Morgunblaðið - 09.04.1992, Page 24

Morgunblaðið - 09.04.1992, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 KOSNINGABARATTAN I BRETLANDI Kröfur um að „rödd Lund- úna“ fái betur notið sín Lundúnum. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ATHYGLI manna beinist nú mjög að kosningnnum hér í Lundúnum á fimmtudag, en samkvæmt skoðanakönnunum njóta stóm flokkarnir tveir, íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn, hylli um 40% kjós- enda hvor um sig. I kosningunum verður tekist á um hvort koma beri á fót á ný borgarráði Lundúna sem íhaldsmenn leystu upp árið 1986 og Verkamannaflokkurinn vill að nú verði endurstofnað. Haft hefur verið á orði að „rödd Lundúna" hafi ekki fengið að hljóma i bresku þjóðlífi undanfarið. í borg göngu". best líkt við „eyðimerkur- Um 6,4 milljónir manna búa í Lundúnum en samkvæmt núverandi skipulagi er borginni skipt upp í 32 borgarhluta sem hver hefur sérstaka stjóm. Fram tii ársins 1986 var starf- rækt sérstakt borgarráð Lundúna (Greater London Council) en það leystu íhaldsmenn undir stjórn Marg- aret Thatcher, fyrrum forsætisráð- herra, upp með þeim rökum að það væri öldungis óvirkt skriffinnsku- bákn sem auk þess væri rándýrt í rekstri. Verkamannaflokkurinn vill nú að borgarráð Lundúna verði endurreist. Talsmenn flokksins segja að það sé ótækt með öllu að höfuðborg Bret- lands hafi ekki lýðræðislega kjörna yfirstjórn. Reynslan sýni að full þörf sé á því að slíkri stjóm verði komið á fót, ástandið í Lundúnum hafi ver- ið á hraðri niðurleið á undanfömum ámm. Ef marka má skoðanakannir er meirihluti Lundúnabúa sammála þessu mati. I einni könnun kváðust þrír af hveijum fímm borgarbúum telja að lífskjör hefðu versnað í stjómartíð íhaldsmanna. Atvinnu- leysi hefur tvöfaldast í höfuðborginni á undanfömum tveimur árum og ný gjaldþrotamet hafa litið dagsins ljós. íhaldsmenn hafa fyrir sitt leyti lagt áherslu á nauðsyn þess að bæði yfírvöld og einkageirinn sameinist um átak til að kynna Lundúnir sem menningar- og fjármálamiðstöð og til þess að auka enn frekar ferða- mannastraum til borgarinnar. Þeir hafa aukinheldur heitið umbótum á vettvangi umhverfís- og samgöngu- mála en að tryggt verði að ríkis- stjóminni verði á hveijum tíma gert kleift að fylgjast náið með málefnum höfuðborgarinnar. John Major forsætisráðherra hefur hins vegar hafnað því með öllu að núverandi fyrirkomulag sé ólýðræð- islegt og segir ekki koma til greina að hverfa aftur til fortíðarinnar í þessu efni. Það muni þýða auknar álögur á almenning sem engum árangri skili líkt og reynslan sanni. Major sagði í viðtaii á dögunum að ástæða væri til að ætla að kynning- arátak myndi skila miklum árangri og mestu skipti að ekki yrði seilst í vasa almennings til að standa straum af kostnaðinum. „Það þarf að kynna borgina enn betur. Ég vil auka veg og virðingu merkilegustu borgar heims,“ sagði forsætisráðherrann. Samkvæmt skoðanakönnunum sem birtar hafa verið hér í borg njóta stóru flokkarnir tveir hvor um sig stuðnings 39% kjósenda. Komi þetta á daginn mun Verkamannaflokkur- inn vinna 14 sæti af íhaldsmönnum í kosningunum í dag en Lundúnum er skipt upp í 84 einmenningskjör- dæmi. Fylgi fijálslyndra