Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRIL 1992 mmnn Það er ófært að vera inni á svo sólbjörtum degi... HÖGNI HREKKVISI // ... / FULL.U/H SK/Z&M- " BRÉF HL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 JAFNFALLINN SNJÓR í stöðugri leit að sann- leikanum Frá Sigurbirni Þorkeissyni: ÞAÐ ER bæði gömul saga og ný að maðurinn er alltaf að leita að sannleikanum. Leita að hinu rétta, reyna að sannfæra sjálfan sig um að nú hafi hann loksins tekið rétta stefnu í lífinu. Margir leita til hinna ýmsu strauma og stefna, jafnvel reyna menn að finna hina réttu stefnu í bókmenntum, stjórnmálum eða jafnvel í trúarbrögðum einhvers konar. Lífsstíll manna er misjafn og því ekki algilt hvað nægir mönnum til að þeir finnist þeir vera að gera hið eina rétta, tekið réttan pól í hæðina í lífinu. Flest af þeim straum- um og stefnum sem við leitum til er háð tíma og tísku og gefur því takmarkaða lífsfyllingu eða' að minnsta kost varir fyllingin aðeins um stundarsakir. Sem betur fer finna margir það sem þeir eru að leita að, en þó eru ailt of margir sem leita langt yfir skammt, gera sér ekki grein fyrir því að sannleikanum geta þeir kynnst á auðveldan hátt og hann er að finna nær þeim en margir halda. Sannleikann er að finna í bók bókanna, Biblíunni, en Biblían er lík- lega til á flestum heimilum lands- manna. Um áratugaskeið hafa Gíde- onfélagar gefið 10 ára börnum Nýja testamentið og nú ættu flestir lands- menn 10-49 ára að hafa fengið Nýja testamentið að gjöf, svo það ætti í það minnsta að vera hægt að finna Nýja testamentið á flestum heimilum. Biblían segir okkur nefnilega m.a. sannleikann um okkur sjálf, sem er m.a. að finna í Rómveijabréfinu, 3. kafla, og er í fáum orðum þessi: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð . ..“ Eins og ritað er: „Ekki er neinn réttlátur, ekki einn.“ Og það sem meira er þá segir Biblían okkur einnig sannleikann um Guð, sem er í fáum orðum þessi og við getum m.a. lesið í Jóhannesarguðspjalli 3,16: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glat- ist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Þetta vers kallaði Marteinn Lúther „litlu Biblíuna" vegna þess að í þessum orðum felst kjarni Biblíunnar. „í því er hið eilífa líf fólgið, að þeir þekki þig hinn eina sanna Guð og þann sem þú sendir Jesú Krist.“ Jóh. 17,3. „Guð vill að allir menn verði hólpnir og komist til þekkingar á sannleikanum.“ I. Tím. 2,4. „Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, eng- inn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ Jóh. 14,6. Leitum á réttum stöðum að því sem skiptir okkur máli í lífinu. Aðr- ir hlutir, þótt mikilvægir séu, eru eins og hégómi í samanburði við þetta lífsins mál málanna. Notum dagana fyrir og um páskana til þess að kynna okkur sannleikann og taka á móti honum í bæn og með þakk- læti. „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ Sálm. 37,5. Gleðilega páska. SIGURBJÖRN ÞORKELSSON, framkvæmdastóri Gídeonfélags- ins á íslandi, Kleppsvegi 130, Reykjavík. Víkveiji skrifar Nú hafa vinnupallar verið teknir af hinu nýja húsi Hins ís- lenzka bókmenntafélags í Lækjar- götu 4 og í ljós kemur glæsilegt 5 hæða hús, sem sómir sér vel í göt- unni. Er mikill munur á hinu nýja húsi og gamla timburhúsinu, sem áður stóð á lóðinni og Hagkaup var lengi í. Lækjargatan er glæsilegri en áður. Að mati Víkverja hefur afar vel til tekizt eins og oftast þegar gömul hús í miðbænum eru rifin og ný byggð í staðinn. Það var t.a.m. til mikilla bóta þegar niðurnýtt hús sem stóð í Aðalstræti 8 var rifið og byggt í staðinn stílhreint og fagurt hús úr steinsteypu. Gamla húsið var kallað Fjalarkötturinn og þær raddir heyrð- ust að endurbyggja ætti hann fyrir hundruð milljóna. Sem betur fer var ekkert hlustað á þær raddir og eng- inn virðist sakna þessa húss. Auðvitað á að varðveita gömul og sögufræg hús. Uppbygging Torf- unnar svokölluðu er gott dæmi um það. Þá finnst Víkveija það snjöll hugmynd hjá borgaryfirvöldum að breyta Geysishúsinu í Aðalstræti 2 í upprunalegt horf og hafa það sem sýningarhús um sögu Reykjavíkur. Að gabba fólk á 1. apríi hefur lengi verið siður hjá fjölmiðl- um. En með tilkomu fleiri ljósvaka- miðla sýnist Víkveija að þessi siður sé að fara úr böndunum. Ríkisútvarpið var hér áður fyrr með eitt aprílgabb, sem mikil vinna var lögð í. Nú eru allar útvarpsstöðv- arnar með ótalmargar gabbfréttir og RUV tekur þátt í leiknum. Vík- veiji heyrði fréttatíma útvarpsstöðv- ar 2. apríl. Þar var sérstaklega tek- ið fram að í þetta sinn væru allar fréttirnar sannar, því daginn áður hefðu allar fréttir stöðvarinnar verið gabb! Þetta leiðir hugann að því ótrúlega uppátæki Pressunnar, sem gaf út heilt tölublað með ósönnum fréttum um síðustu áramót. Morgunblaðið birti aprílgabb ár- lega í mörg ár og urðu mörg þeirra landsfræg. Síðan var ákveðið að birta aðeins gabbfrétt þegar menn duttu niður á sérlega snjallar hug- myndir. En það verður að segjast eins og er, að þær verða vandfundn- ari með árunum. Blaðið birti ekkert gabb 1. apríl sl. og af viðbrögðum lesenda má álykta að þeir vilji fá sínar gabbfréttir. En það þarf að vera hóf í þessu sem öðru. Víkveiji hefur fyrr í vetur gert eldhættu í íþróttahúsum að umtalsefni. Nú stendur yfir úrslita- keppni úrvalsdeildar í körfubolta og eru leikirnir sýndir í sjónvarpinu. Þar má sjá yfirfull íþróttahús svo ugg hefur sett að Víkveija. Iþróttahúsið í Keflavík virðist vera nýlegt, en öðru máli gegnir um íþróttahús Vals, sem virðist vera gamalt og því væntanlega mikil eld- hætta í því. Af myndum sjónvarpsins að dæma var enn fleiri áhorfendum troðið inn í Valshúsið en húsið í Keflavík. Víkveiji sér ástæðu til að spyija yfirmenn slökkviliðanna í Reykjavík og Keflavík hvort fyllsta öryggis sé gætt í íþróttahúsum þegar fjölmenn- ir kappleikir fara þar fram? Er fylgst með því að ekki sé fleiri áhorfendum hleypt inn en löglegt er? Eru slökkvi- liðsmenn á vakt í húsunum og eru menn tilbúnir við brunaútganga til að tryggja hindrunarlausa umferð ef eitthvað fer úrskeiðis? Það eru væntanlega fleiri en Víkvetji áhyggjufullir þegar þeir sjá yfirfull íþróttahúsin í sjónvarpinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.