Morgunblaðið - 09.04.1992, Síða 37

Morgunblaðið - 09.04.1992, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRIL 1992 37 Minning: Marta Pétursdóttir Fædd 12. ágúst 1901 Dáin 2. apríl 1992 í dag fer fram útför tengdamóður minnar, Mörtu Pétursdóttur, tii heimilis að Víðimel 38, Reykjavík, ekkju Guðfinns Þorbjörnssonar vél- stjóra, en hann lést 4. aprí! 1981. Jarðsungið verður í Fossvogskapellu kl. 3 í dag. Marta lést á Landspítalanum að- faranótt 2. apríl si. eftir stutta legu þar. Hún var andlega hress og hugs- unin skýr fram á síðasta dag, en síðustu tvö árin átti hún erfitt um gang vegna gamalla meiðsla í fæti. Marta var borinn og barnfæddur vesturbæingur og fæddist í Götu- húsum í Reykjavík. í Landakotstúni stóð lengi gamall bær, sem bar nafn- ið Götuhús. Þessi bær lagðist niður, en byggt var í staðinn hús þar sem nú er Vesturgata 50A, og þetta hús erfði nafnið og var kallað Götuhús. Bróðir Mörtu var Erlendur Ó. Pét- ursson, sem eldri Reykvíkingar minnast sem skeleggs formanns KR um áraraðir. Hann var átta árum eldri en Marta. Önnur systkini átti Marta ekki. Foreldrar hennar voru Pétur Þórðarson, skipstjóri og síðar hafnsögumaður í Reykjavík, sonur Þórðar í Gróttu eins af „aðalsmönn- unum“ á Nesinu. Hann var af hinni kunnu Engeyjarætt, en hún er rakin í Sögu Reykjavíkur allt frá árinu 1650, og var Erlendur Þórðarson ættfaðirinn. Móðir Mörtu var Vigdís Teitsdóttir, mikil sæmdarkona til orðs og æðis, og var oft haft á orði í vesturbænum á uppvaxtarárum Mörtu ef vel var gert við fólk að það væri Götuhúsalegt. Teitur, faðir Vigdísar, var ættaður af Vatnsleys- uströnd. Pétur Þórðarson, faðir Mörtu, var alinn upp hjá Erlendi Guðmundssyni og konu hans, Ólöfu Sigurðardótt- ur, í Skildinganesi í Skeijafirði, og þvi voru börn hans, Marta og Er- lendur, send þangað í sveit. í þá daga þótti Skerjafjörðurinn langt uppi í sveit og undu kaupstaðar- börnin sér illa þar. Haft var á orði að Erlendur hafi strokið úr sveitinni en Marta hafi grenjað allan tímann. Þá má einnig geta þess að Guðfinn- ur, eiginmaður Mörtu, sem sleit barnsskónum á sveitabýli föður síns, Ártúnum, nú efst í Ártúnsbrekku í Reykjavík, var mjólkurpóstur og færði Reykvíkingum mjólk á hest- vagni. Báðir þessir staðir, þ.e. Skildinganes og Ártún, voru í byrjun aldarinnar taldir vera iangt uppi í sveit, en eru nú báðir hluti Reykja- víkurborgar. Ég minnist þess að Guðfmnur, tengdafaðir minn, sagði mér að á uppvaxtarárunum sínum í Ártúnum hafi aldagamlar búskaparvenjur verið í heiðri hafðar og þar hafi einn- ig verið við haldið hinum bestu sið- um, sem voru arfleifð frá hinni gömlu bændamenningu. Þar var haldið uppi hóflegum aga án harðn- eskju, en með fullri alvöru og ein- urð. Þar var Guðs orð í heiðri haft og þar voru sögur, kvæði, rímur og annað tiltækt lestrarefni lesið fyrir vinnandi fólk í baðstofunni á síð- kvöldum. Húslestrar frá haustdög- um fram undir jafndægur á vori og Passíusálmar lesnir alla föstuna. Þetta heimili framleiddi ótrúlega mikið sjálft af þeim nauðsynjavör- um, sem til þurfti til daglegra nota og einnig til hátíðabrigða, enda þótt það lægi í nágrenni við