Morgunblaðið - 26.04.1992, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 26.04.1992, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 Wodehouse ásamt konu sinni Ethel árið 1947. ið sem hann átti að vinna með var enginn annar en Jerome Kern og fyrsta verk þeirra — Hr. Chamb- erlain — sló í gegn. Framtíð P.G. í söngleikjum var ráðin. Árið 1909 var P.G. í Greenwich Village í New York. Þar fékk hann umboðsmann sem gat strax selt tvær af sögum hans á 500 dollara. Eflaust var New York framtíðar- staðurinn, með sín hundruð blað- aútgáfa, sem hægt var að gera út á. Næstu 3-4 ár hélt P.G. áfram að skrifa og dvaldi ýmist í Eng- landi eða Bandaríkjunum. Skáld: sögurnar komu út á færibandi: I „Astum í hænsnabúi" birtist uppá- haldspersóna hans, Stanley Feat- hersonehaugh Ukridge og í sögunni „Psmith í miðborginni“ kom reynsl- an úr bankanum honum til góða. Fyrsta bókin sem kalla mátti „Woodhouse-skáldsögu", var „Heiðursmaður í makindum“ (A Gentelman of Leisure). Þar eru all- ir efnisþættir til staðar: Herrasetur, aðalsmannabjálfar og en bjálfalegri ungmenni. í einni ferðinni yfir Atl- antshafið var hann beðinn um að skrifa leikrit um ferðina — og það gerði hann. Frumsýningin á Broad- way árið 1911 státaði af Douglas Fairbanks eldri í aðalhlutverki. Hvar voru konurnar í lífi P.G.? Ekki áberandi, enn sem komið var. Nóttin — og til þess að gera dagur- inn líka — voru notuð til skrifta. Eigi að síður kynntist P.G. árið 1914 ungri ekkju sem var fjórum árum yngri, að nafni Ethel Rowley. Hún átti níu ára gamla dóttúr, Leónóru. Daginn eftir fund þeirra braust fyrri heimsstyijöldin út, en manni virðist P.G. hafi varla tekið eftir því. Tveim mánuðum síðar fannst honum tími kominn til að bera upp bónorðið. Hann var enginn ræðuskörungur og hikstaði mjög. Hann féll þó frú Rowley vel í geð og eftir giftinguna leigðu þau hús á Long Island. P.G. sótti nokkrum sinnum um inngöngu í herinn sem vildi hann ekki, sagt var að augu hans væru ekki nógu góð. Árið 1919 kom út fyrsta Jeeves- bókin — „þjónninn minn Jeeves", lítið ósjélegt bindi smásagna og ein- göngu helmingur þeirra fjallaði um Jeeves. Útgáfa var í ritröðinni „Newnes" og vakti litla athygli. Árið 1920 nefnir P.G. í lok bréfs til gamals skólabróður, Bill Towns- ends, að hann sé að hugleiða að skrifa fleiri sögur fyrir The Sat- urday Evening Post „um náunga sem kallast Bertie Wooster og einkaþjón hans“. Sögurnar voru ekki gefnar út á bók fyrr en efír þijú ár sem „Hinn óviðjafnanlegi Jeeves". Hann sagði Townend frá vinnubrögðum sínum: „Nú er ég orðinn býsna fljótur að skrifa sögur. Ég er eldsnöggur með þær og fer svo vandlega yfír þær, í stað þess að eyða tíma í nákvæmni strax. Ég hef lokið upp- kasti að 8.000 orða sögu á tveim dögum." „Þetta gerði nærri út af við mig,“ bætti hann við í lítillæti sínu, og: „Venjulega kemst ég yfir eina smá- sögu á viku, ef atburðarásin er út- hugsuð. í skáldsögu kemst ég yfír átta blaðsíður á dag, eða um 2.500 orð.“ Wodehouse-fjölskyldunni leið jafn vel í Englandi og Bandaríkjun- um. í Bandaríkjunum skrifaði P.G. jafnan söngtexta fýrir tónskáldin Jerome Kem, Cole Porter, Irving Berlin og George Gershwin. í söng- leiknum Showboat frá 1927 er lag og texti sem Kern og P.G. höfðu ort mörgum árum áður, en stungið undir stól. Lagið nefndist „Bill“ og átti eftir að verða þekktasti söng- texti P.G. Næsta ár var hann aftur kominn til Englands, þar sem hann leigði Rogate Lodge í Sussex. Þaðan skrifaði hann vini sínum Bill Town- end: „Við höfum stundað félagslífið grimmt upp á síðkastið. Gestir í hveijum krók og kima. John Gals- worthy kom í hádegismat í gær ... og Leslie Howard kom líka.