Morgunblaðið - 15.07.1992, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992
13
Á að telja löggæslu arðbæra fjár-
festingu eða bráðabirgðarekstur?
eftir Guðmund
Guðjónsson
Á undanförnum árum hefur orðið
verulegur niðurskurður á fjárveit-
ingum til lögreglunnar í Reykjavík.
Á rökstuðning í fjárlagatillögum
embættisins 1991, eða aðvaranir á
undanförnum árum um að í óefni
stefni vegna fjársveltis, hefur ekki
verið fallist og niðurskurður á fjár-
veitingum til lögreglunnar í Reykja-
vík á fjárlögum 1992, miðað við
árið á undan, dregur mjög úr getu
hennar og hefur skapað ýmis
vandamál og alvarlega starfslegra
árekstra.
Það litla svigrúm sem lögreglan
hefur haft til að sinna ýmsu upp-
byggingarstarfi bæði sem snýr að
löggæslulegum málefnum og
starfsmannalegum og aukið álag á
lögreglumenn, þar sem sífellt þarf
að vera með óvinsælar tilfærslur í
hagræðingarskyni, hefur gert allt
starfsumhverfí lögreglunnar við-
kvæmt og lítið þarf til að misskiln-
ingur, leiðindi eða sundurlyndi
skapist.
Það verður líka að skoða alla þá
hagræðingu sem gera þarf í því ljósi
að hún dregur stórlega úr tekjum
lögreglumanna, sem gerir það að
verkum að þeir eru í óvissu allan
mánuðinn hvort þeir nái tilteknum
yfirvinnutímafjölda eða ekki, sem
síðan skiptir sköpum hvort þeir
geti staðið við fjárskuldbindingar
sínar - skuldbindingar sem menn
tóku á sig í góðri trú og án þess
að þá óraði fyrir því að yfirvinna
miðað við hvern lögreglumann yrði
fyrir slíkum niðurskurði að fara
þarf nokkra áratugi aftur í tímann
til að finna hliðstæðu um sama yfir-
vinnumagn miðað við hvert stöðu-
gildi - eða lengra aftur en flestir
hafa starfað innan lögreglunnar.
Þetta hefur skapað mikla spennu
og alls konar árekstrar tengdir yfir-
vinnu og launamálum eru sífellt að
verða algengari.
Ótti lögreglumanna er sá að lög-
reglan í Reykjavík verði áfram fyr-
ir sífellt meiri niðurskurði, sem bitni
enn frekar á launum þeirra og birt-
ist einnig í auknu vinnuálagi og
sífelldum starfslegum árekstrum
sem niðurskurður veldur. Þessa
óvissu og það óöryggi sem henni
fylgir um fjárhagslega og starfslega
stöðu lögreglumanna er ekki hægt
að búa við til lengdar, enda grefur
slíkt undan allri uppbyggingu og
jákvæðum starfsanda, sem hvoru
tveggja er undirstaða góðrar lög-
gæslu.
Verði breyting á atvinnuástandi
miðað við óbreytt launakjör lög-
reglumanna má búast við flótta lög-
reglumanna úr lögregluliði Reykja-
víkur og reyndar er á þessu ári
farið að bera nokkuð á uppsögnum
og mikilli ásókn í launalaust leyfi,
svo menn geti fengið sér betur laun-
að starf til að bjarga fjárhagnum.
Vert er að hugleiða hvaðan fjár-
munir eigi að koma til að bæta það
tjón sem af því hlýst, ef til hópupp-
sagna kemur nú líkt og um miðjan
síðasta áratuginn.
Breytt, harðara og flóknara
starfsumhverfi lögreglunnar kallar
sífellt á fjölhæfari og betur þjálfaða
lögreglumenn. Þetta gerir kröfu til
breyttra starfsaðferða lögreglu,
strangari inntökuskilyrða í lögregl-
una, betri búnaðar, mikillar þjálfun-
ar og viðhaldsþjálfunar og breyttra
stjórnunarhátta. Einnig þarf að
vera áframhald á vinnufundum
starfsmanna, sem byrjað var að
halda fyrir tveimur árum. Það er
mikilvægur þáttur í löggæslulegri
uppbyggingu en ekki hefur verið
hægt að halda slíka fundi á þessu
ári vegna fjárskorts og af sömu
ástæðu hefur enn ekki verið hægt
að virkja nægilega afrakstur þeirra
funda sem haldnir hafa verið. Þetta
er sérstaklega mikilvægt á svo stór-
um vinnustað sem lögreglan í
Reykjavík er, þar sem störf manna
eru með meiri árekstarhættu heldur
en á minni vinnustöðum þar sem
menn starfa í meiri nálægð hver
Guðmundur Guðjónsson
„Það er von mín að ein-
hverjar viðvörunar-
bjöllur hringi hjá þeim
sem ákvörðun taka um
fjárveitingar til lög-
gæslumála og að litið
verði á góða löggæslu
með arðsemissjónarmið
í huga og sem hag-
kvæma fjárfestingu.“
við annan. Til að þetta gangi eftir
þarf fjármagn. Þrátt fyrir nauðsyn
þess að verulega þurfi að styrkja
þessa þætti í starfi lögreglunnar
er nú svo komið að draga hefur
þurft úr þeim vegna fjárskorts.
