Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ CACTEiriUID rASTEIUlMIR sunnudagur 21. juni 1992 Þörf áhærrí og lengri lánum fyr- ir slærri eisnir ÞAÐ sem af er sumri, hefur meira líf verið að færast í fasteigna- markaðinn og hann gæti orðið enn líflegri, ef eitthvað yrði gert til þess að liðka fyrir sölu á stærri eignum. Það myndi losa um mikinn hnút á fasteignamarkaðnum og greiða enn frekar fyrir sölu á minni eignum um leið. Kom þetta fram í viðtali við Þórð Ingvarsson, sölustjóra hjá fasteignasölunni Kringlan nú í vikunni. að hefur verið mikið um fyrir- spurnir og greinilega fyrir hendi töluverður áhuga hjá fólki, sagði Þórður. — Áberandi er, að þeir, sem eru að leita fyrir sér, eru að því í alvöru. Það er mikið um yngra fólk á markaðnum, sem er að kaupa í fyrsta sinn og það spyr einkum um 2ja og 3ja herb. íbúðir. Margt af þessu fólki virðist ekki hafa mikil íjárráð og tekur þá eins hátt húsbréfalán og frek- ast er hægt og reynir jafnframt að teygja útborgunina lengra en eitt ár t. d. í 14-15 mánuði. Þórður kvað eitt erfiðasta vand- amálið hjá mörgum vera fyrstu greiðsluna af húsbréfunum og sagði: — Hún er lang þyngst, vegna þess að fyrsti gjalddagi er sex mánuðum, eftir að þau voru gefin út og þá bætast vextir og verðtrygging fyrir allan þann tíma við afborgunina. Kaupendur verða því að gera ráð fyrir að þurfa að borga all háa fjárhæð af húsbréf- unum á miðju útborgunartímabil- inu, en það eru ekki nándar nærri allir, sem gera sér nægilega grein fyrir þessu. Þórður sagði ennfremur, að sala á stærri íbúðum og einbýlis- húsum væri eftir sem áður mjög hæg. Það væri þó auðveldara að selja slíkar eignir, ef á þeim hvíldu myndarleg veðdeildarlán frá því áður t.d. 3-3,5 millj. kr. Þá gæti fólk nýtt sér húsbréfin til viðbót- ar. Mun erfiðara væri að selja slík- ar eignir, ef þær væru skuld- lausar, sem væri býsna algengt. Sú skoðun að eiga hús og íbúðir skuldlausar væri fáránleg, en hún hefði samt reynzt býsna lífseig á meðal íslendinga. Ein afleiðingin væri sú, að fólk um þrítugt, sem kannski væri komið með þrjú böm og þyrfti einmitt á stærri íbúðum á verðbilinu 9-10 millj. kr. að halda, gæti ekki klofið slík íbúðar- kaup miðað við þá fyrirgreiðslu, sem fengist nú. ~vn;: * "** "* H >l \ y Þar við bættist að lánstíminn á húsbréfunum væri allt of stuttur. Það ætti að lengja lánstímann og hækka láninn eitthvað á stærri eignum. Sala á þeim myndi þá strax verða auðveldari og jafn- framt greiða fyrir sölu á minni eignum. — Staðreyndin er sú, að fæstir hafa þá peninga, sem þarf til þess kaupa slíkar eignir, sagði Þórður Ingvarsson að lokum. — Ríki eða lánastofnanir verða því að koma til skjalanna og gera fólki kleift að kaupa þær með aukinni fyrirgreiðslu. Þó að láns- tíminn verði lengdur, er ekki verið að gefa neitt. Fólk mun eftir sem áður borga það með vöxtum og verðbótum til baka, sem það fékk að láni. Sorpreiuiur ER NOKKUR vandi að nota sorprennu? Slíkar rennur eru svo algengar að ætla má að allir geti notað þær. Þó hefi ég heyrt furðulegar sögur frá mönnum sem sjá um að flytja úrganginn frá byggðinni. Fólk reynir að troða alltof stórum úttroðnum ruslapokum í rennurnar svo þær stífl- ast gjörsamlega og getur reynst illmögulegt að losa þá stíflu. að er bamaskapur að láta slíkt koma fyrir, kann einhver að segja. Ef orðið bamaskapur táknar þekkingarskort þá er það rétt, eða kannske stafar það af leti? Hugum aðeins að því hvemig sorprennur í hús- um em byggðar og hvemig þarf að nota þær svo að við lendum ekki í vandræðum. Blikksmíði Algengast er að sorprennur í íbúð- arhúsum séu settar