Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 5
B 5 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 Morgunblaðið/Emilía BRAUÐGERÐIN —- Brauðgerð Mjólkursamsölunnar flutti í lok sl. árs í nýtt húsnæði á Lynghálsi. Alls mun húsnæðið ásamt tækjabúnaði innanhúss hafa kostað um 300 milljónir króna en sam- keppnisaðilar fyrirtækisins segja offjárfestingu innan brauðgerðar í landinu nú þegar umtalsverða. um samvinnufélög sögðu að ef til standi að slíta samvinnufélagi þá ætti fyrst að borga allar skuldir en það sem eftir væri ætti að varð- veita í sjóði í vörslu viðkomandi sveitafélags. Þessi regla var sett á vegna þess að þegar samvinnufé- lagshreyfingin fór að skjóta rótum nutu samvinnufélögin ýmissa for- réttinda fram yfir önnur rekstrar- form, t.d. í formi skattfrelsis. Menn töldu eðlilegt að félagsmennirnir fengju ekki að stinga í eigin vasa ágóðanum af rekstrinum. Því sögðu lögin að geyma bæri sjóðinn þangað til nýtt samvinnufélag væri stofnað innan sveitafélagsins og þá rynni sjóðurinn í hið nýja félag. Fyriver- andi félagsmenn fengu því ekki greiddan út „sinn“ hlut eftir slit félagsins. Hin nýju lög um samvinnufélög, nr. 22/1991, sem gildi tóku um síð- ustu áramót, kveða hins vegar á um að þegar samvinnufélagi sé slit- ið eigi að greiða upp skuldir en afgangurinn renni til skráðra félaga á þeim tímapunkti þegar samvinnu- félaginu er slitið. Því má túlka lög- in þannig að ef að Mjólkursamsöl- unni yrði slitið núna rynni eigið fé MS, um 2,4 milljarðar, til þeirra 4 aðildarfélaga sem að henni standa. Eigendur aðildarfélaganna eru aft- ur á móti u.þ.b. 1.000 bændur sem eru á söluvæði MS. Yrði aðildarfé- lögunum einnig slitið þá yrði niður- staðan sú að hinir 2,4 milljarðar færu til kúabænda á Suður- og Vesturlandi. Nú er unnið að nýjum samþykkt- um hjá Mjólkursamsölunni þar sem m.a. á að kveða skýrar á um aðild að samsölunni, staða bænda gagn- vart MS yrði því skýrari í samþykkt- um félagsins en hún hefur verið. Nefndir og skýrslur en engar breytingar Nefndir á vegum Landbúnaðar- ráðuneytisins hafa verið starfandi undanfarin ár og reglulega eru efn- ismiklar skýrslur lagðar fyrir ráð- herra um skipulag mjólkuriðnaðar- ins. Nú eru starfandi 15 mjólkurbú á landinu. „Landbúnaðarráðuneytið hefur staðið sig ömurlega. Þegar Steingrímur J. Sigfússon fékk rauðu skýrsluna í hendurnar setti hann nýja nefnd á laggirnar til að meta hana. Niðurstaða þeirrar nefndar var gula skýrslan. Halldór Blöndal gerði það hins vegar að verkefni sjömannanefndar að skoða bæði rauðu og gulu skýrsluna og leggja fyrir enn eina skýrsluna," sagði einn viðmælandi Morgun- blaðsins. Niðurstöður þessara nefnda eru yfirleitt þær sömu. Fyrst og fremst er lagt til að leggja þurfí niður rekstrareiningar innan iðnaðarins þar sem vinnslugetan sé langt um- fram þá eftirspurn sem er hérlendis og mun verða í fyrirsjáanlegri fram- tíð. Þá mun innflutningur á mjólk- urafurðum likíega einnig leiða til samdráttar í mjólkurframleiðslunni. „Það má alltaf deila um hversu vel fyrirtæki eru rekin. Hins vegar er ljóst að miðað við aðstæður hef- ur Mjólkursamsalan staðið sig mjög vel,“ sagði einn viðmælandi sem starfar innan mjólkuriðnaðarins. „Framkvæmdir hafa verið vel ígrundaðar áður en út í þær hefur verið farið, t.a.m. hafa fjárhags- áætlanir staðist nokkuð vel. Til að meta þetta er hægt að taka önnur fyrirtæki í sömu grein til saman- burðar. T.d. hefur KEA alls ekki staðið jafn vel að sinni uppbyggingu og MS. Það hefur heldur ekki kom- ið af sjálfur sér að brauð- og ísgerð hafí staðið sig jafn vel og raun ber vitni. Ef við einhvern á að sakast þá er mun auðveldara að gagnrýna Landbúnaðarráðuneytið en samsöl- una. Menn í ráðuneytinu hafa ein- angrast og sterkir hagsmunahópar, Fyrirtæki Hagnaður af rekstri KÞ 1,6 milljónirkr. Húsavík. KAUPFÉLAG Þingeyinga hélt 110. aðalfund sinn fyrir skömmu og kom þar fram að heildarvelta alls rekstrar félagsins á síðastliðnu ári var um 1.740 millj. króna og rekstrarhagnaður um 1,6 milljónir. Rekst- ur félagsins var með svipuðum hætti og undanfarið, þó með nokkrum breytingum. Mjólkursamlagið keypti Efnagerðina Sanitas frá Reykja- vík og hóf starfsemi hennar á Húsavík. Aukið var samstarf við MBH- Baulu hf. í Hafnarfirði. líkt og t.d. Félag kúabænda hafa haft mikil völd.