Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 17
3 B 17 ______seei ivrat ts a'joAcravr/i!?. oraAjavraoaoM MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 I Bílaborgarhúsið svonefnda að Fosshálsi 1 er eitt þeirra húsa, sem Landsbankinn hefur þurft að yfirtaka til þess að komast hjá tjóni. Árni Armann Árnason lögfræðingur á skrifstofu sinni í Landsbanka íslands. staklega úti á landi. — Markaðurinn fyrir frystihúsin hefur fallið mjög mikið úti á landsbyggðinni, en þar eru mjög mörg stórog afar fullkom- in frystihús, segir Ámi. — Það hef- ur verið mikill samdráttur í sjávar- útvegi og eftir því sem meiri afli hefur verið seldur óunninn til út- landa sem gámafiskur eða öðru vísi, hefur verð á frystihúsum lækkað. Þegar eigendaskipti hafa orðið á þessum húsum, hafa þau ekki farið fyrir háar fjárhæðir miðað við það sem áður var. Nú er enn verið að skerða kvótann og verð á slíkum húsum gæti því lækkað enn meira. Mikil aðhaldsemi í útlánum Ámi segir, að Landsbankinn hafí af þessum sökum tekið þá stefnu að gæta mikillar aðhaldssemi í veð- setningum á slíku húsnæði og bæt- ir við: — Á síðasta ári kynnti Lands- bankinn nýjar og hertar reglur varðandi fasteignaveðsetningar. Þar var dregið úr notkun fasteigna- mats og bmnabótamats, því að þessi möt em oft á tíðum alröng og skakkar stundum helmingi í verðmætamati á atvinnuhúsnæði. Nú leggjum við alla áherzlu á að fínna rétt markaðsverð á fasteign- unum m. a. með aðstoð fasteigna- sala og sérfræðinga bankans í þeim efnum. Við forðumst einnig nú eft- ir því sem hægt er að taka mikil veð í illseljanlegum eignum eins og frystihúsum. — Því hefur verið haldið fram, að frystihúsin á Seyðisfírði og í Ólafsvík hafí verið seld fyrir lágar fjárhæðir og aðeins lítið brot af þeim veðskuldum, sem á þeim hvíldu, þegar þau vom boðin upp, heldur Árni áfram. — En þá má ekki gleyma því, að aðstæður em gjörbreyttar, hvað frystihúsin snertir. Bankar og sjóðir hafa þurft að leysa til sín slík hús og síðan verið í vandræðum með þau vegna minnkandi fiskvinnslu í landi. Að mati Árna var þess ekki gætt nógu vel áður fyrr að varð- veita þau verðmæti, sem fólst í rekstri fyrirtækja, sem lentu í gjald- þroti. Einstakir hlutar þeirra eins og fasteignir, vélar og tæki vom seldir sitt í hvetju lagi þeim, sem hafa vildi og því fékkst ekki það verð fyrir þær, sem kannski hefði mátt fá. — Nú eru lánastofnanirnar I einstaka tilvikum farnar að halda rekstrinum gangandi áfram til þess að ná meiri verðmætum út úr eign- unum, en ella fengist, segir hann. — Sem dæmi má nefna Hótel Holiday Inn og Hótel Island. Lands- bankinn hefur líka farið inn á þessa leið. Þar má nefna rekstrarfélag Álafoss, sem stofnað var upp úr gjaldþroti Álafoss hf. Landsbankinn tók þrotabúið á leigu til 6 mánaða til þess að mikið af því verðmæti, sem í þessu fyrirtæki fólst, færi ekki í súginn. Bankinn réð til sín mest allt starfsfólkið og jafnframt var unnið að því hörðum höndum að endur- skipuleggja starfsemina og stofnuð þijú ný hlutafélög, sem eru Folda hf. og Gufuveitan hf. á Akureyri og ístex hf. í Mosellsbæ. Þessi fyrir- tæki tóku við rekstrinum af bank- anum og leigja hluta af fasteignun- um. Með þessu hefur tekizt að halda þessari starfsemi gangandi og öll sú mikla þróunarvinna, sem lagt hafði verið í um margra ára skeið, fór því ekki forgörðum. Staða þess- ara þriggja fyrirtækja er nú mjög góð. Þama sá bankinn fram á tap í upphafí, en það tap varð samt nyög lítið að lokum miðað við, hvernig á horfðist í upphafí. Annað fyrirtæki af þessu tagi er Prentverk Odds