saman úr sívöl- um blikkhólkum sem em tæplega 300 mm að þvermáli innanvert. í húsum þar sem tvær eða fleiri íbúða hæðir nota svona rennu, má reikna með að all langur hluti rennunnar sé beinn og standi lóðréttur í veggn- um. Neðst á þessum beina strokk er næstum ævinlega aflíðandi beygja sem er þannig smíðuð að hægt er að stilla sorptunnu undir stútinn. Stundum er hægt að snúa þessum enda til. Það er til þess að ef ein tunnan er orðin full, má snúa stútn- um til og beina mslinu í aðra tunnu. Á sorprennum husa geta verið fleiri beygjur á leiðinni niður í tunn- ugeymsluna. Það fer eftir fyrirkom- ulagi íbúða og afstöðu til tunnug- eymslunnar, hversu bein sú leið er, það getur komið fyrir að rennslis- tregðu gæti í stöku húsum við svona beygjur. Skemmdar rennur Blikksmíðameistari tjáði mér að skemmdir á sorprennum húsa væru algengar. Orsakir skemmda em oft- ast þær að fólk treður of stórum pökkum í rennuna og oft of þungum og stómm hlutum. Nú gilda ákveðn- ar reglur um hvað má setja í rusla- poka en margir fara ekki eftir slíkum reglum. Þannig er þvi farið með ýmiss konar gler. Það þykir mjög óæskilegt að gleri sé fleygt í sorptunnur, en margir fleygja flösk- um og glerkrakkum ýmiss konar í mslapokana. Við getum ímyndað okkur hvílíkt högg verður þegar þriggja pela flaska fellur fimm til sjö metra niður og skellur niður í beygjustútinn neðst í rennunni. Auðvitað beyglast stúturinn og getur raunar eyðilagst, að ég ekki tali um ef fleiri flöskum af þessari stærð er fleygt niður renn- una. Þá verður stúturinn trúlega ónothæfur á eftir. í fjölbýlishúsum þar sem afnota- réttur margra íbúða er að sömu sorp- rennunni hættir fólki til kæmleysis í skjóli þess að enginn viti hver það var sem ekki fór að settum reglum. Stífluð renna og eyðilögð kemur auðvitað öllum illa og veldur kostn- aði og fyrirhöfn. Heyrt hefi ég sagt að það séu hinir ólíklegustu hlutir sem fólk fleygi í svona rennur. Eitt af þvf sem mér þótti merkilegt að heyra var hesthaus í heilu lagi. Mætti margt telja upp, sem hefur valdið skemmd- um og stíflum í sorprennum, allt frá fyrirferðarmiklum umbúðum, papp- akössum, brotnum stólum, bókum, pottum, pönnum, útvarps- og hljóm- flutningstækjum o.fl. o.fl. Hreinlætis gætt Ég vil leggja áherslu á að mikil þörf er á að fólk gæti fyllsta hrein- lætis við notkun sorprenna og í tunn- ugeymslunni. Það er brýnt að msl og matarleifar séu pakkaðar í hæfi- lega stóra poka sem bundið er vand- lega fyrir opið á áður en þeim er kastað í sorprennuna. Ég segi hæfi- lega stóra poka og þá meina ég að þótt pokarnir séu það stórir að hægt væri að setja meira í þá áður en. þeim er kastað í sorprennuna, má ekki gera þá umfangsmeiri en svo að þeir renni léttilega niður rennuna. Varðandi það hversvegna á að setja það sem fleygt er í sorprenn- eftir Bjarna Ólofsson SMIÐJAN er þetta að segja: Ef sorprennan verður óhrein að innan er mjög erfitt að þvo hana eða hreinsa og ef matarleifar klístrast í innvegg sorprennunnar mun ekki líða langur tími þar til skordýr koma til að gæða sér á matnum og þau em fljót að tímgast. Þegar ég var drengur var sorpi fleygt óvörðu I öskutunnur, eins og þær nefndust þá. í kring um ösku- tunnurnar og í þeim var mikið líf og fjörugt hjá maðkaflugunum sem bám víurnar í matarleifar sem kast- að var í tunnurnar og á sumrum vom egg þeirra fljót að klekjast út, svo tunnumar momðu af skríðandi maðki. Stærri dýr, svo sem rottur og mýs, sóttu líka mikið að öskutunn- unum, svo og hundar og kettir, jafn- vel hross er gengu laus í bænum. Þvottur á tunnugeymslum Nú kann einhver að spyija hvern- ig