Morgunblaðið - 15.07.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.07.1992, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992 Forsætis- ráðherra Litháens _ velt úr sessi ÞINGIÐ í Litháen samþykkti í gær vantrauststillögu á Gedim- inas Vagnorius forsætisráð- herra og voru 69 þingmenn samþykkir en aðeins sex á móti. Vagnorius hefur verið náinn samverkamaður Vytaut- as Landsbergis forseta sem kemur heimleiðis í dag frá Hvíta-Rússlandi þar sem hann var í opinberri heimsókn. Þjóð- emissinnaðir flokkar á þingi segja að Vagnorius hafi verið ófær um að hrinda í fram- kvæmd umbótum í átt til mark- aðshagkerfis. Stjórnarand- staða sigrar í Mexíkó CARLOS Salinas de Gortari, forseti Mexíkó, viðurkenndi í gær að stjórnarandstaðan hefði sigrað er kosið var til embættis fylkisstjóra í Chihuahua. Bylt- ingarflokkur Salinas hefur stjórnað Mexíkó í 60 ár og ver- ið sakaður um að beita hvers kyns bellibrögðum til að halda völdum. Ummæli Salinas þykja benda til að hann hyggist fylgja eftir þeirri stefnu sinni að koma á Iýðræðisumbótum í landinu. Francisco Barrio, frambjóðandi íhaldsmanna, fékk flest at- kvæði í kosningunum. Skæruliða- borg fellur í Súdan BÚIST er við að mörg þúsund flóttamenn muni streyma frá Suður-Súdan til nágranna- landsins Úganda eftir að sú- danski stjórnarherinn tók eina helstu bækistöð uppreisnar- manna, borgina Torit, á mánu- dag. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að um 150.000 heimilislausir flóttamenn væru í tveimur búðum í grennd við borgina um 100 kílómetra frá landamærunum. Stjórnarher- inn hefur tekið um tylft skærul- iðaborga í sókn sinni á þessu ári. De Michelis flæktur í fjár- málahneyksli? ÍTÖLSK yfírvöld munu láta kanna hvort Gianni De Michel- is, fyrrverandi utanríkisráð- herra Ítalíu, hafí átt aðild að fjármálaspillingu í sambandi við útboð á opinberum fram- kvæmdum, að sögn fréttastof- unnar Ansa. De Michelis þykir óvenju litríkur stjórnmálamað- ur og er þekktur fyrir að sækja diskótek og dansa fram á rauðamorgun þótt hann sé vel í skinn kominn. Ráðherrann er frá Feneyjum og þar mun rann- sóknin fara fram. Pinatubo gýs áný ELDFJALLIÐ Pinatubo á Filippseyjum gaus í gær eftir tíu mánaða hvíld en gosið var lítið og ekki vitað um skaða á fólki eða eignum. Er fjallið gaus á síðasta ári týndu um 600 manns lífi og gífurlegt tjón varð á mannvirkjum. Jarðfræð- ingjir á vegum stjómvalda sagði að gos á borð við það sem nú væri hafíð gæti staðið árum saman. Mistök á heræfingu: Bandarískt herskip hótar farþegaþotu Canberra. Reuter. FLUGMÁLAYFIRVÖLD í Los Angeles rannsaka nú hvers vegna áhöfn ástralskrar farþegaþotu barst á mánudag hótun um árás frá banda- rísku herskipi, sem var við flotaæfingarnar „Rimpac 92“ á Kyrrahafi. Talsmaður Bandaríkjaflota segir að áhöfn skipsins hafi óvart notað almenna neyðarrás á fjarskiptaæfingu, í stað herrásar, og að vopn hafi ekki verið notuð í æfingunm. Flugvélin, sem er í eigu ástralska flugfélagsins Quantas, átti um klukkustundarlangt flug að baki frá Los Angeles þegar flugmaður hennar heyrði talstöðvarkall frá bandaríska herskipinu USS Cowpens. Að sögn talsmanns flugfélagsins var kallið á þá leið, að gripið yrði til fjandsam- legra aðgerða gegn vélinni ef hún yfírgæfí ekki svæðið. Flugmaðurinn hafði þegar samband við flugmálayf- irvöld í Los Angeles, sem komu hon- um í beint talstöðvarsamband við herskipið. í öryggisskyni skipuðu flugmálayfirvöld flugmanninum að sveigja af leið og fljúga fram hjá flotaæfingasvæðinu. Talsmaður bandaríska Kyrrahafs- flotans, sem herskipið heyrir undir, sagði í gær að áhöfn skipsins hefði aðeins verið að æfa þann þátt heræf- inganna sem snýr að fjarskiptum. Áhöfn skipsins hefði talið að