Morgunblaðið - 26.04.1992, Side 18

Morgunblaðið - 26.04.1992, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM ^UNNUOAGUR 26. APRÍL 1992 gjat mMnnqATfl Morgunblaðið/Sver Davíð og Davíð SJÓNVARPIÐ í beinni hjá Hemma SIÐASTI þáttur vetrarins Á tali hjá Hemma Gunn var send- ur út síðastliðið miðvikudagskvöld. Að vanda var þátturinn í beinni útsendingu, en að þessu sinni var meira lagt í hann en nokkru sinni áður. Að sögn Hermanns Gunnarsson- ar stjórnanda þáttarins hefur Sjónvarpið að líkindum aldr- ei áður unnið að eins flóknum þætti, enda fóru upptökur fram á fjórum til fimm stöðum innanhúss auk myndatöku utanhúss. Við venjulega útsendingu á þætti Hemma Gunn starfa að jafnaði milli 20 og 30 manns, en að þessu sinni unnu við hann um 50 manns. Fjórtán kvikmyndavélar voru notaðar í stað sjö venjulega, fjórir sviðsstjórar voru á vakt í stað tveggja, allt starfsfólk í förðun var á vakt og þannig mætti lengi telja. Egill Eðvarðsson var stjórnandi útsendingar, eins og undanfama tv/j vetur. „Við vildum hafa síðasta þátt vetrarins öðru vísi en hina og þá kom upp hugmyndin að það mætti búa til ruglingslegan þátt, sem héldi áhorfendum þokkalega vakandi. Vandinn við skemmtiþætti er oft sá að áhorfandinn veit nokkum veginn á hverju hann á von, því þætt- irnir em komnir í hefðbundnar skorð- ur. Þá kom fram hugmyndum um að hafa Dengsa annars vegar og Hemma hins vegar. Einnig var tilgangurinn að storka sjálfum sér ef svo mætti segja. Láta á það reyna hvort maður getur færst meira í fang en gert hefur verið í hefðbundnum þáttum. Þetta var nokkurs konar ögrun.“ 'B0MM Umbobib á isfandl •N&CO Box 758 ❖ © Sfmí 679830 & Myndrití 679833 ÍSmw #;::Sííí®MSí Lítil gólfþvottavél fyrir stór gólf! Mikið úrval af gólfþvottavélum, bónvélum ræstivögnum, gólfbónum, nreinsiefnum o.fl. Hreinlætisróðgjafar RV aðstoða þig við að finna réttu lausnina. Líttu við og prófaðu! Þekking - Úrval - Þjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2 - 110 R.vik. - Simi; 91- 685554 LOFTA PLÖTUR OG LÍM Nýkomin sending EINKAUMBOÐ £8 Þ.Þ0RGRÍWSS0N & C0 Ármúla 29 - Reykjavík - simi 38640 UÓSMYNDUN Hrukkur eru dásamlegar - á öðrum Einn frægasti ljósmyndari heims, Gisela Freund, á nú 50 ára starfs- afmæli og hafa undanfarið birst mörg viðtöl við hana í þýskum og frönskum blöðum. Freund, sem er fræg fyrir andlitsmyndir af listmálurum og rithöfundum, er af þýsku bergi brotin en með franskan ríkisborgarrétt og hef- ur lengst af búið í París. Freund segist vera evrópsk, þjóð- erni skipti hana ekki máli, en hún er fædd í Berlín árið 1908 og voru foreldrar hennar efnaðir Gyð- ingar. Faðir hennar gaf henni myndavél „Voigtlánder 6x6“ þegar hún var bam að aldri og tók hún myndir af ná- grönnum sínum, bakaranum og slátraranum, sem henti henni út því honum þótti myndir hennar of raunsæjar. Freund yfirgaf Berlín á stríðsár- unum og fór að vinna fyrir sér í París með ljósmyndun. „í þá daga voru ljósmyndarar vöðvamiklir menn því talsverða krafta þurfti til að bera níðþungar vélarnir,“ segir Freund. „Flestir voru ómenntaðir og eru reyndar enn í dag, en ég hef alltaf sagt, krakkar, þið verðjð að kunna tungumál, verðið að kunna að hegða ykkur.“ Sjálf er Freund með doktors- gráðu í ljósmyndun en vill ekki láta titla sig doktor í Frakklandi, „því þá romsa Frakkar út úr sér öllum Mitterand með sitt „opinbera“ andlit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.