demókrata hér er fremur lítið og sagði talsmað- ur flokksins í samtali við Morgun- blaðið að með tilliti til atkvæðaveiða væri kosningabaráttu flokksins hér Almenningur er samkvæmt könn- unum hallur undir að komið verði á lýðræðislega kjörinni yfírstjóm. Margir telja hins vegar að breytingin yrði óveruleg og öðrum er sama. Þetta á ekki síst við um þá sem búa í Suðurhverfí, þar eru menn 'orðnir svo leiðir á öllu tali um kosningar og ástandið í höfuðborginni að hluti hverfisins hefur verið lýstur „kosn- ingaskjálftalaust svæði“. Allt tal um kosningarnar er bannað og sérstakar sveitir „kosningabana" eru kallaðar út bijóti alvörugefnir og ábúðarfullir einstáklingar settar reglur. Reuter Neil Kinnock ásamt eiginkonu sinni Glenys. Mikil áherslu hefur verið lögð á það af skipuleggjendum kosningabaráttu Verkamannaflokksins að reyna að bæta ímynd Kinnocks sem þótt hefur frekar slæm. Áherslan lögð á sjónvarp og „sviðsetningii“ atburða Lundúnum. Frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunbiaðsins. PADDY Ashdown, Ieiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins, lýkur ræðu sinni á kosningafundi í suðvesturhluta Bretlands. Samtímis fara reyk- vélamar í gang og fremur ósannfærandi skoteldar taka flugið. Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins, kemur til kosningafundar í Sheffield í þyrlu og gengur inn á leikvanginn um leið og lúðrar eru þeyttir og flóðljósin leika um sviðið. John Major forsætisráðherra kem- ur sér fyrir á kolli á sviði í sjónvarpssal og spjallar við óbreyttan almúg- Það fer ekki á milli mála, að fyrir- komulag baráttunnar fyrir kosning- arnar hér í Bretlandi hefur einkum verið miðað við að ná til sjónvarpsá- horfenda. Að sögn breskra frétta- manna, sem Morgunblaðið hefur rætt við í Lundúnum, hefur þessi kosningabarátta einkum einkennst af „sviðsetningu" atburða og aðstoð- armenn og áróðursfræðingar hafa gætt þess í hvívetna að ekki sé vikið frá fyrirframákveðnu handriti. Verk- amannaflokkurinn hefur einbeitt sér að því að skapa þá mynd af Neil Kinnock að þar fari maður grandvar og sérlega hæfur og megináherslan hefur verið lögð á, að leiðtoginn mis- mæli sig ekki en hann hefur oftlega fengið bágt fyrir það. Kosningabarátta íhaldsflokksins hefur miðast við að skapa þá ímynd af John Major, að hann sé í senn geðslegur maður og heiðarlegur og með ríka ábyrgðartilfínningu. Kann- anir sýna, að einmitt þetta einkennir afstöðu almennings til forsætisráð- herrans. Ymsum þykir sem hófleysis hafí gætt í þessu efni, sú sjónvarps- mynd hafi verið sköpuð af Major, að hann sé maður skaplaus, sem opinberi ekki tilfinningar sínar. Hann sé í raun álíka spennandi og hinn dæmigerði, breski áhugamaður um járnbrautarlestir, sem einungis sýnir smávægileg svipbrigði er athyglis- vert eintak rennur hjá. Líkt og íhaldsmenn hafa fijáls- lyndir demókratar einkum lagt áherslu á að koma leiðtoga flokks- ins, Paddy Ashdown, á framfæri við sjónvarpsáhorfendur. Ashdown er maður kraftmikill og piýðilega mælskur en hann þykir á hinn bóg- inn ekki koma stefnu flokksins til skila með nógu skilmerkilegum hætti. Andstæðingar hans segja, að það sé sökum þess, að skýra stefnu sé ekki að fínna í herbúðum