Morgunblaðið - 08.03.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.03.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 8. MARZ 1992 B 17 Yfirlitsteikning- af byggingum Samvinnuháskólans. Nýbyggingasvæðið er til hægri á myndinni. Inn- keyrslan að Samvinnuháskólanum breytist og verður aðeins neðar en nú er. Inngangshlið að einu hinna nýju húsa. Þau verða úr timbri og klædd bárujárni og vatnsklæðningu og einangruð með steinull. Þau verða á tveimur hæðum. litlum fjölskyldum, einstæðum for- eldrum eða tveimur einstaklingum, segir Jónas. — í síðari áfanganum er áformað að byggja 4ra og 5 herb. íbúðir, sem verða þá fyrir mun stærri fjölskyldur eða miklu fleiri einstaklinga. Húsaþyrpingin mun standa inni á lóð Samvinnuháskólans í nokkur hundruð metra frá skólabyggingun- um, vestan megin við þjóðveg 1 (Norðurlandsveg). Hún verður líkust sjálfstæðu hverfi með leiksvæði og göngustígum. — Ætlunin er, að þarna rísi mjög skemmtilegt hverfi, sem eigi eftir að njóta sín vel í þessu umhverfi, segir Jónas. — Húsin verða frekar lágreist, því að þau þurfa að falla vel að umhverfinu. Þau standa í jaðri hraunsins, en svæðið verður umgirt hrauni og kjarri. — Þegar húsin eru öll komin upp, verður þarna húsaþyrping meðfram nokkurs konar „þorpsgötu", segir Jónas ennfremur. — Þaðan verður gengið inn í húsin, en stofuhliðarnar snúa út að óbyggða svæðinu í kring. Takið var fram í útboðslýsingunni, að húsin þyrftu að falla vel inn í umhverfið og mættu ekki í efnisvali stinga í stúf við þær byggingar, sem fyrir eru á staðnum. Jónas kveðst ekki vera í vafa um, að þessi byggð verði mjög vel í sveit sett gagnvart samgöngum og um- ferð. — Með bættum samgöngum verða fjarlægðirnar minni og minni, segir hann. — Malbikaður vegur er nú frá Bifröst allt til Reykjavíkur, enda tekur innan við tvo tíma að aka þá leið. Við hjá Samvinnuháskól- anum teljum þetta mjög ákjósanlega fjarlægð frá þéttbýli fyrir skóla- stofnun, því að sérhver skóli þarf vissan vinnufrið og næði til þess að halda nemendum sínum að námi. Ef göng verða lögð undir Hvalfjörð, styttist leiðin til Reykjavíkur enn meira. Ekki þarf að leita langt frá Bifröst eftir þjónustu. — Smáverzlanir er á staðnum, en einnig á Hreðavatni og Baulu. Síðan er alhliða þjónusta í Borgarnesi í um 20 mínútna aksturs- fjarlægð. — Þetta eru ekki meiri fjar- lægðir en á milli hverfa og sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu, segir Jónas. En hvetju eiga þessar byggingar eftir að breyta fyrir Samvinnuhá- skólann? — Við lítum á þessar bygg- ingar sem forsendu fyrir frekari þró- un skólans, segir Jónas. — Við búum nokkuð þröngt eins og er og þurfum að bæta kennsluaðstöðuna og tryggja fólki öruggara húsnæði. Þessi nýju hús verða því til þess að festa Samvinuháskólann enn betur í sessi og gera skólastarfið öruggara í framtíðinni. Ekki eru nema fjögur ár, síðan skólinn komst á háskóla- stig, en þá breyttust allar aðstæður. Fólkið varð eldra, fjölskyldumar stærri og af þeim sökum eru aðrar kröfur gerðar til aðstöðunnar á staðnum nú. Þess