Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992' B 3 Verslun Prentsmiðjan Oddi kaupir bókaverslanir Eymundssonar Eram að skapa okkur svigrúm til að geta rekið bókaútgáfuna af enn meira afli en fyrr, segir Jón Karlsson, forstjóri Iðunnar BÓKAÚTGÁFAN Iðunn hefur selt allar bókaverslanir Eymundsson- ar til Prentsmiðjunnar Odda. Um er að ræða 7 verslanir í Reykja- vík og á Seltjarnarnesi ásamt heildverslun. Fimm þessara verslana keypti Iðunn af Odda árið 1990 sem skömmu áður hafði keypt þær af Álmenna bókafélaginu. Frá þeim tíma hafa verslanirnar verið endurbættar og tæknivæddar jafnframt því sem vöruúrval hefur verið aukið verulega. Ný verslun var sett upp á sl. ári í Borgar- kringlunni og verslunin við Eiðistorg hefur verið stækkuð. Að sögn Þorgeirs Baldurssonar forstjóra Odda hyggst fyrirtækið áfram reka öfluga bókaverslun. Að svo stöddu sé ekki fyrirhugað að breyta rekstri bókaverslananna þar sem nú þegar sé búið að breyta rekstr- inum mikið, efla hann og tæknivæða. Ekki sé heldur ætlunin að fækka verslununum. „Fyrir um einu og hálfu ári keypti Iðunn bókaverslanir Ey- mundsonar af Prentsmiðjunni Odda sem áður hafði keypt þær af Al- menna bókafélaginu," sagði Jón Karlsson, forstjóri Iðunar í viðtali við Morgunblaðið. „Þetta voru verslanir í Austurstræti, Mjódd, Eiðistorgi, Kringlunni og flughöfn- inni á Keflavíkurflugvelli. Þær höfðu átt við mikla rekstursörðug- leika að etja og voru reknar með miklu tapi. Það er mikið átak að snúa svona gríðarlegum taprekstri við sem er jafn illa kominn en með þeim aðgerðum sem við gripum til tókst okkur það. Við vorum að koma upp keðju sem þarf ákveðna stærð til að verða hagkvæm. Það er m.a. skýringin á því að rekstramiðurstaðan breytist svona mikið. Kostnaðurinn við þetta hefur hins vegar reynst margfalt meiri en við ætluðum okkur. Iðunn er traust félag sem hefur alltaf skilað hagnaði. Um 100 milljónir voru settar í birgðir og breytingar umfram það sem ætluð- um okkur en þess þurfti með til að rekstur verslanna gæti skilað hagnaði. Þegar komið er í stöðú sem þessa er engra kosta völ, það verður að ljúka þeim aðgerðum sem þarf til svo reksturinn gangi upp. Við vorum einfaldlega að kaupa fyrirtæki í taprekstri, löguðum reksturinn en ákváðum að selja. Samhliða verslunarrekstrinum höfum við rekið umfangsmikla bókaútgáfu og bókaklúbb. Iðunn hefur verið rekin þannig frá upp- hafi að við stöndum í skilum og erum ekki með skuldaslóðann á eftir okkur. Ástæðan fyrir því að ég býð Odda að kaupa Eymundson er sú að fjármögnun breytinganna hefur verið of mikil blóðtaka fyrir okkur. Ég vil geta staðið í skilum án framlenginga og án þess að þurfa að taka stöðug lán þó svo að við gætum komist yfir það. Ég sagði strax í upphafi þegar ég keypti Eymundsson að ég treysti mér til að laga reksturinn en ef ég sæi að ég gæti það ekki öðru- vísi en að það bitnaði á rekstri Iðunnar þá myndi ég selja. Mér er gríðarlega mikið í mun að varð- veita það orðspor sem fer af Ið- unni. Við erum að auka útgáfuna mikið og erum með öflugri útgáfu á þessu ári en nokkru sinni fyrr.“ Oddi er mjög öflugt og vel rekið fyrirtæki „Prentsmiðjan Oddi er mjög öflugt og vel rekið fyrirtæki og það má segja að Oddi geri alla hluti mjög vel,“ segir Jón ennfremur. „Bókaútgáfan í landinu þarf á því að halda að smásalan sé í góðum höndum og að það sé vandað til rekstursins. Auðvitað er mér annt um Eymundson sem er eitt elsta starfandi fyrirtæki í landinu og ég veit að þeir munu reka það mjög vel og efla enn frekar. Þess er ennfremur sjálfsagt að geta að á sínum tíma gerði Al- menna bókafélagið Eymundson að — Hver er staða Iðunnar eftir þessa sölu? „Staða Iðunnar verður