stærsta kaupstað íslands, Reykjavík, sem var aðeins í sex kílómetra ijarlægð frá pósthúsinu í miðbænum. Það er erfitt fyrir ungt fólk í dag að gera sér í hugarlund að hér sé verið að tala um líf og störf afa þeirra og ömmu, svo fjarlægt er það okkur í dag. Marta stundaði nám við Kvenna- skólann í Reykjavík 1915 til 1918 og starfaði á skrifstofu Sameinaða gufuskipafélagsins frá 1918 til 1925, en frá 1926 hætti hún störfum utan heimilis. Hún var búsett alla sína ævi í Reykjavík að undanskild- um árunum 1928 til 1930, er hún bjó á Eskifírði, og á Siglufirði 1948 til 1951. Marta var einn af stofnend- um Kvenfélags Neskirkju og sat þar í stjórn árin 1941 til 1945. Þá átti hún um skeið sæti í Nemendasam- bandi Kvennaskólans í Reykjavík. Marta giftist 27. desember 1926 Guðfinni Þorbjömssyni, vélstjóra. Guðfinnur fæddist 11. janúar 1900 og lést 1981. Foreldrar Guðfinns voru Þorbjörn Finnsson, bóndi í Ártúnum í Mosfellssveit, og kona hans, Jónía Jónsdóttir. Marta og Guðfinnur voru gefin saman af Bjarna Jónssyni, dómkirkjupresti og síðar vígslubiskupi. Hjónavígslu- bréfið, sem Vigdís, dóttir Mörtu og Guðfinns, á ennþá, var gefið út af Kristjáni X. Danakonungi og hljóðar svo: „Vjer Christian hinn Tíundi, af Guðs náð konungur íslands og Danmerkur, Vinda og Gauta, her- togi í Slesvík, Holtsetalandi, Stór- merki, Láenborg og Aldinborg gjör- um kunnugt: Að vjer samkvæmt þegnlegri umsókn þar um hjermeð viljum leyfa, að Guðfinnur Þor- björnsson til heimilis að Ártúnum og Marta Pétursdóttir til heimiiis að Mjóstræti 2, Reykjavík, á Voru landi íslandi megi, án undanfarandi lýsingar af pijedikunarstóli, gefa saman í heimahúsum af hverjum þeim presti, er þartil kjósa og þart- il fá. Þó skulu þau sanna það með vottorði, að prestur sá, er annars hefði átt að gefa þau saman, hafi fengið lögmæta borgun; en enginn prestur annar en sá, sem einhveiju prestkalli þjónar, má framkvæma hjónavígsluna, enda á hann að ábyrgjast, að hjónavígslan fari lög- lega fram, og einnig sjá um, að ekkert megi tálma að lögum. Útgef- ið í Reykjavík þann 23. desember 1926 undir Voru konunglega inn- sigli. Eftir allramildilegastri skipun Hans hátignar konungsins. F.h.r. G. Sveinbjörnsson." Slík hjóna- vígslubréf eru hreint „rarítet“ í dag og er það því til gamans látið fljóta með. Marta og Guðfinnur eignuðust þrjú börn, sem eru öll á lífi. Þau eru: 1. Vigdís, fædd 8. október 1927, bréfritari, búsett í Reykjavík, gift Lofti J. Guðbjartssyni, fyrrver- andi bankaútibússtjóra, og eiga þau tvær dætur: Mörtu sem var gift Sveini Harðarsyni. Synir þeirra eru Hörður, fæddur 22. janúar 1981, og Finnur, fæddur 17. apríl 1986; Svövu, sem er gift Ásmundi Krist- inssyni. Synir þeirra eru Friðrik Heiðar, fæddur 19. janúar 1980, og Loftur, fæddur 17. ágúst 1984. 2. Pétur, fæddur 14. ágúst 1929, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, búsett- ur í Kópavogi, kvæntur Stellu Sigur- leifsdóttur, fulltrúa, og eiga þau fjögur börn: Ólöfu Kristínu sem gift er Jóhannesi Hraunijörð Karlssyni. Börn þeirra eru Baldur, fæddur 25. apríl 1979, og Stella Soffía, fædd 25. janúar 1981; Áslaugu Helgu sem gift er Luis Pena Moreno og búa þau í Barcelona á Spáni; Pétur Leif sem kvæntur er Conseption Pinos Lopez og búa þau einnig í Barcelona á Spáni. Börn þeirra eru Erna, fædd 5. apríl 1987, og Dag- ur, fæddur 28. desember 1990; El- ínu Mörtu sem gift er Ágústi Páls- syni og búa þau í Vejle í Dan- mörku. Þeirra sonur er Pétur Þór, fæddur 15. nóvember 1991. 