vegna er ráðist í þessar byggingaframkvæmdir. Eftirsótt á sumrin Skólaár Samvinnuháskólans er frá 1. sept. til loka maí. — Yfir sum- arið breytist húsnæðismarkaðurinn í Borgarfirði mjög, segir Jónas. — Þá verður íbúðarhúsnæði þar mjög eftirsótt og ætlunin er einmitt að hagnýta sér þessa þörf og leigja stór- an hluta af þessum íbúðum út til fólks, sem vill eiga þama sumardvöl yfír lengri eða skemmri tíma. Þetta er ein af forsendunum fyrir því, að unnt verði að greiða niður bygginga- kostnaðinn, enda er ætlunin að láta þetta húsnæði standa algerlega und- ir sér. Það sem fæst inn fýrir húsin á veturna og fyrir útleigu húsanna til ferðamanna yfír sumartímann, þarf að geta staðið straum af afborg- unum og vöxtum í framtíðinni. íbúðirnar eru að nokkru leyti mið- aðar við þarfir ferðamanna, sem vilja fá að vera út af fyrir sig. — Þetta em eins konar raðhús og því þarf ekki að deila um of aðstöðu sameig- inlega með öðru fólki eins og í venju- legum fjölbýlishúsum, heldur Jónas áfram. — Þama munu væntanlega dveljast jafnt útlendingar sem Is- lendingar yfir sumartímann. — Gert er ráð fyrir, að húsin verði þá leigð út í eina viku í senn, en engar endan- legar ákvarðanir hafa verið teknar um það enn. Markaðurinn verður að sjálfsögðu að ráða því, hvernig aðsókn og fyrirkomulag verður, en það virðist greinilega vera skortur á svona húsnæði á þessu svæði yfir sumarið. Nýju húsin verða alfarið í eigu Samvinnuháskólans, en hann á mest allt húsnæðið á lóð Bifrastar. Byggð- in þar er eins og lítið sveitaþorp og þar búa hátt í tvö hundruð manns, þegar flest er á veturna. En hvernig verða byggingaframkvæmdirnar nú fjármagnaðar? — Við vonumst eftir áframhaldandi lánaúthlutunum úr Byggingasjóði verkamanna, en lán þaðan eiga að standa undir 90% af byggingakostnaðinum, segir Jónas. — Þau 10%, sem eftir eru, ætlum við að fjármagna á annan hátt t. d. með framlögum sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga. Norðurárdalshreppur er hvorki stórt né aflmikið sveitarfélag, enda íbúar með lögheimili þar ekki nema 120 og Samvinnuháskólinn þar lang stærsti atvinnuveitandinn. — Hrepp- urinn hefur samt stutt þessar fram- kvæmdir með ráðum og dáð, segir Jónas. — Þeir stúdentagarðar, sem byggðir hafa verið í Reykjavík og á Akureyri, hafa notið töluverðs stuðn- ings þessara stóru sveitarfélaga, þar sem þeir eru. En við munum leita til fleiri sveitarfélaga í Borgarfirði, því að þetta svæði er að meira eða minna leyti sami húsnæðismarkaður og sama þjónustusvæði. Heitt vatn á lóðinni Aðstaða til íþrótta og heilsurækt- ar er þarna þó nokkur. Iþróttasalur er á staðnum og stutt í annan íþróttasal á Varmalandi, en þar er líka sundlaug. Þá má ekki gleyma því, að nýbúið er með borunum að finna mikið magn af heitu vatni inni á sjálfri lóð Samvinnuháskólans, þannig að ekki þarf að leiða það nema nokkur hundruð metra. Boran- irnar fóru fram í samvinnu við sveit- arfélagið og nú er verið er að virkja borholuna og þess er að vænta, að nýju húsin jafnt sem þau sem fyrir eru, verði hituð upp með því