Morgunblaðið - 09.04.1992, Page 50

Morgunblaðið - 09.04.1992, Page 50
 50 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 9. APRIL 1992 HANDKNATTLEIKUR Úrslitaleikir heimsmeistarakeppninnar í Laugardalshöll 1995: Grænt Ijós frá borgarstjóra MARKÚS Örn Antonsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefurtil- kynnt Handknattleikssambandi íslands að hann muni beita sér fyrir því á vettvangi borgarstjórnar, að höfðu samráði við fulltrúa ríkisvaldsins varðandi fjármögnun, að nauðsynlegar breytingar verði gerðar á Laugardalshöll vegna heimsmeíst- arakeppninnar í handknattleik 1995. Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, segir að sambandið fagni mjög þessari ákvörð- un, sem komi á sérstaklega góðum tíma og verði þegar send stjórn Alþjóða handknattleikssambandsins, en hún hittist á aðalfundi á morgun. Eftir viðræður við forystumenn HSÍ og hönnuði Laugardals- hallar fyrr í vetur óskaði borgar- stjóri eftir því við framkvæmda- stjóra íþrótta- og tómstundaráðs og forstöðumann byggingadeildar borgarverkfræðings að úttekt yrði gerð á Laugardalshöll með HM 1995 í huga. Þessi úttekt he*fur farið fram og eftir yfirlýsingu frá slökkviliðsstjóranum í Reykjavík, þar sem segir að eldvarnareftirlit- ið sjái því ekkert til fyrirstöðu að hægt sé að halda íþróttamót í húsinu með allt að 4.200 áhorf- endum, tók borgarstjóri fyrr- nefnda ákvörðun. „Við erum mjög ánægðir með staðfestan áhuga Reykjavíkur- borgar og velvilja í okkar garð,“ sagði Jón Hjaltalín við Morgun- blaðið. „Tækninefnd IHF hefur mælt með því við stjórn IHF að hún samþykki endurbætta Laug- ardalshöll fyrir úrslitaleikina 1995 og staðfesting borgarstjóra vegur þungt á aðalfundinum á föstudag, þó endanleg ákvörðun verði ekki tekin fyrr en á ársþingi IHF í Barcelona í sumar.“ Þar verður jafnframt lögð fram tillaga frá IHF, þess efnis að 24 þjóðir taki þátt í keppninni í stað 16 áður, en Jón hefur verið einn helsti tals- maður þessarar breytingar með keppnina á íslandi í huga. Eftir að hætt var við að byggja íþrótthöll í Kópavogi vegna keppninnar 1995 beindust augu forystumanna HSÍ að Laugar- dalshöll og sagði Jón að eftir óvissu síðustu misseri hefði loks birt til. „Landsliðið fór með því hugarfari til Austurríkis að tryggja A-sæti og það tókst. Stjórnarmenn IHF, sem voru í Vín, sögðu eftir sigurinn gegn Sviss í keppni um bronsið í B- keppninni, að árangur liðsins hefði mikið að segja, þegar móts- haldið 1995 yrði endanlega ákveð- ið, því margir litu svo á að einung- is A-þjóð ætti að halda A-keppni. Evrópusamband sjónvarpsstöðva hefur tekið vel í hugmyndir varð- andi auglýsingar í Laugardals- höll, sem IHF kemur til með að hafa meiri hagnað af en fleiri áhorfendum, og nú hefur Markús Örn lokað hringnum." FOLX ■ JAUCK Daly, þjálfari körfu- knattleiksliðs Detroit, hefur til- kynnt ieikmönnum liðsins að hann hætti að þjálfa eftir þetta keppnis- • tímabil. Daly, sem er 61 árs, er einnig þjálfari bandaríska landsliðsins _ sem tekur þátt í Ólymp- íuleikunum í Barcelona. Talið er líklegt að Daly gangi til liðs við NBC-sjónvarpsstöðina og lýsi leikj- um í NBA-deildinni næsta keppnis- tímabil. Frá Gunnari Vatgeirssyni í Bandarikjunum SPANN I ? 