Morgunblaðið - 26.04.1992, Side 7

Morgunblaðið - 26.04.1992, Side 7
KONFEKTMOLAR Ólöf Kolbrún segist ekki hafa tekið við starfinu með það í huga að gera miklar breytingar. „Eg ætla í samstarfi við hópinn hér að efla óperuna þótt hlutirnir verði framkvæmdir í smáum skrefum. Við höfum listrænt séð vaxið og sönghópnum farið fram.“ — Er kannski engin þörf fyrir eldinn lengur? „Jú aldeilis! Það er ekki hægt að leggja upp laupana núna. En auð- vitað rekumst við alltaf á sama heygarðshornið, að gera öllum til hæfis. Okkur hefur til dæmis verið legið á hálsi fyrir að nota ekki ís- lenska hljómsveitarstjóra. En menn eru ekki aldir upp sem óperuhljóm- sveitarstjórar hér á landi. Þeir koma að utan frá námi, beint úr skóla án allrar reynslu, og ætlast til að fá starf. Styrkur okkar hefur verið að fá menn með reynslu, sem hafa þjálfað okkur og til að hafa efni á þeim höfum við unnið launalaust að hluta. Við höfum því miður ekki hingað til haft fjárráð til að greiða laun aðstoðarhljómsveitarstjóra, frekar en aðstoðarleikstjóra. Hér er engin óperuhefð. Menn hafa margreynt að stofna óperu á íslandi. Okkur tókst það því við fengum gjöf á silfurfati. Hefðina verðum við að kaupa erlendis frá og með tíð og tíma öðlast hana sjálf." — Er nokkuð í bígerð að setja upp íslenska óperu? „Draumur okkar er að sýna ís- lenska óperu og íslenska óperan á í raun að hafa slíkan flutning á verkefnaskrá. Mörg íslensk tón- skáld eru búin að semja óperu eða eru með hana í pennanum. Nýja óperu þarf hins vegar að kaupa af tónskáldi. í nýjum reglum í samningi við í'íkið stendur nokkurn veginn orð- rétt að „ekki megi spila bjartsýnis- spil, heldur velja verkefni sem borga sig“. Þannig að það verða einungis kassastykki sýnd, konfektmolar sem flestir koma til að sjá. Við vonumst sanit til að geta einn góð- an veðurdag verið með tilraunir. Einnig langar okkur að sýna barna- óperur, því þannig ölum við upp óperuunnendur framtíðarinnar. Við vi|dum líka gera meira af því að fara út á lánd með úrdrætti úr óperum en höfum ekki haft efni á því. Það má þakka einstökum bjartsýnismönnum úti á landi þegar slíkar ferðir hafa tekist. Reyndar er það í deiglunni nú að fara með „Töfraflautuna" til Sauðárkróks og Blönduóss. Heimamenn eru að munda sig í þeim efnum.“ A listahátíð í sumar verður óp- eran Rigoletto flutt og í haust óp- eran Lucia di Lammermoor, en ekki er ákveðið hvað verk verður valið eftir áramót. KONUR í BRÚNNI í húsinu við Ingólfsstræti hafa nú tvær konur tekið við stjórninni. Þegar Ólöf Kolbrún er spurð hvort það þýði meiri aðhaldssemi, ef til vill nísku, verður hún kímin og seg- ir: „Ég sagði við stjórnina þegar ég tók við, að mér tækist örugglega ekki að fljúga eins hátt og fyrir- rennara mínum tókst. En mér finnst að óperustjórar eigi að geta flogið, það eru aðrir sem eiga síðan að fjármagna flugið! „Aida“ er gott dæmi um hátt flug. Þá sögðu menn að nú hefði Garðar loks flogið yfir öll mörk, og ég get fullvissað þig um það að margir fengu í magann. En það tókst með afbrigðum vel. Ég held að þetta muni standa mér fyrir þrifum sem óperustjóri, það var ég sem togaði í hælana á Garðari. En ég mun hafa náið sam- starf við hann til að viðhalda bjart- sýninni, því ævintýrið við Ingólfs- stræti verður að halda áfrarn." — Hvaða augum lítið þið á sam- keppnina frá Borgarleikhúsinu? „Það er engin samkeppni. Þetta er hópur söngvara sem meðal ann- ars ég hef verið að leiðbeina. Söngurinn er listgrein sem ég vil efla og sem betur fer virðist það ganga vel. Það að mennta sig í söng þýðir þó ekki að menn séu MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 C 7 komnir með einhveija pappíra úpþ á að þeir séu óperusöngvarar. Auk- in tónlistarkennsla hlýtur að kalla á hópa sem gera tilraunir, svo þeir geti þroskað listræna hæfileika sína. Én líkt og í leikhúsi, verða til áhugahópar í óperu. Þau eru mörg að stíga sín fyrstu spor sem nú sýna með Óperusmiðjunni, en þau urðu þó að fá söngvara sem öðlast hafa reynslu hér í tvö aðalhlutverk- in. Ég óska þeim öllum til hamingju „Það að mennta sig í söng þýðir þó ekki að menn séu komnir með einhverja pappíra upp á að þeir séu óperusöngvarar. Þjálfun tekur á egóið, það á ekki við alla að vera í þessu.