heita vatni, sem fæst á staðnum. Búið er að leggja stofnlagnir og væntanlega verður vatnið tekið í notkun eftir nokkrar vikur. Með þessu skapast ýmsir nýir möguleikar. Það ætti t. d. að vera auvðelt að koma fyrir heitum pottum á svæðinu. — Ég er bjartsýnn á, að eftir- spurn eftir þessum nýju húsum verði mjög mikil á sumrin, segir Jónas Guðmundsson að lokum. — Um- hverfið er mjög sérstætt og fallegt og útivistarmöguleikar ótakmarkað- ir. Því hafa margir sótzt eftir að dvelja þarna að sumarlagi, en þá hefur nemendavistin og skólinn ver- ið leigð út sem sumarhótel. Aðsókn hefur verið mjög góð og raunar þörf fyrir meira húsnæði. Því er fyllsta ástæða til að álíta, að nægur mark- aður verði fyrir nýju húsin í framtíð- inni. f ASBYRGI <= Borgartúni 33, 105 Reykjavík. INGILEIFUR EINARSSON, lögg. fastsall. SÖLUMAÐUR: Örn Stefánsson. 623444 623444 Símatími frá kl. 12.00-14.00 Höfum kaupanda Vantar góða 4ra herb. íb. í Bökkunum eða Seljahverfi. Skoðum og verðmetum samdægurs. 2ja—3ja herb. Stærri eignir Álfholt — 2ja Skemmtil. 61,8 fm íb. á 1. hœð. Selst tllb. u. trév. og máln., sam- eign fullfrág. Verð aðoíns 5,5 mlllj. Kleppsvegur — 2ja 51,1 fm ib. á 7. hæð i lyftuhúsi. Fráb. útsýni. Verð 5,8 millj. Setbergshlið - 2ja Fullb. 64,9 fm endaib. é jarðhæð. Glæsil. útsýnl. Verð 7,2 mlllj. Til afh. strax. Efstasund — 2ja Góð 55,2 fm ósamþ. kjib. i snyrtil. tvibhúsi. íb. hefur verið endurn. m.a. nýtt gler og gluggar. Húsið nýkl. að utan. Verð 4,0 millj. Asparfell - 2ja 2ja herb. 47,6 fm góð ib. á 3. hæð í lyftuhúsi. Þvhús á hæðinni. V. 4,7 m. Háaleitisbraut — 2ja Góð 49,2 fm íb. á 2. hæð (endaib.) I fjölbh. Bílskréttur. Veró 5,1 millj. h/Ieistaravellir — laus 55 fm 2ja herb. falleg ib. á 1. haeð í nýl. fjölbh JP-innr. Vönduðeign. Kríuhólar — laus 2ja herb. 45 fm falleg, nýstandsett ib. á 3. hæð. Laus strax. Verö 4,7 millj. Austurströnd - útsýni 50 fm íb. á 5. haeð ásamt stæði I btlskýll. Þvhús á hæðlnnl. Verð 5,5 millj. Áhv. 1,4 millj. byggsj. Seljavegur — 2ja 2ja herb. ca 50 fm risíb. I fjórbh. Verö 4,1 millj. Rauðarárstígur — 2ja—3ja 78,65 fm íb. á 3. hæð sem afh. tilb. u. trév., sameign fullfrág. Stæði I bilskýli. Verð 6,7 millj. Asparfell — útsýni 90 fm 3ja herb. íb. á 5. hæð. þvherb. á hæðinni. Verð 6,2 millj. Vikurás - 3ja Góð 85 2ja fm ib. á 2. hæð. Áhv. 2 millj. Bygglngarsj. Verð 6,6 millj. Laus strax. Hörgshlíð - jarðhæð Rúmg. 94,7 fm jarðhæð I nýju þríbhúsi ásamt bílskúr. Ib. selst tilb. u. trév. meö sameign fullfrág. Verð 8,6 millj. Hraunhær - 3ja Góð 80,8 fm ib. é 2. hæð f fjölb. Stór svefnherb. Husiö er nýspr- unguviðg. að utan. Áhv. ca 2,2 mlltj. byggsj. Verð 6,2-mlHJ. 4ra-5 herb. Hraunbær - 4ra 4ra herb. 91,3 fm góð ib. á 2. hæð. Ný eldhúsínnr. Nýlr skápar. Verð 7,5 míllj. Laus 1. mai. Árkvörn — 4ra Skemmtil. 93,7 fm íb. á 1. hæð sem afh. tilb. u. trév. og máluð tvær umferð- ir, sameign fullfrág. Verð aðeins 7,1 millj. Hraunbær — 4ra 99,6 fm góð Ib. á 3. hæð. Parket é stofu, eldhúsi og gangi. Góð eign. Mik- ið útsýni. Bein sala eða skipti á rað- eða einbh. I Árbæjarhv. Verð 7,3 millj. Stelkshóiar 3ja-4ra herb. 109 fm tallog ib. á jarðh. 