Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 1
JMtogtmHnftlfe SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 BLAÐ Hreínlætlog sorprenniir Ídag fjallar Bjarni Ólafsson um sorprennur í þætti sfnum Smiðjan. Skemmdir á þeim eru algengar og orsakir skemmd- j anna eru oftast þær, að fólk j treður of stórum pökkum f renn- una og oft of þungum og stórum hlutum. Bjarni bendir á, að ífjöl- býlishúsum, þar sem afnotarétt- \ ur margra íbúða er að sömu sorprennunni, hætti fólki til kæruleysis f skjóii þess, að eng- inn viti, hver það var, sem ekki fór að settum reglum. Brýnt sé, að fólk gæti fyllsta hreinlætis við notkun sorprenna og í tunnugeymslunni. En ef tunnu- geymsla erorðin óhrein, segir Bjarni að kalk sé ágætt sótt- hreinsiefni. Það geti verið gott ráð að kalkbera tunnugeymsl- una að innan, þegar þurfa þyk- ir, en auðvitað má einnig nota önnur hreinsiefni svo sem _ þvottasóta eða góða sápu. 2 Eignaum- sýsla Lands- bankans Eignaumsýsla hefur aukizt mjög hjá bönkum og sjóð- um í kjölfar stórra gjaldþrota, þar sem lánastofnanir hafa séð sig tilneyddar til að yf irtaka stór- ar og dýrar fasteignir til að bjarga hagsmunum sínum. Af þessum sökum hafa sumar lánastofnanir komið upp hjá sér sérstökum deildum til þess að annast umsýslu þessara eigna og undirbúa þær undir sölumeð- ferð. í viðtali hér í blaðinu f dag við Árna Ármann Árnason, lög- fræðing í Landsbankanum, er fjallað um þetta mál. Þar kemur m. a. fram, að á síðasta ári kynnti bankinn nýjar og hertar reglur varðandi fasteignaveð- setningar. — Þar var dregið úr notkun fasteignamats og bruna- bótamats, þvf að þessi möt eru oft á tfðum alröng og skakkar stundum helmingi íverðmæta- mati á atvinnuhúsnæði, segir Bygging sumarbústaða 1985-90 Meðalstærð bústaða Fjöldi sumar- bústaða 299 262 fermetrar Gróska i suiiiar- hnsasmíói ^Talsverð gróska hefur verið I í smíði sumarbústaða und- anfarin ár hér á landi og skv. upplýsingum frá Þjóðhags- stofnun voru byggðir 267 bú- staðir árið 1990. Eru það fleiri bústaðir en byggðir voru öll árin f rá 1985 ef undan er skilið árið 1989 þegar fjöldi þeirra var 299. Á skrá hjá Fasteigna- mati rikisins eru um 6 þúsund sumarbústaðir, en sennilega eru þeir nálægt 7 þúsund alls f landinu, þvf að sumir þeirra eru reistir. án leyfis. Orlofshús starfsmannafé- laga eru um 600 og á hálendinu munu vera 300-500 skálar sem ekki eru allir skráðir. Við þetta bætast veiðihús og hús við sveitabæi og hús í þorpum, sem nýtt eru af kaupstaða- fólki. Þegar allt ertalið, eru þetta um 9-10 þúsund bústaðir eða sem samsvarar fjölda íbúða f Kópavogi og Akureyri samanlagt. Tvöföld búseta er því orðin snar þáttur f Iffsháttum íslend- inga og það þeim mun frekar, þar sem þessi hús eru orðin miklu betri og vandaðri en áð- ur. í flestum hinna nýrri er raf- —magn og heitt vatn þannig að unnt er að nýta húsin árið um

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.