hún væri að kalla upp herflugvél, sem væri þátttakandi í heræfíngunum en ekki umrædda véi. Reuter Fyrrverandi forsætisráðherra ísraels, Yitzhak Shamir (lengst t.v.), og eftirmaður hans, Yitzhak Rabin úr Verkamannaflokknum, klingja glös- um í gær er Rabin tók formlega við embætti. Viðbrögð arabaríkja við friðarhvöt Israelsstjórnar; Segja tillögaini Rabins beint til almennings á Vesturlöndum Bush býður Rabin til Bandaríkjanna Túnisborg, Jerúsalem, Beirut, Amman, Kaíró. Reuter. VIÐBRÖGÐ hafa verið misjöfn við friðarhvöt Yitzhaks Rabins, nýs forsætisráðherra Israels, sem tók formlega við embætti í gær. Banda- ríkjasljórn hefur fagnað tillögum Rabins um að hann heimsæki höfuð- borgir Jórdaníu, Líbanons og Sýrlands og leiðtogar ríkjanna komi til ísraels. George Bush Bandaríkjaforseti hringdi í Rabin til að óska honum til hamingju og bauð honum að koma í heimsókn til Bandaríkj- anna í næsta mánuði. Talsmenn araba afgreiða hvatningu Rabins yfir- leitt sem áróðursbragð. Leiðtogar Frelsissamtaka Palest- ínu (PLO) segja að forsætisráðherr- ann hefði einnig átt að bjóðast til að ræða við Yassir Arafat, leiðtoga samtakanna. PLO hefur þó kallað helstu leiðtoga samtakanna til fund- ar í Túnis í næstu viku til að ræða viðbrögð við hugmyndum Rabins og næstu skref. Afar ósennilegt er talið að forsvarsmenn áðurnefndra araba- ríkja þekkist boð Rabins en ljóst þykir að hann hafi tekið frumkvæðið í áróðursstríði deiluaðila. „Það sem er mikilvægast er ekki hvað Rabin sagði heldur hvað hann lét ósagt, t.d. hét hann ekki að hlíta samþykktum Sameinuðu þjóðanna nr. 242 og 338 [um brottflutning heija ísraela frá hernumdu svæðun- um] og minntist ekkert á tillögumar um að ísrael láti af hendi landsvæð- in gegn því að friður verði saminn,“ sagði talsmaður PLO, Ahmed Abd- errahman. Forystumenn PLO munu koma saman í Túnisborg nk. þriðju- dag ásamt forystumönnum útlaga- þings Palestínumanna. Rabin hefur boðið sameiginlegri sendinefnd Jórdana og Palestínu- manna í friðarviðræðunum, er hófust í Madrid, til óformlegra funda þar sem rædd verði þau mál er snerta þessa deiiuaðila sérstaklega. Abd- errahman var fullur efasemda er hann ræddi tiilöguna. „Tímar upp- hlaupa í stjórnmálasamskiptum eru liðnir, við þurfum ekki á frumkvæði sem höfðar til sjónvarpsvélanna að halda.“ Rabin hefur sagt að hann stefni að því að samningar um sjálfs- stjórn Palestínumanna náist innan níu mánaða en Abderrahman sagði að sá frestur sem Palestínumenn hafa sett, flórir mánuðir, yrði ekki framlengdur. Hann gagnrýndi einnig þau ummæli Rabins að ísraelar myndu aldrei afsala sér ákveðnum hernaðarlega mikilvægum stöðum á hernumdu svæðunum en þá er m.a. átt við byggðir í grennd við Jerúsal- em. Sýrlendingar lítt hrifnir Helsta krafa Sýrlendinga er að ísraelar hafí sig á brott frá Gólan- hæðum sem þeir lögðu undir sig í sex daga stríðinu 1967. Opinbert dagblað Sýrlandsstjórnar, Tishreen, var harðort í gær: „Útþenslu- og árásarstefna Likudstjórnarinnar hvarf ekki með ósigri hennar. Hún er að koma fram á ný en með öðrum hætti“. Blaðið sagði að sú stefna Rabins að ætla að tryggja hernaðar- legt öryggi ísraels með því að halda eftir ákveðnum hlutum hernumdu svæðanna væri fáránleg og úrelt vegna tækniþróunar í vopnabúnaði. Enginn ísraeli yrði óhultur ef til átaka kæmi. Þess má geta að Sýr- lendingar munu ráða yfir eldflaugum sem hægt er að skjóta á hvaða skot- mark sem er í ísrael. Tishreen bætti við að hernám Israela á Vesturbakk- anum og Gazaspildunni kostaði þá mörg mannslíf og mikið fé, sama hefði verið að segja um innrás þeirra í Líbanon á síðasta áratug og herná- mssvæði þeirra á landamærum ísra- els og Líbanons. „Hernámsstefna tryggði ekki ísrael öryggi og