Morgunblaðið - 09.04.1992, Síða 48

Morgunblaðið - 09.04.1992, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 NEYTENDAMAL Ræktun og snyrt- ing trjáa og runna VOR ER í lofti, vorfuglar syngja, brum þrútnar á trjánum og garðurinn bíður þess að yrkjendur með iðna fingur hugi að vorverkum. Eitt af fyrstu vorstörfum garðeigenda er klipping og snyrting trjáa og runna. Þó að margir vilji helst ekki sjá á bak hinum minnsta kvisti, þá er klipping oft nauðsynleg. Gróðurskilyrði hafa verið mjög hagstæð á síðustu 4-5 árum og vöxtur trjáa og runna orðið það mikill að víða er orðin full þörf á aðgerðum. Hvernig verður best að verki staðið? Það er ekki sama hvernig klippt er. Við leituðum til reyndrar garðyrkjukonu og spurðum hvert hún myndi leita ráða í sambandi við snyrtingu sinna eigin trjáa. „Eg myndi ekki trúa neinum fyrir mínum trjám nema Per í Mörk. sagði hún. Per í Mörk er Pétur Ólason sem rekur Gróðrarstöðina Mörk við -Stjörnugróf ásamt konu sinni Mörthu C. Björnsson. Pétur hélt erindi um gróður og hirðingu trjáa og sýndi litskyggnur fyrir félaga í Félagi íslenskra garðyrkjumanna í síð- ustu viku. Við fórum á staðinn og leit- uðum fróðleiks. Umræðuefnið var trjá- rækt á almenningssvæðum og við stofn- anir, séð frá öðru sjónarhorni en við sjáum daglega. Rétt skipulag í upphafi er fjárhagslega hagkvæmt „Það getur verið fjárhagslega hag- kvæmt að skipuleggja gróðursvæðin rétt í upphafi og beita síðan réttum aðgerðum eftir því sem árin líða og aðstæður krefj- ast,“ sagði Pétur. „Trjáplöntur veita ör- yggi, en þéttur gróður getur verið þrúg- andi.“ Hann brá upp myndum af opinberum svæðum, þar sem trjám hafði verið plant- að fyrir mörgum árum síðan en þeim ekki sinnt og þau því ekki tekið neinum framförum. Pétur sagði að þarna gætu einfaldar kostnaðarlitlar aðgerðir snúið þróuninni við. Þær væru fólgnar í því að fjarlægja grasið sem væri undir tijáplönt- unum og setja undirgróður í staðinn. Við þá aðgerð myndu tijáplönturnar taka fljótt við sér og mynda krónu. Hann benti á að þéttur trjágróður væri víða fyrir hendi í eldri hverfum, og hann hefði ekki verið grisjaður eftir því sem plönturnar hafí stækkað. Svipað ástand væri einnig að skapast í eldri hverfum. Trjáplöntum þarf að gefa vaxtarrými þegar þær fara að stækka svo þær nái sem bestum þroska. Það getur verið gott að láta þær standa þétt í upphafi ræktunar til að fá samfelldan gróður, en síðan verður að grisja. Birkið er vinsælt og flestum mjög kært. En þegar birki er plantað þétt sam- an verður að grisja plönturnar með árun- um. Þegar birkiplöntur eru gróðursettar er ekki mikill munur á útiiti þeirra, en vegna þess hve birkið hefur úrkynjast mikið á síðustu öldum getur munurinn orðið mikill. I gróðrarstöðvum er birkið flokkað á öllum stigum framleiðslunnar, það verður einnig að gera eftir að plönt- urnar hafa verið gróðursettar í görðum og á opnum svæðum. Röng klipping á trjám I tijásamfélagi myndar laufkróna trés- ins skjól og ef langir berir stofnar eru á trjánum og enginn undirgróður er til stað- ar (hann gaf sem dæmi trén sem eru fyrir framan Landspítalann), þá myndast trekkur undir tijánum. Af þeim ástæðum nýtast svæðin næst trjánum ekki vegna dragsúgs. Pétur sagði að þarna væri þörf á að grisja og láta þau tré standa sem geta staðið sjálfstæð en fella hin og planta þar