Morgunblaðið - 15.07.1992, Side 2
2
; MGRGUNBLAÐIÐ -MIÐVIKUÐAGUR 15. JÚLÍ 1992
Morgunblaðið/KGA
Forseti íslands lokaði í gær síð-
asta kerinu í kerskálum álvers-
ins í Straumsvík með felliþekju.
Við þá athöfn voru flutt ávörp
og einnig lék Eva Strizova, tón-
listarkennari frá Tékkóslóvakíu
á píanó, en hún starfar í mötu-
neyti og ræstingum í álverinu.
Fremst á innfelldu myndinni eru
þau Christian Roth, forsljóri
ISAL, Vigdís Finnbogadóttir,
forseti íslands, og Rannveig
Rist, stjórndeildarstjóri um-
hverfismála álversins, að fylgj-
ast með því þegar felliþelgan
lagðist yfir síðasta kerið.
Breytingar á kerskálum ÍSAL:
Útblástur flúoríðs minnkar
úr 400 í 100 tonn á 2 árum
1500 milljónir í mengunarvarnir frá 1989
FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, lokaði síðasta kerinu í
kerskálum álversins í Straumsvík með felliþekju í gær. Við það
tækifæri sagði Christian Roth, forsljóri ÍSAL, að aðgerðir fyrir-
tækisins í mengunarvarnamálum muni líklega skila þeim ár-
angri, að árlegur útblástur flúoríðs minnki úr 400 tonnum árið
1990 í minna en 100 tonn á þessu ári. Alls hafi fyrirtækið fjár-
fest fyrir um einn og hálfan milljarð frá árinu 1989 til að draga
úr mengun.
Alls eru kerin í kerskálum ÍSAL
320 og lokaði forsetinn því síð-
asta með felliþekju við athöfn í
Kerskála 2 í _gær. Christian
Roth sagði að ÍSAL hefði nú náð
alþjóðlega viðurkenndum gildum
varðandi útsleppi frá álverinu.
Þrátt fyrir þennan árangur sé
ekki lokið umbótum fyrirtækisins
á svið umhverfismála. Stjórnend-
ur þess telji ábyrgð þess í um-
hverfismálum mikla og vilji að það
sé með þeim bestu á Norðurlönd-
um og í Evrópu.
Við athöfnina tók einnig til
máls Eyjólfur Bjarnason, trúnað-,
armaður starfsmanna í kerskála.
Hann sagðist fagna þessum
áfanga í að beisla mengunina í
kerskálunum. Áður hefðu menn
þurft að vinna þar stöðugt í meng-
unarkófi en ástandið hefði nú
batnað til muna með tilkomu felli-
þekjanna. Hins vegar mætti ekki
gleyma því, að þeir sem ynnu við
kerin þyrftu eftir sem áður að
standa yfír þeim opnum.
Að lokinni athöfninni í kerskál-
anum gróðursettu Vigdís Finn-
bogadóttir og Christian Roth tré
fyrir utan skrifstofur ÍSAL í
Straumsvík.
Tillaga i borgarráði:
Stofnað verði hluta-
félag um Pípugerðina
TILLAGA um að Reykjavíkurborg stofni hlutafélag, sem yfirtaki
rekstur og eignir Pípugerðarinnar, hefur verið lögð fram í borgar-
ráði af borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Lagt er til að núver-
andi starfsfólk Pípugerðarinnar verði endurráðið af félaginu og að
borgin taki síðar ákvörðun um sölu hlutabréfa. „Við sölu verði tek-
ið mið af því að fjárhagslegur ávinningur borgarinnar verði sem
mestur, hagsmunir starfsfólks verði sem best tryggðir og eðlileg
samkeppnisstaða verði á markaðnum."
í greinargerð með tillögunni seg- Þá segir: „í hellu- og steinafram-
ir, að Pípugerðin hafi starfað frá leiðslu er Pípugerðin í samkeppni
árinu 1946 og að þar hafi verið
framleitt megnið af steinsteyptum
vörum og einingum í holræsakerfi
borgarinnar. Tækjabúnaður hafi
verið endurnýjaður árið 1988 og
skipulagi framleiðslunnar breytt.
