Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 25 OiJUV ■j 3. jjíjí Kosningar boðaðar í Perá: . Vargas Llosa varar við einræði hersins Lima. Reuter. Utanríkisráðherra Perú, Augusto Blacker Miller, boðaði í gær að þingkosningar og þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá yrðu haldnar innan eins og hálfs árs. Ráðherrann sagði að Perúforseti, Alberto Fujimori, hefði ekki í hyggju að leggja lýðræðið á hilluna um lang- an tíma. Nýja ríkisstjórnin myndi virða mannréttindi og innan tveggja vikna yrði dómskerfi landsins endur- skipulagj;. Rithöfundurinn Mario Vargas Llosa, sem keppti við Fujimori um forsetaembættið, las áskorun í spænska útvarpið á mánudag. Þar skoraði hann á lýðræðisríki og alþjóð- astofnanir að ijúfa tengslin við Perú til að hindra framgang „valdaráns- ins“. Stjórnvöld í Perú séu nú bandingjar herforingjaklíku landsins og hætta sé á sömu örlögum og í Uruguay þar sem forsetinn hafi skip- ulagt valdarán að ofan sem leitt hafi til langvarandi einræðis hersins. ókrata hikandi. Þeir benda á að Clinton fékk ekki meirihluta í New York og vilja ekki veita honum af- dráttarlausan stuðning. Það hlýtur einnig að vekja demókrata til um- hugsunar að í skoðanakönnunum teknum fyrir utan kjörstaði kveðst um helmingur aðspurðra óánægður með þá sem eru í framboði. Clinton hefur nú tryggt sér 1.264 kjörmenn og hefur dijúgt forskot á Brown með 264 og Tsongas, sem hefur 539. Til að verða sér úti um útnefningu þarf 2.145 kjörmenn, en eftir er að kjósa 1.680. Clinton þarf því meirihluta atkvæða í þeim forkosningum sem eftir eru, ætli hann að hafa tryggt sér útnefningu fyrir ráðstefnu demókrata í sumar. Því nær hann tæplega. Hins vegar gegna þingmenn og ríkisstjórar einnig hlutverki kjörmanna og ráða atkvæði sínu. Fyrir utan heimaslóð- ir Clintons í suðri hafa þessir kjör- menn ekki viljað lýsa yfir stuðningi við hann. Leiðtogar repúblikana eru hins vegar hæstánægðir með þá óvissu sem ríkir í herbúðum demókrata. Sagan segir að á fundi í kosninga- herbúðum repúblikana hafi verið varpað fram spurningu um kosn- ingabaráttu demókrata í New York. í stað svars mátti fyrst heyra fliss, sem síðan magnaðist upp í almenn- an lilátur. Þegar frambjóðendur demókrata ganga í skrokk hver á öðrum gleðjagt stuðningsmenn George Bush forseta. Bush sigr- aði auðveldlega í Kansas, Wisconsin og Minnesota. Bush fékk ekkert mótframboð í New York og héldu repúblikanar því engar forkosning- ar þar. Þátttaka í forkosningun- um í New York var um þriðjungi minni en í síðustu forkosningum. Þátttaka í forkosningunum hefur verið dræm til þessa og hefur al- mennt verið um 30% minni en fyrir fjórum árum. Þetta þykir bera því vitni að kjósendur séu fullsaddir á bandarískum stjórnmálum. Reuter Palestínumenn í Aim al-Hilweh flóttamannabúðunum í S-Líbanon gengu fagnandi um götur með myndir af Arafat, palestínska fánann og hríð- skotabyssur, er fregnir bárust af því að leiðtogi PLO væri enn á lífi. Arafat finnst á lífi eftir 15 klukkustundir í Sahara: Bandaríkj amenn neita að gervi- hnöttur þeirra hafí fundið vélina ungmenna gengu einnig um götur víðsvegar um Gaza-svæðið og bár- ust fregnir af því að hermenn hefðu þar hleypt af skotum. Hanan Ashrawi, talsmaður send- inefndar Palestínumanna í frið- arviðræðunum um Miðausturlönd, sagðist vera himinlifandi yfir því að Arafat hefði