Morgunblaðið - 15.07.1992, Síða 12

Morgunblaðið - 15.07.1992, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992 Innlegg í umræður um nið- urstöður rannsóknar á læsi eftír Ólaf G. Einarsson Þann 2. júlí sl. voru birtar niður- stöður úr alþjóðlegri rannsókn á læsi í 27 löndum. Er sú rannsókn samstarfsverkefni alþjóðlegra sam- taka International Association for Evulation of Educational Achieve- ment, (IEA) um mat á árangri í skólanámi. Hér á landi var könnun- in unnin af Rannsóknastofnun upp- eldis- og menntamála í samvinnu við menntamálaráðuneytið og hafði dr. Sigríður Valgeirsdóttir yfirum- sjón með henni. Könnunin náði til tveggja aldurshópa barna og ungl- inga 9 og 14 ára. Viðfangsefni bamanna var að lesa úr töflum, kortum og línuritum, sögur og ýmiss konar fræðsluefni. Niðurstöður könnunarinnar hafa verið gerðar að umræðuefni í fjöl- miðlum undanfarið og ber túlkunum á þeim ekki saman. Þannig má ætla af sumum fréttum að íslend- ingar séu best læsir allra þeirra þjóða sem tóku þátt í könnuninni en af öðrum fréttum að þeir séu meðal þeirra lökustu í lestri. Staðreyndir málsins eru hins veg- ar þær að íslensk böm virðast í flestum tilvikum vera rúmlega I meðallagi þegar á heildina er litið. Þannig standa íslensk böm vel að vígi hvað varðar lestrarkunnáttu þegar hún er borin saman við lestr- arkunnáttu barna í löndum eins og Venezuela, Zimbave eða Botsvana. Það er hins vegar hvorki réttmætur né sanngjam samanburður. Því síð- ur að það sé eitthvað til þess að hrópa húrra fyrir. Réttara er að „Nú er unnið að því að ganga frá lokaskýrslu könnunarinnar um læsi þar sem farið verður dýpra ofan í íslensku gögnin og leitað fyllri skýringa. Sú úrvinnsla mun væntanlega giæða skilning á því hvar helst þurfi að gera bragar- bót.“ bera árangur íslenskra bama sam- an við árangur jafnaldra þeirra á Norðurlöndum. Þegar það er gert má lesa eftirfarandi um frammi- stöðu íslenskra bama úr niðurstöð- um könnunarinnar. Víkjum fyrst að árangri 9 ára barna. Þar kemur fram að íslensk börn fá 518 stig í lestri, þegar fjall- að er um sögur, og eru þar í næst neðsta sæti á Norðurlöndum. Finnsk böm hlutu flest stig eða 568 stig. Sama gildir þegar lestur fræðsluefnis er annars vegar, þar eru íslensk böm í næst neðsta sæti af Norðurlandaþjóðum með 517 stig. Finnsk böm eru þar einnig efst með 569 stig. Þannig er varla hægt að segja að árangur hinna íslensku 9 ára barna sé viðunandi í samanburði við 9 ára böm í hinum ríkjum Norðurlanda. Samanburður á árangri 14 ára unglinga á íslandi við árangur jafn- aldra þeirra á Norðurlöndum leiðir í ljós að þeir eru nákvæmlega í miðju þegar glímt var við sögur, eða með 550 stig, sem er aðeins 9 stigum færra en finnskir jafnaldrar þeirra sem fengu flest stig. Þegar viðfangsefnið var ýmiss konar fræðsluefni eru íslenskir unglingar í efsta sæti, eru 7 stigum ofar en finnskir jafnaldrar þeirra, sem eru í öðru sæti. Þegar lesa á úr töflum, kortum og línuritum eru íslenskir 14 ára unglingar í neðsta sæti, eða tæplega 50 stigum neðar en fínnsk- ir jafnaldrar þeirra, sem hlutu flest stig í þessum þætti könnunarinnar. Þannig má því segja að árangur íslenskra 14 ára unglinga sé nokkuð góður og er það vel. Undanskilið er þó það viðfangsefni að lesa kort, töflur og línurit þar sem lélegur árangur þeirra hlýtur að vera okkur áhyggjuefni. Það eru einkum tvær ástæður fyrir því að ég hef rakið þessar niðurstöður. Önnur ástæðan er sú að túlkun sumra fjölmiðla á niður- stöðum hefur í hæsta máta verið villandi. Hin er sú að brýnt er að gera sér grein fyrir því hver munur- inn er á árangri nemenda í hinum ýmsu löndum ekki síst þegar aukið samstarf þjóða er haft í huga. Þegar leitað er skýringa á lestr- arkunnáttu íslenskra barna beinist athyglin að lestrarkennslu í grunn- skólum. í Morgunblaðinu 5. júlí sl. segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir for- maður Kennarafélags