öðruvísi gróðri sem gæti myndað samfellda þekju frá jörð að krónu tijánna, við það myndaðist skjól. Eins og klipping á trjám hefur oft verið fram- kvæmd hér á landi þá hafa oft verið fram- kvæmdar falskar aðgerðir til að gefa trjám vaxtarrými. Oft eru hliðargreinar trésins klipptar af vegna þess að birtu hefur skort inni í gróðrinum eða greinarn- ar voru i þægilegri vinnuhæð og er þá unnið í flýti. Skjól örvar gróðurvöxt Skjól í einhverri mynd hleypir gróður- vexti af stað í allt annari mynd en þegar hann stendur á opnu svæði. Þegar búið er nálægt sjó eru slíkar aðgerðir mjög nauðsynlegar, þar sem ekki eru á boðstól- um tré eða plöntur sem henta sérstaklega slíkum aðstæðum. Pétur tók fyrir tvær trjátegundir sem vaxa saman í-görðum hér á höfuðborgar- svæðinu, birki og reyni. Reynirinn er mjög breytilegur að erfðaupplagi. Hér eru ræktaðar íslenskar plöntur og innfluttar, meira og minna blandaðar og er útkoman mjög misjöfn. „Það val sem nauðsynlega þarf að eiga sér stað þarf að hefjast við frætöku, áður en ræktunin hefst,“ sagði hann, „Eftirleikurinn yrði auðveldari. Árangur hefur orðið sá að mjög mikil breidd er í gæðum reynisins, allt frá kræklum og reyniátusjúkum plöntum yfir í hraustar og mjög fallegar plöntur." Kynbætur á reynitrjám Fyrir átta árum fór starfsmaður í Gróðrastöðinni Mörk um bæinn í leit að góðum reyniplöntum. Farið var aðallega meðfram strandlengjunni, en þar er auð- veldara að sjá muninn á góðum og slæm- um plöntum hvað varðar reyniátu. Valdir voru um 12 einstaklingar, greinar voru teknar af trjánum til að græða á fræ- plöntur og einnig voru tekin af þeim fræ. Fræunum var sáð og afkvæmi tijánna síðan metin m.a. með tilliti til vaxtar- lags, toppkals, reyniátu, blómgunar og beijalitar. Eftir þetta mat voru síðan valdar 8 bestu mæðurnar, þ.e. ágræddu plönturnar og þeim síðan plantað út og munu þær verða frægarður í framtíð- inni. Nú eru komin fram fræ sem aftur verða endurmetin í ræktun og verður reynt að ná fram sífellt betri reynitijám. Pétur vakti athygli á að af hverjum 100 plöntum sem væru í ræktun í dag væru aðeins 10 plöntur nýtanlegar. Úrkynjað birki - unnið að kynbótum Unnið er einnig að kynbótum á birki. Fyrir 4 árum fór hópur áhugasamra manna um bæinn, undir leiðsögn Þor- steins Tómassonar forstjóra Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins, í leit að bestu birkieinstakiingunum á svæðinu. Þeir fun,du 20 einstaklinga, góð tré, sem talin voru viðunandi til kynbóta. Teknar voru af þeim greinar og græddi Pétur þær á fræplöntur af birki. Ágræddu plöntunum var síðan plantað í einangrun í gróður- húsi í Gróðrastöðinni Mörk þar sem víxlf- rjógvun á að fara fram. Pétur sagði búið væri að uppskera fræ í þijú ár. Þó að það hafi ekki skilað fullum árangri enn- þá, er þegar komið fram að afkvæmi þessara plantna skila mun betri plöntum. Þess er vænst að innan fárra ára geti fræuppskeran af þessu átaki veitt nægj- anlegt fræ til birkiuppeldis í landinu. Pétur sagði að með þessum markvissu kynbótum í ræktun væri mögulegt að ná árangri mjög fljótt. Með því að velja ein- staklinga og rækta í einangrun, dæma síðan mæðurnar og velja þann hóp sem gefur besta afkvæmið, verður komi allt annað birki hér á landi eftir 10-20 ár. Fjarlægja þarf fjalldrapaáhrifin Tilgangurinn með kynbótunum er að ná fjalldrapaáhrifunum