Morgunblaðið - 15.07.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.07.1992, Blaðsíða 14
MORGUNBLÁÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992 Kjartan JÖnsson skrifar frá Kenýu: íslenskukennsla við miðbaug Það er mikil spenna í loftinu, þegar hjólreiðamaðurinn kemur í mark. Tilburðir keppenda er eins og hjá vönum rallýkross mótor- hjólakeppendum. Nýir leggja af stað með einnar mínútu millibili. Yngstu krakkamir taka hlutverk sitt sem viðgerðarmenn mjög al- varlega, þó að reyndin sé sú, að mesta vinnan sé fólgin í því að gefa sínum manni kaldan svala- drykk að lokinni keppni! Það era nemendur í norska skólanum í Nairóbí (Norwegian Community School), sem standa fyrir þessari keppni. Hugmyndin að henni er að sjálfsögðu Austur-Afríku rallýið fræga, sem lauk aðeins tveimur dögum áður í Nairóbí. Þeir áhugasömustu þekkja nöfn allra helstu rallýkeppenda og fylgjast grannt með framvindu keppninnar frá degi til dags. Norski skólinn í Nairóbí er um margt líkur íslenskum skólum. Innan hans ríkir andrúmsloft nor- rænar menningar, þótt hann sé á afrískri grund. íslensk böm hafa verið meðal nemenda næstum óslitið frá stofnun hans árið 1978. Foreldrar bamanna eru flestir kristniboðar. Margir búa og starfa langt í burtu, í Kenýu, Tanzaníu, Eþíópíu og Zimbabwe. Böm þeirra eru því á heimavist skólans. Nokkur böm búa í Na- iróbí og er ekið til og frá skólan- um daglega. Foreldrar þeirra era hér á vegum Hjálparstofnunar norsku kirkjunnar og norskra fýrirtækja, sem starfa í austan- verðri Afríku. Nemendur era af íjóram þjóðemum og kennararnir af þremur. Allir fá kennslu í norsku í almennum fögum, en dönsku bömin hafa danskan kennara í dönsku og íslensku bömin hafa íslenskan kennara, sem kennir þeim íslensku. Lóðinni er vel við haldið og tré, snyrtilega klipptir rannar og falleg blóðmabeð gera það að verkum að manni finnst maður vera kominn í aldingarðinn Eden, þegar komið er til þessa skóla. Þar ríkir góður andi, og börnun- um líður greinilega vel. Kennari frá íslandi Það er ekki á hveijum degi að íslenskir kennarar leggja land undir fót og fara út í kennsku í Afríku. Kristín Bjarnadóttir er kennari íslensku barnanna. Hún er fyrsti kennari íslenskra bama í Afríku í tæplega 40 ára sögu íslensks kristniboðs í þessum heimshluta. Undirritaður spjallaði við hana fyrir utan heimavistina Kristín Bjarnadóttir kennir ís- lenzku börnunum, f.v. Jóni Magnúsi, Ólöfu Inger og Heið- rúnu, móðurmálið í norska skól- anum í Nairóbi. „Kristín Bjarnadóttir er kennari íslensku barnanna. Hún er fyrsti kennari ís- lenskra barna í Afríku í tæplega 40 ára sögu íslensks kristniboðs í þessum heimshluta.“ í svölum skugga gamals og virðu- legs þyrnitrés, sem gladdi augun með fögrum rauðum blómum. Umhverfið var fullt af lífí. Skvaldur og hlátrasköll barna á hjólaskautum, sem þutu af og til framhjá okkur og hróp og köll stráka í fótbolta á grasflötinni skammt frá runnu saman við ljúfa tóna Mozarts frá píanóinu í sam- komusalnum, þar sem einn nem- enda æfði sig. Kristín upplýsti mig um að hún hafi starfað sem kennari í Reykjavík í 12 ár. - Hvemig fannst þér að koma hingað? „Það kom mér þægilega á óvart. Mér var vel tekið sem fýrst íslenska kennara skólans. Ég hef kynnst góðu fólki, og mér líður vel.