3. Þor- björn, fæddur 1. apríl 1945, renni- smiður, búsettur í Reykjavík. Var í sambúð með Arnþrúði Lilju Gunn- bjömsdóttur, sem er látin. Áttu þau eina dóttur, Arnþrúði Lilju, sem var í sambúð með Þorsteini Þorsteins- syni. Börn þeirra eru Oddrún, fædd 8. mars 1988, og Gunnbjörn, fædd- ur 21. nóvember 1989. Marta tengdamóðir mín var mér afar kær. Það eru nú um fjörutíu ár síðan ég kom fyrst á heimili tengdaforeldra minna, Mörtu • og Guðfinns, sem tilvonandi tengda- sonur þeirra. Þau tóku mér með hlýhug og vinarþeli. Þá var Þor- björn, yngri sonur þeirra, á áttunda ári en Pétur, eldri sonurinn, við háskólanám erlendis. Á meðan dæt- ur okkar voru ungar og við bjuggum í næsta nágrenni við Víðimelinn vorum við tíðir gestir þar um helg- ar, og við hjónin brugðum okkur kannski á fimm bíó og skildum dæturnar eftir í umsjá afa og ömmu á meðan. Ég minnist margra gleði- stunda í faðmi fjölskyldu konu minnar. Marta var sönn heiðurs- kona, hjartahlý og aldrei minnist ég þess að hún skipti skapi. Dætur okkar eiga einnig góðar minningar um dvöl hjá afa og ömmu á Víði- mel. Eitt sumarið voru þær í fóstri hjá þeim í tæpar sex vikur. Aldrei taldi hún eftir sér að greiða götu okkar hjóna og mörg voru fjöl- skylduboðin sem ég á góðar minn- ingar um. Marta átti því láni að fagna að þurfa ekki að fara á elli- heimili, en það sagðist hún ekki geta hugsað sér. Eftir lát eigin- manns síns hélt hún hús með syni sínum, Þorbirni, og var hann ólatur að annast um móður sína og var henni stoð og stytta, og kunni Marta ‘ að meta það við hann. Minningin um Mörtu Pétursdótt- ur, tengdamóður mína, mun lifa með mér um aldur og ævi. Blessuð sé minning henr.ar. Loftur J. Guðbjartsson. Það ríkir sár söknuður á Víðimel 38. Marta Pétursdóttir lést aðfara- nótt 2. apríl sl. eftir stutta sjúkra- < húslegu. Foreldrar mínir og Marta ásamt eiginmanni sínum Guðfinni Þorbjörnssyni, sem nú er látinn, keyptu saman húseignina á Víði- mei. Árið 1938 fluttum við inn og má segja að sambýlið hafi alltaf verið með ágætum alla tíð. Marta var góð kona, dul en hlý. Aldrei stóð á þeim hjónum að rétta okkur hjálparhönd er hennar var þörf. Þau reyndust foreldrum mínum svo vel í þeirra veikindum að aldrei verður fullþakkað. Ég leit oft niður á neðri hæðina til Mörtu og Þorbjarnar sonar hennar að fá mér kaffisopa og létt rabb. Ekki má gleyma öllum dönsku blöðunum sem hún lánaði mér. Marta var vel lesin, það má segja að hún hafi verið alæta á bækur. Börnin hennar Dísa og Pét- ur höfðu ekki við að lána henni góðar bækur til lesturs, enda var gaman að spjaila við hana um allt milli himins og jarðar, þar kom maður ekki að tómum kofunum. Ég mun sakna hennar mikið, því það má segja að hún hafi verið minn góði sálufélagi. Ég mun sakna þess að sjá hana sitjandi á