Pípugerðin framleiðir efni í hol-
ræsi, rör og brunna, hellur og steina
og til dæmis undirstöður fyrir ljósa-
staura og umferðarmerki. Gatna-
málastjóri kaupir um 50% af fram-
leiðslunni, aðrar borgarstofnanir 5%
en um 45% eru seld á almennum
markaði.
við fjölda fyrirtækja og á höfuð-
borgarsvæðinu er önnur verksmiðja
sem framleiðir efni til holræsagerð-
ar. Keppinautar Pípugerðarinnar
sitja ekki við sama borð hvað varð-
ar viðskipti við Reykjavíkurborg,
aðgang að fjármagni til endurbóta
og uppbyggingar og opinber gjöld
af starfseminni. Ekki er eðlilegt að
Reykjavíkurborg standi að sam-
keppni með þessum hætti og ber
því að gera breytingar á rekstri
Pípugerðarinnar, sem miða að því
að borgin hverfi frá rekstri hennar.“
Svanur RE fær loðnu:
Fyrsta loðnan á ver-
tíðinni stór og falleg
SVANUR RE veiddi fyrstu loðnuna á þessari loðnuvertíð 130 til
150 sjómílur norður af Hraunhafnartanga í fyrrinótt. Ingimundur
Ingimundarsson, eigandi skipsins, sagði að veiðst hefðu 550 tonn
af góðri loðnu um nóttina.
Ingimundur sagði að Svanur
hefði leitað að síld í færeyskri lög-
sögu að undanförnu en án árang-
urs. Því hefði verið tekin sú ákvörð-
un að halda þaðan og hefja loðnu-
leit á fímmtudag. Loðnunnar hefði
síðan orðið vart í fyrrakvöld.
Aðspurður sagðist Ingimundur
síðast hafa náð sambandi við skip-
ið í gærmorgun. Þá hefðu þegar
veiðst 550 tonn en hann hefði
seinna heyrt að skipið væri á leið
í land með fullfermi sem væru
650-680 tonn. Ingimundur kvaðst
reikna með að landað yrði á Rauf-
arhöfn. Hann sagði að fyrst loðnan
hefði fundist myndi örygglega
verða haldið áfram að veiða hana.
Hvað gæði loðnunar varðar
hafði Ingimundur eftir skipveijum
á Svani RE að hún væri mjög
góð, stór og falleg. Hann sagði að
hún væri örugglega feit á þessum
tíma en hlutfallið kæmi ekki í ljós
fyrr en við mælingu.
Fiskvinnslan á Bíldudal óskar eftir gjaldþrotaskiptum:
Vonast er til að vinnsla Utgerð-
arfélagsins hefjist á mormm
STJÓRN Fiskvinnslunnar á Bíldudal hf., ákvað á stjórnarfundi í
gærdag að óska eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins. Forráðamenn
fyrirtækisins fara með beiðnina til héraðsdómara í dag. í beinu fram-
haldi af því óskar Útgerðarfélag Bílddælinga hf. eftir að taka eign-
ir Fiskvinnslunnar á leigu og nýtur til þess stuðnings Landsbankans
sem eins helsta kröfuhafans. Vonast er til að vinnsla geti hafist í
frystihúsinu á morgun en þá er von á togara fyrirtækisins, Sölva
Bjarnasyni, í land með rúmlega 100 tonn af þorski.
„Það er búið að fá loforð frá
Landsbankanum um bankaviðskipti
við Útgerðarfélagið og við gerum
ráð fyrir að vinnsla hefjist seinni
hluta vikunnar," sagði Magnús
Björnsson, stjórnarformaður Fisk-
vinnslunnar og Útgerðarfélagsins,
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Að sögn Magnúsar verða stjórnend-
ur þeir sömu þar til annað verður
ákveðið af hluthöfum. Leigutími
verður til 1. september nk. Gert er
ráð fyrir að flestir starfsmenn Fisk-
vinnslunnar verði endurráðnir. Eftir
stjórnarfundinn í gær kallaði stjórn-
in starfsfólkið saman á fund til að
skýra því frá niðurstöðu fundarins
og hvert framhaldið yrði. Á fundin-
um var öllu starfsfólki Fiskvinnsl-
unnar sagt formlega upp störfum.
