Morgunblaðið - 09.04.1992, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.04.1992, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 MÚSÍKTILRAUIMIR DYSLEXIA NITURBASARNIR CREMATION Loka tilraunakvöld Músíktilrauna er í kvöld, og keppa þá síðustu átta sveitirnar. að sinni um rétt til þátttöku í úrslitum, sem haldin verða annað kvöld. Eins og jafn- an er mikið um utanbæjarsveitir þetta þriðja tilrauna- kvöld, því þær vilja helst komast að þá ef þær kæmust í úrslit. Ein sveit kemur frá Akureyri, ein frá Dalvík, ein úr Eiðaskóla, ein frá Djúgavogi, ein úr Breiðholti, ein úr Kleppsholtunum, ein úr Árbænum og ein úr Kópa- voginum. Tónlist er líka úr öllum áttum, allt frá dauða- rokki í þétt rokk með viðkomu í öllu gerðum af pönki. Eins og áður segir keppa sveitimar átta um tvö sæti í úrslitakeppninni sem verður annað kvöld. Þá verður keppt um 30 tíma í Sýrlandi, einu fullkomnasta hljóð- veri landsins, í fyrstu verðlaun, 25 tíma í Gijótnámunni í önnur verðlaun og 20 tíma í Stúdíói Stef í þriðju verð- laun. Að auki veitir Skífan plötuúttektir sem aukaverð- laun. Úrslitakvöldið verður svo sent út beint á Rás 2, en tilraunirnar eru í samstarfi Rásar 2 og Tónabæjar að þessu sinni og styrktaraðilar eru Jón Bakan, Vífil- fell, Hard Rock Café og Sól og sæla. Gestasveit í kvöld verður Todmobile, en annað kvöld; úrslitakvöldið, verður rokksveitin Exizt. Árni Matthíasson Dyslexia er þungarokksveit frá Eiðaskóla, en þaðan hafa komið ýmsar sveitir á Músíktilraunir undanfarin ár. Sveit- ina skipa Sigruður Pálmason bassaleikari, Jón Þórðarson gítarleikari, Grétar Mar Hreggviðsson gítarleikari, Arnar Karl Ólafsson söngvari og Sigurður Rúnar Ingþórsson trommuieikari. Meðalaldur sveitarmanna er átján ár. §> O s Tjalz Gissur heitir pönkrokksveit úr Kópavogi sem skipuð er Guðlaugi Júníussyni trommuleikara, Kristni Júníussyni gítarleikara og söngvara, Arnari Snæ Davíðssyni bassaleik- ara og söngvara og Einari Þór Hjartarsyni gítarleikara. Meðalaldur sveitarmanna er tæp sextán ár. UXORIUS TJALZ GISSUR Niturbasarnir koma frá Djúpavogi og segjast spila pönkað rokk. Sveitina skipa Ástþór Jónsson söngvari, Unsteinn Guðjónsson gítarleikari, Óskar Karlsson bassaleikari, Ing- þór Sigurðsson trommuleikari og Nökkvi Flosason gítarleik- ari. Meðalaldur sveitarmanna er tæp nítján ár. Uxorius er ruslrokksveit frá Dalvík sem skipuð er Daða Jónssyni gítarleikara og söngvara, Gunnlaugi Jónssyni bassaleikara og Jóni Birni Ríkarðssyni trommuleikara. Meðalaldur sveitarmanna er um sautján ár. Því kræsilega nafni Cremation heitir dauðarokksveit úr Kleppsholtunum. Sveitina skipa Ólafur Magnússon gítar- leikari, Ágúst H. Waage bassaleikari, Hilmar Elvarsson gítarleikari og söngvari og Magnús K. Vignisson trommu- leikari. Meðalaldur sveitarmanna er hálft sautjánda ár. Sjúðann er rokksveit úr Reykjavík sem skipuð er Jóhann- esi G. Númasyni söngvara, Bjarka Rafni Guðmundssyni bassaleikara, Finni Jens Númasyni trommuleikara og Hall- dóri Viðari Jakobssyni gítarleikara. Meðalaldur sveitar- manna er tæp tuttugu ár. Baphomet er önnur tveggja dauðarokksveita þessa tiirauna- kvölds, en sveitina, sem kemur frá Akureyri, skipa Agnar Hólm Daníelsson bassaleikari og söngvari, Viðar Sigmunds- son gítarleikari og Páll Ásgeirsson trommuleikari. Meðal- aldur sveitarmanna er um tuttugu ár. Maunir heitir sveit úr Árbænum sem leikur kammerpönk með jiveívafi. Sveitina skipa Matthías Þórarinsson gítarleik- ari, Árnar Eggert Thoroddsen gítarleikari, Birgir Örn Thor- oddsen bassaleikari og Daníel Þorsteinsson trommuleikari. Meðalaldur sveitarmanna er óræður. Cterkurog O hagkvæmur auglýsingamiöill! Leikfélag Húsavíkur sýnir Gaukshreiðrið í Hafnarfirði LEIKFÉLAG Húsavíkur sýnir Gaukshreiðrið í Bæjarbíói í Hafnarfirði 9., 10. og 11. apríl nk. Leikritð samdi Dale Wasserman upp úr hinni heimsfrægu skáld- sögu Ken Keseys „One flew over the cuckoo’s nest“. Samnefnd kvikmynd hlaut á sínum tíma fimm Óskarsverðlaun. Leikfélag Húsavíkur fékk frum- sýningarrétt á leikritinu á Islandi og fékk Sonju B. Jónsdóttur til að þýða það. Leikstjóri er María Sigurðardóttir. Gaukshreiðrið var frumsýnt á Húsavík í lok janúar og þegar sýningum lauk fyrir norðan um síðustu helgi voru sýningargestir orðnir fleiri en nemur íbúatölu bæjarins eða 2.500 manns. „Móðir María“ í bíósal MÍR KVIKMYNDIN „Móðir María“ verður sýnd í bíósal MÍR, Vatns- stíg 10, nk. sunnudag, 12. apríl, kl. 16.00. í mynd þessari segir frá rússn- esku skáldkonunni Elisabetu Kúzm- ínu-Karavaijevu, sem fluttist frá Rússlandi skömmu eftir byltinguna 1917. Á fjórða áratugnum gerðist hún nunna í Frakklandi og tók sér nafnið María og helgaði sig líknar- störfum í París. Á hernámsárum Þjóðveija í síðari heimsstyijöldinni veitti hún mönnum úr andspyrnu- hreyfingunni aðstoð sína, en var handtekin af nasistum 1943 og sat í fangabúðum í Ravensbriick í tvö ár. Hún var tekin af lífi í gasklefa fangabúðanna 31. mars 1945, hún fórnaði eigin lífi til að bjarga ungum meðfanga sínum. Ljúdmíla Kasatk- ina leikur móður Maríu en leikstjóri er Sergej Kolosov. Skýringartextar eru á ensku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.