Morgunblaðið - 26.04.1992, Síða 20
20 C
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) *■*.
Eitthvað óverulegt kann að
fara í taugarnar á þér í dag,
en að öðru leyti verður dagur-
inn jákvæður og þú færð góðar
hugmyndir til að moða úr.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú þarft að greiða aukakostnað
ef þú ert á ferðalagi núna, en
þú skemmtir þér stórkostlega.
Áhugi þinn beinist að andlegu
málefni og þú setur þér háleit
markmið að keppa að.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 5»
Þú ert í vafa um hvað vakir
fyrir vini þínum núna. Ný fjár-
festingartækifæri vekja áhuga
þinn. Þú lýkur einhveiju verk-
efni farsællega.
Krabbi
(21. júní - 22. júlt) >*$6
Varaðu þig á viðskiptatilboði
sem þér berst. Það er ekki allt
gull sem glóir. Það skapast
traustur skilningur milli þin og
náins ættingja eða vinar. Þú
ferð út með maka þínum í
kvöld.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú færð snjallar hugmyndir
sem koma þér vel í starfinu.
Þér finnst einn ættingja þinna
einum of íhlutunarsamur.
Sinntu ýmsum verkefnum
heima hjá þér.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) <$■ *
Þér bjóðast spennandi tækifæri
í félagsstarfi núna. Gjöf sem
þér berst kann að hafa ein-
hvetja bakreikninga í för með
sér. Mottó kvöldsins er sam-
staða og eindrægni.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þú vinnur að því að prýða heim-
ili þitt og endurbæta. Sinntu
ýmsu smálegu heima fyrir.
Stirðleikar kunna að gera vart
við sig milli þín og tengdafólks.
Sþoródreki
(23. okt. -21. nóvember)
Þú kannt að fara í snögga ferð
í dag. Innsæi þitt auðveldar þér
að ná ákveðnu marki. Dags-
verkið er fijótt hjá þeim sem
eru skapandi í hugsun.
Bogmaður
(22. nóv. — 21. desember) )
Þú færð nýjar hugmyndir um
það hvemig þú getir aukið tekj-
ur þínar. Þú rekst á eitthvað
skemmtilegt ef þú ferð út að
versla.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú hefur hlutina eftir eigin
höfði núna og sinnir mannúðar-
starfi í dag. Þú þarft að beita
mikilli lagni í samstarfi þínu
við annað fólk.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Þig langar að fá svolítinn tíma
til eigin ráðstöfunar núna. Þú
ert of eirðarlaus til að fást við
hversdagsleg verkefni í dag. í
kvöld tekur þú þátt í einhvers
konar hópstarfi.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú eignast nýja vini núna.
Óvænt heimboð kemur inn á
borð til þín. Farðu fremur í
heimsókn til annarra í dag en
bjóða heim til þín.
Stjörnusþána á að lesa sem
dægradvól. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staóreynda.
MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUþ.NUPAGUR 26. APRÍL 1992
TOMMI OG JENNI
rCDHIM AMH
::::::: r’CKLMIM/VIMU
SMÁFÓLK
S0METIME5 I
ABOUT YOl>, BI6
RRDTHFC
2-Z9
8
©
Stundum hef ég- áhyggjur af þér, Nei> ekki oft... Eins og kannski Það var það ... sjaldan!
stóri bróðir... Oft? ' bara stundum. sjaldan?
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Á meðan Helgi Jóhannsson
var að sortera fallegu rauðu
spilin sín opnaði félagi hans,
Guðmundur Sv. Hermannsson, á
hindrun í laufi. Ekki beint
draumabyijunin:
Vestur gefur; NS á hættu.
Norður
♦ KG87632
¥10
♦ K10
♦ 1086
Vestur
♦ D105
¥7
♦ 87
♦ ÁKG9743
Austur
♦ 4
¥ ÁKD852
♦ ÁD632
*D
Suður
♦ Á9
¥ G9643
♦ G954
♦ 52
.Þetta var í lokaða salnum í
viðureign S. Ármanns Magnús-
sonar og VÍB. í NS voru Þorlák-
ur Jónsson og greinarhöfundur:
Vestur Norður
G.S.H. Þ.J.
3 lauf Pass
3 spaðar Dobl
5 lauf Pass
Pass Pass
Pass Dobl///
Austur Suður
HJ. G.P.A.
3 hjörtu Pass
4 tíglar Pass
5 hjörtu Dobl
6 lauf Pass
Græðgisdoblið á 5 hjörtum
fær ekki háa einkunn, en refs-
ingin var óvenju grimm í þetta
sinn. Þórlákur kom út með ein-
spilið í hjarta, sem Guðmundur
drap á ás, tók laufdrottningu og
trompaði hjarta með ásnum. Tók
síðan trompin og svínaði tígul-
drottningu í lokastöðunni! Á
hinu borðinu voru einnig spiluð
6 lauf, en þar höfðu NS lítt
haft sig í frammi, svo sagnhafi
sá ekki þessa slæmu legu fyrir
og fór einn niður.
Á öðrum borðum létu AV sér
lynda að spila geimið í hjarta
og fara einn niður. Tveir sagn-
hafar völdu þó grandið. Einn fór
3 niður í 3 gröndum, en Bragi
Hauksson í sveit Tryggingamið-
stöðvarinnar lenti í sex gi-öndum
og fór létt með. Norður sá ekki
ástæðu til að spila frá spaða-
kónginum upp í hugsanlegan
gaffal, svo Bragi komst að strax
í byijun og tók sína upplögðu
slagi.
Umsjón Margeir
Pétursson
í deildakeppni Skáksambands
íslands í vetur kom þetta endatafl
upp í viðureign þeirra Halldórs
Grétars Einarssonar (2.300),
Skáksambandi Vestfjarða; sem
hafði hvítt og átti leik, og Ágústs
Sindra Karlssonar (2.275),
Skákfélagi Hafnarfjarðar. Svartur
var að enda við að leika gjörunnu
endatafli niður í jafntefli með 1.
- Ka4-a3?? Auk þess var Halldór
að falla á tíma.
2. h7! og Ágúst varð að fallast
á jafntefli, því eftir 2. - Bxh7 er
hvítur patt. Þetta olli því að Vest-
firðingar sigruðu Hafnfirðinga
með minnsta mun, 4'/2-3‘/2. Þrátt
fyrir þessa hrikalegu handvömm
vakti góður árangurs Ágústs í
deildakeppninni athygli. Hann
vann tvær skákir og gerði fimm
jafntefli á fyrsta borði en tapaði
engri skák í keppninni, þrátt fyrir
öfluga andstæðinga.