Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.1992, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1992 Bankamál Landsbankinn umbyltir skipulagi og þjónustu útibúa Stofnuð verða sex aðalútibú á landsbyggðinni sem heyra munu beint undir bankastjóm BANKARÁÐ Landsbankans samþykkti á fundi sínum skömmu fyrir páska veigamiklar skipulagsbreytingar á útibúaneti bankans á lands- byggðinni. Þetta er híuti af umfangsmiklum breytingum hjá Lands- bankanum á öllu skipulagi og þjónustu, en að hluta til er hér um að ræða afrakstur af úttekt ráðgjafarfyrirtækisins Spicer & Oppen- heim á bankanum sem lauk fyrir rúmu ári. Hið nýja skipulag útibúa á landsbyggðinni gerir ráð fyrir að sett verði á stofn eitt aðalútibú í hveijum landshluta sem heyra mun beint undir bankastjórn. Onnur útibú á svæðinu munu lúta eftirliti og sljórn aðalútibústjóra en jafn- framt verða gerðar nokkrar breytingar á þjónustustigi þeirra. Aðal- útibú verða á sex stöðum á landinu utan Reykjavíkur þ.e.a.s. í Kefla- vík, á Akranesi, Isafirði, Akureyri, Eskifirði og Selfossi. Landsbankinn starfrækir nú alls 29 útibú á Iandsbyggðinni og 15 útibú i Reykjavík og Hafnarfirði. Eftir skipulagsbreytingamar á landsbyggðinni verður þjónustustig þar með þrennum hætti, að sögn Brynjólfs Helgasonar, aðstoðar- bankastjóra Landsbankans. í aðal- útibúum verður öll alhliða banka- þjónusta við einstaklinga og fyrir- tæki, t.d. afurðalánaþjónusta, er- lend endurlán og erlendar ábyrgðir og innheimtur. Ónnur útibú á stærri stöðum munu veita sömu þjónustu að undanskyldum erlendum endur- lánum og erlendum ábyrðum og innheimtum. Minnstu útibúin munu fyrst og fremst veita almenna bankaþjónustu við einstaklinga og smærri fyrirtæki. Brynjólfur segir að útibússtjórar muni hafa útlánaheimildir að ákveðnu marki, samkvæmt hinu nýja skipulagi. Þegar um hærri útl- án sé að ræða þurfí útibústjóri að leita samþykkis hjá deild fyrir- tækjaviðskipta og aðstoðarbanka- stjóra. Ef heildarskuldbindingar séu hærri en 60 milljónir þurfi hins veg- ar að leggja umsóknir um viðbótar- skuldbindingar fyrir lánanefnd en hún er skipuð bankastjórum, að- stoðarbankastjórum og forstöðu- mönnum fyrirtækjaviðskipta og útlánastýringar. „Útibústjóri í aðalútibúi ber ábyrgð á öllum útibúum á sínu svæði gagnvart bankastjórn," segir hann. „Þær breytingar verða gerðar að útlánaheimild útibústjóra aðalútibús verður hækkuð og hann getur af- greitt hærri lánveitingar en áður. Hann verður jafnframt ábyrgur fyr- ir útlánaeftirliti á sínu svæði og því verða deildir útlánaeftirlits og af- urðalánaeftirlits lagðar niður í Reykjavík. Þessar breytingar munu þannig hafa í för með sér að ákvarðanir verða teknar nær við- skiptavinunum en áður jafnframt þvl sem eftirlit verður auðveldara. Eftir sem áður verður ákveðið eftir- lit hjá fyrirtækjaviðskiptum og útlánastýringu í aðalbankanum." Stöður útibússtjóra aðalútibúa auglýstar Ákveðið hefur verið að auglýsa stöður útibússtjóra aðalútibúa opin- berlega. „Breytingamar geta þýtt að meira verði um það að menn færist til í störfum innan bankans," segir Brynjólfur. „Deild fyrirtækja- viðskipta hefur verið hér í Reykja- vík en það er hugmyndin að sérfræð- ingar í fyrirtækjaviðskiptum og jafnvel markaðsmálum verði í aðal- útibúum. Það er kominn vísir að þessu á Akureyri en væntanlega mun taka tíma að koma því í kring.