Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 Tryggingar Reyna að hindra yfír- töku Skandia á Hafnia Danir vilja ekki sjá á eftir félaginu í hendur Svíum AÐ undanförnu hefur ekki verið um annað meira rætt í norrænum viðskiptaheimi en hugsanlega sameiningu eða náið samstarf tryggingarfélaganna Skandia í Svíþjóð, Hafnia í Danmörku og Uni Storebrand í Noregi. Snemma í mánuðinum virtist vera fenginn nokkur botn í þetta mál en þá var tilkynnt, að Skandia ætlaði að kaupa Hafnia og greiða fyrir með Skandia-hlutabréfum, sem hafa verið í eigu Uni Storebrand. A móti átti norska félagið að fá hluta af endurtryggingastarfsemi Skandia og vera þar með laust allra mála. Nú virðist hins vegar vera komið babb í bátinn með kaupin á Hafnia því að Dýrtíðarsjóður dönsku launþegahreyfingarinnar, sem er hluthafi í félaginu, er andvígt þeim og ætlar að beita sér fyrir, að þau verði felld á hluthafafundi. Flemming Skov Jensen, formað- ur Dýrtíðarsjóðsins, LD (Lönmodtagemes Dyrtidsfond), hefur síðustu daga setið á mörgum fundum með stærstu hluthöfunum í Hafnia, einstaklingum sem stofn- unum, og hann segist viss um, að auðvelt verði að fá meirihluta fyrir því, sem hann kallar „danska lausn“ á málinu. Raunar virðist sært þjóðarstolt vera hluti af skýr- ingunni á óánægju margra Dana með yfírtöku Svía á Hafnia og Jensen viðurkennir það. Hann heldur því þó fram, að Skandia-til- boðið hafi verið skammarlegt og Hafnia-stjórnin aðeins tekið því vegna þess hve féiagið er illa statt. Að sögn Flemmings getur „danska lausnin“ til dæmis falist í sameiningu dönsku tryggingarfé- laganna Hafnia og Baltica hafí það síðamefnda áhuga á því en hann lagði áherslu á, að Hafnia þyldi ekki neitt óvissuástand í líkingu við það, sem verið hefur lengi. Undir þeim kringumstæðum yrði að leita sérstakrar „Hafnia-lausn- ar“. „Við getum sætt okkur við hvom kostinn sem er, bara ekki að félagið verði sænskt,“ sagði Jensen. Stjómarmenn í Baltica hafa raunar vísað á bug hugmyndinni um sameiningu við Hafnia en á henni virðist.þó vera nokkur áhugi meðal ýmissa hluthafa. Er þá eink- um hallast að því, að stofnað verði sameiginlegt eignarhaldsfélag þar 10.000 Hafnia-hluthafar 22% Scandia- hluthafar 78% __ZTI Scandia Group AB, Stokkhólmi Scandia Norden Scandia/Holmia í Svíþjóð Hafnia/Kgl. íDanmörku Vesta í Noregi Scandia ísland lA Hluthafa- stjórn Alþjóða- endurtryggingar Alþjóðatjónatryggingar Alþjóðalíftryggingar Economic Prolific í Bretlandi NIG Scandia Life sem Baltica hefði forystuna. Það skýrist væntanlega fljótt hvort Flemming Skov Jensen tekst að koma í veg fyrir kaup Skandia á Hafnia en verði ekkert af þeim getur það haft óþægilegar afleið- ingar fyrir Skandia og sér í lagi fyrir Uni Storebrand. Það hefur tapað miklu fé á hlutabréfakaup- um sínum í Skahdia en átti þess nú kost að sleppa fyrir horn með því að láta bréfín af hendi fyrir drjúgan hluta af endurtrygginga- starfsemi Skandia. Danmörk Danir þurfa hreinræktaða evrópska iðnaðarstefnu — segir Hans Skov Christensen, framkvæmdastjóri Félags danskra iðnrekenda „Danir eru betur í stakk búnir til þess að mæta samkeppni inn- an nýrrar Evrópu en fyrir einum áratug. En ef við hyggjumst nýta tækifærin sem gefast í framtíðinni til þess að skapa fleiri atvinnutækifæri, verðum við að breyta mynstri efnahagslífsins enn frekar; lækka skatta og hrinda í framkvæmd hreinræktaðri evr- ópskri iðnaðarstefnu. Við höfum ekki efni á að reka sérstaka danska stefnu í þessum efnum. Slíkt gæti