sterk eft- ir þessa sölu eins og verið hefur. Staða bókaútgáfu verður hins veg- ar ekki sterk vegna góðrar eigin- fjárstöðu einnar heldur veltur staða hennar á þeim verkum sem eru í langtímavinnslu. Oft er um mjög stórar upphæðir að ræða en ein bók getur kostað milljónatugi í vinnslu. Við erum með meiri útgáfu núna á öðrum tíma árs en jólum heldur en nokkru sinni auk þess sem bóka- klúbburinn hefur verið efldur mjög mikið. Með sölunni erum við að skapa okkur svigrúm til að geta rekið bókaútgáfuna af enn meira afli en fyrr,“ sagði Jón Karlsson. KB BÆKUR — Jón Karlsson í Iðunni segir söluna á verslun- um Eymundsson skapa Iðunni svigrúm til að reka öflugri bóka- útgáfu góðum bókabúðum." Jón bendir á að verslanir Ey- mundssonar séu nú mjög tækni- væddar. Allar vörur séu strika- merktar og allar hreyfingar í versl- unum komi fram á aðalskrifstofu þannig að birgðastýring sé mjög nákvæm. „Við höfum reynt að skila góðum rekstri og hámarka arðsem- ina. Mínir ráðgjafar ráðlögðu mér að halda verslunarrekstrinum áfram. Mér er hins vegar einfald- lega meira í mun að geta staðið í skilum með þeim hætti sem Iðunn hefur alltaf gert þó svo það tíðkist í samfélaginu að vera sífellt að framlengja skuldir og það talið eðlilegt rekstrarform. Ég kaus frekar að selja. En það er allt ann- að að selja fyrirtæki sem er rekið með hagnaði en fyrirtæki sem er rekstrarlega á hnjánum. Söluauk- ingin á sl. ári var 42% miðað við árið áður og það sem af er árinu hefur salan aukist um tæp 19% miðað við sama tíma í fyrra þrátt fyrir fullyrðingar um samdrátt í smásölu." Hagsmunaárekstur milli útgáfu og verslunar Iðunn hóf verslunarrekstur fyrir fjórum árum síðan með kaupum á Bókabúð Braga við Hlemmtorg. „Fyrir bókaútgefenda er erfitt að vera margskiptur. Útgáfa er mjög sérhæft fag og ég hef lært af þessu að útgefandi verður að einbeita sér að bókaútgáfunni,“ segir Jón. „Út- gáfa okkar er umfangsmeiri á þessu ári en nokkru sinni og við erum með mikið af stórum undir- stöðuverkum í framleiðslu- og ég vil ekki láta þau líða fyrir það að við þurfum að fjármagna verslan- irnar.“ — Telur þú að það fari ekki sam- an • að reka verslanir og bókaút- gáfu? „Að sumu leyti gæti það farið saman því þannig ætti að vera hægt að tryggja það að bækurnar fái gott rými í verslunum. En í raun virkar þetta ekki þannig. Það er ekki hægt að reka bókabúð nema að láta þær bækur njóta sín sem eftirspurn er eftir og láta útgefend- ur njóta sannælis og jafnréttis. Þarna myndast ákveðinn hags- munaárekstur og að sumu leyti var ég sem bókaútgefandi í erfiðum sporum.“ SóEasett HornsóSar Stakir sóSar Hægindastólar Eldhúsborð Eldhússtólar Eldhúshorn BorðstoSuborð BorðstoSustólar Veggskápar Glerskápar Skenklr Bókahillur SóSaborð Hliðarborð Hornborð Smáborð KaSSiborð Innskotsborð Hjólaborð Lampaborð Simaborð Sterióskápar Sjónv.skápar Blaðagrindur Fatastandar Speglar Buxnapressur Hjónarúm Einstakl.rúm Fjaðradýnur Springdýnur Svampdýnur YSirdýnur Kojur Barnarúm SveSnsóSar SveSnbekkir HöSðagaSlar Náttborð Rúmteppi Púðar ' Fataskápar Kommóður . RúmSataborð Hrúgöld Barnahúsgögn Unglingahúsg. Rörahillur SkriSborð SkriSborðstólar Basthúsgogn Furuhúsgögn í miklu úrvaU STLEGT úrval til afgreiðslu strax FYRIRTÆKI STOFNANIR FÉLAGASAMTÖK Við bjóðum þér á hagstæðu verði og til afgreiðslu strax falleg húsgögn og notadrjúg fyrir skrifstofuna, anddyrið, biðstofuna, kaffistofuna, setustofuna, fundarherbergið og sumarhús starfsfólksins. Eigum við ekki að hittast í dag. HÚ8gagnahöllin BILDSHOFÐA 20 -112 REYKJAVIK - SIMI 91-681199 IÐNLANASJOÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA 13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.