Morgunblaðið - 08.03.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1992, Blaðsíða 2
& & 2 B seei sflAM .8 huc - MORGUNBtAÐIET fasteM^íS GIQAJBHUO/!OM "SUNNUDAGUR 8: MARZ 1992 Öflug þjónusta ýtír undlr búsetu á staónum Morgunblaðið/Sig. Jónsson Grunnurinn að þjónustumiðstöð aldraðra. salan væri mest núna til hinna ýmsu verka sem í gangi væru á staðnum. Góðar horfur í framleiðslu einingahúsa Tvær einingahúsaverksmiðjur eru á Selfossi, SG-einingahús og Samtak hf. Markaðssvæði þeirra er allt land- ið og frá þeim fara hús hvert á land sem er. „Okkar markaður er landsbyggðin og það er að sjá sem hagur manna þar hafi eitthvað vænkast, en auk þess byggjum við alltaf nokkur íbúð- arhús í Reykjavík á hveiju ári,“ sagði Sigurður Þór Sigurðsson fram- kvæmdastjóri SG-einingahúsa. Hann sagði að heldur meira lægi fyrir af pöntunum í sumarhús en á sama.tíma í fyrra og pantanir á ibúðarhúsum væru mun fleiri. í fyrra seldi fyrir- tækið 22 hús af ýmsum gerðum, en auk íbúðarhúsa og sumarhúsa reisir fyrirtækið leikskóla og kennslustofur eftir stöðluðum teikningum. Dæmi eru um afgreiðslu á 150 fm leik- skóla eða kennslustofum fyrir Reykjavíkurborg með tveggja mán- aða fyrirvara en slíkt hús kostar um 8,6 milljónir. Jón G. Bergsson framkvæmda- stjóri Samtaks hf. sagði að fyrirliggj- andi væri verkefni fram í júní-júlí. Það væri mest að gera í framleiðslu sumarhúsa og þeir sem leggðu inn pantanir núna gætu fengið húsið afhent í sumar. Hann sagði að með tilkomu húsbréfakerfisins hefðu pantanir á íbúðarhúsum aukist. Þau hús eru frá 60 upp í 180 fm að stærð. Verð eins 130 frn íbúðarhúss með öllu, eins og sagt er, sagði Jón vera 9 milljónir. Við þetta verð bætast svo lóðagjöld á viðkomandi stað. „Ég held það muni aukast að fólk sæki í íbúðarhúsin," sagði Jón og vísar þar til fyrirspuma um þau. Samtak reisti nýlega eitt hús í Reykjavík, í Reyrengi. Samtak hf. reisti 26 hús á síðasta ári, mest sumarhús, á sumarhúsa- svæðunum sunnanlands. Sumarhús- in eru af öllum stærðum og.gerðum en Jón sagði algengast að fólk kéypti húsin með öllum búnaði og þá fylgdi verönd með heitum potti og öllum útbúnaði. Þróunin varðandi sumar- husin er þannig að þau fara stöðugt stækkandi og eru komin í það að vera 60 fm. „Þetta hefur verið jöfn vinna hjá okkur og við erum bjartsýnir á fram- haldið. Pantanir skila sér heldur hægar en í fyrra en þar er um að kenna þeirri óvissu i sem er í þjóðfé- laginu," sagði Jón G. Bergsson. Selfoss að svara þjónustukröfunni Fólksfjölgun hefur verið nokkuð jöfn á Selfossi og haldi sú þróun áfram sem allar líkur benda til, þá' má gera ráð fyrir að byggingariðnað- urinn nái að halda þeim dampi, sem hann hefur núna. Þjónustuhlutverk stofnana og fyrirtækja á Selfossi, í hvaða grein sem er, nær langt út fyrir bæjarmörkin og mörg fyrirtæki hafa landið allt sem markað. Allur vöxur á Árborgarsvæðinu leiðir af sér aukin umsvif bæði á Selfossi sem annars staðar á svæðinu og fær hjól- in til að snúast enn betur. Nýsam- þykkt réttargeðdeild á Sogni í Ölfusi mun til dæmis renna styrkari stoðum undir þjónustuhlutverk og starfsemi Sjúkrahúss Suðurlands. Þrátt fyrir staðsetningu deildarinnar í Ölfusi var fylgst náið með framvindu málsins á Selfossi vegna þjónustuáhrifanna. Verulegar framkvæmdir eru fram- undan auk þeirra sem þegar hafa veri taldar. Fyrir liggur að síðari áfangi Fjölbrautaskóla Suðurlands verður boðinn út með vorinu, í apríl- maí. Unnið verður við endurbætur á Ölfusárbrú á þessu ári og því næsta. Þá mun Höfn hf. áforma fram- kvæmdir við verslunarhús á bygg- ingaframkvæmdir. Horfur mega því teljast góðar hvað þetta snertir. Karl Bjömsson bæjarstjóri leggur áherslu á hlutverk þjðnustunnar sem undirstöðu atvinnulífsins á Selfossi og að sú staðreynd eigi sinn þátt í því að sveiflur séu ekki eins áber- andi í atvinnulífinu á staðnum og víðast annars staðar. „Krafan