“ með sýninguna. Verst þykir mér þó með hvaða formerkjum þau fóru af'stað, eins og þau væru að storka íslensku óperunni og það þykir mér neikvætt. Við erum með reynslu og erum tilbúin til að styrkja aðra á þessari braut nýliðanna. Það vinsar sig úr sjálft hverjir geta og hveijir ekki.“ HVATNING OG GAGNRÝNI Rætt hefur verið um söngbylt- ingu síðustu árin á íslandi, allir sem ekki eru laglausir á annað borð vilja læra að syngja og Ólöf Kolbrún er spurð hvort það hafí verið rétt skref að stofna Söngskólann, stærsti hluti nemenda komi hvort eð er aldrei til með að fá starf við sitt hæfi. „Eftir því sem við kennum fleir- um, verða fleiri útvaldir," segir Ólöf Kolbrún. „Einnig fjölgar þeim sem hafa áhuga á tónlist og óperum. Við megum heldur ekki gleyma því að margir áhorfendur hafa einnig lært á hljóðfæri. Ég man þá tíð þegar allir voru í píanótíma." Ópera er mikill „showbuisness", segir svo óperustjórinn nýi og hnyklar brýrnar. „Óperusöngvari verður að hafa rödd, geta leikið, hafa vald á hreyfingum og á tungu- málum, hann verður að geta flutt texta, í stuttu máli, hann verður að geta leyft sér að standa frammi fyrir áhorfendum. Að standa á sviði og setja sig í hlutverk annarrar persónu er það sama og að afklæða sitt eigið ég. Ég er ekki ég sjálf lengur. Ég syng Desdemonu og verð að skilja Ólöfu Kolbrúnu eftir úti. Ef við ræðum aðeins um kenn- ara, þá er það stór hluti kennslunn- ar hér að hvejja nemendur. Við hvetjum endalaust og þar af leið- andi má vera að við blindum nem- endur, þannig að þeir gera sér ekki grein fyrir því hve leiðin getur ver- ið þyrnum stráð. Þegar við erum í meðhöndlun hjá kennara verðum við að vera tilbúin til að taka leiðsögn, annars getum við hætt þessu. Við höfum verið heppin hér í óperunni að vera með núna í vetur erlendan hljómsveitar- stjóra sem er þjálfaður í að vinna með söngvurum og leiðbeina, og hann hefur daglega burstað okkur til. Þjálfun tekur á egóið, það á ekki við alla að vera í þessu. Hluti af nemendum hættir að læra eftir að þeir hafa tekið 8. stigs próf, segja bara ég kann þetta. Það próf er þó aðeins lok á byijuninni. Hvergi er spurt um gráður í óperuhúsum er- lendis. Þar eru menn látnir syngja og þá kemur kunnáttan í ljós.“ — Heldurðu að Islendingar eigi bágt með að taka gagnrýni? „Ég er ekki viss úm það, en menn fara í varnarstöðu. Þetta er viðkvæmt mál og það er ekki sama hvernig mönnum er sagt til. Það verður að gera það af kurteisi og með virðingu. Tóntegundin skiptir afar miklu máli.“ — En þeir þykjast oft kunna alla hluti best? „íslendingar. hafa alltaf þurft að bera sig svo vel, en vita upp á sig skömmina ef hún er fyrir hendi. Fagmennska er mikil á íslandi. Erlendis hef ég oft hlustað á tón- leika sem eru illa unnir, en síður hér heima á íslandi." ENDALAUS ÞJÁLFUN — Skólabræður þínir til margra ára urðu mjög undrandi þegar þú fórst að syngja. Þeim dauðbrá þeg- ar þeir heyrðu fyrst í þér, vissu ekki að þú hefðir rödd. — Það er nú ekki skrýtið, strák- arnir sáu nú ekkert á þessum tíma nema fótbolta og handbolta, og ekki var maður svosem að flíka söngnum. Ég lærði á gítar í tíu ára bekk og á fermingaraldri var ég komin í kirkjukór. Læddist með veggjum á æfingar. Síðan lærði ég á píanó og var í ballett í 12 ár, en skipti þá um gír og fór að syngja. Söng meðal annars einsöng með kór Langholtskirkju. Ég var í Kenn- araskólanum þegar ég varð-að gera upp hug minn varðandi framtíðina. Ég gat svolítið sungið og fór því í söngnám.