svölunum í sumar í sól- skininu, með hattinn sinn á höfð- inu, lesandi Morgunblaðið sitt, líta síðan niður til mín, vinnandi í garð- inum, og hæla mér fyrir hvað hann væri fallegur hjá mér. Já, það verð- ur tómlegt á svölunum hennar Mörtu minnar í sumar. En að blóm- unum hennar sem henni fannst svo vænt um skal ég hlúa með þakk- læti og virðingu fyrir góða vináttu. Hafi hún þökk fyrir allt það góða sem hún gaf mér. Guð styrki ástvini hennar. Ása Andersen. Ámi Ertíng Sigmunds- son hafnarvörður á Akranesi - Minning Fæddur 22. júlí 1937 Dáinn 1. apríl 1992 Fram í huga minn koma myndir af skipi að leggjast að bryggju, á hafnarbakkanum bíða nokkrar kon- ur eiginmanna sinna. í þessum hópi erum við Lauga, ég nýbúin að öðl- ast þá reynslu að maðurinn minn stundaði sjó en hún hafði ekki þekkt annað í sínu hjónabandi. Árni E. Sigmundsson hafði ætíð sótt sjó og öðlast mikla reynslu sem sjómaður. Hann fylgdi kröfum tímans og settist á skólabekk eftir þvi sem þurfti til að öðlast tilskilin réttindi við skipsstjórn og stóð sig með prýði. Á þeim tíma sem ég þekkti Árna sá ég vel hve hann var traustur maður og hversu yndislegt samband hans og Laugu var. Árið 1987 hóf Árni störf sem hafnarvörður hér á Akranesi og við samglöddumst þeim hjónum að nú færi í hönd sá tími sem þau yrðu meira saman og betri tími gæfist til að sinna börnunum og ekki þá síður barnabörnunum sem nú eru orðin sex talsins. En svo fyrirvara- laust er hann burt kallaður frá þeim öllum. Eins og ætíð við slíkar kring- umstæður stöndum við höggdofa, viljum ekki trúa en staðreyndirnar tala. Mér finnst erfitt að átta mig á að Árni situr ekki lengur við eldhús- borðið í Stillholtinu og glettist við okkur á sinn góðlátlega hátt en fjöl- skyldan og vinir eiga dýrmætar minningar um góðan mann og þær munu lifa áfram. Elsku Lauga mín, Heiðar, Elín, Anna Signý, Hjördís og Sigga, guð gefi ykkur og öðrum aðstandendum styrk í þessari þungu raun. Elsa og fjölskylda. Hve sæl, 6 hve sæl er hver leikandi lund en lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund.“ (M. Joch.) Þessar línur komu upp í hugum okkar þegar okkur barst sú hörmu- lega frétt að vinur okkar, Árni hennar Laugu, hefði drukknað við vinnu sína. Heimili þeirra Laugu frænku og Dáta, en svo var hann ávallt kallaður af okkur, stóð okkur alltaf opið bæði í gleði og sorg. Sár söknuður og biturleiki fyllti hugann eftir þessa fregn og beindist bitur- leikinn að því hversu óréttlátt lífið getur verið og hversu mannlegur máttur má sín lítils frammi fyrir almættinu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Við biðjum góðan guð að styrkja Laugu frænku og bðmin. Einnig tengdamóður hans, foreldra og bræður. Árni, Klara, Gunnar, Gylfi og fjölskyldur þeirra. Sorgin knýr dyra á Akranesi þegar við kveðjum góðan dreng, Árna Sigmundsson, sem fórst við skyldustörf sín 1. apríl sl. Við horf- um með bjartsýni til vorsins þegar örlögin taka skyndilega í taumana og kalla einn af okkar vöskustu sveinum af leiksviði lífsins. Menn halda stundum skammt á leikinn liðið, er lífið dregur tjaldið fyrir sviðið. Þannig kvað Davíð Stefánsson og svo á við