2 svefnh., 2 saml. stofur, sérgaröur. Verð 7,5 millj. Kirkjuteigur - ris 4ra herb. björt og skemmtil. Ib. I fjórbh. Mikið útsýni. Verð 7,5 millj. Birklmelur — 4ra Góð 86 fm endalb. é 1. haað éuk herb. I kj. Parket. Verð 8,1 millj. Frostafold - m/bflsk. Glæsil. 115 fm nettó 5 herb. ib. á 3. hæð ésamt bflsk. Parket og flisar. Vandaðar innr. Þvhús innaf eidh. Suðursv. Áhv. 3,3 mlllj. Byggsj. Verð 10,5 millj. Bæjartún — einb. Glæsil. 290 fm einbhús á 2 hæð- um ásamt 34 fm bílsk. ( kj. er rúmg. 2ja herb. íb. m. sérinng. Vandaðar JP-innr. Ákv. sala. Skipti mögul. á minni eign. Selás — raöhús Gott 190 fm raðhús á pöllum, auk 60 fm rýmis í kj. og 41 fm bilsk. Húsiö er mjög vel staðsett ofan v. götu. Stór ræktuð lóð. Verð 16 millj. Seltjarnarnes - raöh. Gott 175 fm endaraöh. á ról. stað. Innb. 30 fm bílsk. Stór lóð. Fallegt útsýni. Setbergshlíð — einb. 237,9 fm fallegt einbhús við Þórsberg. ibhæð ar 157,5 fm og innb. tvöf. bilsk. i kj. 55,3 fm. Frábært útsýni. Sérstök eign og glæsileg. Verð 16,7 miltj. Áhv. veðd. kr. 630 þús. Fagrihjalli — raðh. Glæsil. 180 fm raðhús ásamt bilsk. á góðum útsýnisstað. Kambasei — raðh. Skemmtil. 188,9 fm gott raðh. á tveim- ur hæöum. 4 svefnherb., stór stofa. Innb. bilsk. Bein sala eða skipti á 4ra-5 herb. ib. i Seljahverfi. Verð 12,8 millj. Heiðarsei — raðh. Gott 200 fm endaraðhús með innb. bllsk. Vandaðar Innr. Atvinnuhúsnæði Þingholtsstræti 1 — Rvk. Til sölu fasteignin Þingholtsstræti 1. Um er að ræða verslhúsn. á jarðhæð og tvær efri hæðir. Samtals 467 fm. Áhv. hagst. langtímlán ca 7 millj. Smiðjuvegur — Kóp. 209 fm glæsil. iðnhúsn. m/stór- um innkdyrum. Hentugt f. heild- sölu. Til afh. strax. Hagst. kjör. Nýbýiavegur - Laust 310 fm verslhúsnaeði á jarðhæð. Lauat strax. Hagat. grelðslukj. Flugumýri — Mos. 312 fm nýl. stálgrindarhús með tvenn- um stórum innkdyrum. Mikil lofthæð. Stórt útisvæði. Byggróttur. Áhv. 9 millj. við iðnlánasjóð. Verð 12,0 millj. Gjáhella - Hf. 650 fm stálgrindarhús með mikilli loft- hæö og stórum innkdyrum. Gott úti- svæði. Verð 12 millj. Höfðabakki Versl.- og skrifsthúsn. í ýmsum stærðum. Grensásvegur — leiga 306 fm versthúsnæöi á besta stað v/Grensásveg. Langtleigusamningur. Aflagrandi — raðh. Höfum I sötu tvö raðhús é tveim- ur haeðum sem eru 207 og 213 fm m. innb. bilsk. Húsin afh. tilb. oð utan og fokh. eða tilb. u. tróv. að innan. Arkitekt er Bnar V. Tryggvaaon. Krummahólar — „penthouse" Góð 125,7 fm ib. á 2 hæðum ásamt stæði I bílskýli. Frábært útsýni. Verð 8,8 millj. Klukkurimi Ca 170 fm parhús. Selst fokh. Til afh. strax. Verð 6,8 millj. Ymislegt Jörð í nágr. Rvikur 200 hektara jörð i u.þ.b. 35 km fjarlægö frá Reykjavík sem býöur uppá mikla mögul. svo sem á sviði hestamennsku eða skógræktar. Einnig hentugt sem sumarbústaðaland. Á jörðinni er mikill húsakostur svo sem 200 fm ibhús auk 30 hesta hesthúss, fjárhúsa og véla- geymslu. Áhv. hagst. lán. Æskil. skipti á fb. í Rvík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.