Morgunblaðið - 09.04.1992, Side 13

Morgunblaðið - 09.04.1992, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 13 40 ára afmælissýning Nemendur úr Ballettskóla Sigríðar Ármann. _________Ballett__________ Ólafur Ólafsson Nemendadagnr í Borgarleikhús- inu. Danshöfundar: Ásta Björnsdóttir, Sigríður Ármann, tveir dansar úr dansabók RAD. Tónlist: Ýmsir höfundar. Búningar: Erla Jónsdóttir. Stjórnendur: Ásta Björnsdóttir og Sigríður Ármann. Borgarleikhúsið, 5. apríl 1992. Ballettskóli Sigríðar Ármann heldur upp á 40 ára starfsafmæli sitt um þessar mundir. Skólinn er elsti starfandi einkaskólinn_ í list- greininni og hefur Sigríður Ármann unnið mikið brautryðjendastarf á þessu sviði og það ber að þakka. Reyndar kenndi hún ballett á vegum Félags íslenskra listdansara frá 1950 í Þjóðleikhúsinu, en stofnaði skóla sinn árið 1952. Það hefur á sínum tíma þurft áræði til að stofna og reka ballettskóla og ætli það þurfi ekki enn. Tvær sýningar voru haldnar sama daginn í Borgarleikhúsinu. Sú fyrri var með yngri börnum í forskóla, en hér verður fjallað um seinni sýninguna, þar sem nemendur í reglulegu námi og framhaldsnámi komu fram. Atriðin voru tjölmörg og báru öll yfirbragð hins klassíska balletts. Tveir dansanna voru sóttir í dansabók RAD (Royal Academy of Dancing). Þetta var fáguð og falleg sýning og öllum til sóma, er að henni stóðu. Framkoma barnanna var öguð og þau virtust hafa góða tilfínningu fyrir tónlistinni. Slíkt Mótmæla jöfnunartolli FÉLAG íslenskra stórkaupmanna mótmælir harðlega nýrri reglu- gerð um jöfnunartolla á innflutt brauð, kex, kökur og súkkulaði. Gjald þetta hækkar vöruverð á algengum neysluvörum um allt að 15%. Auk þess mismunar gjaldið ein- stökum vörutegundum þar sem gjaldið er breytilegt eftir tollflokk- um. Þetta mun valda ringulreið í tollflokkun en slíkt var mjög algengt í tollafgreiðslu fyrir 1987. Samkvæmt reglugerðinni er gjaldið sett á tímabundið, en nýleg afgreiðsla sérstaks skatts á skrif- stofu- og verslunarhúsnæði gefur ekki tilefni til að ætla að svo verði. Sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði hefur nú verið endurnýjaður árlega í bráðum 15 ár. (Fréttatilkynning) ------» ♦ 4----- Nemeuda- sýning á Hótel Islandi DANSSKÓLI Jóns Péturs og Köru verður með nemendasýn- ingu á Hótel íslandi laugardaginn 11. apríl. Húsið opnar kl. 12.30 og hefst sýningin kl. 13.30. Á sýningunni koma fram allir barna- og unglingahópar skólans með sýnishorn af því sem þau hafa lært í vetur. Einnig verður liða- keppni á milli skóla og hefur Nýja dansskólanum verið boðið til leiks. Þar munu flest af sterkustu pörum skólanna kljást á dansgólfinu. Hvor skóli sendir tvö lið. Annað skipað nemendum 16 ára og eldri. Miðar eru seldir í Dansskóla Jóns Péturs og Köru. (Úr fréttatilkynningu) ------♦-»-♦----- Afhenti trún- aðarbréf Hjálmar W. Hannesson sendi- herra afhenti þriðjudaginn 7. apríl, forseta Grikklands hr. Konstantin Karamanlis, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Grikklandi með aðsetur í Bonn. næst ekki nema lögð sé rækt við það sem verið er að fást við. Margir nemendanna eru ekki komnir nema á fyrsta áfangann á langri braut, en atriði eins og „Him- inblái dansinn" var dæmi um þá alúð, sem nemar og kennarar hafa lagt í sýninguna, nákvæmni í dansi og kóreógrafíu. Eins var kóreógrafí- an í „Allegro“ ágæt og virtist hæfa nemendunum. Það er fremur sjald- gæft að sjá táskó á sýningum hér á landi, en þeir sáust víða í sýning- unni, m.a. í „Lúðraþyt". Það er líka sjaldgæft að sjá karldansara í klass- ískum ballett, en Tryggvi Pétursson dansaði m.a. sóló við tónlist Of- fenbachs, sem hann komst ljómandi frá. Hann hefur góðan stökkkraft og ágæta burði. Elstu nemendumir dönsuðu svo „Dansgleði", sem var ljómandi góður dans. Tjöld voru skemmtilega notuð í sýningunni og lýsing á stundum. Almennt má segja að raðir, sem og innkoma nenemd- anna á sviðið og þegar þeir fóru aftur, hafí verið með eins góðum hætti og unnt er að ætlast til af ekki eldri dönsurum. Allt bar merki aga og fágunar. Borgarleikhúsið var troðfullt á sýningunni og móttökur góðar. Nemendur færðu kennurum sínum aukadans í framkalli og þökkuðu þannig fyrir sig. Það er vonandi að þeir fái tækifæri sem fyrst til að takast á við ný verkefni. NU FÆRÐU • • NAUTAKJOT ÁGÓÐU VERÐI í NÆSTU VERSLUN! í byrjun mars lækkuðu bændur verð á nautakjöti.* Júlíus og Jón hjá Félagi matvörukaupmanna fagna þessu frumkvæði bænda. Þeir eru sannfærðir um að þessi verðlækkun örvi sölu á nautakjöti og benda á að beinlaust nautakjöt getur verið ódýrasti kosturinn þegar velja skal gott kjöt í matinn. •Lækkunin tekur til framleiðsluverðs fjögurra hæstu verðflokkanna - besta kjötið lækkar í verði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.