1 Geir Sveinsson Geir aftur með Avidesa GEIR Sveinsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins ihand- knattleik, gerði tvö mörk fyrir Avidesa gegn gömlu félögum sínum í Granollers í spænsku úrslitakeppninni í handknatt- leik í fyrrakvöld, en liðin gerðu 21:21 jafntefli. Július Jónasson gerði þrjú mörk fyrir Bidasoa sem tapaði fyrir Barcelona, 26:19, á úti- velli. Geir, sem lék í fyrsta sinn með Avidesa í mánuð, sagði að nú væri öll áherslan lögð á Evrópuleik- ina gegn þýska liðinu Massenheim. „Við erum í fjórða sæti í úrslita- keppninni og eigum enga möguleika á titlinum núna þegar ljórar um- ferðir eru eftir. Barcelona er lang efst og hefur aðeins tapað einu stigi og verður að teljast líklegt til að vetja titilinn," sagði Geir. Hann hefur alveg hvílt síðan B-keppninni lauk, en verið í stöð- ugri læknisrannsókn, þar sem talið er að hann hafi hlotið innvortis meiðsl í leik í Austurríki. Avidesa leikur fyrri leikinn í Evr- ópukeppninni á heimavelli sínum á sunnudaginn og síðan í Þýskalandi viku síðar. Barcelona leikur á sama tíma við Teka í Evrópukeppni meistaraliða. Bidasoa hefur fengið rússneska leikmanninn, Kalarash, til að taka við stöðu Bogdan Wenta, sem meiddist fyrir mánuði síðan. Hann var markahæstur í leiknum gegn Barcelona með 6 mörk. Barcelona er efst í deildinni með 19 stig, Granollers kemur næst með 14, Teka í þriðja með 12, Avidesa í fjórða með 9 og Atletico Madríd í fimmta með 8 stig og á einn leik til góða á Avidesa. GOLF / BANDARISKA MEISTARAKEPPNIN Allir þeir bestu verða með Fyrsta risamót ársins í golfi, bandaríska meistarakeppnin (US Masters), hefst í Augusta í Georgíu í dag. Bestu kylfingar heimsins eru allir samankomnir vestanhafs og taka þátt í mótinu. Wales-búinn Ian Woosnam sigr- aði í fyrra en telur Bandaríkja- ÍÞRÚmR FOLK ■ OLE Nielsen, danski hand- knattleiksmaðurinn sem lék með Þór á Akureyri — sem varð efst í 2. deildinni í vetur — verður áfram með liðinu næsta vetur. I BJORN Axelsson, sem lék með FH í 1. deild knattspyrnunnar í fyrra, hefur ákveðið að leika með Selfossi í 2. deild næsta sumar. Björn Iék áður með Selfossi og Skallagrími. ■ WILLUM Þór Þórsson, sem lék með UBK í 1. deild í fyrra, hefur skipt yfir í danska liðið Ama- ger. Willum lék sjö leiki með Breiðabliki sl. sumar og gerði tvö mörk. ■ SIGFÚS Kárason, leikmaður Þróttar Reykjavík, hefur gengið til liðs við 1. deildarlið Vals. ■ ÁSGERÐUR Ingibergsdóttir, knattspyrnukonan efnilega úr Sindra á Hornafirði, hefur ákveð- ið að leika með Stjörnunni úr Garðabæ í 1. deildinni næsta sum- ar. ■ BIRGIR Mikaelsson, körfu- knattleiksmaður og þjálfari Skalla- gríms í Borgarnesi, var um síð- ustu helgi endurráðinn sem þjálfari liðsins. Leiðrétting Ranglega var farið með það í um- fjöllun blaðsins af Skíðamót íslands á þriðjudag að Björn Þór Olafsson ætti þrjú börn sem tóku þátt í lands- mótinu. Hann er faðir Kristins og Ólafs, en ekki Jóníu og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Hann á hins vegar dóttur sem tók þátt í unglingameistaramóti íslands og heitir hún íris. manninn Fred Couples sigurstrang- legastan að þessu sinni. „Ég hef verið hér í þijár vikur og séð til hans,“ sagði Woosnam um Couples, sem er efstur á heimslistanum. „Hann hefur verið að leika frábært golf.“ Beinar ústendingar verða frá mótinu á sjónvarpsstöðinni Screen- sport, og hefjast þær kl. 20 í kvöld og annað kvöld, kl. 19.30 á laugar- dagskvöld og kl. 20 á sunnudags- kvöld, en keppni lýkur þá um kvöld- ið. Þess má geta að opið hús verður hjá GR í Grafarholti alla dagana, fyrir þá sem hafa áhuga á að koma og fylgjast með keppninni þar. ■ LEIKMENN NHL-deildarinnar bandarísku í íshokkí hafa verið í verkfalli í viku. Leikmenn eru ekki ánægðir með launin og þvl gripu þeir'til verkfalls til að knýja á um úrbætur. Eigendur