Sú mikla uppbygging og sterka
fjárhagsstjórn sem verið hefur hjá
lögreglunni í Reykjavík á síðustu
árum, sem lögreglumenn hafa sam-
eiginlega unnið við að byggja upp,
kann að glatast og það getur tekið
langan tíma og orðið kostnaðarsamt
að vinna slíkt upp aftur. Fyrir því
höfum við sársaukafulla og lær-
dómsríka reynslu síðasta áratugar,
samanber ástand það sem skapaðist
vegna hópuppsagna um miðjan ára-
tuginn sem mörg ár tók að vinna
sig út úr. Það má heldur ekki gleym-
ast að sá mikli árangur sem náðst
hefur innan lögreglunnar í Reykja-
vík á síðustu árum hefur náðst með
samstilltu átaki allra lögreglu-
manna. Menn verða að sjá árangur
af slíku í fleiru en enn frekari niður-
skurði. Lögreglan í Reykjavík hefur
starfað innan ramma fjárlaga síð-
ustu árin. Margir lögreglumenn eru
þeirrar skoðunar að lögreglan í
Reykjavík sé látin gjalda stærðar
sinnar, þ.e.a.s. að í stað þess, eins
og gerist með öðrum þjóðum, að
tekið sé tillit til þess að höfuðborg-
arlögregla þarf að glíma við ýmis
vandamál umfram aðra lögreglu þá
verði hún þess í stað fyrir meiri
niðurskurði vegna þess að fjárhags-
leg umsvif hennar eru mikil. Litið
er á að hagræðing liðinna ára innan
embættisins sé metin til enn frek-
ari niðurskurðar á fjárlögum þessa
árs og í því tilliti er tekið sem nær-
tækt dæmi auka 10 milljóna króna
niðurskurður hjá lögreglunni í
Reykjavík umfram svokallaðan flat-
an niðurskurð.
Það er mjög mikilvægt að fjár-
veitingavald meti fjárveitingar tii
lögreglunnar með langtímasjón-
armið í huga, en skeri ekki það
óhóflega niður eitt árið að dýrmæt
fjárfesting glatist svo sem í reynd-
um, áhugasömum og að öðru leyti
góðum mannskap, sem búið er að
leggja í kostnað við að mennta, að
löggæslulegur árangur sem byggð-
ur hefur verið upp með miklum til-
kostnaði og gífurlegri vinnu hverfi.
Auknum fjármunum hefur verið
ráðstafað til Lögregluskóla ríksins
og menntum lögreglumanna hefur
stórbatnað. Það ber að þakka. Hins
vegar liggur arðsemin í því að við-
komandi aðila sé sköpuð aðstaða
A
Landmælingar Islands:
Nýtt aðalkort af há-
lendinu og Suðurlandi
LANDMÆLINGAR íslands hafa gefið út nýtt aðalkort af há-
lendi íslands í mælikvarða 1:250.000. Um er að ræða blað 5 sem
sýnir Mið-ísland frá Oki í vestri að Trölladyngju í austri. Þá er
einnig komið út biað 6, í sömu hlutföllum, sem sýnir mið-Suður-
land frá Grímsnesi í vestri að Skeiðarárkjökli í austri.
Kortið af hálendinu hefur mikið
verið leiðrétt frá síðustu útgáfu og
sýnir nú alla meginþætti hálendisins
svo sem vegaslóða og vatnsföll auk
ömefna. Blöndulón birtist nú í
fyrsta skipti á korti, en lónið mynd-
aðist þegar Blanda var virkjuð.
Auk útgáfu á Aðalkorti 5 hefur
verið gefin út ferðaútgáfa af Norð-
ur- og Mið-íslandi þar sem á sama
kortblaði er prentað beggja vegna,
annars vegar Aðalkort blað 4 af
Miðnorðurlandi og hins vegar Aðal-
kort 5 af Mið-íslandi.
