Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 51 KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Morgunblaöið/Skapti Bræðurnir Sigurður Grétarsson og Arnar Grétarsson voru í sviðsljósinu í Tel Aviv í gær, en þeir gerðu bæði mörk íslands. Arnar gerð þar með fyrsta A- landsliðsmark sitt. Bræðumir skoruðu Island gerði 2:2 jafntefli við ísrael í góðum leik íTel Aviv ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu gerði jafntefli, 2:2, við ísraelsmenn íæfingaleik íTel Aviv í gær. Bræðurnir Sigurður og Arnar Grétarssynir gerðu mörk íslands, en heimamenn jöfnuðu 10 mínútum fyrir leiks- lok. Þetta er í annað sinn, sem bræður skora í knattspyrnu- landsleik fyrir ísland; Þórður og Rikharður Jónssynir gerðu mörkin, þegar ísland tapaði 3:2 fyrir Englandi 7. ágúst 1956. Sigurður gerði fyrsta mark leiks- ins úr vítaspyrnu snemma í fyrri hálfleik. Eyjólfur Sverrisson komst í gegn, en markvörðurinn braut á honum og dæmd víta- spyrna. ísrael jafnaði þegar í næstu sókn og fékk síðan tvö góð mark- tækifæri, en Birkir Kristinsson varði vel í bæði skiptin. Þá áttu heimamenn skot í stöng beint úr aukaspymu. Arnar kom íslandi aftur yfír um miðjan seinni hálfleik, skaut lúmsku skoti fyrir utan teig og yfír mark- vörðinn. Fyrsta A-landsliðsmark hans. Undir lokin jöfnuðu ísraels- menn. Friðrik Friðriksson varði, en hélt ekki knettinum og heimamaður náði að skora. Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari, var ánægður með leikinn og sagði gott að hafa fengið hann, því tæki- færi hefði gefist til að reyna nýja leikaðferð; fjóra í öftustu línu, fimm á miðjunni með tvo fyrir framan vörnina og einn enn framar og síð- an einn mann fremstan. „Þetta gekk ágætlega og ég ætla að nota þetta kerfi í útileikjunum í heimsmeistarakeppninni í vor,“ sagði Ásgeir við Morgunblaðið. „Ég er sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn fyri utan klaufamarkið, sem við fengum á okkur. Við vorum sterkari fyrir hlé og ísraelsmenn í seinni hálfleik, en mark Arnars var sérstaklega glæsilegt og mjög vel gert.“ Allir í 16 manna hópnum léku nema Baldur Bjarnason, sem var veikur, en samt á skýrslu. Liðið var’ þannig skipað: Birkir Kristinsson (Friðrik Friðriksson vm. á 60); Orm- arr Örlygsson (Ólafur Kristjánsson vm. á 80.), Guðni Bergsson, Krist- ján Jónsson og Valur Valsson; Þor- valdur Örlygsson, Arnar Grétars- son, Sigurður Grétarsson, Kristinn R. Jónsson og Rúnar Kristinsson (Baldur Bragason vm. á 80.); Ey- jólfur Sverrisson (Hörður Magnús- son vm. á 75.). Hópurinn er væntanlegur til Keflavíkur um miðnættið í kvöld. ÚRSLIT Fram-Víkingur 17:16 Laugardalshöll, íslandsmótið í handknatt- leik - úrslitakeppni kvenna - miðvikudaginn 8. apríl 1992. Gangur leiksins: 0:1, 5:3, 5:5, 7:6, 8:8, 11:8, 12:9, 12:12, 14:13:, 14:16, 16:16, 16:17. Mörk Fram: Inga Huld Pálsdóttir 6, Auður Hermannsdóttir 4, Ðíana Guðjónsdóttir 3/2, Hulda Bjamadóttir 1, Hafdís Guðjónsdóttir 1, Ósk Víðisdóttir 1. Varin skot: Kolbrún Jóhannsdóttir 12 Utan vallar: Fjórar mínútur. Mörk Vfkings: Inga Lára Þórisdóttir 5/1, Halla Helgadóttir 5/2, Svava Sigurðardóttir 2, Heiða Erlingsdóttir 2, Andrea Atladóttir 1, Valdís Birgisdóttir 1, Svava Ýr Baldvins- dóttir 1. Varin skot.: Sigrún Ólafsdóttir 6, Hjördís Guðmundsdóttir. FH - Stjarnan 14:19 Kaplakriki. Gangur leiksins: 1:1, 2:4, 4:5, 4:11, 5:13, 9:14, 9:17, 12:17, 14:18, 14:19. Mörk FH: Jolita Klimavicena 4, Rut Baldursdóttir 4/2, Sigurborg Eyjólfsdóttir 2, Arndís Aradóttir 2/1, Hildur Harðardótt- ir 1, María Sigurðardóttir 1. Varin skot: Gyða Úlfarsdóttir 15, þaraf 2 víti. L'tan vallar: 2 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Harpa Magnúsdóttir 1/3, Sigrún Másdóttir 4, Ragnhildur Steph- ensen 4/1, Margrét Vilhjálmsdóttir 3, Her- dís Sigurbergsdóttir 1. Varin skot: Nina Getsko 15. