Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF DAGBÓK Apríl FUNDIR: ■ AÐALFUNDUR Granda hf. verður haldinn fimmtudag- inn 30. aprfl kl. 17.00 í mat- sal fyrirtækisins að Norður- garði. ■ AÐALFUNDUR íslenskra sjávarfurða hf. verður haldinn í dag, fimmtudag, í Víkingasal Hótels Loftleiða og fundurinn hefst klukkan 9. í byijun aðal- fundarins mun Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra flytja ávarp. Á þessum fundi verður fyrsta ársskýrsla ís- lenskra sjávarafurða hf. lögð fram. ■ AÐALFUNDUR EDI- félagsins verður haldinn fímmtudaginn 30. apríl nk. kl. 15.00 í Skála, Hótel Sögu. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf skv. lögum félagsins. Þá flytur Pálmi Bjarnason erindi um reynslu Samskipa af notkun EDI. Maí ■ AÐALFUNDUR Hluta- bréfasjóðsins hf. verður hald- inn á Hótel Sögu, Ársal, mið- vikudaginn 6. maí nk. Fundur- inn hefst kl. 17.15 og á dag- skrá verða venjuleg aðalfund- arstörf. RÁÐSTEFNUR: mRÁÐSTEFNA um stál- mannvirki og brunavarnir verður haldin þriðjudaginn 5. maí nk., að Hvammi Holiday Inn. I frétt frá fyrirtækinu segir að notkun stáls og hvers- konar málma við gerð mann- virkja hafi stóraukist í ná- grannalöndunum síðustu ára- tugi og benda líkur til að sú þróun verði einnig hér á landi. Ýmsar spumingar hafa vaknað um eiginleika stáls með tilliti til brunavarna og er fundinum ætlað að svara þeim og enn- fremur upplýsa um nýja staðla í þessum efnum, sem tekið hafa gildi í Evrópu. Fyrirlesar- amir em þeir John Dowling frá British Steel, Guðmundur Gunnarsson verkfræðingur hjá Brunamálastofnun og Jakob Sigurðsson efnafræð- ingur hjá Slippfélaginu. Þeir sem áhuga hafa að sitja ráð- stefnuna em beðnir um að til- kynna það í símum 621755 og 627222. ■ RAÐSTEFNA um tengsl menntunar og atvinnulífs verður Jialdin 7. maí nk., á Hótel íslandi, Norðursal. Á ráðstefnunni, sem haldin er á vegum Sammenntar, verður fjallað um mikilvægi tengsla menntunar og atvinnulífs. Sir Robert Telford, sem hefur unnið mikið að hagsmunamál- um iðnaðar í Bretlandi og var í forsæti nefndar sem samdi skýrslu um ástand menntamála og tengsl þeirra við atvinnulíf í ljósi samkeppnishæfni evr- ópsks iðnaðar flytur erindi á ráðstefnunni. Þá fjallar Stefán Ólafsson um íslenskt atvinnu- líf, menntun og framfarir, Stefán Baldursson fjallar um reynslu íslenskra fyrirtækja af starfsþjálfun og endurmennt- un, Ari Arnalds talar um þjálf- un starfsfólks hjá Verk- og kerfisfræðistofunni hf, Jón Torfí Jónasson fjallar um menntun í plast- og rafeinda- iðnaði, Hákon Ólafsson um menntunarþörf 5 byggingariðn- aði og Guðbrandur Sigurðs- son um menntunarþörf í sjáv- arútvegi. Ráðstefnan hefst kl. 13.00 og lýkur kl. 16.30. Skráning fer fram í móttöku Tæknigarðs í síma 694940. Ráðgjafarfyrirtæki Lánshæfiflokkun tekin að ryðja sér til rúms Rætt við Agnar Kofoed-Hansen hjá Greiðslumati hf. sem aðstoðar fyrirtæki við að skipuleggja lánsviðskipti sín NÝTT ráðgjafarfyrirtæki, Greiðslumat hf., var sett á stofn sl. haust í þeim tilgangi að veita alhliða rekstrarráðgjöf og sérstaklega meta lánshæfi eða fjárhagslegan styrkleika fyrirtækja. I því felst m.a. lánshæfiflokkun þar sem fyrirtæki geta óskað eftir mati á eigin lánshæfi og fá þá sérstaka einkunn sem gefur til kynna hvort líkur séu á að viðkomandi geti staðið við skuldbindingar sínar á tilsettum tíma. Hingað til hefur þó starfsemi Greiðslumats fremur snúist um skipulagningu lánsviðskipta hjá fyrirtækjum sem vilja tryggja betri innheimtu