Morgunblaðið - 09.04.1992, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 09.04.1992, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 49 IÞROTTIR UNGLINGA / KORFUKNATTLEIKUR Tindastóll vann tvöfaft TINDASTÓLL frá Sauðárkróki varð um helgina íslands- og bikarmeistari f stúlknaflokki en keppt var á Suðurnesjunum. Tindarstóll sigraði ÍBK örugg- lega 45:21 í úrslitum bikarsins á föstudagskvöldið þegar liðin mættust í “ljóna- Björn gryfjunni" í Blöndal Njarðvík. Daginn skrifarfrá eftir tryggðu þær Keflavík sér síðan íslands- meistaratitilinn á sama stað með því að sigra alla andstæðinga sína í fjórðu og síðustu fjölliðakeppninni. Þjálfari Tindastóls er Einar Ein- arsson sem einnig leikur með meist- araflokki og hefur hann náð ákaf: lega góðum árangri með liðið. í fyrra urðu stúlkurnar bikarmeistar- ar en misstu síðan naumlega af meistaratitlinum á síðustu stundu. í vetur hefur allt gengið upp hjá liðinu og sagði Birna Valgarðsdótt- ir að þær hefðu ekki tapað leik á keppnistímabilinu. „Við ætlum ekki að láta hér stað- ar numið þó nokkrar okkar gangi upp í eldri flokk á næsta keppn- istímabili. Þær sem að eftir verða koma til með að verja titlana á næsta vetri, en við hinar verðum bara að standa okkur eins vel í keppninni gegn þeim eldri,“ sagði Birna Valgarðsdóttir sem sagðist hafa æft körfubolta að staðaldri í 6 ár. Silfurverðlaunin í stúlkna- flokkinum komu í hlut Njarðvíkinga sem töpuðu aðeins gegn stúlkunum frá Sauðárkróki. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal íslands- og bikarmeistarar Tindastóls í stúlknaflokki. f fremri röð frá vinstri eru; Ingibjörg Stefánsdóttir, Ef- emía Sigurbjömsdóttir, Inga Dóra Magnúsdóttir, Ágústa Skúladóttir, Rúna Finnsdóttir og Valgerður Erlingsdóttir. í aftari röð frá vinstri; María Blöndal, Kristín Magnúsdóttir, Birna Valgarðsdóttir, Ásta Benediktsdóttir, Bryndís Jónsdótt- ir og Einar Einarsson þjálfari. HANDKNATTLEIKUR Úrslitaleikirnir verða um helgina SÍÐUSTU fjölliðamót vetrar- ins í yngri aldursflokkum í handbolta lauk um síðustu helgi þegar keppt var í 3. og 5. flokki. Leikið var ítveimur f imm liða riðlum og tryggðu tvö efstu lið hvers riðils sér rétt til að keppa í úrslitum sem fara fram í Kaplakrika um næstu helgi. FH sigraði í a-riðli þriðja flokksins en liðið tapaði aðeins einu stigi, gegn HK. KA varð í öðru sæti og riáði þar með sæti í proS)i úrslitum. Stjarnan Eiösson sigraði Va! frekar skrifar óvænt 13:12 í lokal- eik liðanna í b-riðli. Stjarnan skaust þar með upp að hlið Vals með sex stig en markamunur Vals var hagstæðari. ÍBV vann stóra sigra á Selfossi og Þór og gerði jafn- tefli við Stjömuna en það dugði að- eins til þriðja sætis. í 3-flokki kvenna unnu Valsstúlk- ur alla leiki sína í a-riðli. Þær unnu KR-stúlkur 12:11 en bæði lið kom- ust í úrslitin. I hinum riðlinum hlaut FH átta stig og Grótta sex. Vals- stúlkur mæta því Gróttu og FH mætir KR á laugardag. Fram sigraði KA 15:13 f keppni sterkustu liðanna í a-riðli 5. flokks. Keppnin í b-riðli var æsispennandi. ÍR sigraði í öllum leikjum sínum en Grótta, Víkingur og KR fengu öll fjögur stig í 2. sæti. Markatala Gróttu og Víkings var hagstæð um Qögur mörk en Grótta skoraði fleiri mörk og það fleytti þeim í úrslitin. Fram mætir því Gróttu og ÍR kepp- ir við KA í undamúrslitaleikjum á laugardag. Leikir um 1. og 3. sætið fara fram á sunnudaginn. Um helgina verða einnig úrslita- leikur 2. flokks kvenna og fjórða flokks karla og kvenna. í 2. flokki kvenna leikur Fram við KR og Stjarnan við ÍBV á laugardag og úrelitaleikir fara fram sama dag. Undanúrslitaleikir fjórða flokks fara fram annað kvöld og leikið er um sæti á laugardag. í karlaflokki