mun heldur ekki gera það framvegis. Ör- yggi verður ekki tryggt nema saminn verði friður," sagði blaðið. Faisal al-Husseini, einn af samn- ingafulltrúum Palestínumanna, sagði að Rabin gæti auðveldlega efnt til óformlegra viðræðna við Palestínu- menn ef hann vildi. „Við erum í Jerú- salem og hringt í okkur, hann þarf ekki að tala til okkar af sjónvarpsskj- ánum. Við erum hérna í grennd við hann“. Upplýsingamálaráðherra Lí- banons, Michel Samaha, sagði eftir stjórnarfund í gær að tilboð Rabins um beinar viðræður strax skipti engu máli um framvindu friðarsamninga. Stefna stjórnvalda í Beirut væri að fylgja þeim reglum er settar hefðu verið er fundir deiluaðila hófust í Madrid. Jórdönsk dagblöð, sem eru að hluta í eigu stjórnvalda, fordæmdu ummæli Rabins og sögðu að um skollaleik væri að ræða. „Það er augljóst að hann er að höfða til al- menningsálits í Bandaríkjunum og annars staðar á Vesturlöndum," sagði Sawt al-Shaab í forystugrein. Sarajevo; Hervalds kann að vera þörf við hjálparstarfið Sarajevo, Genf. The Daily Telegraph, Reuter. HJÁLPARSTARFIÐ á vegum Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo verð- ur æ hættulegra; skotið hefur verið á gæsluliða SÞ og á flugvélar með hjálpargögn. Möguleikinn á beinni hernaðaríhlutun í Bosníu er því síður en svo úr myndinni þó svo að tekist hafi að opna loftbrú til borgarinnar. Hernaðarsérfræðingar telja að tiltölulega auðvelt sé að tryggja flutning hjálpargagna til Sarajevo flugleiðis gegn árásum Serba, en það muni verða gífurlega erfitt að verja bílalest- ir ef Serbar ákveði að reyna af öllum mætti að hindra hjálparstarfið. Nú bendir margt til þess að hið litla umburðarlyndi sem Serbar hafa sýnt gæsluliði SÞ og hjálpar- starfinu sé á þrotum. í gær og á mánudag gerðu þeir sprengjuárásir rétt hjá höfuðstöðvum gæsluliðsins í Sarajevo. Þá drápu gæsluliðar í fyrsta sinn serbneskan hermann þegar þeir svöruðu skotárás, sem særði kanadískan gæsluliða. Leiðin frá flugvellinum inn í miðborgina, fimm km á lengd, er kölluð „Leyni- skyttuvegur" vegna tíðra árása á flutningabíla SÞ og kúlnagöt hafa fundist á franskri flugvél sem lenti með hjálpargögn. Fari svo að gæsluliði á vegum SÞ verði felldur mun það óhjákvæmilega kalla á skjót viðbrögð öryggisráðsins og ríkja heims. Fyrir íbúa Sarajevo er talið best ef hægt yrði að flytja hjálpargögn landleiðina með bílum. Bílalest á vegum SÞ ætlar að reyna að flytja hjálpargögn frá nágrannaríkinu Króatíu í vikunni, án vopnaðrar fylgdar. Verði hún hindruð eða á hana ráðist verður ekki auðvelt að tryggja slíka flutninga með her- valdi. Hugmyndir hafa verið uppi um að opna leið til Sarajevo frá hafnarborginni Dubrovnik í Króa- tíu, en það yrði geysilega erfitt að veija hana gegn hugsanlegum árásum úr fyrirsát og ferðin myndi sækjast hægt því auðvelt er að koma fyrir jarðsprengjum á ijöll- óttri leiðinni. Fari svo að hjálparstarfið fái ekki að vera í friði kann því að vera einfaldast að láta til skarar skríða gegn sveitum Serba í kring- um Sarajevo og halda áfram að treysta á flutninga flugleiðis. Ekki er talið að Serbar í Bosníu- Herzegovínu hafí yfir að ráða eld- flaugum til að granda flugvélum. Serbar geta eftir sem áður reynt að skjóta á flugvöllinn, en þeir geta lítinn skaða unnið á brautun- um sjálfum, sem eru steyptar. Þeir gætu reynt að granda bifreiðum og flugvélum á jörðu niðri, en bækistöðvar þeirra í hæðunum í kringum borgina myndu verða auð- veld bráð fyrir árásarþyrlur frá vestrænum ríkjum. Kanadískur gæsluliði í Sarajevo er borinn af félögum sínum í sjúkrabörum eftir að hafa misst annan fótinn vegna jarð- sprengju. Árásir á sveitir SÞ virðast fara í vöxt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.