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Gunnar Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson hefðu mátt sfna meiri áhuga. Áhorfendur: 130. UBK - ÍR 64:66 íþróttahúsið Digranesi, úrslitakeppni 1. deildar í körfuknattleik um sæti í efstu óeild, annar leikur, miðvikudaginn 8. apríl 1992. Gangur leiksins: 6:6, 8:14, 17:14, 29:30, 33:34, 37:46, 42:54, 56:58, 64:66. Stig UBK: Lloyd Sergant 21, Egill Viðars- 15, Hjörtur Amarsson 12, Eiríkur Guð- mundsson 11, Steingrímur Bjamason 5. Stig ÍR: Jóhannes Sveinsson 22, Björn Stef- fensen 10, ívar Webster 10, Hilmar Gunn- arsson 8, Eggert Garðarsson 6, Arthur Babcok 5, Eiríkur Önundarson 5. Uómarar: Brynjar Þorsteinsson og Bergur Steingrímsson dæmdu ágætlega. Áhorfendur: Um 150. Knattspyrna Vináttulandsleikir Ankara, Tyrklandi: Tyrkland - Danmörk...............2:1 Hami (35.), Hakan (88.) - Christiansen (75.). 30.000. Búkarest, Rúmeniu: Rúmenía - Lettland...............2:0 Pavel Badea (4.), Dan Petrescu (51.). Sviss Young Boys - Sion................4:1 Lausanne - Grasshopper...........1:1 St Gallen - Servette.............0:2 FC Zurich - Neuchatel Xamax......1:3 Staðan: Grasshopper........6 8 2 1 9: 6 23 Lausanne...........6 1 3 2 6: 7 20 Servette...........6 2 2 2 10: 9 20 England Coventry - Sheffield Wednesday.....0:0 13.293. Liverpool - Wimbledon..............2:3 (Thomas 6., Rosenthal 44.) - (Sanchez 35., Clarke 65., Fashanu 72. vsp.). 26.134. Norwich - Arsenal..................1;3 (Butterworth 59.) - (Wright 33. vsp., 82., Campbell 46.). 12.971. Southampton - Nottingham I' orest.0:1 (Tiler 76.). 14.905. Hlynur byijar vel með Örebro HLYNUR Stefánsson, lands- liðsmaður frá Vestmannaeyj- um, byrjaði vel með liði sínu, Örebro, í sænsku úrvalsdeild- inni ífyrrakvöld. Örebro sigraði Djurgárden 3:1 og átti Hlynur mjög góðan leik á miðjunni. Orebro komst í 1:0 eftir 10 mín- útna leik, en Djurgárden jafn- aði skömmu síðar og þannig var staðan í hálfleik. Djurgárden gerði sjálfsmark um miðjan síðari hálfleik og síðan bætti Örebro þriðja mark- inu við skömmu fyrir leikslok. Hlyn- ur náði ekki að skora en fékk mjög góða dóma eftir leikinn. Einn leik- manna Djurgárden var rekinn af leikvelli fyrir að bijóta illa á íslend- ingnum, þegar 20 mín. voru eftir af leiknum. Þetta var eini leikurinn sem fór fram í 1. umferð úrvalsdeildarinnar á þriðjudagskvöld en hann átti upp- haflega að fara fram sl. sunnudag, en var frestað vegna snjókomu. Önnur úrslit í 1. umferð á sunnudag voru sem hér segir: AIK - Frölunda................2:0 Öster - Norrköping............1:0 IFK Gautaborg - Malmö.........3:0 Trelleborg - GAIS.............1:0 Hlynur Stefánsson HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNI KVENNA KNATTSPYRNA / SVIÞJOÐ Víkingar fá annað tækifæri Morgunblaðiö/Þorkell Svava Sigurðardóttir í Víkingi stekkur hér inn úr vinstra hominu og ger- ir annað tveggja marka sinna þegar lið hennar sigraði Fram [ spennandi leik. Stjarnan komin í úrslit Víkingut’ vann Fram 17:16 eftir framlengingu í gærkvöldi og verða liðin að mætast í þriðja sinn 1 keppni um úrslita- Hanna Katrín sæti. „Þetta var bar- Friðriksen átta upp á líf Og skrífar dauða,“ sagði Inga Lára Þórisdóttir, fyrirliði Víkinga eftir leikinn, „og það er allt eins líklegt að úrslitin í þriðja leiknum ráðist ekki fyrr en á síðustu stundu eins og núna.