kepp: ir ÍR við Gróttu og KA við Fram. í kvennaflokki mætir ÍR ÍBV og Stjarnan og Víkingur eigast við. Andrésar andar-leikarnir hefjast 22. apríl ANDRÉSAR andar-leikarnir, sautjándu í röðinni, fara fram í Hlíðarfjalli við Akureyri dag- ana 22. - 25. apríl. Búist er við að keppendur verði rúmlega 700. Keppt verður í svigi og stórsvigi 6 til 7 ára, 8, 9, 10, 11 og 12 ára drengja og stúlkna. Einnig verður keppt í göngu 7 ára, 8, 9, 10, 11 og 12 ára. I stökki verður keppt i ijorum flokkum; 9 ára, 10, 11 og 12 ára. Á síðustu leikum voru 740 þátt- takendur og liðstjórar um 200. Reiknað er með svipuðum ijölda nú. Það er mikill undirbúningur sem liggur að baki svona móts og ekki má mikið útaf bregða svo skipulag fari úr skorðum. Flestir keppendur búa í Lundar- skóla og þar verður starfrækt mötu- neyti. Þátttökugjald í leikunum er kr. 1.500. Kellavík sigursælt KEFLVÍKINGAR stóðu uppi sem íslandsmeistarar í minni- bolta í eldri flokki þegar síðasta fjölliðamótið var leikið í Keflavík um helgina. ú slit mótsins réðust ekki fyrr en að loknum síðasta leiknum sem var viðureign Njarðvíkinga og ■■■■■■ Tindastóls. Bæði lið- Björn in gátu tryggt sér titilinn með sigri, Tindarstóll mátti tapa með þriggja stiga mun en UMFN gat tryggt sér titilinn með þrettán stiga sigri. Njarðvíkingar náðu fljótlega foryst- unni og virtist góð barátta þeirra Blöndal skrifarfrá Keflavik riðla leik strákanna að norðan. Þrátt fyrir góð tilþrif tókst UMFN ekki að ná settu marki en þeir náðu að tryggja sér silfurverðlaunin með átta stiga sigri og nægði þar eitt stig úr vítaskoti sem skorað var eftir venjulegan leiktíma. Þar með gátu Keflvíkingar fagnað en liðs- menn UMFT máttu sætta sig við þriðja sætið. Morcjunblaðið/Frosti Gunnar Einarsson IBK skoraði 35 stig í bikarúrslitaleiknum gegn KR í 9. flokki. kvöldi. Um helgina fara síðan fram úrslitaleikir í 9. og 10. flokki karla og í drengjaflokki. IBK hefur þegar eignast fimm íslandsmeistara og tvo bikar- meistara í yngri aldursflokkum í körfuknattleik en vertíðinni lýkur um næstu helgi. Eftirtalin lið hafa unnið til titla. Unglingafl. kvenna: ÍBK Stúlknaflokkur: Tindarstóll 8. flokkur kvenna: ÍBK Minnibolti kvenna: UBK 7. flokkur: ÍBK 8. flokkur: UMFG Minnibolti 11 ára: ÍBK Minnibolti 10 ára: ÍBK Um næstu helgi fara fram úr- slitaleikir á íslandsmótinu í dren- gjaflokki, 9. og 10. flokki karla. ÍBK sigraði KR 67:44 í úrslita- leik bikarsins í 9. flokk 67:44. KR varð bikarmeistari í drengja- flokki með sigri á ÍBK 85:83. í stúlknaflokki sigraði UMFT ÍBK 45:21 í úrslitum. Þá sigraði ÍBK Tindarstól í bikarúrslitaleik í ungl- ingaflokki kvenna. Úrslitaleikur 10. flokks á milli UMFG og UMFN var háður í gær- — Morgunblaðiö/Björn Blöndal íslandsmeistarar ÍBK í minnibolta eldri flokk. í fremri röð frá vinstri; Davíð Þór Jónsson, Björn Einarsson, Gísli Rúnar Einarsson, Sævar Sævarsson, Bjarni Ragnarsson, Magnús Þór Gunnarsson og Hjörtur Ingi Hjartarsson. í aftari röð frá vinstri: Stefán Arnarsson þjálfari, Jón Hafsteinsson, Hlynur Jónsson, Sæmundur Oddsson, Magnús Ástþór Ragn- arsson, Hákon Magnússon og Jón Guðbrandsson þjálfari. Keflvíkingar meistarar eftir spennandi keppni ÚRSLIT Úrslit leikjanna fjórða og síðasta fjölliðamótinu í minnibolta, eldri flokki, urðu þessi: IBK-Snæfell 46:42 UMFT - UMFN 54:36 UMl’T’- Snæfell 50:44 UMFN-ÍBK 41:35 UMFT-ÍBK 50:12 UMFN-Snæfell. 40:34 Úrslit leikjanna f fjölliðamótinu í stúlknaflokki í Keflavík urðu þessi: UMFN-ÍBK 23:32 KR-UMFG 32:30 UMFT-ÍRK 42:36 UMFG-UMFN. 23:32 UMFN-KR 38:31 UMFT-KR 49:37 ÍBK-UMFG 38:37 ÍBK-KR 29:27 UMFT-UMFG.. 58:42 UMFN-UMFT. 41:33 SKIÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.