Hið nýja Suðurlandskort hefur
hlotið gagngera endurskoðun frá
síðustu útgáfu og er nú prentað
eftir nýjum staðli sem gerir það
mun greinarbetra en eldri útgáfur,
að því er segir í frétt frá Landmæl-
ingum. Það veitir m.a. nýjustu upp-
lýsingar um þjóðvegakerfið á Suð-
urlandi; veganúmer, vegalengdir og
gerð slitlags. Á því er að finna rúm-
lega 2000 ömefni, auk upplýsinga
um vegi og slóða á syðri hálendinu
auk fjallaskála svo dæmi séu tekin.
Kortin em fáanleg í Kortaverslun
Landmælinga íslands og á 200 sölu-
stöðum um land allt.
KIWANISMENN
Fundurinn um Engjateig 1 1
veróur haldinn í Kiwanishús-
inu, Brautarholti 26, í kvöld
kl. 20.00.
Stjórnin.
Tilkynning frá
solu varnarliðseigna
Skrifstofa vor og verslanir verða
lokaðar frá 20. júlí til 17. ágúst
vegna sumarleyfa.
SALA VARNARUÐSEIGNA
til að geta unnið starfið af áhuga
og hafi ráð á því að gera lögreglu-
starfið að ævistarfi, en hverfi ekki
úr því fljótlega eftir að námi lýkur
og að síðan þurfi að fara að mennta
nýja menn, sem einnig hætta fljót-
lega að námi loknu. Slíka hringrás
verður að stöðva enda fara þannig
miklir fjármunir fyrir lítið, sem bet-
ur væri varið í löggæslulega upp-
byggingu til frambúðar.
Það á bæði að vera eðlilegt og
nauðsynlegt að stjórnvöld marki
stefnu í löggæslumálum til lengri
tíma, t.d. 4-6 ára hvað varðar
mannaflaþörf, búnað, fjármagn,
aðstöðu o.s.frv. miðað við fyrirliggj-
andi forsendur. Því miður hefur
reyndin verið sú undanfarin ár að
löggæslueiningar sem reynt hafa
að byggja upp starf sitt hafa orðið
að draga saman seglin í miðjum
klíðum og jafnframt sköpuð hjá
þeim mikil óvissa um framhald
mála. Þetta er sorgleg staðreynd í
ljósi þess að þau afbrot og voða-
atburðir sem hinn almenni lögreglu-
maður kemur í veg fyrir með starfi
sínu, góðum starfsáhuga og nær-
veru við borgarumhverfið sparar
þjóðfélaginu gífurlega fjármuni og
þjáningar.
Lögreglan hefur mikinn skilning
á aðhaldsaðgerðum ríkissjóðs - og
því einnig skilningn á því að þeim
mun síður hefur ríkissjóður ráð á
lélegri löggæslu - löggæslu sem
ekki skilar uppbyggingu og arði,
heldur sogar til sín fjármuni til
óhentugs bráðabirgðareksturs.
Það er von mín að einhverjar
viðvörunarbjöllur hringi hjá þeim
sem ákvörðun taka um fjárveitingar
til löggæslumála og að litið verði á
góða löggæslu með arðsemissjón-
armið í huga og sem hagkvæma
fjárfestingu - því það er hún vissu-
lega og slíkt stuðlar reyndar að
verulega minni löggæslukostnaði til
lengri tíma litið.
Höfundur er yfirlögregluþjónn í
Reykjavík.
Pökkunar
limbönd
Gæðalímbönd sem
bregbast ekki.
Hraðvirk leið við
pökkunarstörfin.
J.S.Helgaíon DragháblA S:68 51 52
Örugg festing...
Helstu söluaðilar BMF á íslandi:
Höfn-Þrlhymingur, Hellu.
S.6. búðin, Selfossi.
Htteey, Vetmamæyjum. |
I
Suðurnes: »
Jám & skip, Keflavfk.
Höfuðborgars væðið:
Husasmiðjan hf., Reykjavlk.
Húsasmiöjan hf„ Hafnarfiröi.
Vesturland:
Akur hf„ Akranesi.
Kaupf. Borgfirðinga, Borgamesi.
Skipavlk hf„ Stykkishúlmi.
Vestfirðir:
Pensillinn hf„ Isafiröi.
Norðurland vestra:
Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga.
Kaupf. Húnvetninga, Blönduósi.
Kaupf. Skagfiröinga, Sauðárkróki.
Norðurland eystra:
KEA byggingavörudeild, Lönsbakka, Akureyri.
Torgið hf„ Siglufirði.
Kaupf. Þingeyinga, Húsavlk.
Austurland:
Kaupf. Héraösbúa, Egilsstöðum.
Kaupf. Fram, Neskaupstaö.
K.ÆS.K. Höfn, Homafirði.
Suðurland:
Kaupf. Rangæinga, Hvolsvelli.