 Sími 62 22 11 ;
o
o
Taktu „Strikið“ á ekta
danska jólastemningu!
Keflavík - Kaupmannahöfn
26.690 kr.
Verö miðað við 5 daga hámarksdvöl (4 nætur) að meðtalinni aöfararnótt sunnudags.
Barnaafsláttur er 50%.