“ Olöf Kolbrún lærði fyrst hjá El- ísabetu Erlingsdóttur og fór síðan til Vínarborgar þar sem hún lærði hjá Helene Karusso, sem er grísk. í ljóðabókmenntum hafði hún kenn- arann Erik Werba. „Ég var heppin að Werba tók ástfóstri við mig. Hjá honum lærði ég og safnaði í sjóð sem ég átti eftir að búa að alla æfi. Ég var þarna í óperudeild og fyrsta árið söng ég hlutverk úr ell- efu óperum. Á veturna var ég í Vín og á sumrin lærði ég hjá Linu Pagli- ughi á Ítalíu. Og þessu er ekki lok- ið, maður er endalaust að láta tuska sig tií.“ — Þú hefur verið gagnrýnd fyrir að vilja vera allt í öllu hér í Óper- unni? „Það er rétt. Ég hef fengið enda- lausa gagnrýni. Þegar menn eru frægireru þeir sífellt milli tannanna á fólki og verða að sætta sig við það. Ég hef fengið að syngja öll mín draumahlutverk, en held ég hafi samt í leiðinni stuðlað að því að ýmsir hlutir voru gerðir og að aðrir fengu tækifæri. Eg hef ekkert samviskubit. Við erum komin svo langt að sá sem fór af stað er nú eftirsóttur úti í heimi. Það voru sextíu manns sem sóttu um stöðu óperustjóra í Gauta- borg, Garðar sótti ekki um; þeir báðu hann um að koma. Mér fínnst gott að hann skuli fá umbun fyrir störf sín, en það er slæmt að missa hann.“ — Með nýrri stjórn koma oft nýir tímar, hvernig verður það tíma- bil sem nú er að hefjast í íslensku óperunni? „Ég veit það ekki,“ segir Ólöf Kolbrún. „Það er gamla fermingar- heitið, ég leitast við af fremsta megni ... að gera mitt besta.“ — Menn sem þig þekkja segja að þú sért ekki sú kona sem lendir í árekstrum? „Ég hef sett mér það að leysa mál á ljúfmannlegan hátt. Það hef- ur verið til dæmis algjör regla hér að standa ekki í skítkasti við menn í blöðum. Við höfum verið samhent hér í óperunni og ég vona að þann- ig verði það áfram. Það getur verið slítandi að vera listamaður jafnframt því að taka þátt í rekstri óperuhúss, getur kost- að margar andvökunætur, en hvað hefur það ekki gefið í staðinn? Sem stjórnandi vil ég helst taka þátt sjálf, ekki skipa fyrir. Ég held ég hafi þó hæfileika til að skipuleggja, að minnsta kosti truflar það mig þegar ég sé að allt er í óreiðu. Menn hafa spurt hvort ég ætli ekki að gera eitthvað róttækt, en við sjáum bara til. Vonandi þarf ég ekki að taka ákvarðanir í trássi við aðra því samstarfið hefur hingað til verið okkar styrkur.“ —n TÓNLIS TARSKÓLI lU’1 1 rf i íí 1 ir lLJ J ii j ii j Ll Umsóknir nýnema um skólavist fyrir skólaárið 1992-1993 verða að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 8. maí næstkomandi. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, Rauðagerði 27, alla virka daga frá kl. 13-17. Inntökupróf verða dagana 18.-19. maí. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í síma 678255. Skólastjóri. TILBOÐ ÓSKAST MMC Galant GLSi 4 W/D, árg. ’90 (ekinn 45 km.), Ford F-150 P/U Custom EFI, árg. , (ekinn 34 þús. mílur), Chevrolet Blazer 3-10 Tahoe 4x4, árg. ’85 og aðrar bifreiðar, erverða sýndará Grensásvegi 9 þriðjudaginn 28. apríl kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARIMARLIÐSEIGNA PALLHUS HIAÐIN LUXUS Erum að fá nýja sendingu SHADOW CRUISER pallhúsa. Þau hafa nú þegar slegið rækilega í gegn fyrir hönnun og einstakan frágang. Vero frá 487 til 730 þúsund krónur. Höfum mikið úrval 7, 8 og 1 O feta húsa, með ýmsum sérpöntuðum auTcabúnaði sem við álítum lienta íslenskum aðstæðum. □ Vióarinnréttingar. □ Springdvna í hjónarúmi. □ ísskápur fyrir gas eða 12v. □ Niðurfeflanlegur toppur. □ Rafdrifin vatnsdæla. □ Siökkvitæki. □ Sjálfvirk miðstöð fyrir gas og □ 9 kg. gaskútur. 12v sem blæs inn neitu lofti. □ Klósett. □ 3ja gashellu eldavél. Sýning sunnudag við Borgartún 22 hjá Radíóvirkjanum frá klukkan 14:00 til 18:00. Upplýsingar í síma 610450. W WWQttVitQTO. Borga/tiin 22 Sún/ 67O450 W'ááafiA'Srá.'STORi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.