um þjónustu er sífellt að aukast í þjóðfé- laginu," segir Karl „og Selfoss er að svara þessu hlutverki. Staðurinn hýsir þessa þjónustu og miðlar henni til allra átta í gegnum stofnanir og fyrirtæki. Verktakafyrirtæki á Sel- fossi eru öflug og standa að verkum, stórum og smáum, Iangt út fyrir bæjarmörkin um land allt. Á þann hátt sinna þau þjónustuþættinum líkt og opinberar stofnanir hér sinna þjónustu langt út fyrir bæjarmörkin. Hingað berast stöðugt fyrirspumir um lóðir frá fólki og fyrirtækjum. Þessir aðilar em að velta fyrir sér flutningi og kanna aðstæður. Það segir mér aftur að Selfoss hafi mark- að sér stöðu þar sem staðurinn nýtur nálægðarinnar við höfuðborgarsvæð- ið og ennfremur þess hversu öflug þjónusta á staðnum gerir búsetuna hér vænlegri en víða annars staðar á landinu," sagði Karl Björnsson bæjarstjóri. Byggingaframkvæmdir á Sel- fossi hafa verið miklar undan- farna mánuði og horfur er á að þær verði verulegar á þessu ári og því næsta. Ovenju mikið hefur verið um framkvæmdir í janúar og febrúar þar sem unnið er að útiframkvæmdum, jarðvinnu og uppsteypu húsa og virðast þær framkvæmdir ganga vel enda hef- ur tíðarfarið verið gott. „Þetta hefur verið ansi gott í janúar og febrúar," sagði Bárður Guð- mundsson byggingafulltrúi á Sel- fossi. Að hans sögn eru byggingar- framkvæmdirnar af ýmsum toga, vegna íbúðarhúsnæðis, atvinnu- húsnæðis, þjónustuhúsnæðis opin- berra aðila og framkvæmdir verk- taka við eigið húsnæði. Á síðasta ári voru hafnar framkvæmdir við 40 mannvirki og árið þar á undan við 44. Svo virðist sem Selfoss sé jafnt og þétt að marka stöðu sína sem aðal þjónustukjaminn á Suður- landi. Svo er að sjá sem enn frekari stoðum sé rennt undir þjónustuhlut- verkið með því að hinir fjölmörgu að- ilar sem að þjón- ustunni standa eru að treysta stöðu sína svo þeim sé mögulegt að sinna stöðugt vaxandi eftirspum. Nokkuð jöfn fólksfjölgun hefur orðið á Selfossi undanfarin ár og íbúafjöldinn nálg- ast 4.000 íbúa markið. Bárður Guð- mundsson byggingafulltrúi segir það fara vaxandi að fólk af höfuðborgar- svæðinu og víðar að af landinu hringi til að afla sér upplýsinga um þau atriði sem lúta að nýbyggingum, gatnagerðargjöldum og fleiru. Hann segir það staðreynd að slík gjöld séu nokkuð lægri á Selfossi en á höfuð- borgarsvæðinu. 24 þjónustuíbúðir aldraðra Stærsta byggingarframkvæmdin á þessu ári er bygging 24 þjónustu- íbúða fyrir aldraða við Grænumörk á Selfossi, ásamt þjónusturými þar sem í boði verður ýmis félagsaðstaða fyrir íbúana og eldri borgara á Sel- fossi. Það em Selfossbær og Alþýðu- samband Suðurlands sem standa að byggingu hússins sem hannað er af teiknistofunni Hönn á Seifossi. Jarð- vinna vegna byggingarinnar er á lok- astigi en hátt í 8 metrar eru niður á fast þar sem byggingin rís. Kostnaðaráætlun hússins er tæpar 222 milljónir króna. Tilboð voru opn- uð 18. febrúar sl. og bárust alls 10 tilboð í verkið. Lægstbjóðandi var Ármannsfell hf. í Reykjavík sem bauð tæpar Í77 milljónir. Gert er ráð fyrir að verktaki skili húsinu fullbúnu í apríl 1994. Tólf íbúðanna era byggðar sem félagslegar kaupleiguíbúðir og hinar tólf sem almennar kaupleiguíbúðir og fjármagnaðar sem slíkar af Hús- næðisstofnun ríkisins en eigendur íbúðanna leggja fram 10% kostnað- ar. Þjónusturýmið í byggingunni er byggt af Selfosskaupstað en styrkt af Framkvæmdasjóði aldraðra ásamt því að vilyrði era fyrir láni vegna dagvistarhluta þjónusturýmisins. Undirbúningur byggingarinnar hefur staðið nokkuð lengi ei) ekki var hafíst handa við útboð fyrr en eftir Sigurð Jónsson Útlitsteikning af íbúðum og þjón- ustumiðstöð aldraðra við Grænu- mörk, Selfossi. fjármögnun lá ljós fyrir og svör höfðu borist frá öllum aðilum. Þegar fyrsta skóflustungan var tekin létu fulltrúar frá Húsnæðisstofnun og Fram- kvæmdasjóði aldraðra þess sérstak- lega geti hversu vel væri