“ Rökin sem mæltu með einkaleyfi Mjólkursamsölunnar fyrir nærri sex áratugum standast ekki núna. Neytendum ætti að vera treystandi til að velja við hvaða mjólkurfram- leiðendur þeir hafa viðskipti. Þó að vafalaust megi gagnrýna rekstur fyrirtækisins og mjólkuriðnaðinn í heild sinni er varla við starfsmenn samsölunnar að sakast. Stjórnmála- menn, sem verið hefur fjarstýrt af bændum og hagsmunasamstökum þeirra, sömdu lögin og hafa fylgst með starfsemi og vexti MS. Mjólk- ursamsalan hefur í þeim skilningi einungis hagað seglum eftir þeim vindum sem ríkisstjórnir hafa blásið um markað íslenskra mjólkuraf- urða. Svo virðist sem Mjólkursam- salan hafí búist við að breytingar yrðu gerðar á uppbyggingu mjólku- riðnaðarins í landinu. Hún hefur sífellt verið að búa sig undir meira frelsi og aukna samkepnni, reynt að tryggja sitt veldi áður en til baráttunnar kæmi. Það hefur hún fengið að gera óáreitt og er síðan gagnrýnd fyrir að gera. I meðfylgj- andi viðtali segir forstjóri samsöl- unnar forsvarsmenn hennar hlynnta aukinni samkeppni og hag- ræðingu. Því má spytja eftir hveiju verið sé að bíða? Hætt var rekstri útibús á Kópa- skeri, en það hafði ávallt verið rekið með halla. Arsverk hjá félaginu voru 171 en 165 árið áður og greidd laun voru samtals 201 millj. króna. Starfsemi félagsins er mjög fjöl- breytt en stærstu þættir hennar eru verslun og framleiðsla landbúnaðar- vara. Rekstrartekjur af verslun urðu 905 millj. og höfðu aukist um 3,4%. Rekstur brauðgerðar gekk vel, en rekstur kjötiðju var ekki eins hag- stæður. Verulegur samdráttur varð í starfsemi fóðurstöðvar í kjölfar fækkunar loðdýrabúa. Umsetning sláturhúss og tengdrar starfsemi fór minnkandi, vegna samdráttar í sauðfjárbúskap. Velta sláturgerðar jókst og afkoma góð. Rekstur mjólk- ursamlagsins varð óhagstæður. í skýrslu kaupfélagsstjórans, Hreiðars Karlssonar, segir meðal annars: „Ársreikningurinn sýnir að félagið hefur styrkst nokkuð á árinu og eiginfjárhlutfall batnaði lítið eitt, þótt veltuijárhlutfall hafí slaknað. Fjármunamyndun hins samantekna reksturs var rúmlega 54 milljónir króna. Þannig má sjá, að starf fé- lagsins er á réttri braut, þótt við hefðum viljað skrefín stærri. Ekki er hægt að vænta mikillar grósku í sjávarútvegi landsmanna á næstu mánuðum og samdráttur er fyrirsjáanlegur í landbúnaði. Við þurfum að mæta þessum aðstæðum eins og öðrum sem að okkur berast. Þar verður að leggja áherslu á full- vinnslu afurða og frekari fram- leiðslu, ásamt hámarksnýtingu allra framleiðsluþátta. Þannig þarf að taka á móti harðnandi samkeppni með elju og bjartsýni, án þess þó að slaka nokkurs staðar á festu eða gát í rekstri okkar.“ - Fréttaritari Hvað er það sem gerir BMW bíla áhugaverðari en aðra? Þaðgeturveriðhagstættverð, lægri rekstarkostnaður, minna viðhald, háþróuð tækni, fyrsta flokks þjónusta eða hámarks öryggi. Nýja BMW 3 línan sameinar alla þessa kosti, en býður jafnframt upp á hinn "klassíska" stíl _ „ sem ávallt er að finna í BMW. BMW - bíll sem vekur athygli krtwitoi lOReymavm-simi esesss Engum líkur NY BMW 3 LINA BLIK AF FRAMTÍÐINNI Verð frá kr VIKULEGIR FLUTNINGAR VIKULEGA FRÁ MÍLANÓ TIL ÍSLANDS Allir vegir liggja til Rómar, var eitt sinn sagt. En í dag er Mílanó ekki síður miðpunktur verslunar í Evrópu. Mílanó og aðrar borgir í Evrópu sem ekki liggja að sjó, eru í viðtæku flutninganeti Samskipa. Örar siglingar og öflugt flutninganet Samskipa tryggja þér þjónustu heim að dyrum, fljótt og örugglega. íVSAMSKIP Transtur valkostur Holtabakka við Holtavcg ■ 104 Rcykjavtk • Sími (91) 69 83 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.