Reykjavíkur að niðurstöður könnunarinnar bendi til þess að lestrarkennslu sé ábóta- vant. Bendir hún á að margir leið- beinendur við kennslustörf hafi aldrei lært að kenna lestur. Kristín Ólafur G. Einarsson H. Tryggvadóttir skólastjóri í Selás- skóla segir í sama blaði að lestrar- kennslu í Kennaraháskóla íslands sé þannig háttað að einungis nem- endur í fyrsta bekk kynnist aðferð- um við lestrarkennslu. Þá segir Kristín að þegar þeir komi til kennslu biðjist þeir undan því að kenna lestur. Hér eru vissulega at- hyglisverðar ábendingar sem þarfn- ast athugunar við. Ýmislegt bendir til þess í niður- stöðum þessarar könnunar að árangur nemenda í lestri byggist einnig á ýmsum þáttum öðrum en lestrarkennslu innan skólakerfis og utan. í niðurstöðum könnunarinnar kemur m.a. fram að lengd skólaárs tengdist ekki lestrarkunnáttu 9 ára barna en hins vegar komu fram veik tengsl milli lestrarkunnáttu 14 ára unglinga og lengd skólaárs, þannig að þeir unglingar sem voru lengur í skóla sýndu betri frammi- stöðu. Það kom fram að hjá 9 ára börnum næst ekki betri árangur þar sem nemendur eru almennt færri í bekkjardeildum og heldur ekki þar sem kennarar kenna sömu bekkjardeild í mörg ár. Þá kom fram að það skiptir miklu máli hversu greiðan aðgang börn og unglingar hafa að lesefni. Þannig er bent á það að í þeim löndum þar sem nemendur fengu flest stig hafí þeir greiðari aðgang að bókum á heimilum sínum, í skólum og nálæg- um bókasöfnum bæjar- eða sveitar- félaga. Ég hef stiklað á stóru um niður- stöður alþjóðlegrar rannsóknar á læsi. í ljósi aukinna alþjóðlegra samskipta með auknum kröfum um menntun gefur augaleið að tryggja þarf íslenskum ungmennum þá und- irstöðu menntunar að vera læs. Lestrarkunnátta er vafalaust háð mörgum þáttum innan skóla og utan og orsakasamband flókið. Mik- ilvægi faglegrar lestrarkennslu er þó óvefengjanlegt. Kjölfestu fag- legrar lestrarkennslu þarf að treysta í kennaranámi á því leikur enginn vafí. Nú er unnið að því að ganga frá lokaskýrslu könnunarinnar um læsi þar sem farið verður dýpra ofan í íslensku gögnin og leitað fyllri skýr- inga. Sú úrvinnsla mun væntanlega glæða skilning á því hvar helst þurfí að gera bragarbót. Mikilvægt er að hafa þær niðurstöður að leið- arljósi við stefnumótun og endur- bætur á lestrarkennslu og öðrum þáttum sem stuðla mega að betri árangri á þessu sviði. Höfundur er menntamálaráðherra. i Utsdlm hét / éag Opnum kl. 12.00 KQAKKAQ Kringlunni sími 681719 Sólrún Bragadóttir syngur í Hafnarborg NORRÆN sönglög verða á efnis- skrá tónleika sem haldnir verða í Menningarmiðstöðinni Hafnar- borg í Hafnarfirði fimmtudaginn 16. júlí kl. 20.30. Hjónin Sólrún Bragadóttir óperu- söngkona og Þórarinn Stefánsson píanóleikari flytja lög frá íslandi, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Dan- mörku. Þau Sólrún og Þórarinn eru búsett í Hannover í Þýskalandi þar sem Sólrún er fastráðin við Óperuna þar, auk þess sem hún syngur gesta- sýningar m.a. í Dusseldorf, Mann- heim og Miinchen. Hún kemur einn- ig reglulega fram á tónleikum víðs- vegar um Evrópu. Þórarinn hóf píanónám sitt á Ak- ureyri en lauk einleikaraprófi frá Þórarinn Stefánsson og Sólrún Bragadóttir. Tónlistarskólanum í Reykjavík undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Hann stundaði síðan framhaldsnám í Hannover hjá prof. Eriku Haase. Þórarinn kemur reglulega fram á tónleikum bæði á íslandi og erlendis og þá ýmist í samspili eða sem ein- leikari. Innilegar þakkir fœri ég öllum œttingjum og vinum fyrir sýndan hlýhug og vináttu á 80 ára afmœli mínu 22. júní sl. Guðrún Jóelsdóttir, Grindavík. Innilegar þakkir fœri ég öllum œttingjum og vinum, nœr og fjœr, fyrir heimsóknir, skeyti og gjafir á 80 ára afmœli mínu 20. júní sl. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Þorbjörnsdóttir, Langeyrarvegi 13, Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.