liðanna hafa verið erfiðir í samningaviðræðum og segjast ekki geta borgað meira en þeir hafa gert hingað til. Úrslita- keppnin á að hefjast í næstu viku og ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma er útliti fyrir að verkfallið geti staðið í nokkra mánuði. Þetta er í fyrsta sinn í 7 5 ára sögu deildar- innar sem leikmenn fara í verkfall. ■ HAFNABOLTA VERTÍÐIN hófst í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Það er langur vegur þar til kemur að úrslitakeppninni því hvert lið á eftir að 161 leik í deildarkeppn- inni. Liðin leika að meðaltali sex leiki á viku, en 4-liða úrslitakeppnin hefst í október. BORÐTENNIS / EVROPUMOTIÐ Morgunblaðið/Þorkell Landsliðið í borðtennis. Frá vinstri: Kristján Viðar Haraldsson, Kristján Jónasson, Hu Dao Ben, landsliðsþjálfari, Bjarni Bjarnason, Aðalbjörg Björgvinsdóttir, Eva Jósteinsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir. Kjartan Briem er í námi í Danmörku og fer þaðan til Stuttgart, en auk þeirra verða með í för þeir Gunnar Jóhannsson, formaður BTÍ, og Árni Siemsen, gjaldkeri sambandsins, sem er aðalfararstjóri. Það verður á brattann að sækja hjá okkur - segir GunnarJóhannsson, formaður Borðtennissambands íslands Ikvöld Körfuknattleikur Úrslitaleikur karla, fjórði leikur: Valsheimili: Valur-ÍBK.....kl.20 Handknattleikur Leikur um sæti í 1. deild karla: Seltjarnames: Grótta-HK....kl. 20 Heimsókn færeyska landsliðsins: Strandgata: Haukar - Færeyjar ........................kl. 18.30 ÍSLENSKA landsliðið í borð- tennisfórtil Þýskalands í gær til að taka þátt í Evrópumótinu, sem fer fram í Stuttgart 10. til 20. apríl. „Það verður á bratt- ann að sækja,“ sagði Gunnar Jóhannsson, formaður Borð- tennissambands íslands, og bætti við að hann gerði ráð fyrir tveimur sigrum í karla- flokki og einum eða engum í kvennaflokki. „Þetta er raun- hæft.“ Island sendir í fyrsta sinn bæði karla- og kvennalið á Evrópu- mót í borðtennis, en metþátttaka er að þessu sinni, 40 karlalið og 37 kvennalið. í karlaliði íslands _eru Kristján Jónasson, nýbakaður íslandsmeist- ari úr Víkingi; KR-ingurinn Kjartan Briem, punktahæsti leikmaðurinn á síðasta keppnistímabili; Kristján Viðar Haraldsson, Víkingi, og Bjarni Bjarnason, Víkingi. Tólf sterkustu karlaliðin' eru í tveimur riðlum, en síðan eru fjórir riðlar og er ísland í riðli með Pól- landi, Noregi, Sviss, Eistlandi, Möltu og Kýpur. Sigurvegarar riðl- anna eiga möguleika á vinna sig upp í hóp þeirra bestu. Gunnar sagði að ísland ætti að sigra lið Möltu og Kýpur, en ætti nær enga mögu- leika gegn Póllandi, Noregi og Sviss. Póveijar væru með annan stigahæsta mann Evrópu og tvo mjög sterka menn að auki; Norð- menn ættu mann, sem væri í 13. sæti á styrkleikalistanum, og Sviss- lendingar væru sterkir. Lítið væri hins vegar vitað um styrkleika Eist- lands, en ljóst væri að þar á meðal væri einn af bestu borðtennisspilur- um Evrópu. Þjálfari Eistlands er Jaan Harms, jijálfari KR. Kvennalið Islands skipa íslands- meistarinn Aðalbjörg Björgvins- dóttir og Eva Jósteinsdóttir, báðar úr Víkingi, en Hrafnhildur Sigurð- ardóttir fer með á eigin kostað og verður til vara ef á þarf að halda. Liðið er í riðli með Austurríki, Lúx- emborg, Skotlandi, Wales, Slóveníu og Möltu og sagðist Gunnar gera ráð fyrir að Island ætti aðeins möguleika gegn Möltu. Liðakeppnin fer fram dagana 10. til 13. aprll, en síðan tekur einstakl- ingskeppnin við og kemur hópurinn heim aftur 22. apríl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.