þeim. „Amerísk" kosningabarátta Því hefur verið haldið fram, að fullyrðingar um að áhrif frá Banda- ríkjunum hafi einkennt mjög kosn- ingabaráttuna í Bretlandi fái ekki staðist. Málefnin séu enn talin mikil- vægari í Bretlandi en persónur og leikendur auk þess sem eðlilegt sé að treysta á áhrifamátt sjónvarps í milljónaþjóðfélögum. Hins vegar hlýtur hver sá, sem fylgst hefur með kosningum í Bandaríkjunum, að taka eftir því hve margt er líkt með þeim og baráttunni hér í Bretlandi fyrir þingkosningarnar nú. Þetta á við um þær skrautsýningar, sem stóru kosn- ingafundirnir eni orðnir, þá áherslu, sem lögð er á að skapa ákveðna „mynd“ af leiðtoganum í hugum kjósenda auk þess sem breskir kosn- ingastjórar hafa meðtekið þann boð- skap frá Bandaríkjunum, að svo- nefnd „neikvæð kosningabarátta" skili árangri. Þá er sýnilega talið sérlega mikilvægt að skapa freist- andi tækifæri til myndatöku (sem enskumælandi menn nefna á fræði- máli ,,photo-opportunity“). í plaggi, sem Morgunblaðið fékk í hendur og lýsti ítarlega fyrirhuguðum ferðum og gerðum Paddys Ashdowns dag einn í vikunni, voru tvö slík tæki- færi nefnd til sögunnar og þess get- ið sérstaklega, að leiðtoginn myndi heilsa upp á íbúa í Vauxhall, sem byggju í annáluðu rakabæli. Þar yrði myndataka leyfð. Síðar myndi hann ræða við foreldra barna, sem sæktu menntun sína til East Sheen-barna- skólans við Upper Richmond Road. Þar gæfist annað tækifæri til mynda- töku. Hvort Ashdown myndi svara spurningum fréttamanna yrði bara að koma í ljós. Þau orð, sem leiðtog- inn lét falla við þetta tækifæri, þóttu almannt ekki marka þáttaskil í breskri stjórnmálasögu og íbúar rakabælisins reyndust ekki sérlega mælskir. Leitað til ímyndar- og auglýsingafræðinga Vitað er, að íhaldsmenn hafa á undanförnun árum leitað eftir sam- starfi við ímyndarfræðinga þá, sem starfað hafa á vegum bandaríska Repúblikanaflokksins, og haft er fyr- ir satt, að Verkamannaflokkurinn hafi snúið sér til auglýsingafræðinga bandarískra demókrata. Um það verður ekki deilt, að áhrifín eru aug- ljós. Það er mál manna, að kosninga- barátta fijálslyndra demókrata hafi tekist sérlega vel og flokknum hafi auðnast að vekja umtalsverðan áhuga, bæði á persónu leiðtogans og helsta stefnumálinu, sem er, að horf- ið verði frá núverandi kosningafyrir- komulagi og tekin verði upp hlutfalls- kosning. Þetta þykir athyglisvert, ekki síst í ijósi þess, að flokkurinn kemur líklega aðeins til með að veija tveimur milljónum sterlingspunda, um 205 milljónum ÍSK., í kosninga- baráttunni. Verkamannaflokkurinn hefur varið fjórum sinnum hærri upphæð til að kynna stefnu sína og frambjóðendur og eftir því, sem næst verður komist, mun reikningur íhaldsflokksins hljóða upp á 20 millj- ónir punda. Margir hafa á hinn bóginn efa- semdir um, að auglýsingar og ímynd- afræðin skili tilætluðum árangri. Og víst er, að erfítt er að meta hvort 7.000 veggspjöld af John Major í hópi brosandi barna, 20 sekúndna myndskeið af Paddy Ashdown að gefa selum að éta og myndir af Neil Kinnock í hópi vörpulegra kven- frambjóðenda Verkamannaflokksins hafi áhrif á það hvernig alþýða manna kýs að veija atkvæði sínu þegar í kjörklefann er komið. Forkosningar