Morgunblaðið - 08.03.1992, Side 1

Morgunblaðið - 08.03.1992, Side 1
Þróttmikil byggiiiga- starfsemi á Selfossi MIKIÐ verður um bygginga- f ramkvæmdir á Selfossi á þessu ári, bæði í íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Stærsta framkvæmdin er bygging 24 þjónustuíbúða fyrir aldraða við Grænumörk, en það eru Sel- fossbær og Alþýðusamband Suðurlands, sem standa að þessari byggingu. Kostnaðará- ætlun hússins er tæpar 222 millj. kr. í grein hér í blaðinu í dag fjallar Sigurður Jónsson, f rétta- ritari Morgunblaðins á Sel- fossi, um byggingastarfsemina í bænum. Þar kemur m. a. fram, að byrjað var á 21 íbúðarhúsi á Selfossi á síðasta ári, enda mikil eftirspurn eftir íbúðar- húsnæði þar. Góðar horfur eru einnig íframleiðslu eininga- húsa. Verulegur kippur er enn- fremur kominn í smíði atvinnu- húsnæðis. Verið er að Ijúka nýbyggingu fyrir Selfossveitur, Sérleyf isbílar Selfoss eru að reisa myndarlega þjónustu- byggingu við Fossheiði og svo megi lengitelja. q ingar á Bilrösf MJÖG bráðlega verður byrj- að á fyrsta áfanga mik- illa byggingaframkvæmda á lóð Samvinnuháskólans á Bifröst í Borgarfirði. Þar á að rísa á næstu fimm árum vísir að þorpi eða 32 íbúðir alls. Á veturna verða þær nemendabústaðir en á sumrin er ætlunin að leigja þær út sem sumarhús. Fyrir skömmu var lokið alútboði á fyrsta áfanganum, sem eru tólf 3ja herb. íbúðir og er ætlunin að byggja þær á þessu ári. Þetta kemur fram í viðtali hér í blaðinu í dag við Jónas Guðmundsson, aðstoðarrek- stor Samvinnuháskólans. Hann segir þar, að það sé knýj- andi nauðsyn á þessum bygg- ingaframkvæmdum, því að Samvinnuháskólinn búi við vaxandi húsnæðisþrengsli. Jónas kveðst vera bjartsýnn á, að eftirspurn eftir þessum hús- um verði mjög mikil á sumrin. Umhverfið er mjög sérstætt og fallegt og útivistarmöguleikar ótakmarkaðir. SUNNUDAGUR 8. MARZ 1992 Húsnæóis- lán 24,4 mllljaró- ar í fyrra Húsbréfalán ásamt lánum úr byggingarsjóðunum námu samtals 24,4 milljörðum kr. á sl. ári og jukust úr rúmum 20 milljörðum frá árinu áður. Á meðfylgjandi teikningu sést hvernig lánveitingar Bygging- arsjóðs ríkisins og Byggingar- sjóðs verkamanna hafa þróast á síðastliðnum 10 árum. Þá er jafnframt sýnd þróun húsbréf- alána frá því að þau voru fyrst veitt. í Ijós kemur að lánveitingar í opinbera húsnæðislánakerf- inu að meðtöldum húsbréfum hafa fimmfaldast að raungildi á 10 árum en lán byggingar- sjóðanna námu einungis um 5 milljörðum árið 1982 á núgild- andi verðlagi. Lánveitingar byggingasjóðanna námu 13,9 milljörðum árið 1990 saman- borið við tæpa 9 milljarða árið 1991. Húsbréfalán á árinu 1991 námu alls 15,4 milljörðum kr. sbr. við rúma 6 milljarða kr. árið áður. Þpóun útlána Húsnæöisstofnunap 1982-1991 (míllj. kr. á verðlagi (mars 1991) 20012 15443 SAMTALS 5207 5705 mm 3172 3222 3M9770 9416 3972 t.J-í 1 ÚTGÁFA HUSBRÉFA byggingársjóður VERKAMANNA 78731 6780 j ■■I .1ct 4623 1 1 3004IÍI I illll I 87 88 89 90 01 I?1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.