“ Um þessar mundir er unnið að skipulagsúttekt á stoðdeildum og útibúanetinu á höfuðborgarsvæðinu og nýlega er lokið úttekt á innra skipulagi útibúa. Ákveðið hefur ver- ið að loka útibúum á Laugavegi 7 og Bíldshöfða en opna aftur á móti útibú í Hamraborg í Kópavogi og við Eiðistorg á Seltjarnamesi. „Við höfum talið að útibúanetið væri sumstaðar of þétt og sumstaðar of gisið. í framtíðinni má jafnframt reikna með minni húsnæðisþörf útibúa með tilkomu aukinnar sjálf- virkni eins og boðlínunnnar og hrað- banka.“ Varðandi skipulagsbreytingar innan útibúanna segir Brynjólfur að verið sé að afnema deildarskipt- ingu og verði stöður deildarstjóra lagðar niður. í staðinn hafí verið auglýstar stöður þjónustustjóra og þjónustufulltrúa einstaklings- og fyrirtækjaviðskipta. Hann tók fram að þetta væri unnið í samráði við starfandi deildarstjóra og stjórn starfsmannafélagsins. „Við höfum verið með þjónustufulltrúa fyrir Vörðuna en erum nú að Ijölga þeim til að bæta þjónustu bankans og Utifoú á landshyggðinni — .jRaufar**"- ópnafjörður Hafnarfjörður KEFUVÍK Sandgeri Lsifssti Griríi ■ AÐALÚTIBÚ • Útibú > Afgreiðsla irnafjöröur Þetta net er skv. nýju skipuriti, en því er ekki lokiö í Reykjavík. Þar eru nú Aðaibankinn, 13 útibú og 4 afgreiðslur. gera hana persónulegri en áður. T.d. verður nú veitt aðstoð við fólk I greiðsluerfiðleikum og því leiðbeint um það hvað það ræður við mikil lán. Þá verður veitt ráðgjöf vegna ávöxtunar spariijár." Hann segir skipulagsbreytingarn- ar hjá Landsbankanum miða að því að hagræða og lækka kostnað en jafnframt bæta þjónustu. Stefnt sé að fækkun starfsmanna um 5% á árinu sem sé í samræmi við mark- mið sem sett hafi verið í upphafi ársins. „Það er mjög mikilvægt að bankinn sé rekinn á sem hagkvæm- astan hátt og skili hagnaði þannig að hann nái að viðhalda eiginfjár- hlutfalli sínu. Bankinn hefur ekki aðrar leiðir til að afla sér nýs eigin fjár,“ segir Brynjólfur Helgason. Fólk Nýr skrifstofu- sijóri Vara ■ KRISTÍN Þormar hefur tekið við starfi skrifstofustjóra Vara hf. Kristin varð stúdent frá Verslunarskóla íslands 1982 og starfaði eftir það hjá Vikurvörum og síðar B.M. Vallá. Kristín varð kerfisfræðingur frá Tölvuhá- skóla Verslunarskóla íslands 1989 jafnframt því sem hún starf- aði hjá B.M. Vallá. Hún var aðal- bókari hjá Bakhúsi hf. um tveggja ára skeið og starfaði einnig um hríð hjá Tölvu- og verkfræðiþjón- Kristín ustunni áður en hún réðst til Vara hf. Kristín er 29 ára og á eina dóttur. Maður Kristínar er Einar Haukur Reynis. Jón Þórhættir hjá K. Jónsson ■ JÓN Þór Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri hjá K. Jónsson og Co hf. á Ákureyri hefur sagt upp störfum. Dagur skýrir frá þessu og segir að ástæðurnar megi rekja til samstarfsörðugleika og ágrein- ings um stefnu og starfshætti I fyrirtækinu. Jón Þór staðfestir þetta í samtali við blaðið og kveðst munu hætta í síðasta lagi um mán- aðamótin júní-júlí. Hann tók við starfi framkvæmndastjóra niður- suðuverksmiðjunnar 1. júní I fyrra. Torgið I Sparifjáreigendur komnir í varnarstellingar ALMENNUR fundur sem haldinn var nýlega að tilhlutan Samtaka fjárfesta samþykkti ályktun þar sem hugmyndum um skattlagn- ingu sparifjár, sem fram koma í skýrslu nefndar um samræmda skattlagningu eigna og eigna- tekna, var mótmælt. Óttast menn að skattlagningin dragi úr almenn- um sparnaði í landinu, jafnvel svo að algjört hrun verði og í kjölfarið fylgi stórhækkandi