lifað siysið af. „Hann er faðir samstöðu Paiestínu- manna. Hann er tákn þjóðarheildar- innar. Hann hefur verið drifkraftur- inn,“ sagði Ashrawi, sem nú er stödd í Stokkhólmi, við bresku ITN- sjónvarpsstöðina. LINCOLN HOUSE MARIBOROUGH - 3JA SÆTA SÓFI + 2 STÓLAR, KR. 178.820,- STGR. PALAU-BORÐSTOFU- BORÐ AFLANGT + 6 STÓLAR KR. 116.800,- STGR. RALAU-BORÐSTOFU- BORÐ SPORÖSKJULAGAÐ + 6STÓLAR KR. 134.821,- STGR. RALAU-BORÐSTOFU- SKÁPUR, KR. 88.020,-STGR. RALAU-SPEGILL, KR. 80.820,- STGR. PALAU GLERSKÁPUR, HÁR. KR. 102.510,-STGR. HÚSGAGNAVERSLUN, Síðumúla 20, sfmi 688799 PENDRAG0N CHESTERFIELD - 3JA SÆTA SÓFI + 2 STÓLAR, KR. 197.820,- STGR. Wíishington, Nikósíu, Tripólí, Jerúsalem. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Palestinu (PLO), þakkaði í gær öllum þeim sem létu í Ijósi áhyggjur af afdrifum hans eftir að flugvél, sem hann var í, hrapaði í Sahara-eyðimörkinni í suðuaust- urhluta Líbýu á þriðjudagskvöld. Vélin, sem i voru Arafat, níu aðstoð- armenn hans og þriggja manna áhöfn, var á leið frá Súdan til Líbýu en þar ætlaði Arafat að heimsækja búðir palestinskra hersveita. Á leiðinni flaug vélin inn i sandbyl, samband rofnaði við flugumferðar- stjórn og hún hvarf af ratsjám eftir að nauölending hafði mistekist. Það síðasta sem heyrðist frá flugstjóranum var að eldsneyti væri senn á þrotum. Vélin fannst í gærmorgun og var því í fyrstu haldið fram af talsmönnum PLO að bandariskum njósnagervihnetti hefði tekist að staðsetja hana. Því neituðu hins vegar Bandaríkjamenn í gær. „Leiðtoganum líður vel þó að hann hafi hlotið skrámur og meiðst lítillega,“ sagði Bassam Abu Sha- rif, aðstoðarmaður Arafats í sím- tali við Reuters-fréttastofuna, Hann sagði að allir í áhöfn vélarinnar hefðu farist í slysinu en aðstoðar- menn Arafats bjargast. Eftir að flugvélin, sem var af Antonov-gerð og í eigu flugfélags- ins Air Bissau, lenti í vandræðum reyndu flugmennirnir fyrst að nauð- lenda í Sarra í Líbýu, þar sem her- sveitir PLO hafa bækistöðvar. Það tókst hins vegar ekki og því var reynd magalending í eyðimörkinni. Flugvélar og jeppar hófu leit að vélinni í dögun og fannst hún síðar um morguninn en þá voru liðnar fimmtán klukkustundir frá því sam- band rofnaði við vélina. I fyrstu var því haldið fram að bandarískur njósnagervihnöttur hefði fundið vélina en því vísuðu Bandaríkjamenn á bug síðdegis. Bandarískur embættismaður sagði að beiðni hefði borist í gegnum Jimmy Carter, fyrrum Bandaríkja- forseta, um að Bandaríkjastjórn myndi veita aðstoð við leitina af mannúðarástæðum en sú beiðni hefði enn verið til umræðu er vélin fannst. „Við vorum ekki í neinu sambandi við PLO,“ sagði embætt- ismaðurinn. ARAFAT FINNST ISAHARA V J ® Trípolí1 Yasser Arafat, leiðtogi PLO, finnst í Sahara-eyðimörkinni 13 klst. eftir að flugvél hans hvarf í sandstormi. Miðjarðarhat EGYPTALAND LIBYA j Flugvélin lendir í eyði- sarra- | mörkinni HÉRAÐ^f S a [h a 'r a SUDAN NIGER TSJAD B/IíB Mikil fögnuður braust út í byggð- um Palestínumanna í suðurhluta Líbanon og á hernumdu svæðunum er fregnir bárust af því að Arafat væri heill á húfi. í borginni Ram- allah á Vesturbakkanum gengu hundruð námsmanna fagnandi um götur en voru stöðvaðir með tára- gassprengjum ísraelska hersins sem fyrirskipaði útigöngubann í Ram- allah og fleiri borgum. Þúsundir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.