“ - Hvað er öðravísi hér en í skólanum á íslandi? „Það er margt líkt með þessum skóla og skólum úti á landi, enda era nemendur ekki nema 62 í ár. Bekkjum er slegið saman, en hver nemandi fær í staðinn meiri athygli en í stóram bekkjum á íslandi. í fyrra hafði ég sjö manna bekk, en nú era nemendurnir 18 í sameiginlegum 2. og 3. bekk. Agavandamál era lítil sem engin. Hins vegar era heimavistarbömin hér miklu stærri hluta ársins en heima hjá sér. Það má segja að þau alist að miklu leyti upp í skólanum. Bömin hafa séð meira af heiminum en jafnaldrar þeirra almennt heima. Þau hafa kynnst mismunandi kjörum fólks í Afr- íku, bæði fátækt og ríkidæmi, og eru því víðsýnni. Þeim er eðli- legt að umgangast fólk af öðrum kynþáttum og mörg þeirra tala eða hafa á einhveiju skeiði ævinnar talað tvö afrísk tungu- mál. Flest kunna ríkismálið í Kenýu og Tanzaníu, swahílí. Enska er kennd strax í fyrsta bekk. Það var skrýtið, þegar ég var að kenna um árstíðimar um daginn að uppgötva að börnin þekktu bara tvær árstíðir, þurrkatíma og regntíma. Fjórar árstíðir era bara utanbókarlær- dómur!“ - Verða böm, sem aiast upp að miklu leyti í Afríku sannir þegnar síns lands? „Þau skjóta að sjálfsögðu mjög djúpum rótum hér, en mikið er gert til að rækta ættjarðarástina. Þjóðhátíðardagar era t.d. undir- búnir í marga mánuði." - Hvað finnst þér best við dvölina hér, Kristín? „Án efa það að kynnast mis- munandi kjörum fólks. Hér í Nairóbí era miklar andstæður og margir eiga mjög erfítt efnalega. Dvöl í Afríku kennir manni að meta betur og þakka öll gæðin, sem við höfum heima á íslandi." Góður skóli Bömin í þessum skóla standa jafnöldrum sínum heima ekkert að baki hvað námsárangur varð- ar, enda leggur starfsfólkið sig allt fram um að skapa góðan skóla. Þau leggja stunda á íþrótt- ir, fótbolta, handbolta, körfubolta og fijálsar íþróttir. Þar sem Kenýa er mikið ferðamannaland, eru miklir möguleikar til ýmiss konar útilífs. Þær era ófáar ferð- irnar, sem famar hafa verið í þjóðgarðinn í nágrenninu til að horfa á villidýr í sínu nátttúralega umhverfí. Um daginn fengu ungl- ingamir á gagnfræðastiginu að fara í þriggja daga ferð á Kenýu- fjall, sem er næst hæsta fjjall í Afríku, 5.199 m. Allir eiga reið- hjól, sem eru mikið notuð. Á hveiju ári er svokölluð þemavika. Henni er varið til þess að læra um eitthvað sérstakt i menningu Kenýumanna. Eitt árið lærðu nemendur (og kennarar) um Masai-þjóðflokkinn. Þá komu m.a. Masaimenn í heimsókn klæddir sínum sérstæðu fötum, málaðir að hætti þjóðflokksins og sögðu frá sínum högum. í lok vikunnar fengu allir nemendurnir að klæða sig eins og Masaiar og mála sig með mold eins og þeirra er siður við ákveðin tækifæri. Á meðal kennara er gott tón- listarfólk, sem býður upp á fjöl- breytta tónlistarkennslu. Flestir era í kór. Margs konar tóm- stundahópar eru einnig starfandi, s.s. bökunar- og matreiðsluhópar, ljósmyndahópur, skordýrahópur o.fl. Skólanum berst úrval af góð- um sjónvarpsdagskrám frá Nor- egi, sem börnin fá að horfa á á ákveðnum tímum af myndbönd- um. Reynt er að efla sköpunarg- áfu barnanna m.a. með því að takmarka bandmyndagláp við ákveðna daga. Síðast en ekki síst fá nemendur mikla og vandaða kristindóms- fræðslu. Kristindómurinn er eðli- legur hluti af lífi skólans og barn- anna. Traustið á kærleiksríkum Guði hjálpar til að skapa öryggi hjá bömunum, sem verða að búa langt frá foreldrum sínum stóran hluta ársins. Því er ekki að neita að sá þáttur er erfiður, bæði for- eldram og bömum. En fólk reyn- ir að nota tímann vel til að efla fjölskyldutengslin, þegar fjöl- skyldurnar eru sameinaðar. Stjómin: Rokkið Hljómplötur Sveinn Guðjónsson Grétar Örvarsson og Sigríður Beinteinsdóttir eru þeir burðarásar sem hljómsveitin Stjórnin hefur hvflt á, allar götur síðan þau tvö slógu eftirminnilega í gegn í Evr- ópusöngvakeppninni í Júgóslavíu héma um árið. Hljómsveitin í heild naut góðs af og í kjölfarið átti Stjómin mikilli velgengni að fagna hér á landi. Það vakti því athygli þegar þau Grétar og Sigga ákváðu að söðla um og fá til liðs við sig nýjan mannskap og hann ekki af verri endanum. Og ekki verður ann- að