útistandandi krafna. Eru þá viðskiptavinir viðkomandi fyrirtækis flokkaðir með ákveðnum hætti. Stofnendur Greiðslumats eru Agnar Kofoed-Hansen rekstrarverkfræðingur og Benedikt Jó- hannesson stærðfræðingur en með þeim í stjórn situr Tryggvi Jóns- son löggiltur endurskoðandi. „Hugmyndin er komin úr tveimur áttum,“ segir Agnar. „Upphaflega tók ég að mér sjálfstætt verkefni fyrir nokkur fyrirtæki í byggingar- iðnaði. Verkefnið fólst í því að skip- uleggja lánsviðskipti þeirra og sam- starf milli þeirra í tengslum við skoðun á viðskiptavinum. I fram- haldi af því hóf ég að þróa ákveðna ráðgjöf sem kallast skipulagning lánsviðskipta. Einnig má rekja þetta til við- skiptaþings Verslunarráðsins á sl. ári þar sem ijallað var um lánshæf- isflokkun og stofnun á fyrirtæki sem tæki hana að sér. Hins vegar var ekki talinn grundvöllur fyrir rekstri fyrirtækis sem væri ein- göngu í lánshæfiflokkun eins og gerist erlendis. í því felst að fyrir- tæki óska eftir mati á eigin láns- hæfni og nýta sér síðan matið hjá lánardrottnum, birgjum eða al- mennt á verðbréfamarkaðnum. Ég ræddi við Skrifstofu viðskiptalífsins um þetta og taldi þá skynsamlegt að sameina lánshæfiflokkun og ráð- gjöf um skipulagningu lánsvið- skipta. Ég reifaði síðan hugmynd- ina við Benedikt Jóhannesson hjá Talnakönnun sem stofnaði með mér fyrirtækið í október á sl. ári. Við fengum til liðs'við okkur I stjórn Tryggva Jónsson endurskoðanda. Þetta hefur raunar þróast út í það að byggja upp þörf fyrir það að fyrirtæki leiti til okkar og óski eft- ir að viðskiptavinir í reikningsvið- skiptum verði metnir. Ástæðan fyr- ir því að þetta hefur beinst inn á þessa braut er sú að tregða markað- arins til að koma lánshæfiflokkun á er mjög mikil. Það er mjög erfitt að sannfæra fyrirtæki um hag- kvæmni lánshæfíflokkunar. Fyrir- tæki hafa fyrst og fremst séð sér mikinn hag í því að skipuleggja lánsviðskiptin betur og skoða við- skiptavini sína með skipulegri hætti. Þannig ná þau að takmarka útlán, stýra reikningsviðskiptunum betur og minnka hættuna á því að kröfur tapist." Sjónarhorn Spamaður hjá ríkinu Hvernig hægt er að spara stórlega í ríkiskerfinu án þess að minnka þjónustuna FYRIRTÆKI A, umsvif, rekstrargjöid og starfsmenn RÍKISUMSVIF, íbúafjöldi, rekstrargjöld og starfsmenn 800 Umsvif Gjöld í míílj. 100 f’ús- ibúarx 10 • 20 ~=^ Ríkisstarfsmenn -t—-i-r—i—i—i—i-1—i-1—-t—t- 1 23456789 10 11 i—i—i—i—i—i—i—i—i—t—I—i—i- '78 '80 '82 '84 '86 '88 eftir Sigurð Ingólfsson Við hver fjáriög eru sett markmið um að draga úr ríkisútgjöldum og fá opinber fyrirtæki og stofnanir fyrirmæli um að draga úr kostnaði og fækka mannskap. Utkoman hefur ætíð verið á hinn veginn, ríkisút- gjöld og starfsmannafjöldi hefur vaxið ár frá ári. Málinu hefur einfaldlega ekki ver- ið fylgt eftir. Það skal enginn halda að vöxtur ríkisútgjalda sé eitthvað náttúrulög- mái, því má stjórna sé raunverulegur áhugi á, og menn tilbúnir að taka á málinu. Auðveldasta leiðin til að draga úr ríkisútgjöldum, og sú sem oftast er gripið til, er frestun á fram- kvæmdum. Þetta hefur þó af ein- hvetjum orsökum ekki orðið til að draga úr ríkisútgjöldunum eins og að framan er nefnt, en e.t.v. dregið úr þenslu sem annars hefði orðið, nema þessu markmiði hafí heldur ekki verið náð. Spáð er samdrætti í atvinnulífi hér á landi á næstu árum og því æskilegt að hið opinbera hamli á móti í stað þess að ýta undir hann. Það má t.d. gera með því að draga úr rekstrargjöldum í stað þess að draga