úr birkinu. Pétur lýsti því þannig að í skógi (eins og birki- skógur var hér fyrr á öldum), væru trén hæst og öflugust inni í skóginum, vöxtur- inn lækkaði og yrði að kjarri við skógar- jaðar þar sem einnig þrífst fjölskrúðugur lággróður. Bestu plönturnar koma frá fræjum stóru öflugu tijánna inni í skógin- um og taka sér bólfestu í útjaðrí skógar- ins, en ekki frá lágvöxnum plöntum sem vaxa við skógarjaðar. Þegar birkiskógur- inn var nytjaður hér á öldum áður, voru stóru trén inni í skóginum höggvin fyrst, en um leið og stóri skógurinn eyddist Morgunblaðið/Emilía Pétur Ólason í Gróðrastöðinni Mörk er hér með furu sem „klipin" hefur verið reglulega til á ná fram þéttari greinum. hurfu um leið fræ hinna öfluga trjáa. Eftir urðu lágvaxnar birkipöntur skógar- jaðarins og það eru afkomendur þeirra sem er að finna í flestum görðum hér. Birkið getur, með frjógvun, blandast fjall- drapanum. Þessi einkenni er verið að reyna að fjarlægja úr birkinu með kynbót- unum. Undirbúa þarf jarðveg vel undir trjárækt Pétur var spurður hvort ekki sé nauð- synlegt að undirbúa jarðvegi vel áður en plantað er. „Að sjálfsögðu þarf að undirbúa jarð- veginn undir trjárækt," sagði hann. „ís- lenskur jarðvegur sem notaður er sem mold, er lífrænar jurtaleifar, dautt efni, mómold sem grafin er úr miklu dýpi. Það þarf að síga úr henni vatnið og það þarf að lofta um hana svo að bundin eiturefni losni í burtu. Til þess að flýta þessari loftun og ummyndun í moldinni er gott að setja í hana húsdýraáburð og sand eins og vikur eða grófan holtasand. Þá loftar mjög vel um yfirborðið og um leið er kominn góður grunnáburður í jarðveg- inn og þegar bætt hefur verið í jarðveg- skalki eða skeljasandi er jarðvegurinn tilbúinn til ræktunar.“ Pétur sagði að jarðvegur væri hér yfir- leitt rakur og við blautar kringumstæður eiga tré og runnar oft erfitt uppdráttar vegna þess að þær fá ekki nægjanlegt loft við ræturnar. Til að auðvelda ræktun við þessar aðstæður hreykja gróðrar- stöðvarnar moldinni upp um 20 sm í beð- um til að fá þurrara yfirborð og til að loftið nái að leika betur um rætur plönt- unnar. Pétur sagði að það skipti verulegu máli upp á vaxtarhraða að plöntunni líði vel. Birki og víðir þrífast hér best Það lá beint við að spyrja hvaða tijá- tegundir þrifust best í görðum hér. Pétur sagði að það væri án efa birkið. Birkið á vel við veðurfarið vegna þess að það gefur eftir og endurnýjar sig fljótt. Þar sem fólk er að byggja upp gróður, hefur víðir reynst heppilegur. Það þarf ekki að líta á hann sem eitthvað sem standa á um eilífð heldur frumgróður. Pétur sagði að það hefði talsvert, borið á því að fólki þætti víðirinn bæði lúsugur og ljótur en hann hefði samt orðið til þess að Foss- vogsdalur og Garðabær klæddust ótrú- lega fljótt gróðri. Þegar víðirinn hefur gengt sínu hlutverki er hægt að fjar- lægja hann og planta nettari og fjöl- breyttari gróðri sem ekki þarf að vera eins harðgerður. Ræktun og snyrting limgerðis Limgerði eru hér misvel hirt, Pétur var spurður hvernig best væri að rækta og snyrta limgerði. Hann sagði að í limgerði væri hér mikið notað birki og víðir. Þess- ar tegundir væru ekki meðhöndlaðar á sama hátt. Víðinn þarf að klippa nokkuð reglulega. Hann hefur yfirleitt langan ársvöxt, legg, og verður greiningin í enda leggsins. Þegar þessi