“ Aðeins ókunnugir gætu haldið að þetta væri hrifning. P.G. hafði hvorki áhuga á kvöldverðarboðum né kvöldklæðnaði og enn átti hann það til að draga sig í hlé er honum þóknaðist. En konu hans Ethel lík- aði nú lífíð. P.G. einbeitti sér að leiksviði það sem eftir var ársins 1928. Allan tímann lærði hann meira um list- grein sína. í bréfum sínum til Town- end ritar hann: „Því meira sem ég skrifa, þeim mun betur sé ég nauðsyn þess að segja sögu í sviðsmynd, einkum í upphafí ... Skáldsaga er óttalegur bamingur þar til persónurnar em komnar á hreint. Jafn nauðsynlegt er að finna aðalpersónunum næg verkefni. ÞAÐ er hin mesta próf- raun. Skorti atburðarflækju, geta persónur ekki verið aðalpersónur, jafnvel þótt aðrir leikendur segi reiðinnar býsn um þær. Þetta ber leikhúsinu greinilegt vitni, ekki aðeins vegna notkunar á orðinu „leikendur". Sam Goldwyn tók eftir því að P.G. mat mikilvægi „sviðsmynda" í ritverkum, því hann sýndi áhuga á P.G. sem rithöfundi fyrir hvíta tjaldið. Hollywood! Árið 1930 bjó P.G. í húsi með sundlaug og tilheyrandi, sem hafði verið í eigu Normu Shearer. í aug- um P.G. var húsið fremur vinnu- staður en glæsihöll, því á minna en mánuði lágu eftir hann þijár smá- sögur, leikþáttur og öll samtöl í heila kvikmynd. Hollywood heillaði hann — þar hitti hann fáa, fór óvíða og snæddi venjulega ásamt stjúp- dóttur sinni Leónóru, sem honum þótti mjög vænt um. En þá kom Ethel og allt breytt- ist. Wodehouse-fjölskyldunni var boðið í fjöldann allan af stórveislum, þar sem veitt var af mikilli rausn. Kampavínið ljómaði og það gerði Ethel líka, því þau hittu bókstaflega alla. P.G. hitti sjaldan einhvern sem hann gat rætt við um skáldskap. Kona nokkur hrósaði bókum hans í einni veislunni, jafnvel þótt hún hefði aðeins lesið eina. Síðar kom í ljós að hún hélt að hún væri að tala við Edgar Wallace. P.G. hélt áfram að skrifa eins og hann hefði gert hvar s'em var — smásögur, skáldsögur og leikrit. MGM-kvikmyndaverið hafði lítið handa honum að gera, svo hann sótti 2.000 dollara launaávísun sína einu sinni í viku og Ethel hélt heim- boð. Á sex mánuðum glataði Holly- wood ljóma sínum. Við endurkomuna til Englands hellti P.G. sér út í fyrstu alvöru skáldsöguna um Jeeves, „Þökk fyr- ir, Jeeves“. Cosmopolitan keypti hana fyrir metupphæð, 50.000 doll- ara. Næsta stórvirkið var „Heppni Bodkins" (The Luck og the Bodk- ins), sem var öllu erfiðari, eins og hann sagði: „Venjulega skrifar sag- an sig sjálf þegar um 50 síður eru eftir. En í þetta sinn fór allt úrskeið- is og ég mátti fálma mig áfram með tvær síður á dag og fór að verða hjátrúarfullur út af sögunni." Hugboð hans reyndist rétt, því að The Saturday Evening Post hafnaði sögunni — fyrsta neitunin í Banda- ríkjunum í 21 ár. Þetta sýndi að blaðið fylgdi þeirri sannfæringu sinni að dæma ritverk- ið sjálft, en ekki nafn höfundar. Var P.G. bitur yfir þessu? Nei. Fyrst uppgötvaði hann að skáldsagan var a.m.k. 25.000 orðum of löng. Sagan seldist mánuði seinna til The Red Book fyrir 25.000 dollara. Næst bjuggu þau í Le Touquet í Frakklandi, sem P.G. þótti afar vænt um — lítið huggulegt hús fjarri alfaraleið. Sex kílómetra gangur með hundana fór í að ná í dagblaðið. Af sömu ástæðu líkaði Ethel ekki sem best. P.G. segir frá einangruninni í Le Touquet: „Á morgun er ég búinn að vera hér ásamt hundunum í tvær vikur. það er makalaust hvað manni miðar vel áfram — þegar allt er komið í fastar skorður. Mér finnst stórkost- legt að hafa eitthvað gott að lesa eftir hádegismatinn. Dagurinn líður af sjálfu sér eftir það.