úr framkvæmdum, og jafnvel að nota sparnað í rekstrargjöldum til aukinna framkvæmda. Hvernig má spara rekstrarútgj öld? Auðveldast er að svara því með dæmi úr raunveruleikanum. Fyrir- tækið veltir 2,7 milljörðum árlega og er með í sinni þjónustu 230 starfs- menn. Ekki er ástæða til að nafn- greina það hér, en köllum það FYR- IRTÆKI A. Stjórnendur fyrirtækisins ákváðu að ná fram aukinni hagkvæmni í sínum rekstri, og samtíniis því að auka rekstraröryggið, bæta álit þess útávið og bæta þjónustuna við við- skiptavinina. Til starfsins voru fengnir rekstr- arráðgjafar sem unnu með starfs- mönnum fyrirtækisins að þessum markmiðum. Verkið var unnið þannig að verk- efni voru skilgreind og metin út frá notagildi og kostnaði, með tilliti til stefnumörkunar fyrirtækisins. Verkefnum og vinnuaðferðum var breytt í framhaldi af verkefnamat- inu, verkefni skorin niður og stjórn- skipulagi breytt með tilliti til vgrk- efna, ábyrgðar, samskipta o.þ.h. Mönnun einstakra verkefna var metin og fækkað þar sem tilefni gafst, en sá þáttur í starfí af þessu tagi er ætíð viðkvæmur og þarf að taka á honum með tilliti til þess. Til að flýta fyrir og tryggja árang- ur, var vinna þessi unnin í nánu samstarfi við starfsfólk og var það látið njóta hluta þess ávinnings sem náðist. Við upphaf þessa verkefnis voru starfsmenn fyrirtækisins 260 og rekstrargjöld um 610 milljónir króna á verðlagi ársins 1990, sbr. með- fylgjandi línurit sem merkt er „Fyrir- tæki A.“ Sex árum síðar voru starfsmenn 249 og rekstrargjöld um 558 milljón- ir kr. Á sama tíma höfðu umsvif fyrirtækisins aukist um 40%. Tólf árum síðar voru starfsmenn um 222 og rekstrargjöld um 538 milljónir kr. og höfðu umsvif þess þá aukist um rúm 80%. Starfsmönnum hafði sem sé fækkað um 15% og rekstrargjöld lækkað um 12% á þessum 12 árum, þrátt fyrir þessa 'miklu aukningu umsvifa. Hver hefði þróunin - orðið ef ekkert hefði verið að gert? Ekki er rétt að gera ráð fyrir að rekstrargjöld og starfsmannafjöldi hefði aukist í takt við aukin umsvif, en þó að aukningin hefði ekki verið nema 'A af þeirri aukningu, hefðu rekstrargjöldin verið um 773 milljón- ir kr. eða 236 milljónum hærri í lok tímabilsins, og starfsmannafjöldinn um 330 manns í stað 222. Hver hefur þróun ríkisútgjalda verið á sama tíma? Ef gert er ráð fyrir að íbúafjöldi endurspegli umsvif ríkisins hafa þau aukist um 14% á 12 árum (1977- 1989). Sjá meðfylgjandi línurit sem merkt er „Ríkisumsvif." Á sama tíma hafa rekstrargjöld ríkisins hækkað um meira en helm- ing, á föstu verðlagi og starfsmanna- fjöldi aukist um meira en 50%. Hefði þróunin orðið sú sama og hjá fyrirtækinu hér að framan væru ríkisútgjöldin æði mörgum milljörð- um lægri á ári en þau eru nú og opinberir starfsmenn að sama skapi færri en um leið betur launaðir. Hvers vegna hefur þá ekki verið gripið til þessara ráða? Þeirri spurningu verður ekki reynt að svara hér, en benda má á að til að ná árangri á þessu sviði þarf að kosta nokkru til í upphafi og að vera vilji og kjarkur hjá þeim sem málið snertir að takast á við verkefn- ið. Aðgerðir stjórnvalda á þessu ári benda til þess að í þetta sinn verði áformum um sparnað í ríkisútgjöld- um fylgt eftir og er því bent á þessa leið sem álitlegan kost við að ná þeim markmiðum. Sérstaklega skal undirstrikað að sparnaður þessi er varanlegur (ár- legur) en ekki bara einu sinni. Höfundur er forstöðumaður Ráð- gjafaþjónustu Hrannarrs hf. -I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.