Morgunblaðið - 26.04.1992, Page 17

Morgunblaðið - 26.04.1992, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 26. APRIL 1992 C 17 I BIO M íkhaíi Gorbatsjov, fyrrum forseti Sovétríkjanna, mun inn- an skamms stíga sín fyrstu skerf á Iistabraut- inni þegar hann fer með lítið hlutverk í nýjustu mynd þýska leikstjórans Wims Wenders. { einu atriði myndar- innar situr Gorbatsjov við skrifborð þegar engill kemur til hans og þeir ræða um tilgang lífsins, segir í þýska blaðinu Bild. Gorbatsjov segin „Þú getur ekki byggt upp heiminn með blóðbaði. Þegar við mennimir, stjórnmálamenn, leikar- ar, listamenn, verka- menn, karlar og konur og fulltrúar allra trúar- bragða sameinumst mun- um við geta leyst öll vandamál.“ í Bild segir að myndin sé framhald Himinsins yfir Berlín, sem sýnd var hér á kvikmyndahátíð 1989. Ekki er enn komið heiti á framhaldsmyndina og ekki er vitað hvenær hún verður frumsýnd. LEÐURBLÖKUMAÐURINN SNÝR AFTUR Framhaldsmyndin Leðurblökumaðurinn snýr aftur eða„„Batman Returns“ er nú í lokavinnslu vestur í Hollywood. Hún verður frumsýnd vestra 19. júní en Sambíóin hafa sýningarréttinn á henni hér heima og verður hún ein af sumarmyndum bíóanna. Leikstjóri er sem fyrr Tim Burton en handrit- ið gera Dan Waters og Wesley Strick (Víghöfði) og snýst það um fláræði og fólskubrögð illvættanna Mörgæsarinnar, sem Danny DeVito leikur, og Kattarkonunnar, sem leikin er af Michelle Pfeiffer, ásamt milljónamæringnum Max Schreck (Christoper Walken). Saman leggja þau undir sig Gothamborg en skikkjuklæddi skálkaban- inn er þó ekki fjarri góðu gamni og tekur til hendinni áður en lýkur. Michael Keaton er enn í hlutverki Leðurblöku- mannsins og fæst við það svarta myrkur sálarinnar sem ber hann sífellt út í nóttina í leðurblökubún- ingnum að fást við glæpa- mennina. Burton hafði lýst því yfir að hann ætlaði ekki að gera framhaldið en hann skipti um skoðun þegar hann las handritið. Honum fannst það mjög í anda sagnanna um Leðurblöku- manninn og nýju þijótamir, Mörgæsin og Kattarkonan, heilluðu hann mjög. „Eg hefði gert þessa mynd þótt hún hefði ekki verið um Leðurblökumanninn," á hann að hafa sagt. Yfirbragð fyrri myndar- innar var mjög sérstakt, myrkt og ógnvænlegt, og áttu leikmyndir Antons Fursts, sem nú er látinn, ekki lítinn þátt í því. Fram- haldið vera ku enn myrkara. Út- litshönnuður nú er Bob Welch, sem starfaði með Burton við gerð mynd- anna Edda klippikrumlu og „Beetleju- ice“, og segir hann að þeir hafi leitað eftir nýju út- liti, sem þó byggði á _ gömlu hug- myndinni hans Fursts um borg sem vitnaði um niðurníðslu, spillingu og siðferðislega hnignun. Heilagar framhaldsmyndir. Alls hafa nú um 14.000 manns séð spennu- myndina Dauður aftur í Háskólabíói að sögn Frið- berts Pálssonar bíóstjóra. Þá sáu um 2.000 manns Litla snillinginn fyrstu sýn- ingarhelgina, 4.200 hafa séð Háa hæla, 6.800 Frankie og Johnny, 3.200 Hörkuna sex, 5.200 Billa og Tedda og 7.500 Tvöfalt líf Veróniku. Næstu myndir Háskóla- bíós verða spennumyndin „Split Seconds" með Rutger Hauer, Kurosawamyndin „Rhapsody in August" með Richard Gere, „Ju Dou“ eftir kínverska leikstjórann Zhang Yimou, „The Field“ eftir Jim Sheridan, Bó- hemalíf eftir Aki