“ Þannig varð Wodehouse ekki var nokkurra fyrirboða árið 1939. Póli- tíkinni hafði hann ekki áhuga á frekar en trúarbrögðum. Ef til vill er það skýringin á ánægju hans með tilveruna. En jafnvel frægt fólk gat ekki leyft sér að sofna á verðinum, eins og hann komst brátt að raun um þegar Bretland lýsti yfir stríði við Þýskaland. Morgun einn á daglangri göngu- ferð var honum tilkynnt af Þjóðveij- um að nú ætti að kyrrsetja alla erlenda karlmenn og að þeir ættu að fara rétt strax. Hann flýtti sér að taka saman helstu nauðsynjar, svo sem tóbak, pípur, pappír, penna, rakvél, te, bók eftir Tennyson, aðra eftir Shakespeare og nokkurn fatn- að. Innan stundar var hann á leið í langferðabíl til Loos prison, sem er 74 mílur frá Le Touquet. En jafn- vel í fangelsinu skrifaði hann tals- vert af kímni. Á saurblaði „Performing Flea“ sagði útgefandi: „... um fáa nútíma höfunda er minna vitað og meira skeggrætt. Ljúfur og hrekklaus maður dregur sig í hlé úr sviðsljósinu til að helga sig í kyrrþey tveim aðaláhugamál- um sínum: Lestri og skáldskap." C ó Svona leit þess auðugi og heims- þekkti rithöfundur á lífið. Honum var hjartanlega sama um frægð og auð. Er hann nefndi háar upphæðir í bréfum sínum til vinar síns Town- end, var það vegna þess að hann leit á þær sem mælistiku á gæði skrifa sinna. Er hann fór í verslun- arferðir gleymdi hann oft að hafa peninga með sér, hann hugsaði ein- faldlega ekki eftir þeim nótum. En hvað um frægð? Ja, hann gladdist yfir viðurkenningu um verk sín (t.d. Mark Twain orðunni fyrir „framúrskarandi og varanlegt framlag til hamingju í heiminum") en hann gat ekki skilið hvers vegna fólk þurfti að bjóða honum til hátíð- legra athafna. Þrátt fyrir heiðurs- doktorsnafnbót við Oxford-háskóla og öðlun árið 1975 gat hann aldrei skilið hvers vegna fólk vildi endilega fá að vita um hann og lífshlaup hans. Hann sagði: „Sé maður rithöf- undur af Guðs náð, finnst mér ekki að maður skrifi vegna peninga eða jafnvel útgáfu, heldur vegna ánægj- unnar, sem það að skrifa veitir. Að skrifa bók eftir bók, það er líf mitt.“ Hvílík heppni fyrir okkur. P.G. Wodenhouse lést í hárri elli úr hjartaslagi á sjúkrahúsi á Long Island árið 1975 og var þá hálfnað- ur með enn eina skáldsöguna. (Heimildir: P.G. Wodehouse — An Illustr- ated Biography, eftir Joseph Connolly. (Eel Pie Publishing Ltd. London. 1979.) Wodehouse at work to the End, eftir Richard Usbome (Penguin, 1976).) STÚDÍÓ iÓMÍNU OC ÁGÚSTU KYNNIR Vegna fjölda áskorana bjóðum við nú upp á tveggja mánaða skóla ætlaðan konum sem eru 20 kíló yfir kjörþyngd. Æarkmið námsins er að breyta um lífsstíl sem stuðlar að léttara lífi jafnt andlega sem líkamlega um ókomna framtíð. Kennslan byggist á fundum og gönguferðum um falleg svæði innan borgarmarkanna. - Gönguferðir. - Frtumælingar og viktun. - Vikulegir fundir, hópaðhald, stuðningur og fræðsla. - Uppskriftir að léttu mataræði. - Heimaverkefni. Allar nánari upplýsingar í síma STÚDlÓ JÓNINU & AGÚSTU Skalan 7,108 Reykiavik, S 689868

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.