í New York, Kansas, Minnesota og Wisconsin: Clinton mjakast í átt að útnefningu Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. WILLIAM Clinton, ríkisstjóri Arkansas, virðist hægt og bítandi ætla að tryggja sér útnefningu Demókrataflokksins til framboðs í banda- rísku forsetakosningunum í nóvember. Á þriðjudag sigraði hann í forkosningum í fjórum ríkjum, New York, Kansas, Minnesota og Wisconsin. Úrslit forkosninganna voru áfall fyrir helsta áskoranda hans, Edmund Brown, fyrrum ríkisstjóra Kaliforníu, sem hefur háð hatramma kosningabaráttu gegn Clinton. Mest kom á óvart frammi- staða frambjóðanda, sem hefur dregið framboð sitt til baka, án þess að aflýsa því, vegna fjárþurrðar. Paul Tsongas, fyrrum þingmaður frá Massachusetts, náði öðru sæti í bæði New York og Kansas og hyggst nú jafnvel gefa kóst á sér á ný. Hörðust barátta var háð í New York-ríki. New York er háborg fjölmiðlunar og sviðsljósi fjölmiðl- anna var miskunnarlaust beint að Ciinton, sem lenti hvað eftir annað í vandræðum. Clinton varð ber að því að hafa leikið golf þar sem svört- um er meinaður aðgangur, hann viðurkenndi að hafa reykt marij- úana, en kvaðst ekki hafa dregið reykinn niður í lungu, og upp komst að hann hafði verið kvaddur í her- inn öndvert við yfírlýsingar sínar, en komist undan. Þar sem fjölmiðl- ar eru svona marg- ir saman komnir verður hávaði þeirra meiri. Dálkahöfundar götublaðanna rökkuðu hann nið- ur og breiðsíður þjóðarsálna út- varpsstöðvanna voru opnaðar á hann án afláts. í þokkabót veittust argir kjósendur að Clinton hvað eftir annað og fyrir kom að fram- bjóðandinn missti stjórn á skapi sínu. „Ég er mjög ánægður," sagði Clinton eftir að úrslit voru kunn á þriðjudagskvöld. „Þegar nóttin er dimmust er sigurinn sætastur.“ Dagblaðið The Boston Globe líkti Clinton við tuttugustu aldar Ódys- seif. Hann kæmi sigursæll af víg- vellinum, en orðstír hans hefði látið á sjá. Tíu dögum fyrir forkosningarnar hafði Brown, sem ekki fór varhluta . af fjölmiðlafárinu, tveggja prósent- ustiga forskot á Clinton í New York. Þegar upp var staðið hafði Clinton fengið 41%^atkvæða í ríkinu. Tsong- as kom næstur með 29% og Brown fékk 26%. Clinton fékk meirihluta atkvæða í Kansas, 51%. Þar fékk Tsongas 15% fylgi, en Brown að- eins 13%. Brown vegnaði best í Wisconsin og Minnesota. í Wiscons- in tapaði hann naumlega með 35% atkvæða á móti 38% Clintons. Tsongas fékk 22% atkvæða. í Min- nesota hlaut Clinton 33% en Brown 32%. Brown viðurkenndi á þriðjudags- kvöld sigur Clintons, en sagði að baráttu sinni væri ekki lokið. Brown hefur hamrað á brestum bandarísks þjóðfélags í kosningabaráttu sinni. Um 70% aðspurðra kjósenda í New York og Wisconsin segjast sammála gagnrýni Browns, en það skilaði sér ekki í atkvæðum. Talað er um að Brown hafí tapað í New York vegna þess að hann lýsti yfir því að hann myndi gera Jesse Jackson að vara- forsetaefni sínu. Jackson hefur ver- ið sakaður um fordóma gagnvart gyðingum. Með ákvörðun sinni tap- aði Brown því atkvæðum gyðinga, en tókst ekki að tryggja sér nema helming atkvæða svartra. Þrátt fyrir árangur Clintons í forkosningunum eru leiðtogar dem-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.