Morgunblaðið - 26.04.1992, Qupperneq 28
28 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992
V estur-Skaftafellssýsla;
Samciginlegar æfingar þriggja kirkjukóra
Hnausum í Meðallandi.
, í Ásaprestakalli í Vestur-
Skaftafellssýslu eru Þykkvabæj-
arklausturs-, Grafar- og Lang-
holtssóknir. Vegna fámennis
hafa kirkjukórarnir stutt hvern
annan þegar með hefur þurft.
Nú í vetur hafa þessir kirkjukór-
ar haft sameiginlegar æfingar á
föstudögum í Tunguseli og mest
fyrir tilstuðlan sóknarprestsins sr.
Hjartar Hjartarsonar í Ásum. Hefur
hann stjórnað þessum kóræfingum
ásamt kirkjuorganista prestakalls-
ins, Guðna Runólfssyni. Þarna er
um að ræða starfsemi sem full þörf
var á og mikið menningaratriði á
viðkvæmum stundum að kirkjukór-
inn skili sínu hlutverki.
Sr. Hjörtur hefur mikið af ævinni
sungið í kórum og seinast lengi
með Fóstbræðrum og er ómetanlegt
að njóta aðstoðar hans við kóræf-
ingar.
- Vilhjálmur.
TAKMARKANIR A UMFERÐ I
KV OSINNI
VEGNA GATNAFRAMKVÆMDA
í sumar verða suðurhluti Aöalstrætis, vesturhluti
Kirkjustrætis, Thorvaldsenstræti og Vallarstræti
endurgerðar, þannig áb göturnar veröa steinlagöar og
settar í þær snjóbræöslulagnir. Óhjókvæmilegt veröur áb
loka götunum meöan ó fræmkvæmd stendur.
Eftirfarandi er óætlun um verktíma einstakra ófanga:
Aðalstræti frá Bröttugötu að Túngötu: 27. apríl - 25. júlí
0 Kirkjustræti frá Aöalstræti austur fyrir Thorvaldsenstræti: 25. mai - 25. agúst
0 Thorvaldsenstræti og Vallarstræti 18. júní ■ 20. sept
Umferð um miðbæinn mun óhjákvæmiiega raskast nokkuð vegna þessara framkvæmda
og vegfarendum er bent á að tvístefna verður leyfó um Bröttugötu, Mjóstræti og
Grjótagötu á meðan Aðalstræti er lokað fyrir umferð.
Frá 1. júní verður hægt að aka inn í Vallarstræti frá Pósthússtræti og verður leyfóur
tvístefnuakstur þar. Reynt verður að halda aðkomu að Thorvaldsenstræti og Vallarstræti
opinni eftir því sem aðstæður leyfa, og verður leyfð tvístefna í Kirkjustræti austan
Thorvaldsenstrætis ef nauðsyn ber til.
Gert er ráð fyrir því að gangandi vegfarendur komist í verslanir og fyrirtæki meðan á
framkvæmdum stendur.
Guðrún Margrét Tryggvadóttir.
Ljóðabók eft-
ir Guðrúnu M.
Tryggvadóttur
ÚT er komin Ijóðabókin „Ég
gekk í skógi“ eftir Guðrúnu Mar-
gréti Tryggvadóttur. Útgefandi
er höfundur en bókin er prentuð
í Prentverki Austurlands hf. í
bókinni, sem er fyrsta bók Guð-
rúnar Margrétar, eru 25 Ijóð, ort
á síðustu tveimur árum. I kynn-
ingu á ljóðunum segir að þau séu
ort á síðustu tveimur árum og
beri vott um hreina ást á náttúru
landsins og vættum þess.
Guðrún Margrét Tryggvadóttir
hefur fengist við ljóðagerð frá unga
aldri, en fæst þeirra ljóða hafa kom-
ið fyrir almenningssjónir. Hún tók
þátt í ljóðasamkeppni í Háskóla Is-
lands árið 1991 og hlaut þar verð-
laun fyrir ljóð sitt „Skip sem mæt-
ast í myrkri", sem ásamt öðrum
verðlaunaljóðum birtist í bókinni
„Þessi ást, þessi ást.“
Guðrún Margrét Tryggvadóttir
er fædd í Hafnarfirði 6. júlí 1946
en hefur búið á EgilsstöðUm frá
1970. Hún lauk stúdentsprófi frá
MR árið 1966 og prófi í meina-
tækni frá Tækniskóla íslands 1969.
Árið 1991 lauk hún viðbótarnámi
til BSc gráðu í meinatækni og einn-
ig kennsluréttindaprófi frá HÍ.
-----» -♦.4---
Borgarráð:
Mótmæli íbúa
Bústaðahverf-
is ítrekuð
NÍTJÁN íbúar Bústaðahverfis
hafa ítrekað við borgarráð fyrri
mótmæli vegna fyrirhugaðra
byggingaframkvæmda norðan
við Hæðargarð á svæði sunnan
við Breiðagerðisskóla. Óskað er
eftir að farið verði að vilja meiri-
hluta íbúanna og svæðið skip-
ulagt sem útivistar- og leiksvæði.
Bent er á um 1.200 undirskriftir
íbúa Smáíbúða- og Bústaðahverfis,
sem afhentar voru borgarstjóra í lok
september 1991. Auk þess var
hverjum og einum borgarfulltrúa
sent afrit af bréfi borgarstjóra.
Jafnframt er minnt á undirskriftir
íbúa í nánasta umhverfi við svæðið
samkvæmt grenndarkynningu í
desember 1991 og undirskriftir
þeirra, sem mættu á kynninguna á
væntanlegum framkvæmdum og
lýstu yfir andstöðu sinni við þær í
gestabók, sem lá þar frammi.
„Þá viljum við leiðrétta þann
misskilning sem komið hefur fram
hjá formanni skipulagsnefndar þess
efnis að undirskriftir þær sem söfn-
uðust í september 1991 hafi ein-
vörðungu beinst að raðhúsabyggð
á umræddu svæði. í umræddu mót-
mælaskjali kom skýrt fram að verið
væri að mótmæla „fyrirhuguðum
byggingaframkvæmdum á svæð-
inu.“