Morgunblaðið - 09.04.1992, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 09.04.1992, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 Minning: Guðlaug Pétursdóttir Fædd 25. desember 1897 Dáin 1. apríl 1992 Lauga frænka er dáin. Okkur systkinin langar að kveðja hana með nokkrum orðum. Hún var ömmusystir okkar og var okkur betri en nokkur amma. Þegar við vorum lítil bjuggum við í sama húsi og hún og oft var farið til Laugu ef mann vantaði eitthvað og ekki stóð á hjálpseminni. Það var alltaf jafn gott að koma til hennar í gegnum árin, hún bakaði heimsins bestu hveitikökur og gaf okkur með heimatilbúinni kæfu. Síðustu árin bjó hún í hjúkrunar- heimilinu Skjóli og var það yfirleitt fastur liður hjá okkur að hittast þar á laugardögum, drekka hjá henni kaffí og spjalla. Það á eftir að taka langan tíma að sætta sig, að hún er ekki lengur í Skjóii, en við þökkum henni öll árin sem við áttum með henni og vitum að það er tekið vel á móti henni þar sem hún er núna og þó við séum hrygg á þessari stundu, þá segir spá- maðurinn Kahalil Gíbran: Skoðaðu hug þinn vel þegar þú ert glaður og þú munt sjá, að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni, gerði þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Því að hvað er það að deyja annað, en að standa nakinn í blæn- um og hverfa inn í sólskinið. Hvfli elsku Lauga í friði. Agga, Gróa, Laulau og Nikki. Guðlaug Pétursdóttir fæddist 25. desember 1897 að Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd en fékk hægt andlát þann 1. apríl sl., þá orðin 94 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Pétur Örnólfsson og Oddbjörg Jónsdóttir en systkini Guðlaugar sem öll eru látin voru: Jóhann Pétursson, Emelía Pétursdóttir og Gróa Pét- ursdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, KRISTINN GUÐMUNDSSON, Miðengi, Grimsnesi, andaðist á heimili sínu 7. apríl. Helga Benediktsdóttir og dætur. t Elskulegur eiginmaður minn, fósturfaðir okkar og sonur, SVERRIR KARLSSON, Skipholti 16, varð bráðkvaddur á Grensásdeild Borgarspítalans þann 7. apríl. Kolbrún Gunnarsdóttir, Skúli Gunnarsson, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Nanna Einarsdóttir. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR frá Ketilsstöðum i Hörðudal, Reynimel 35, Reykjavík, sem lóst í Landspítalanum 2. apríl, verður jarðsungin frá Hallgríms- kirkju föstudaginn 10. apríl kl. 13.30. Hans Kristján Guðmundsson, Sólveig Georgsdóttir, Gunnar Ólafur Hansson, Ásdís Þórhallsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR BLÖNDAL BJÖRNSDÓTTIR, Gnoðarvogi 60, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 10. apríl kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Eggert Kristinsson, Hrafnhildur Harðardóttir, Njáll Helgason, Hafdís Edda Eggertsdóttir, Bryndís Erla Eggertsdóttir, Stefán Egilsson, Björn Sævar Eggertsson, Ásgerður Ó. Júlíusdóttir. t Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS JAKOBSSONAR fv. útgerðarmanns frá Flateyri, sem lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 1. apríl sl. fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. apríl kl. 10.30. Árni Ragnarsson, Guðfinna Halldórsdóttir, Kristján Ragnarsson, Kristín Möller, Kristinn Ragnarsson, Elín Jóhannsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lauga, eins og hún var kölluð, var vel ern og skýr í hugsun alveg fram á síðasta dag, þrátt fyrir að líkaminn hafi verið farinn að gefa sig. Síðustu árin þegar hún var spurð að leyndarmáli því sem olli þessari háu elli, þá var svarið: „Gott skap“ en Lauga var mjög jákvæð manneskja með létta lund. Hún var hvers manns hugljúfi, tillitssöm við aðra, ennfremur stolt og reist kona, hreykin af sér og sínum. Við