Morgunblaðið - 26.04.1992, Síða 11

Morgunblaðið - 26.04.1992, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 C 11 t—íTT~ talar þetta, breytist vínið í blóð fyr- ir framan hann og hann fer að trúa aftur. Fyrir norðurhvelsbúa, sem er vanur því að menn bregði sér hvorki við sár né bana, er framandlegt að sjá tilfinningagos ítala. Sama var um flutning prestsins. Hann dró hvergi úr túlkun sinni á hræðslu- kenndri gleði yfír kraftaverkinu, en var í engu yfírborðskenndur. Það leyndi sér ekki að hann upplifði kraftaverkið í sögunni. Áhorfendur, sem voru á öllum aldri, gengu þögl- ir frá kirkju, að loknum leiknum. Þegar málarar endurreisnar- tímans og lengi síðar, máluðu písl- arsöguna og aðra atburði Biblíunn- ar, klæddu þeir sögupersónur sínar í föt eins og þeir sjálfír og samtíma- menn þeirra gengu í og settu þær í umhverfí, sem var þeim kunnug- legt. Steinn Steinarr sér fyrir sér krossfestingu á Valhúsahæð, og það er skrýtin tilhugsun. En kannski er einmitt ekki skrýtið að sjá krossfestinguna fyrir sér þar, heldur það að okkur skuli finnast það skrýtið og framandlegt. Einhvern veginn hlýtur saga, sem sífellt er sýnd eins og hún sé að gerast í samtímanum að sitja öðruvísi í huganum, en saga sem maður sér alltaf fyrir sér sem sagn- fræðilegan atburð í löngu liðinni fortíð í ókunnu landi. Kraftaverkið í kirkjunni er hluti af þessari sögu, sem er alltaf að gerast, hvað sem hveijum kann kann að fínnast um hana. Páskarnir á Ítalíu koma ekki aðeins í risastórum páskaeggjum. Sigrún Davíðsdóttir ÍHÆTT/Ð AD BOGRA VID hBIEHK N ú fást vagnar með nýrri vindu par sem moppan er undin með éinu handtaki án þess að taka þurfi hana afskaftinu. Moppan fer alveg inn í horn og auðveldlega undir húsgögn. Einnig er hún tilvalin í veggjahreingerningar. Þetta þýðir auðveldari og betri þrif. Auðveldara, fljótlegra og hagkvæmara! BARNAKJOLL M/HATTI 2.450,- 528t>o pöw vörun* 0» Viúö H«t88*oUR^f‘.Vj30,- Gengi mars ’92 . '/r51faelir'inn fses^ ^ pogs,Nn.*öSS>a®!,,““um V Nýbýlavegi 18 Sími 641988 ✓ Þú svalar lestraiþörf dagsins ásíöum Moggans! Jeep Út frá þröngum götum og þungri umferö borgarinnar teygja steinsteyptir vegir anga sína um landið þvert og endilangt. Mjóir slóöar og fáfarnir. Vegir og veg- leysur. Óbyggöir íslands, í allri sinni dýrö en þó ekki á færi allra aö njóta. Tveir ólíkir heimar sem eiga fátt sameiginlegt og millivegur ekki í sjónmáli. Viö bendum á Cherokee. Jeppi og glæsi- vagn sameinast í Cherokee sem gerir þér kleift aö takast á viö tvo heima samtímis. Hvort sem þú ert á ferð á Cherokee um landið eða í hringiðu borgarinnar ertu alls staðar í sérflokki. JÖFUR NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.