Bjömssonar á Ak- ureyri, en þar vinna 20 manns. — Eftir að það varð gjaldþrota, keypti Landsbankinn reksturinn, segir Árni. — Nú er unnið að því að fínna einhveija sterka aðila til þess að kaupa fyrirtækið. Ellegar legðist fyrirtækið bara af og atvinnuleysið yrði enn meira. Að mati Árna skiptir seljanleiki eigna líka miklu meira máli nú en áður. Með aukinni tækni hefur það færzt í vöxt, að eignir em sérhæfð- ar fyrir einhveija ákveðna starf- semi. Þegar sú starfsemi leggst af, kostar kannski stórfé að breyta henni í það horf að aðrir geti nýtt sér hana, sem samt verður ekki komizt hjá, þar sem sá rekstur, sem í eigninni var, hefur sýnt það að hann á ekki rétt á sér. - Ef reksturinn er hins vegar talinn eiga rétt á sér í höndum nýrra aðila, kemur það að sjálf- sögðu mjög til álita að selja viðkom- andi húseign með vélum og öðmm tækjum, segir Árni. — Atvinnuhús- næði er oft lítils virði, ef búið er að strípa það algerlega að öllum búnaði. Því hefur verið lögð á það ríkari áherzla nú en áður að taka veð í vélum og tækjum ásamt fast- eigninni og það þá boðið upp með henni. Vandræði vegna lang- tíma leigusamninga Oft skapar það vandamál, þegar sá, sem á reksturinn, er annar en sá, sem á húsið. — Þetta veldur einkum vanda, þegar rekstraraðil- inn hefur gert langan leigusamning við húseigandann, segir Ámi. — Stundum hefur húseigendinn jafn- vel gengið svo langt að láta greiða sér leiguna fleiri ár fram í tímann, þegar hann sá, að það stefndi í óefni hjá sér. Með nýjum uppboðs- lögum, sem taka gildi 1. júlí nk., er það gert auðveldara fyrir þann, sem kaupir fasteign, að rifta slíkum langtíma leigusamningi, þó að hon- um hafí verið þinglýst. Að sögn Áma hafa viðskipta- bankamir stuðlað að því, að samið hefur verið lagafrumvarp um samn- ingsveð, sem vonazt er til, að lagt verði fram á næsta þingi. — Með lögfestingu þess yrði veðsetning lausafjár í fasteignum mun afdrátt- arlausari en verið hefur til þessa, segir hann. — Meginreglan yrði þá sú, að lausafé, sem tilheyrir rekstr- inum, verður veðsett með fasteign- inni nema það sé sérstaklega und- anskilið. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að mikið af atvinnuhúsnæði er orðið mun sérhæfðara en áður var og um leið mun minna virði án þess búnaðar, sem í því er. Þá yrðu jafnframt lögfestar rétt- arreglur um eignarréttarfyrirvara, en þar er um þýðingarmikil trygg- ingarréttindi að ræða, sem mikið eru notuð í viðskiptum jafnvel með algengar verzlunarvörur. — Það hafa oft orðið árekstrar varðandi mat á því, hvað telst fylgifé fast- eignar og hvaða hlutir í henni geta fallið undir eignarréttarfyrirvara seljanda, segir Árni að lokum. — Hurðir eru gott dæmi. Það er frá- leitt, að hurðir í húsi geti vegna eignarréttarfyrirvara haldið áfram að vera eign þess, sem seldi þær. Með réttu lagi hljóta þær að til- heyra húsinu sem fast fylgifé og þá eiga lánastofnanir, sem lánað hafa út á húsið, veð í þeim eins og öllum öðrum hlutum hússins. EIGNABÆR _ Bæjarhrauni 8, sími 654222 Opið virka daga kl. 9-18 Einbýli - raðhús Klausturhvammur. 214 fm stórgl. raðhús á tveimur hæöum. Fré- bœr eign. Makask. mögul. V.: Tilboð. Smyrlahraun. e herb. ondaraö- hús á tveimur hæöum ásamt óinnr. risi og bílsk. Mjög góð eign. V. 13,5 m. Þúfubarð. Tveggja hœða einb. Btlsk. Garðhús. Fréb. útsýni. Skipti mögul. á 4ra-5 herb. ib. V. 12.5 m. Bæjarás. 1.630 fm iðð f Mosfbœ. A-gatnaggjöld ógr. V. 800 þús. 4ra-6 herb. Engihjalli. 4ra herb. 108 fm Ib. é 1. hæð i lyftuhúsi. Laus nú þegar. Áhv. byggingasjóðsl. 