“ Fyrri hálfleikur var mjög jafn, en snemma í seinni hálfleik breyttu Víkingar um varnaraðferð, léku mjög framarlega og slógu við það Framstúlkur út af laginu í sóknar- leiknum. Heiða Erlingsdóttir tryggði sigur Víkinga með marki út hægra hominu á síðustu mínútu fyrri hálfleiks framlengingar. Mikið var um sóknarbrot í framlenging- unni, en það orkaði tvímælis þegar dæmdur var ruðningur á Díönu Guðjónsdóttur í Fram undir lokin þegar virtist sem Halla Helgadóttir hlypi í veg fyrir hana inni í vítateig. Inga Lára Þórisdóttir og Halla Helgadóttir voru atkvæðamestar Víkinga í gærkvöldi, en lítið bar á Andreu Atladóttur sem átti stórleik í fyrri leiknum. Aðrir leikmenn börðust vel, en markvarslan var slök mestan hluta leiksins. Hjá Fram átti Inga Huld Pálsdóttir góð- an leik og Hulda Bjarnadóttir dreif aðra leikmenn áfram með baráttu- krafti í vörninni. Þá var Kolbrún traust í markinu, sérstaklega fram- an af. Vilja fá Víking ér er sama hvort liðið ég fæ í úrslitum, en að visu væri skemmtilegra að vinna Víkinga því þær eru bikarmeist- Stefár^^ arar“’ saSði öiiðný Stefánsson fyrirliði Stjörnunn- skrifar ar, eftir 14:19 sigur á FH í Kaplakrika. Varnirnar voru sterkar enda að- eins skoruð þijú mörk fyrstu tíu mínúturnar. Herdís kom á móti skyttum FH og kæfði flestar sókn- artilraunir. FH lék.pressuvörn eftir hlé, en það dugði ekki til. Gyða Úlfarsdóttir í markinu stóð sig langbest hjá FH. María lék sinn 200. leik fyrir FH og fékk að laun- um blómvönd. Stjarnan var einfaldlega betri. Skytturnar ákveðnari, fjölbreyttari sóknarleikur, hraðaupphlaupin vandaðri, enda margar frábærar sendingar frá Ninu, og vörnin, með Herdísi eins og klett, fór eins langt og dómarar leyfðu. Nina varði vel. KORFUBOLTI Valur- ÍBKíkvöld: Ég stjóma baraæf- ingunum - segirTómas Holton VALSMENN tryggja sér ís- landsmeistaratitilinn íkörfu- knattleik með sigri gegn ÍBK að Hlíðarenda í kvöld, en sigri Keflvíkingar ráðast úrslitin í Keflavík á laugardaginn. Tómas Holton, þjálfari og leik- maður Vals, hefur náð góðum árangri með iið sitt, en þetta er frumraun hans sem þjálfari. Hann tók við liðinu 1. nóvember af Vlad- imír Obukov frá Sovétríkjunum sem hafði þá verið með liðið í rúmlega eitt keppnistímabil. Staða liðsins var slæm, það hafði leikið sex leiki, tapað fjórum og var í ijórða sæti af fimm í B-riðli Japisdeildarinnar. Þannig var ástatt þegar Tómas tók við. Fyrsti leikur Vals undir hans stjórn var gegn Njarðvíking- um að Hlíðarenda 24. nóvember. Njarðvíkingar unnu 88:81 en síðan hefur Valsliðið verið á upgleið og er nú að leika til úrslita um íslands- meistaratitilinn. Það fyrsta sem Tómas gerði þeg- ar hann tók við liðinu var að senda allan mannskapinn út að hlaupa því leikmenn voru ekki í nægilega góðri æfingu til að leika í úrvalsdeild- inni, að sögn Tómasar. Síðan hefur liðið sýnt að það er til alls líklegt og mörgum kom á óvart þegar það tryggði sér rétt til að leika til úr- slita gegn Keflvíkingum. Leikur liðsins er allur annar síðan Tómas tók við. Varnarleikurinn betri, sóknarleikurinn skipulagðari og árangursríkari auk þess sem nú er hugsað um hvernig liðinu er stillt upp, en áður var það mikið til byggt á tilviljunum. „Við vinnum þetta mikið saman. Menn ræða um hlutina og þetta er eiginlega eins og kommúna hjá okkur, ég stjórna bara æfingunum," segir Tómas Holton. Þríðji teikur um sætið Breiðablik beið lægri hlut gegn ÍR í úrslitakeppni 1. deildar í gærkvöldi, tapaði 66:64 á heimavelli. Liðin verða því að mætast í þriðja sinn til að fá úr því skorið hvort liðið leikur í úrvals- deild næsta tímabil. Leikur liðanna var spennandi en að sama skapi ekki vel leikinn. Mikil taugaspenna og barátta var einkennandi og var hittni leik- manna ekki góð. „Það þorði enginn að taka af skarið í sóknarleiknum og skjóta,“ sagði Sigurður Hjörleifsson, þjálfari UBK.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.