langi leggur þarf að bera aukinn þunga, lætur hann oft undan og þá leggst víðirinn út af, verður gisinn og endist stutt. En ef þessi árs- vöxtur er klipptur niður í 20-30 sm þá er búið að stytta bilið á milli greinamynd- unar og plantan verður stinnari. Birkið og reyndar flest allir skrautr- unnar eins og mispill, blátoppur og birki- kvistur þurfa sömu meðferð og birkið, þó að birkið hagi sér á annan hátt en runnarnir. Þessar plöntutegundir mega vaxa upp í sína hæð en eru síðan klipptar í ákveðið form eða það er gert jafnóðum og þær vaxa. Það þarf ekki að hugsa sérstaklega um að klippan ofan af þeim eftir ákveðnu munstri. Skrautrunnar eins og mispill og birki- kvistur endurnýja sig neðanfrá og fylla upp í skörðin á þann hátt. Birkið greinir sig aftur á móti alls staðar út frá stofni, birkilimgerði eru því stinn og standa vel af sér veður. Vegna þessara kosta er birk- ið sennilega ein besta limgerðisplantan. Víðirinn stendui' ekki heldur eins vel af sér veður og endist því ekki eins vel og birkið. „Eg tel að birki eigi ekki að no.ta í Irjáraðir," sagði Pétur, „Það ætti annað hvort að nota í limgerði eða sem stakar plöntur eða í litlum þyrpingum. Birki sem stendur þröngt verður alltaf ljótt.“ Form og snyrting trjáa - Hvernig á að forma tré? „Það er hægt að forma tré sem vaxa hér á landi eins og ösp, silfurreyni, greni og furu. Það er algengt erlendis eins og í Ameríku og í Kína og gert til að fá ákveðið form til að falla að umhverfinu. En það verður að gera markvisst og menn verða að þekkja hvað plönturnar þola og hvernig þær vaxa. Kröfurnar mega ekki vera hærri en tréð getur upp- fyllt.“ Pétur tók dæmi: Ef við tökum 'tré eins og birki og viljum hafa það eins og súlu í laginu. Þá er byrjað á því að snyrta það með því að klippa greinar jafnt frá stofni °g fylgja þvl’ síðan eftir með því að klippa þær á þann veg að þær vaxi alltaf upp á við. Á þann hátt er hægt að láta það vaxa jafngrænt í súlu. Svipað er hægt að gera með greni, það er ekki nauðsyn- legt að láta grenið vaxa eins og það vill. Vandamálið með greni er að það getur skemmst á veturna, þannig að ekki næst alltaf það form sem óskað er eftir. Furu er einnig hægt að foma með því að klípa hana, þá er það gert í byrjun júni. Árssprotana á að klípa af til helm- inga, áður en nálarnar byija að opna sig og kom þá koma mörg ný brum á næsta ári sem síðan vaxa áfram en verða ekki eins löng. Plantan vex ekki eins hratt en greinum fjölgar, vöxtur verður þéttari meira kúlulaga og kemur í veg fyrir að plantan vaxi eins fljótt úr sér. Þessi að- ferð er notuð við uppeldi plantna og er hún framkvæmd annað hvert ár.“ Tré veita öryggistilfinningu Pétur sagði að tré og runnar gefi umhverfinu ekki aðeins hlýlegt yfirbragð, tré veiti fólki öryggi. Það sé því nauðsyn- legt að frá upphafi ræktunar sé rétt að verki staðið og einnig hvað snyrtingu og grisjun snertir. Fyrir leikmann í garðrækt gaf kvöldstundin með garðyrkjumönnum nýja innsýn í tjáræktina á höfuðborgar- svæðinu. Sérfræðingarnir, sem margir voru ungir að árum, virtust þekkja sögu allra helstu tijáa í bænum og jafnvel hver hafði klippt þau og hvenær. Eðaltré eins og hlynurinn við Suðurgötu og álm- urinn við Túngötu voru greinilega óum- deildir fegurðarkóngar borgarinnar. M. Þorv.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.