skuli sótthreinsa og halda hreinum sorptunnugeymslum. Tunnugeymsl- ur þurfa að vera með góðri loftræst- ingu og upp úr sorprennunni þarf einnig að ganga loftventill. En það fer fljótt að bera á vondum Hllnnl lóúa- efUrspurn EFTIRSPURN eftir lóðum í Reykjavík hefur verið lítil í vor og meira um það en venjulega, að lóðum sé skilað inn. Hefur lóðaúthlutun hjá borginni aðal- lega verið í Rimahverfi og Engja- hverfi fyrir norðan Grafarvog, en þar er töluvert til bæði af ein- býlishúsalóðum sem öðrum lóð- um og því auðvelt að svara eftir- spurn. Kom þetta fram í viðtali við Ágúst Jónsson, skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings. Hagkaup hafa fengið fyrirheit um lóð á þessu svæði í svo- nefndum Kjama við Borgarveg. Það gildir í 18 mánuði og þann tíma á að nota til að undirbúa skipulag og framkvæmdir á þessum stað og geta Hagkaup á þeim tíma fengið þessu svæði formlega úthlutað, en eftir þennan tíma fellur fyrirheitið niður, ef Hagkaup verða ekki búin að Jtaka ákvörðun. Ágúst sagði ennfremur, að nú væri endanlega búið að úthluta byggingarétti við Hæðargarð, en talsverðar deilur hafa staðið um framkvæmdir þar að undanfömu. Þar ætla svonefnd Réttarholtsam- tök og byggingarfyrirtækið Ár- mannsfell að reisa í sameiningu 19 íbúðir fyrir aldraða. Framkvæmdir þama munu væntanlega heíjast í sumar. Af öðrum stærri fram- kvæmdum mætti nefna, að Há- teigssöfnuður væri að undirbúa að byggja myndarlegt safnaðarheimili við hliðina á kirkjunni og væri þeg- ar búið að samþykkja teikningarnar að þeirri byggingu. daun frá tunnugeymslunni og renn- unni ef geymslan er ekki þvegin. Kalk er ágætt sótthreinsiefni. Það getur verið gott ráð að kalkbera tunnugeymsluna að innan, þegar þurfa þykir, en auðvitað má einnig nota önnur hreinsiefni svo sem þvottasóta eða góða sápu. Sorpa Sorpa er tekin til starfa. Ekki er ennþá komin næg reynsla á þjónustu þess fyrirtækis. Þó hlýt ég að segja að sorphirða Reykjavíkur var það- góð að erfitt verður fyrir einkarekið fyrirtæki að veita svo góða þjónustu. Þetta nýja fyrirtæki hefur auglýst töluvert hvemig flokka skuli sorp. Slík flokkun tíðkast í æ ríkari mæli hjá nágrannaþjóðum okkar og geng- ur auðvitað misvel að fá fólk til þess að flokka það sem fleygt er. Það liggur líka í augum uppi að það er mikilvægt fyrir fyrirtækið Sorpu að fólk taki því vel að flytja stærstan hluta úrgangs í fáeina gáma sem komið er fyrir á ákveðn- um stöðum. Því meira magn sem fólk flytur í gámana, því minna safn- ast auðvitað í tunnumar heima, svo minna verður að flytja þaðan. Þetta er gott og blessað, svo fremi að fólk geti, án mikils kostnaðar, komið msli í gámana. Ennfremur var fyrirtækjum gert að skyldu að annast sjálf flutning úrgangsefna á sorphaugana. Allur þessi niður- skurður á þjónustu við skattborgara er í raun og veru töluverð hækkun á gjöldum til borgarsjóðs. Ruslagámar eru alltof fáir, þurfa að vera innan kílómetra fjarlægðar í hveiju hverfí, þannig að ekki verði lengra á milli þeirra en svo sem tveir til tveir og hálfur km. Með því móti er mögulegt að fólk geti ekið heyi og öðrum úrgangi á hjólbörum að heiman og hent því í gáminn. Gámaþjónustan er í raun til mik- ils hagræðis fyrir fólk er það þarf að koma frá sér fyrirferðarmeiri úrgangi en þeim sem má fleygja í sorptunnumar, því margt fellur til sem fólk þarf að losa sig við. Aftur á móti veldur það auknum akstri bíla og þar með aukinni meng- un, ef safnstöðvar eins og þessir mslagámar em hafðir svo strjálir að fólk komist ekki með ruslið öðm- vísi en á bílum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.