barnabörn systur hennar elskuðum hana sem ömmu, enda bjó hún á heimili ömmu og afa, þeim Gróu Pétursdóttur og Nikul- ási Kr. Jónssyni, alla þeirra búska- partíð og tók þátt í heimilisstörfum og barnauppeldi með systur sinni og mági. Lauga var líka okkar amma. Þeir eru ófáir dúkarnir sem Lauga heklaði handa okkur yngri kynslóðinni. Hún var mikil hann- yrðakona og var ætíð að, enda heilsuhraust svo af bar, þangað til undir lokin. Lauga fór ekki varhluta af erfið- leikum lífsins frekar en aðrir þrátt fyrir æðruleysi og jákvæðni í tali um lífshlaup sitt. Þau systkinin voru öll sett í fóst- ur á yngri árum vegna veikinda Péturs föður þeirra, en hann lá rúmliggjandi í fleiri ár vegna eftir- stöðva slyss við vinnu. Laugu var komið fyrir á unga aldri að Minni- Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd og ólst hún þar upp hjá góðu fólki, þeim Sæmundi Jónssyni, d. 1925, og Guðrúnu Lísbet Ólafsdóttur, d. 1921. • Hjartnæm er sagan sem Lauga sagði okkur systkinunum af því, þegar móðir hennar fór fótgang- andi með komabarnið í fanginu til að koma því í fóstur á sveitabæ, margar dagleiðir frá Hvassa- hrauni. Fyrsti viðkomustaður á leið þeirra mæðgnanna, var Minni- Vatnsleysa og þáðu þær næturgist- ingu af þeim heiðurshjónum, Sæmundi og Guðrúnu. Þessa nótt dreymir húsfreyju að Guðlaug, kona nokkur sem búsett hafði verið í nágrenninu og var látin fyrir alllöngu, komi til sín og segir með allnokkrum þjósti: „Það ætla ég að þú látir ekki nafnið mitt vera á þvælingi um sveitir landsins, Guðrún mín.“ Morguninn eftir, óskaði Guðrún húsfreyja eftir því að fóstra litlu stúlkuna og var það úr að Guðlaug litla fór ekki lengra næstu 18 árin, eða þangað til hún flutti til systur sinnar. Lauga var systur sinni stoð og stytta því mikið var að gera á stóru heimili og amma Gróa vann mikið og þarft verk bæði í félags- og stjórnmálum en afí Nikulás var skipstjóri og því mikið að heiman. Lauga vann jafnframt hjá 0. Johnson & Kaaber í næstum því hálfa öld. Hún rækti starf sitt af kostgæfni en það er einsdæmi hvað þeir feðgar Olafur Johnson eldri og síðar Ólafur yngri voru henni góðir, allt fram í það síðasta. Hún naut góðrar umönnunar á hjúkrunarheimilinu Skjóli síðustu árin. Guð blessi hana og gefi henni frið. Ibba, Gróa og Pjetur. í dag verður til moldar borin Guðlaug Pétursdóttir, sem lést í hjúkrunarheimilinu Skjóli hinn 1. þessa mánaðar. Lauga móðursystir mín bjó hjá foreldrum mínum, Nikulási Kr. Jónssyni skipstjóra og Gróu Péturs- dóttur, á Öldugötu 24. Eftir lát þeirra bjó hún þar áfram og hélt heimili fyrir bróður minn Örnólf. Síðar keypti Örnólfur íbúð á Holtsgötu 19 og fluttu þau þang- að. Eftir að Örnólfur lést flutti hún á hjúkrunarheimilið Skjól og leið þar vel hjá frábæru starfsfólki í góðum vistarverum. Hún var eins og önnur amma okkar systkinanna, en sjálf giftist hún ekki og átti ekki bam. Guðlaug var alla tíð mjög heilsu- hraust og hafði ekki lagst inn á spítala fyrr en fyrir einu til tveimur árum og hélst minni hennar óskert fram á síðustu stund. Guðlaug Pétursdóttir fæddist í Hvassahrauni 25. desember 1897. Foreldrar hennar voru Pétur Örn- ólfsson, sjómaður og fiskmatsmað- ur, og Oddbjörg Jónsdóttir. Vegna veikinda föður hennar var Guðlaugu komið í fóstur til hjón- anna Sæmundar Jónssonar, út- vegsbónda á Minni-Vatnsleysu, og Guðrúnar Lísbetar Ólafsdóttur. Þar leið henni mjög vel og talaði hún ávallt með virðingu um þau hjón og börnum þeirra, Auðun útvegs- bónda og Elínu sem síðar varð húsmóðir á Stóru-Vatnsleysu. Fjölskyldur þeirra höfðu ætíð gott samband við Guðlaugu, sem hún kunni vel að meta. Átján ára flutti Guðlaug til Reykjavíkur. Guðlaug átti þijú systkini sem öll eru látin. Elst var móðir mín Gróa, þá Jóhann Pétursson skip- stjóri, sem lengst af var á togurum frá Patreksfirði, kvæntur Elínu Bjarnadóttur frá Stóru-Vatnsleysu (en hún var dóttir Elínar Sæmunds- dóttur), og yngst var Emilía Björg Pétursdóttir, en maður hennar var Kristinn J. Markússon, forstjóri í versluninni Geysi. Systkinabörnin höfðu ávallt samband við Laugu og heimsóttu hana ásamt börnum sínum. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka systur minni Tótu fyrir allar þær stundir sem hún dvaldi hjá Laugu eftir að foreldrar okkar lét- ust og til hinstu stundar. Guðlaug vann í um fjörutíu og átta ár hjá fyrirtækinu Ó. Johnson & Kaaber hf. og undi hún hag sín- um þar hið besta. Eftir að hún lét af störfum hefur forstjórinn, Ólafur Ó. Johnson, fylgst með henni með heimsóknum, símtölum og gjöfum og bað Guðlaug mig um að minn- ast þessa og láta í ljósi þakklæti og góðar óskir. í Lesbók Morgunblaðsins 29. febrúar 1992 rakst vinur minn á grein þar sem rætt var við Kurt Schier' prófessor, en hann var sæmdur stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. Þar er ritað eftirfarandi um Guðlaugu: „Ég varð að vinna með náminu og fékk vinnu í kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber. Þar mátti ég vinna hvenær sem mér hentaði og gat því sótt fyrirlestra við Háskólann að vild. Mig langar að nefna hér lítið dæmi um hjartahlýju sem ég varð aðnjót- andi í kaffíbrennslunni. Óbreytt eldri verkakona, Guðlaug Péturs- dóttir, sagði við mig þegar ég var á förum til Þýskalands, að hún væri að fara að spila í Happdrætti Háskólans til þess að geta — ef hún fengi vinning — sent mér pen- inga svo ég mætti koma aftur til íslands. Hún vann að vísu ekki neitt, en þessi tegund mannlegs viðmóts var mér sönn gjöf.“ Að lokum vil ég og fjölskyldan færa henni þakkir fyrir allt sem hún var okkur og biðjum henni guðs blessunar. Pétur O. Nikulásson. Minning: Inge-Liss Jacobsen Hún var fædd Kristensen 16. ágúst 1921, í Kaupmannahöfn, og lézt hinn 31. mars sl. Foreldar hennar, Jens og Jenny Kristensen, létust árið 1974. Þau eignuðust einnig son, Henning, sem lézt ungur árið 1943. Liss giftist til íslands 1947 Hauki BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opiö alla daga frá kl. 9-22. Sími689070. Jacobsen, síðar kaupmanni, og varð þeim þriggja bama auðið, en þau erú: Egill Lars, f. 20. desember 1940, tannlæknir í Bandaríkjunum, kvæntur Ruth, og eru böm þeirra tvö, Micael Lars (15 ára) og Anna Liss (13 ára); Öm Henning, f. 22. september 1948, viðkiptafræðing- ur, ókvæntur; og Guðrún Elise, f. 8. febrúar 1951. Maki hennar er Björgvin Ólafsson og stunda þau verslunarrekstur. Börnin eru Hauk- ur Jens Jacobsen (23), Helgi Örn Jacobsen (18) og Björgvin Gunnar Björgvinsson (4). Á Islandi undi Liss sér vel í faðmi indællar fjölskyldu, þótt oft færi hún á heimaslóðir í Danmörku, þar sem hún lærði yng að meta fagra tónlist. Þá lærði hún einnig ballett við Konunglega leikhúsið og dans- aði þar m.a. í „Elverhöj" eftir Hei- berg. Eg, sem þessar línur rita, kynnt- ist henni í gegnum vin minn, Hauk Jacobsen, fyrir áratugum. Heimili þeirra á Sóleyjargötu 13, Reykja- vík, var fagurt og bar vott um smekkvísi hjónanna. Liss var ætíð hress og ræðin og gaman að hitta þau á góðri stund. Bömin og barnabömin yljuðu þeim um hjartarætur, en þau verða föðumum og afa styrk stoð í sökn- uði hans og sorg, þótt missir mömmu og ömmu sé þeim einnig mikið áfall. Liss átti við langvarandi veikindi að stríða, sem hún bar með þolin- mæði og karki til hinstu stundar. Ég flyt aðstandendum Inge-Liss Jacobsen innilegustu samúðar- kveðjur og bið Guð að blessa þá og minningu hinnar látnu Heiðurs- konu. Ragnar Ingólfsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.