Jónas Jóhannsson, héraðsdómari
, á ísafirði, sagði að í framhaldi af
uppkvaðningu gjaldþrotaúrskurðar
myndi héraðsdómari, að öllum lík-
indum í dag, skipa bústjóra sem sjá
muni um alla samninga viðvíkjandi
þrotabúinu. Halldór Guðbjarnason
bankastjóri Landsbankans sagði að
bankinn væri fylgjandi því að Ut-
gerðarfélagið fengi eignir Fisk-
vinnslunnar á leigu í sumar eftir
að Fiskvinnslan lýsti sig gjaldþrota.
Bankinn er einn af stærstu kröfu-
höfum ásamt Byggðastofn-
un/Hlutafjársjóði og Fiskveiðasjóði.
Halldór sagði þó að bústjóri hlyti
að meta slíka beiðni sjálfstætt út
frá hagsmunum kröfuhafa.
Einar Mathiesen sveitarstjóri
sagði það vera sársaukafullt fyrir
byggðarlagið að stærsta atvinnu-
fyrirtækið væri lýst gjaldþrota.
„Hinsvegar hugsum við fyrst og
fremst um hagsmuni byggðarlags-
ins og fólksins sem hér býr, að hér
sé hægt að halda uppi fullri at-
vinnu.“ Bíldudalshreppur hefur lagt
32 milljónir króna, framreiknað, í
hlutafé til Fiskvinnslunnar frá
1986. Það fjármagn er nú tapað.
„Ég er sáttur við lausnina sem
slíka út frá sjónarmiðum sveitarfé-
lagsins. Það minnkar höggið á
sveitarfélagið, að vinnsla komist í
gang að nýju, sem verður væntan-
lega á morgun. En þetta verður líf-
róður hjá stjórn Útgerðarfélagsins
að finna viðunandi lausnir, hvort
sem það verður gert í samvinnu við
aðra aðila hér á svæðinu eða á
annan hátt. Skoðaðir verða allir
möguleikar til að halda hér vinnu
og skipum á leigutímanum,“ sagði
Guðmundur Sævar Guðjónsson
oddviti Bíldudalshrepps.
Jón Björnsson, formaður verka-
lýðs- og sjómannafélagsins Varnar,
sagði í gær að vonast væri til að
sem flestir kæmu til vinnu í frysti-
húsinu á morgun. Hinsvegar yrði
ekki um fastráðningu að ræða því
Útgerðarfélagið muni ekki starfa
nema í hálfan annan mánuð.
R. Schmidt.
Japönsk sendi-
nefnd stödd hér;
Hafa áhuga
á fískiðnaði
og raforku
HÓPUR frammámanna 34
japanskra framleiðslu- og
fj ármögnunarfyr irtækj a
kom hingað til lands á
mánudaginn til þess að
kynna sér íslensk efnahags-
ferða- og félagsmál. í för-
inni hittu Japanirnir meðal
annarra fulltrúa ýmissa
ráðuneyta. Aðspurður um
áhuga japanskra fyrirtælga
á að fjárfesta hérlendis
sagði Takahito Mochinaga
fyrrum aðstoðarinnanríkis-
ráðherra Japans og for-
svarsmaður hópsins að ekk-
ert eitt fyrirtæki hefði enn
sýnt slíkan áhuga. „Áhugi
einstakra fulltrúa í þessum
hópi á fjárfestingum hér-
lendis kann hins vegar að
hafa vaknað í förinni,"
sagði Mochinaga.
Mochinaga sagði að íslensk-
ur fiskiðnaður og raforkufram-
leiðsla hefðu vakið sérstakan
áhuga hópsins. Hann kvaðst
vera mjög ánægður með förina
hingað og gera sér vonir um
góð tengsl við ísland og íslend-
inga í kjölfar hennar.
Japan Productivity Center,
sem er japönsk fræðslu- og
kynningarmiðstöð um fram-
leiðni og efnahagsmál, skipu-
lagði för hópsins um nokkur
Evrópulönd. Hingað komu Jap-
anirnir eftir kynnisför til Ung-
vetjalands, Austurríkis og
Tékkóslóvakíu og héðan halda
þeir til Noregs.