erlendar skuldir og verðbólga. Meginþorri fundargesta var andvígur skattinum og einnig meirihluti frummælenda. Einungis einn aðili sem tjáði sig á fundinum mælti með skattinum og var það Indriði H. Þorláksson, skrifstofu- stjóri í Fjármálaráðuneytinu, sem sæti á í nefndinni um samræmda skattlagningu. Hann sagði að meg- intilgangur skattakerfisins væri að takmarka 'neyslu einstaklinga og færa hana yfir í samneyslu. Eigna- tekjur og þ.a.l. einnig vaxtatekjur sköpuðu neyslumöguleika og væru mælikvarði á neyslumöguleika þeirra sem þær hafa. „Skattleysi vaxtatekna sem og hvers kyns annarra tekna brýtur gegn einu grundvallaratriði tekjuskattlagn- ingar, þ.e. að jafna skattbyrði eftir greiðslugetu," sagði Indriði. Eyjólfur Konráð Jónsson, alþing- ismaður, var einn fundargesta og sagði hann það mjög misráðið að ætla að taka upp skatt á sparifé. Ekki síst í Ijósi þess að fjármagn myndi þá frekar streyma úr landi. Pétur H. Blöndal, trygginga- stærðfræðingur, gagnrýndi niður- stöður nefndarinnar. „Nefndin gengur út frá að samræma þurfi skattakerfið en hún gleymir nokkr- um atriðum. Sjómannaafslátturinn er skekkja í kerfinu. Hann er frá- dráttur á tekjum upp á 1,5 millj- arða sem er svipað og ríkið ætlar að fá í tekjur af skattlagningu á vöxtum. Vaxtabætur eru einnig frávik frá kerfinu og það er slæmt. Ég er fylgjandi þvi að skattakerfi séu einföld og samræmd og því er ég fylgjandi því að vaxtatekjur séu skattlagðar. En ekki fyrr en innlendur sparnaður er orðinn of mikill, við búin að ná því markmiði að erlendar skuldir hafa minnkað og komnar í það horf sem við vilj- um,“ sagði Pétur. Pétur sagði jafnframt að ef regl- urnar yrðu samþykktar myndi sparnaður minnka verulega. „Skattstofninn mun víkja sér und- an skattinum líkt og virðisauka- skatturinn sem brá sértil Glasgow. Ef það á að skattleggja vexti víkja þeir sér til útlanda þar sem sparifé er ekki skattlagt." Annar frummælandi á fundinum var Sigurður B. Stefánsson fram- kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðs íslandsþanka hf. Hann sagði skatt- lagningu vaxtatekna einstaklinga óráðlega, óhagkvæma og ótfma- bæra. Nær væri að hlúa að íslensk- um sparifjáreigendum. „Það munu verða örlög þessarar ríkisstjórnar svo og þeirra sem sitja munu á næstu kjörtímabilum að berjast við það að auka innlendan sparnað til að koma í veg fyrir aukingu er- lendra skulda. Að hefja þessa þar- áttu með því að leggja sérstakan skatt á íslenskt sparifé hlýtur að hljóma sem stríðsyfirlýsing í eyrum sparifjáreigenda." Sigurður nefndi önnur rök gegn skattlagningunni. M.a. þau að framkvæmd skattlagningarinnar væri óhóflega dýr í hlutfalli við skatttekjurnar, vaxtaskattur leiddi til hærri fjármagnskostnaðar og að skatturinn jafngilti því að banka- leynd væri rofin. Vissulega er samræming í skattakerfinu af hinu góða. En er sú samræming, sem byggist á samfélagslegri hugmyndafræði, mikilvægari en það markmið að ná niður erlendum skuldum þjóð- arinnar? Hingað til hefur t.d. sjó- mannaafslátturinn fengið að halda lífi og íbúðarkaupendum er sér- staklega ívilnað með vaxtabótum. Má ekki alveg eins umbuna ráð- deildarsömum sparifjáreigendum og hlífa þeim við skattlagningu sparifjár? Algild svör finnast ekki, en mikilvægt er að afleiðingar skattlagningarinnar verði metnar rökrænt og skynsamlega áður en hún er fest í lög. ÁHB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.