sagt en að flugtakið hafi heppn- ast vel, með sigri í undankeppni sækirá Evrópusöngvakeppninnar hér heima og viðunandi árangri í Stokk- hólmi nú í vor. Nýju liðsmenn Stjómarinnar era , þeir Friðrik Karlsson og Jóhann Ásmundsson, sem þekktastir era fyrir leik sinn með Mezzoforte, og svo trommuleikarinn Halldór Hauksson, sem meðal annars lék áður með Loðinni rottu og Rokka- billýbandi Reykjavíkur. Svo sem við var að búast hafa þessir valinkunnu tónlistarmenn sett mark sitt á tón- listarstefnu Stjónarinnar og má meðal annars heyra það á nýrri plötu hljómsveitarinnar þar sem rokkuð undiralda flæðir á köflum yfír léttpoppið, sem verið hefur áberandi í tónlist Stjórnarinnar fram til þessa. Hvað breytingar á sjálfum tón- listarflutningnum viðvíkur er það mest áberandi að sá þungi, sem jafnan hvíldi á hljómborðum Grét- ars Örvarssonar, hefur að nokkru færst yfir á herðar gítarleikarans Friðriks Karlssonar, sem leysir hlut- verk sitt af hendi með mikilli prýði svo sem við var að búast. Þá setur bassaleikur Jóhanns Ásmundssonar sterkan svip á tónlistina, enda fer aldrei á milli mála hver er á ferð þar sem Jóhann er annars vegar. Allt er þetta til bóta að mínum dómi og hin aukna rokkáhersla er tímabær. Léttpoppið er þó enn til staðar og nokkrar ,júróvision“ blöðrur fljóta með, enda gerði Stjómin í annað sinn út á Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár, með ágætum árangri svo sem áður segir. Aðstandendum plötunn- ar hefur því þótt við hæfi að við- halda þeim tengslum og eflaust hafa einhver eintök selst út á það. Ég hef þó á tilfinningunni að tónist af þessu tagi sé á leið út í kuldann hjá öllum þorra dægurtónlistar- hlustenda, ungum sem öldnum. Platan byijar í dálitlum ,júró-fíl- ingi“ með lagi Friðriks Karlssonar við texta Stefáns Hilmarssonar, „Ég gefst ekki upp“. Þá kemur sænskt lag við texta Kristjáns Hreinssonar, „Hafðu mig í huga“, sem einnig sver sig dálítið í ætt við Evrópu-poppið. Síðan er lagið „Nóttin" eftir þá Friðrik og Grétar við texta Stefáns, en þetta lag er að mínum dómi eitt besta lag plöt- unnar, ásamt „Tíminn líður“, sem er eftir Friðrik með texta eftir Stef- án. Það er athyglisvert hversu af- kastamikill Stefán Hilmarsson er í textagerð, því hann semur ekki aðeins fyrir sig og sína heldur virð- ist eiga nóg aflögu fyrir aðra og er það vel, því textar hans eru í betri kantinum ef tekið er mið af textagerð í íslenskri dægurtónlist almennt. Af öðram ágætum lögum sem nefna má af þessari plötu Stjórnar- innar eru „Anita“ eftir Valgeir Guðjónsson, þar sem hann í smelln- um texta leggur út frá sænskri þokkagyðju, Anitu Ekberg, sem þekkt var víða um heim þegar Val- geir var á gelgjuskeiðinu og kölluð var .jSænski ísjakinn" ef ég man rétt. I þessari upptalningu má held- ur ekki gleyma sænska laginu „Allt í einu“ við texta Kristjáns Hreins- sonar, en þetta lag er líklega stærsti smellur plötunnar, enda smekklega að því staðið hjá þeim Stjórnar- mönnum. „Júrólag" Stjómarinnar „Nei eða já“ er á sínum stað, í tveimur útgáfum meira að segja, og hefðu báðar mátt missa sín að mínu mati. Mér hefur alltaf þótt frekar lítið í þetta lag spunnið og gildir þá einu hvort sungið er á ís- lensku eða ensku. Eins hefði ég sleppt því að hljóðrita lagið „Þegar sólin skín“, sem er í einhvers konar suðrænum anda og gjörsamlega „út úr kortinu" miðað við annað efni plötunnar. En þegar á heildina er litið getur Stjórnin vel við unað. Platan er að vísu ekkert tímamótaverk, en hún nær án efa þeim markmiðum sem henni var ætlað. Og það sem ef til vill skiptir mestu máli er að þessi plata ber fagmennskunni fagurt vitni, enda valinn maður í hveiju rúmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.