um lífshlaup Árna. Djúp Hvalfjarðar kallaði hann fyrir- varalaust til sín og skilur okkur samferðarmenn hans, samstarfs- fólk og vini, eftir með harm í bijósti. Tregi okkar er sár, því við sjáum á bak góðum dreng og kærum starfs- félaga. Árni Sigmundsson fæddist árið 1937 á Hesteyri í Jökulfjörðum. Hann valdi sér að ævistarfi sjó- mennsku og skartaði löngum og farsælum starfsferli sem skipstjóri. Til Akraness kom Árni á árinu 1970 og var þar við skipsstjórn á bátum Skagamanna. Hann hóf störf hjá Akraneshöfn á árinu 1987. Þeim störfum gegndi hann af trú- mennsku og dugnaði. Brosmildi og hlýtt viðmót voru einkenni sem ekki fóru fram hjá neinum sem kynntist Árna. Það var jafnan létt yfir hon- um og þeir sem þurftu að leita til Árna í hafnarhúsið fengu undan- tekningarlaust lipra afgreiðslu sinna mála og í kaupbæti þá tilfinn- ingu að þjónustan hafi verið veitt af ánægju. Og það var þessi bjarti brosmildi svipur hans Árna sem mætti mér niður við Steinsvörina fyrir nokkrum dögum þegar við hittumst síðast og að sjálfsögðu fóru á milli okkar vel valin orð sem kölluðu á bros. Það hvarflaði ekki að neinum á þessari stundu að feigðin væri svo skammt undan, en þegar fregnin barst þá var það mynd af þessum síðasta fundi okk- ar sem birtist í huga mér. Mynd af brosmildum og hlýjum félaga. Þá mynd mun ég varðveita af Árna Sigmundssyni og minnast hans í þeim anda sem viðmót hans sjálfs var. Það telja ef til vill sumir að því fylgi ekki sérstök hætta að starfa við hafnir landsins. Reynslan er önnur. Það þarf aðgát og kjark að sigla litlum báti til móts við stór hafskip sem flytja vörur og hráefni milli landa. Við misjöfn skilyrði er því ætíð treyst að hafnarverðir sinni þeirri leiðsöguskyldu sem á þeim hvílir. Árni Sigmundsson var ásamt félaga sínum að aðstoða japanskt skip við Grundartangahöfn þegar á augabragði bát þeirra hvolfdi. Margar ferðir þeirra félaga inn á Grundartanga og löng og farsæl sjómannsreynsla þeirra dugði ekki gegn þeirri hættu sem bar feigðina með sér. Um þessa ferð má líkja því sem Davíð Stefánsson orti: í djöfrum leik er dulin reisn og hætta. Á djúpið leggja synir hraustra ætta með glæstar vonir, glaða lund. En oft er likt og leiðsögn góðra vætta sé lokið eftir skamma stund. Þegar viðskilnaður verður svo fyrirvaralaus og raun ber vitni þá skellur harmurinn miskunnarlaus á okkur. Engu verður beytt, ekkert gert á annan veg. Þetta er sá raun- veruleiki sem við verðum að lifa við. Og fyrst kveðjustundina ber svo brátt að þá er mér ljúft að minnast góðs drengs og heiðra minningu Árna með því að geyina með mér bestu þætti úr fari hans, drenglund, dugnað og hlýtt viðmót. Aðstandendum Árna flyt ég inni- legustu samúðarkveðjur samstarfs- manna Árna, hafnarstjórnar og bæjarstjórnar Akraness. Gísli Gíslason. RÝMINGARSALA Blússur 4v6Ö0.- 885.- Ullarjakkar 12«906.- 2.900.- Kjólar 12.900.- 2.500.- KÁPUSALAN, VEGNA Buxur 5í90ði- 885.- Víðir jakkar 1.2*900.- 6.900.- Pils 4(600í- 885.- Borgartúni 22, FLUTNINGS Peysur vm.- 2.000,- iWeed- kápur 21.000.- 3.900.- Kápur 21(000.- 14.000.- sími 624362.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.