Morgunblaðið - 09.04.1992, Síða 17

Morgunblaðið - 09.04.1992, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 17 „NEXUS / SYNTAX" eldhúsinnréttingin kostar kr. 184.385,-* og fæst til afgreiðslu strax í dag eða hvenær sem er. Komdu með málin af eldhúsinu þínu til okkar og hönnuðir okkar veita þér fría ráðgjöf og skipulagningu. RAÐGREIÐSLUR til allt að 18 mánaða. •möbelfakta „Þeir sem hafa komið til Danmerkur t.d. þekkja hvernig á að skipuleggja umhverfi fyrir fólk. I skipulagi þar er alltaf gengið fyrst út frá þörfum lif- andi einstaklinga.“ Nú eru tímar stórfelldrar um- hverfiseyðingar, m.a. af völdum bif- reiða, það eru tímar niðurskurðar og sparnaðar, af hvetju skellum við okkur ekki öll uppá hjól, okkur sjálf- um og heiminum til góða, líka þeim sem sitja að valdataflinu. Heimildir: 1. Umferðarþing haldið í Borgar- túni 6, Reykjavík, 22. og 23. nóvember 1990, Umferðarráð. Verslunarskýrslur 1903-1990. Guðjón Friðriksson, Saga Reykjavíkur. Reykjavík 1991. BBÆDURNIR ORMSSONHF BOSCH VERKSTÆÐI Lágmúla 9 sími 3 88 20 • Vélastillingar • Smurþjónusta • Raíviðgerðir • Ljósastillingar • Díselverkstæði Hjólhesturinn í hlut- verki fararskjótans Um innflutning á reiðhjólum og til- vistarkreppu hjólandi fólks eftir Ólaf Dýrmund Ólafsson Höfundur er sagnfræðinemi við Háskóla íslands. ELDHÚSINNRÉTTING FYRIR ÞIG FRÁIKEA Frá því að byrjað var að flytja hjólhesta til íslands uppúr 1890 hef- ur verið talsverður og stöðugur inn- flutningur fram tii dagsins í dag. A.m.k. 253.000 hjólhestar hafa verið fluttir inn frá upphafi skráningar samkvæmt innflutningsskýrslum og á síðustu 10 árum hafa verið flutt inn samtals 126.549 reiðhjól (hætt var að nota orðið hjólhestur í inn- flutningsskýrslum árið 1913 og upp var tekið orðið reiðhjól). Árið 1979 voru flutt inn 5.785 stykki, 1980; 12.380 og svo 25.024 reiðhjól 1981. Þetta segir okkur að nokkurs konar bylting varð hvað varðar innflutning á reiðhjólum, bylting sem fyrirsjáan- lega er ekkert að hægja á sér. Og það sem meira er, innfluttu hjólin verða alltaf dýrari, vandaðri og hæfari til hagnýtrar notkunar allt árið. Það finnast nefnilega ennþá margir hér á landi sem eru ekki haldnir náttúruhræðslu. Það eru ekki bara börn sem notfæra sér hjól- ið, heldur fer sívaxandi sá hópur sem vill og finnur að mjög auðvelt er að nota reiðhjól til samgangna. Það er fleira en þessi aukning á fjölda reiðhjóla í umferð sem gefur okkur þá vísbendingu að þau séu meira notuð en áður. Slysatölur frá slysadeild Borgarspítaians gefa okk- ur þá mynd að t.d. á árinu 1989 hafí flestir þeir sem hafi slasað sig og verið 15 ára og eldri, slasað sig á umferðargötum. Og í framhaldi af því hafi öll alvarlegustu tilfellin verið af völdum bifreiða. Mistök í skipulagi Notkun á reiðhjólinu er mikil og meiri en opinberar tölur gefa til kynna en miðað við hvað er gert fyrir þennan hóp vegfarenda þá mætti halda að á Islandi hjólaði ekki neinn. Þeir sem kjósa hjólið sem samgöngutæki hafa leyfi til að hjóla á stórgölluðum gangstéttum sem oft eru ekki til staðar eins og raunin er hjá nýrri hraðbraut hjá Öskjuhlíð- inni. Þeir hafa leyfi til að hjóla á umferðargötunum en því miður hafa skipulagsyfirvöld sennilega ekki átt- að sig ennþá á því, að óvarin um- ferð fólks og umferð þungra málm- hluta á ofsahraða fer ekki saman. í raun mætti halda að skipulagsyfir- völd viti yfirleitt ekki nokkurn skap- aðan hlut um það fyrir hveija er verið að skipuleggja, a.m.k. meðan að höfuðborgin er skipulögð sem paradís bílnotenda og á meðan að ekki er gert ráð fyrir lifandi fólki í umferðinni, hvort sem það er gang- andi eða hjólandi. Þeir sem hafa komið til Danmerk- ur t.d. þekkja hvernig á að skipu- leggja umhverfi fyrir fólk. í skip- ulagi þar er alltaf gengið fyrst út frá þörfum lifandi einstaklinga. Hjólabrautir og öruggir gangstígar eiga oft forgang á akbrautir, þeir liggja svo að segja alls staðar og gera fólki kleift að ferðast um á hollan og ómengaðan hátt; valkost- urinn er til staðar. Hér er hann ekki til staðar, hér eru engar hjólabrautir sem nýtast. Það er skoðun undirrit- aðs að hér í höfuðborginni hafi og sé verið að framkvæma mistök uppá ómældar upphæðir í skipulagi sam- gangna. Gangstígar eru bútaðir nið- ur með háum óþörfum gangstéttark- öntum, gangstígar liggja í óþarfa sveigum, heilmiklar steyptar um- ferðareyjar klippa í sundur eðlilegt rennsli á gangbrautum og áfram mætti lengi telja. Munum að þetta eru mistök sem borguð eru af fé skattborgara, í raun viðkvæmt mál á tímum niðurskurðar og sparnaðar! Ef gera á átak í heilsufari almenn- ings í gegnum almenningsíþróttir þá hlýtur skipulagið að þurfa að taka tillit til þróunar eins og inn- flutningstölur á reiðhjólum sýna á síðasta áratug. Almennari eign á reiðhjólum hlýtur að þýða almennari notkun, eða það sem er mikilvæg- *í verði á IKEA elshúsinnréttingu eru vaskur, blöndunartæki, eldavél, heimilistæki, hillur og grindur ekki innifalið í verði. ara; viljann til þess. Ef að yfirvöld átta sig ekki á einföldum staðreynd- um eins og þessum þá þurfum við hinir, samferðamenn þessa fólks, að benda á þetta, það er ekkert sjálf- sagt að bíllinn leggi algerlega undir sig borgina. „NEXUS / SYNTAX" eldhúsinnrétting er fjölhæf og vönduð innrétting sem framleidd er undir ströngu gæðaeftirliti . Til þess að hljóta Möbelfakta" gæðastimpilinn þarf viðkomandi framleiðsla að gangast undir röð af prófum þar sem rannsakaðir eru þættir eins og ending, handbragð, efni og margt fleira. KRINGLUNNI 7 • SÍMI 91-686650 • FAX 91-687278 Innflutningur á reiðhjólum 1980 - 1990 1980 12380 1986 10328 1981 25024 1987 13125 1982 12408 1988 13801 1983 3877 1989 15121 1984 6420 1990 15792 1985 10653

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.