2,5 mlllj. Sklptl ó litilli fb. mögul. Verð 7,2 m. Sléttahráun. 5-6 herb. efri sérh. ásamt 32 fm bflsk. Allt sér. Mjög góö eign. Verð 11,5 m. Sólheimar. 4ra herb. 114 fm Ib. ó 1. hæð I iyftuh. Hú8vörður. V. 8,8 m. Háakinn. Hæð, ns. snsk. v. 10,5 m. 2ja-3ja herb. Flókagata. Nýkomln f sölu 3ja herb. 91 fm Ib. á 1. hœö i tvlbýti. Mjög falleg (b. með sérinng. Bflskréttur. V. 7,4 m. Stekkjarkinn. 3ja herb. 77 fm íb. é jarðhæð i tvíbýli. Sérinng. Rólegt og gróið hverfi. Áhv. húsnæðisl. 2,2 m. Valtargerði. 3ja herb ib. á efri hæð í þribhúsi. íb. endurn. að miklu leyti. Bflsk. Gott utsýni. V. 8,0 m. Lækjarfrt - Qbæ. 2ja-3ja herb. íb. i nýuppg. húsi alls 74,5 fm. Altt nýtt Góð staðsetn. tykill é skrifst. V. 6,2 m. Miðvangur. 2ja herb. Ib. é 2. hæð í lyftuhúsi. Gott útsýni. Laus fljótl. Ath. lækkað verð. V. 5,0 m. í smíðum Hörgsholt - Hafnarfirði: * 2ja herb. fb. V. 5,1-5,6 m. ★ 4ra herb. (b. V. 8,0-9,6 m. Atvinnuhúsnæði Bæjarhraun. Glæsll. verslhúsn. á 1. hæð u.þ.b. 470 tm og u.þ.b. 360 fm kj. Stðrar innkdyr. Góð lofthæð. Glæeil. eign é fráb. stað. Nénari uppl. é skrifst. Vantar eignir Skoðum og verðmetum samdægurs. Vantar: 3-4ra herb. fb. með bilsk. I Hafnarfirði. Góðar og öruggar greiðslur. Elías B. Guðmundsson, viðskiptafr. - sölustjóri, Hlöðver KJartansson, hdl. Guömundur Kristjánsson, hdl. EIGNABÆR-S: 654222 28444 OKKUR BRÁÐVANTAR EIGNIR Á SKRÁ Lokað í dag Opið virka daga frá kl. 09.00-17.00 Einstaklingsíb. TRYGGVAGATA. 31 fm ó 5. hæð. Góð íb. V. 3,0 m. 2ja herb. VESTURGATA. Mjög góð 50 fm é 2. hæð. V. 4,5 m. VITASTÍGUR. Falleg „stúdíó"- íb. í nýl. steinhúsi á horni Vita- stígs og Laugavegs. Suðursv. Einkabflast. Verð: Tilboð. VESTURBERG. Ca 55 fm á 3. hæð. Falleg eign. Bein sala. KRÍUHÓLAR. Endurgerð og fal- leg 55 fm á jarðhæð. Laus. 3ja herb. GNOÐARVOGUR. Mjög góð 70 fm á 2. hæð. Góð lán áhv. OFANLEITI. Mjög falleg 89 fm á 2. hæð. Sérþvhús og geymsla. LANGAHLÍÐ. Mjög góð 70 fm á 1. hæð ásamt herb. í risi. Góð lán 3,3 millj. áhv. V. 6,0 m. 4ra herb. og stærri FAGRABREKKA - KÓP. Mjög falleg 126 fm endaíb. á 1. hæð ásamt aukaherb. í kj. Góð áhv. lán. V. 8,8 m. KLEPPSVEGUR. Ca 110 fm á 1. hæð í blokk. Góð eign. HAGAMELUR. Sérstakl. góð 96 fm hæð ásamt 23 fm bflsk. HVASSALEITI. Mjög góð 100 fm nettó á 3. hæð í góðu húsi. Suðursvalir. Frábært útsýni. UÓSHEIMAR. Falleg 100 fm á 1. hæð í lyftuh. Getur losnað fljótl. SKAFTAHLÍÐ. Ágæt 150 fm á 2. hæð. Laus nú þeg- ar. Ekkert áhv. Þarfnast standsetn. Verð: Tilboð. MARÍUBAKKI. Mjög góð 100 fm á 2. hæð ásamt aukaherb. m/aðgang að snyrt. Laus. HRAUNBÆR. Sérl. falleg 100 fm á 1. hæð. Suðursv. Laus strax. Sérhæðir SUNDLAUGAVEGUR. Mjög góð 120 fm á 1. hæð ásamt aukaherb. í kj. og 40 fm bflsk. Raðhús DALHÚS. Fallegt 211 fm fullg. hús. Sala eða skipti á sérhæð. ÁSBÚÐ. 215 fm hús á tveimur hæðum m/innb. tvöf. bflsk. Fal- legt hús. Góð lán. KJALARLAND - FOSSVOGUR. Sérlega gott 214 fm ásamt bflsk. V. 15,5 m. Einbýlishús GARÐABÆR. Glæsil. 450 fm ásamt 50 fm bílsk. VALLARGERÐI. Gott 100 fm á einni hæð ásamt 32 fm bílsk. í byggingu VIÐ AFLAGRANDA 11 OG 13 eru risin tvö falleg 210 fm raðhús. Teikn. og uppl. á skrifst. Annað HAFNARSTRÆTI. 60 fm og annað 20 fm skrifsthúsnæði í nýlegu lyftuhúsi rétt við vænt- anl. dómshús. 730 FWI á 2. hæð (efstu) við Krókháls. Mikil lofthæð og mikl- ir mögul. Frábært útsýni. Góð lán áhv. SUMARBÚSTAÐUR og lóðir í Svarfhólsskógi. OKKUR BRÁÐVANTAR EIGNIR ÁSÖLUSKRÁ HÚSEIGNIR VELTUSUNDI 1 O C|f|l| SIMI 28444 OL Daníel Ámason, löflfl. fast., (p Helgi Steingrimsson, sölustjóri. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.