eyðilagt samkeppnishæfni okk- ar“. Þetta segir Hans Skov Chistensen, framkvæmdastjóri Félags danskra iðnrekenda, en hann var hér á ferð í tengslum við þing Félag ísl. iðnrekenda sem haldið var fyrir nokkru. „Ávinningur Dana af aðildinni að EB er að einu leyti mælanlegur og áþreifanlegur: Fjárframlög þeirra til bandalagsins frá upphafí eru mun minni en framlög EB til Dana. Þetta má rekja til mikillar framleiðslu landbúnaðarafurða í Danmörku og landbúnaðarstefnu bandalagsins. Aðildin að EB blés Iífí í danskan landbúnað og hafði jákvæð áhrif á önnur svið tengd landbúnaði, svo sem úrvinnslu- greinar og framleiðslu búvéla." Onnur áhrif EB-aðildar taldi Christensen erfítt að greina sér- staklega. Hann gat þess þó, að sennilega hefði atvinnuleysið í kjöl- far olíukreppunnar á áttunda ára- tugnum orðið mun meira hefðu Danir ekki gengið í EB árið 1973. Þýski bjórmarkaðurinn einkenn- ist af mikilli tryggð neytenda við sitt vörumerki, sem yfírleitt er fremur lítill framleiðandi úr næsta nágrenni. Af þessum sökum hefur það reynst erlendum aðilum mjög erfítt að komast inn á markaðinn og ná þar nægilega góðri stöðu. Enn sem komið er hefur aðeins Erlendar fjárfestingar margfaldast „Lítum á verslun og viðskipti. Danir flytja út um 60% af iðnfram- leiðslu sinni. Fyrir 20 árum fluttu þeir út um 40% iðnframleiðslunn- ar. Árið 1972 fóru 44,5% fram- leiðslunnar til annarra EB-landa. Tuttugu árum síðar var þetta hlut- fall um 54 af hundraði. Annað athyglisvert atriði eru erlendar fjárfestingar Dana. Árið 1981 var þriðjungur erlendra fjár- festinga í öðrum aðildarlöndum EB. Tveir þriðju hlutar fjárfesting- anna eru nú innan bandalagsins og hefur að sama skapi dregið úr fjárfestingum í Bandaríkjunum. Enn áhugaverðara er að skoða upphæðimar sem hér um ræðir. Carlsberg og Tuborg tekist það. Þar til fyrir fáum árum var þýski markaðurinn algerlega lokaður fyr- ir erlenda aðila vegna svonefndrar Reinheitsgebot, sem var reglugerð sem bannaði alla notkun aukaefna. í kjölfar niðurstöðu Evrópudóm- stólsins, þess efnis að óheimilt væri að útiloka erlendan bjór á þeirri Fýrir tíu árum, 1982-1983, námu fjárfestingar Dana erlendis um 20 milljörðum íslenskra króna. Er- lendar fjárfestingar í Danmörku voru nokkru meiri. Árin 1990- 1991 höfðu fjárfestingarnar fímm- faldast: Danir fjárfesta fyrir um 100 milljarða erlendis og erlendar fjárfestingar í Danmörku eru jafn- miklar. Sprengingin varð árin 1988-1989 og var augljóslega af- leiðing iagasetningar um fijálst fjármagnsflæði innan bandalags- ins sem tók gildi 1988.“ Að hafa áhrif á ákvarðanir EB „Við höfum orðið vitni að enn fleiri breytingum í kjölfar EB- aðildarinnar, m.a. umsköpun dansks iðnaðar. Frá árinu 1986 'hafa dönsk fyrirtæki leitast við að aðlaga sig þeirri hörðu samkeppni, sem búist er við að verði með til- komu innri markaðarins. Við höf- um orðið vitni að samruna danskra fyrirtækja og ýmsum nýjum tengslum þeirra við erlend fyrir- tæki. Um þetta vil ég segja, að frá því Danir urðu aðilar að EB fyrir 20 árum, hafur danskur iðnaður haft mikilvæg áhrif á ákvarðana- forsendu að hann væri bruggaður með öðrum aðferðum, var reglu- gerðin felld úr gildi. Heineken, sem hefur ekki fyrr reynt að komast inn á þýska mark- aðinn, telur að þýski markaðurinn sé fyrst nú nægilega þróaður til að hefja á honum sókn. í fyrstu er ætlunin að einbeita sér að sölu á hótelum og veitingahúsum enda gera forsvarsmenn Heineken sér ljóst að fyrst um sinn muni salan ekki verða mikil, en