Kauri- smaki, spennumyndin „The Butcher’s Wife“, spennu- myndin „Afraid of the Dark“ eftir Mark Peploe, handritshöfund Bernardo Bertoluccis, og loks Lukku- Láki með Terence Hill í titil- hlutverkinu. Ein af sumarmyndum Háskólabíós verður þriðja myndin um Frank Drebin lögreglumann með Leslie Nielsen en hún heitir Beint á ská 33 V3. Sagði Friðbert að hún yrði frumsýnd sam- tímis í Reykjavík, London og New York enda hefðu viðbrögð við mynd númer tvö í flokknum verið frábær hér á landi sl. sumar. Þá yrði „Patriot Game“, spenn- umynd eftir sögu Toms Clancys og óbeint framhald Leitarinnar að Rauðum október, ein af sumarmynd- um bíósins. Með aðalhlut- verk fer Harrison Ford en leikstjóri er John McTiern- an sem fyrr. Einnig má nefna spennumyndina „Knight Games“ með Chri- stopher Lampert og gaman- myndina „Wayne’s World“, sem verið hefur mjög vinsæl í Bandaríkjunum upp á síð- kastið, líka „Robocop 3“ og nýjustu mynd Woody Al- lens, Skugga og þoku. KVIKMY N DI Hver er Júlíus Kempf Veggfóðrarinn Á þjóðhátíðardaginn nk. verður frumsýnd ný ís- lensk bíómynd eftir yngsta kvikmyndaleiksljóra landsins, Júlíus Kemp. Hún heitir Veggfóður - eró- tísk ástarsaga og er ódýrasta íslenska bíómyndin sem gerð hefur verið, kostar þriðjung af verði venjulegra mynda sem hér eru gerðar. Júlíus er 23 ára gamall og segir að hver sem er geti gert mynd fyrir um 20 milljónir, a.m.k. einu sinni. Eftir Arnald Indriðason Nýju svertingjamyndirn- ar frá Hollywood, „Boyz N the Hood“ og „New Jack City“ eru í miklu uppá- haldi hjá honum og sérstak- 'eSa leik- stjóri fyrr- nefndu myndar- innar, John Singleton, („Spike Lee er peð við hliðina á honum“). Þeir eru jafnaldrar. Annar sem Júlíus hefur í hávegum er gamanleikarinn Harold Lloyd. Kyndug blanda. Júl- íus var í Verslunarskóla ís- lands, er hæglátur mjög með svart hár niður á bak, er alltaf í svörtum leðurjakka og á sífelldum þönum; hann er nýkominn frá Króatíu þar sem hann tók heimildar- mynd um stríðsástandið. Hann ásamt Eyþóri Amalds átti besta tónlistarmynd- bandið í fyrra að mati dóm- nefndar á vegum ríkissjón- varpsins. Og nú er það lok- afrágangurinn á bíómynd- inni. „Við erum bara krakk- ar í bíómyndaleik,“ sagði hann í fyrra. Hann er af nýrri kynslóð íslenskra kvik- myndagerðarmanna og það er einhver frumheijabragur Barflugur; Ari Matthíasson og Ingibjörg Stefánsdóttir við barinn á skemmtistaðnum Rjómanum. gengur gæti hún rutt braut- ina fyrir aðra. „Ég held að hver sem er geti gert þetta. yfir honum. Hann og fólk eins og t.d. Óskar Jónasson og Ásdís Thoroddsen em upphafið á einhveiju nýju í íslenskum bíómyndum. Hvað það er nákvæmlega á eftir að koma í ljós. Vegg- fóðrið er gamansöm ástar- saga úr Reykjavík, tekin að mestu á götu úti og í heima- húsum á sex vikna tímabili sl. sumar fyrir brot af venju- legum kostnaði. Ef vel Það þarf mikið af fólki og góðvild annarra í kvik- myndagerðinni,“ segir Júl- íus. „Við höldum kostnaðin- um niðri með því að taka aðeins í Iteykjavík, menn hafa með sér nesti en er ekki séð fyrir mat, öll umsvif eru í algjöru lágmarki, leikarar eru í sínum eigin fötum — búningastelpan fer heim til leikaranna og finnur réttu fötin á þá — það er engin leikmynd, allt