staðið að undirbúningi framkvæmdanna. íbúðimar í byggingunni era um 60-80 fm en með sameign og geymslurými teljast þær vera 83-105 fm að flatarmáli. Óll byggingin er 7.028 rúmmetrar, íbúðirnar og sam- eign er 2.260 fm og þjónusturýmið 892 fm. Atvinnuhúsnæði í byggingu Veralegur kippur er í byggingu atvinnuhúsnæðis og era þær bygg- ingar á öllum byggingarstigum. Ver- ið er að ljúka við nýbyggingu fyrir Selfossveitur, þjónustu- og skrif- stofuhúsnæði. Mjólkurbú Flóamanna er með nýjan inngang, afgreiðslu, rannsóknastofur og fundarsali í nýrri viðbyggingu framan við búið. Þessi bygging er á tveimur hæðum um 500 fm alls. Sérleyfisbílar Selfoss byggja 1.378 fm þjónustubyggingu sem verið er að reisa við Fossheiði. Þar verða við- haldsþjónusta vegna rútubifreiða, geymslur og skrifstofur. Um er að ræða vandað hús úr steypu og lím- tré. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á um 40 milljónir. Nokkrir verktakar era með iðnað- arhúsnæði fyrir eigin starfsemi í byggingu sem sýnir vaxandi starf- semi og umsvif þeirra. Utan Ölfusár standa yfir fram- kvæmdir við nýja bensínstöð og þjón- ustubyggingu Shell og þar á næstu lóð við undirbýr Guðmundur Tyrf- ingsson hópferðaleyfishafi byggingu þjónustu- og aðstöðuhúss fyrir hóp- ferðabifreiðar sínar. Jöfn aukning íbúðarhúsnæðis Á síðasta ári var byijað á 40 mannvirkjum, þar af 21 íbúðarhúsi. Það era því mörg hús í byggingu, á öllum byggingarstigum. 1990 var byijað á 44 mannvirkjum, 1989 vora þau 33, 1988 17, 1977 37, 1986 19 og 1985 voru mannvirkin 27 talsins sem byrjað var á. Tvö byggingarfyrirtæki, Selós og Sigfús Kristinsson verktaki, hafa staðið að byggingu íbúðarblokka. Selós sf. er með eina í smíðum og hefur sótt um lóð fyrir aðra. Sigfús Kristinsson hefur sótt um leyfi til að byggja við eldri íbúðablokk. Þá era nokkur parhús í smíðum en að byggingu slíkra húsa stendur aðal- lega Steinar Ámason húsasmíða- meistari en Sigfús Kristinsson er einnig með slík hús í smíðum. Stein- ar hefur boðið partíúsin á mjög góðu verði, um átta milljónir króna fyrir 105 fm hús með 34 fm bílskúr, full- búið að öllu leyti með innréttingum og heimilistækjum. Járnabindingamenn að störfum við hús íslandsbanka og Arvirlq- ans. Það sem ýtt hefur blokkarbygg- ingum af stað er úthlutun félags- legra íbúða til þeirra sem standa að íbúðablokkunum. Á síðasta ári var lokið við níu slíkar íbúðir og aðrar níu eru í smíðum og verða tilbúnar á miðju þessu ári. Á þessu ári hefur verið sótt um byggingu tólf íbúða og liggja þær umsóknir hjá Hús- næðisstofnun og bíða afgreiðslu. „Það er mikil eftirspum eftir íbúð- arhúsi á Selfossi," sagði Helgi Helga- son bæjamitari, en til hans berast umsóknir um lóðir og fyrirspumir um félagslegar íbúðir. „Varðandi fé- lagslegu íbúðirnar þá virðast margir vera í þeirri stöðu efnahagslega að þurfa á þeim að halda. En varðandi þessa uppbyggingu alla þá er hér á Selfossi vaxandi þjónusta og veraleg uppbygging í kringum hana,“ sagði Helgi Helgason bæjarritari. Auk þessara framkvæmda sem upp hafa verið taldar er alltaf í bygg- ingu íbúðarhúsnæði fyrir einstakl- inga sem ráða til sín smærri verk- taka. Ástæða til bjartsýni Hjá byggingarvöraverslunum slær púls byggingaframkvæmdanna að nokkru leyti. I SG-búðinni eru gerðar kostnaðaráætlanir fyrir fólk og þar á bæ segja menn að greinilegt sé að fólk leggi almennt vel niður fyrir sér hvað hlutirnir kosta áður en far- ið er út í framkvæmdir. Óskar Jóns- son byggingafræðingur sagði þá hafa gert margar slíkar áætlanir og þó salan í búðinni til viðhaldsverka og ýmissa smáverka hjá fójki al- mennt væri lítil um þessar mundir, þá væri ástæða til bjartsýni því reynslan sýndi að kostnaðaráætlan- imar skiluðu sér í aukinni sölu þegar lengra liði á árið. Hann sagði að Góðar liorf ur ■ byggingar- iOnaói á Selfossi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.