þeir vona að hún ínuni smám saman glæðast. töku innan bandalagsins, einkum að því er varðar lagasetningu um innri markaðinn og efnahagslegan og pólitískan samruna aðildarland- anna. Við höfum ekki aðeins náð þessum árangri með samböndum okkar í Brussel heldur höfum við einnig haft tækifæri til þess að ræða við stjórnvöld heima fyrir sem taka beinan þátt í ákvörðunum bandalagsins." Efnahagsþróun - efnahagsumbætur „Þjóðarbúskapur Dana er nú betri en hann var fyrir tíu árum. Vextir eru helmingi lægri en þá og verðbólgan er sú lægsta sem um getur innan Evrópubandalags- ins. Þetta hefur aukið samkeppnis- hæfni iðnaðarins og forsendur hans til aukins útflutnings hafa batnað verulega. Frá árinu 1985 hefur viðskiptajöfnuðurinn batnað jafnt og þétt og þúsundir atvinnu- tækifæra hafa orðið til í út- flutningsgeiranum. I fyrsta skipti í áratugi urðu gjaldeyrisviðskiptin Dönum í hag árið 1991. Heimamarkaðurinn er aftur á móti tiltölulega veikur og hefur ijölda atvinnutækifæra glatast á sviðum sem framleiða fyrir heima- markaðinn. Þó ber að geta þess, að fjöldi starfa í þessum geira er meiri en snemma á níunda ára- tugnum. Ef við hyggjumst draga úr at- vinnuleysi, halda verðbólgu niðri á sama tíma og afla meiri gjaldeyris- tekna en við eyðum, verðum við að taka á grundvallarvanda dansks efnahagslífs. Opinbér umsvif eru meiri í Danmörku en í öðrum EB- löndum og skattar eru háir. Háir skattar draga úr vilja manna til að leggja hart að sér. Þetta skerð- ir samkeppnisstöðuna vegna þess að launamenn verða að krefjast hlutfallslega hærri launa til þess að mæta útgjöldum. Markmiðið ætti að vera að lækka skatta veru- lega og beina umsvifum inn í einkageirann." Hans Skov Christenseni Innri markaðurinn eykur stöðugleika „Ekki er ætlunin að ráðast að velferðarkerfínu. Við bendum hins vegar á ákveðnar lausnir til þess að viðhalda því. Við verðum í því sambandi að fara ótroðnar slóðir og láta af pólitískum kreddum.“ H.S. Christensen rakti ástæður þess að ríkið ætti að draga úr opin- berum umsvifum, svo sem bóta- kerfi og millifærslum, og kvaðst vart þurfa að taka fram, að dansk- ir iðnrekendur væru mótfallnir því að ríkið tæki þátt í áhættusömum rejcstri fyrirtækja með fjármunum skattborgaranna. Um verðbólguna sagði Christensen, að danskir iðn- rekendur væru hlynntir efnahags- samruna EB-landanna og sam- eiginlegu myntkerfí þeirra, enda væri það besta leiðin til þess að tryggja stöðuga efnahagsþróun og litla verðbólgu í Evrópu á næstu árum. Slagurinn um fjárfestingarnar Hann bætti því við að lækkun tekjuskatta og gagngerar breyt- ingar á vinnumarkaði væru aðeins hluti þess sem gera þyrfti til þess að tryggja samkeppnisstöðu dansks iðnaðar. Lagasetning sem leiddi til aukins framleiðslukostn- aðar drægi úr samkeppnishæfni iðnaðar í Danmörku. „EB mun hvorki einkennast af mikilli mið- stýringu í framtíðinni né sameigin- legri lagasetningu á öllum sviðum. Þvert á móti mun lagasetning EB áfram miðast við vöruframleiðslu. Á öðrum sviðum munum við verða vitni að ákafri samkeppni milli mismunandi stjórnmálaafla innan EB-landanna og einstakra land- svæða til þess að laða að fjárfest- ingar.“ Þýskaland Heineken hefur sölu í Þýskalandi BELGÍSKI bjórrisinn Heineken hefur loks ákveðið að reyna að sækja inn á þýska bjórmarkaðinn, en hingað til hefur einungis dönsku bjórframleiðendunum Carlsberg og Tuborg tekist að festa sig í sessi þar af erlendum framleiðendum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.