tökuliðið, 12 manns, er jaftistórt og leikmunadeild í öðr- um myndum, hluti launanna er geymd- ur þar til sýningar heljast, það eru eng- ar þyrlur og ekkert bruðl og síðast en ekki síst notuðum við nýja 500 asa filmu frá Kodak og spöruð- um stóran pening í lýsingarkostnaði." Myndin er kostuð af kvikmyndagerð- armönnunum sjálfum en hlaut tveggja milljóna króna styrk úr Kvikmyndasjóði í vetur. Skuldabréf, veðsetn- ingar, bankalán; það er allt lagt undir og ekki í fyrsta skipti. Júlíus er menntaður í kvikmyndagerð í Bretlandi og þar vann hann handritið að mýndinni uppúr 24 síðna uppkasti vinar síns, Jóhanns Sigmarssonar. Það var til- búið um jólin 1990 en í maí 1991 fannst honum hann verða að gera mynd uppúr því strax hvað sem það kost- aði. „Allt í henni er bundið við núið, því varð að gera hana núna eða aldrei," segir hann. „Við byijuðum á að fá fólk til að vinna með okk- ur, vini og kunningja, en við fórum fyrst í gang fyrir al- vöru eftir að Friðrik Þór las handritið. Þá opnuðust margar dyr. Við réðum við- skiptafræðing úr háskólan- um — auglýstum þar á töflu — til að fmna styrktaraðila og sjá um skuldabréfin, veð- setningar og lán og byrjuð- um tökur í júlí. Síðan hefur þetta gengið mjög vel.“ Hann segir myndina svo- lítið íslenskt afbrigði af eld- heitri ástarsögu, íslenskt af því hún tekur ástarsöguna aldrei mjög alvarlega. Hún er stútfull af tónlist, „smá nekt og smá ofbeldi", Reykjavík samtímans, grini og glensi og ást og ungu fólki. Hún er fyrir ungt fólk, um ungt fólk, gerð af ungu fólki á andartaki, sem þoldi enga bið. Súperstjaman Arnold Schwarzenegger held- ur áfiram á léikstjóra- irautinni eftir að hann stýrði Dyan Cannon og Kris Kristofferson í sjónvarpsmyndinni „Christmas in Connecticut". Næsta mynd sem hann leikstýr- ir ef allt fer eftir áætlun Qallar um þrælinn Anth- ony Burns og er hand- ritið eftir leikritaskáldið og Pulitzerverðlaunahaf- ann Charles Fuller. Framleiðandi verður Ivan Reitman, sem kennt hefur Schwarzen- egger eitt og annað um leikstjóm en hann leik- stýrði honum í „Twins“. Jodie Foster, sem hreppti sinn annan Ósk- ar um daginn fyrir best- an ieik, hefur ekki alltaf haft mikið álit á Óskars- verðlaununum og lét hafa eftir sér í fyrra þeg- ar Martin Scorsese hlaut ékki Óskarinn fyrir Góða gæja: „Þegar maður hefur í huga þess- ar tíu gömlu konur sem merktu við Ðansa við úlfa frekar en Góða gæja — æ, ég veit ekki. Óskar- inn er eins og bingó.“. ■Jack Nicholson er einn af hæstlaunuðustu leikurunum í Hollywood og fékk nýlega 300 millj- ónir fyrir tíu daga vinnu við réttardramað „A Few Good Men“. Hann tekur ekki mikið mark á gagnrýni á leikara fyrir að heimta alltof mikil laun. „Fólk segir að framleiðendur í Holly wood tapi peningum af því að leikarar þiggja of há laun. Það er della. Fólk eins og ég skapar peninga. Að frátöldum þremur myndum hafa allar myndir sem ég hef leikið í grætt vel. Grætt mikið.“ M„Þú átt allt þitt mér að þakka," segir Don Jolinson í hvert sinn sem hann hittir Kevin Costner. Og það eru orð að sönnu. Johnson var beðinn að leika Elliot Ness í Hinum vamm- lausu en hann vildi það ekki og tilboðið fór til Costners.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.