Morgunblaðið - 15.07.1992, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.07.1992, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992 Landsfundur demókrata í New York: „Fijálslyndi“ fortíðar- innar hafnað með fyrir- heitum um breytingar Margir demókratar eru óánægðir með þessar breytingar og líta aftur til þess tíma þegar stéttarfélög og mannréttindahópar voru í broddi fylkingar og barist var fyrir málstað fátækra og hærri sköttum til að stjórnvöld gætu séð þjóðinni farborða og leyst vanda hennar. En Clinton hefur völdin á þessari ráðstefnu og það má líkja honum við Neil Kinnock, fyrrum leiðtoga breska Verkamannaflokksins, sem breytti ásjónu flokks síns og færði stefnu- skrá hans frá vinstri til hægri til að fella íhaldsflokkinn. Samstarfsmenn Clintons lesa allar ræður yfir áður en þær eru fluttar og ekkert fær að varpa rýrð á þá ímynd einingar, sem demókratar vilja sýna út á við. Því er það sem ræðu- menn á þessi þingi séu sem steyptir í sama mótið, þótt þeir tali af ástríðu og hita. Eina feilnótan hingað til hefur komið frá stuðningsmönnum Jerrys Browns, fyrrum ríkisstjóra Kalifor- níu. Brown neitar enn að styðja Clin- ton, þrátt fyrir þrýstings frá fjöl- skyldu og vinum. Stuðningsmenn Browns trufluðu meðal annars setn- ingartölu Rons Browns, formanns Demókrataflokksins, og kröfðust þess að Brown fengi að stíga í ræðu- stól. Clinton er hins vegar ekki á því að leyfa Brown að tala án þess að vita hvað hann ætli að segja. Harkaleg gagnrýni á Bush Demókratar létu George Bush Bandaríkjaforseta fá það óþvegið í ræðum sínum. Hver ræðumaðurinn á fætur öðrum steig í pontu og gagn- rýndi forsetann með ásökunum _um skeytingarleysi og heigulshátt. „Ótti, sundrung og dauði vonarinnar — þessir eru ávextir valdasetu repúblik- ana,“ sagði Bill Bradley, öldungar- deildarþingmaður frá New Jersey. „Fyrir fjórum árum sagði Bush okkur að hann væri hæglátur mað- ur, sem heyrði raddir hægláts fólks. Nú vitum við sannleikann: George Bush er ragur maður, sem heyrir aðeins raddir varkárni og óbreytts ástands," sagði Zell Miller, ríkisstjóri Georgíu. „Ef „menntamálaforsetinn" fær að sitja annað kjörtímabil munu ekki einu sinni börnin okkar geta stafað orðið „kartafla“,“ sagði Miller og vitnaði til þess þegar Dan Quayle varaforseti varð sér til athlægis er hann sagði að orðið „potato" ætti að stafa „potatoe". Sú ákvörðun hefur verið tekin í herbúðum Clintons að beina öllum spjótum að Bush og frammistöðu hans í Hvíta húsinu, en láta Ross Perot, milljónamæringinn, sem hyggur á óháð framboð, að mestu leyti í friði. Röksemdin að baki þess- ari stefnu er sú að Clinton þurfi á fylgi þeirra kjósenda, sem nú fylgja Perot að málum, að halda og muni fæla þá frá sér með því að ráðast á milljónamæringinn frá Texas. Bush og Perot hafa verið eins og hundur og köttur undanfarið. Bush hefur reynt að grafa undan Perot með ásökunum um persónunjósnir. Perot hefur svarað fyrir sig með því að saka Bush um óheiðarlega kosn- ingarbaráttu. Það mætti jafnvel halda að þegjandi samkomulag ríkti milli Clintons og Perots um að Bush væri sameiginlegur óvinur hvors tveggja. Þeir segja ekkert illt hver um annan og Perot lofaði Clinton meira að segja fyrir að gera Albert Gore að varaforsetaefni sínu. Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. LANDSFUNDUR demókrata hófst í New York á mánudag með fyrir- heitum um breytingar bæði í flokknum og um öll Bandaríkin. Þeir ræðumenn, sem stigu í pontu, voru flestir ómyrkir í máli um ástand launamála og óvægnir í garð George Bush forseta, sem sakaður var um skeytingarleysi og ragmennsku gagnvart vaxandi vanda þjóðarinn- ar. Ræður þær sem fluttar hafa verið hingað til, bera því vitni að demó- kratar ætli nú að reyna að losa sig við þann farangur, sem kenndur hef- ur verið við „fijálslyndi" eða „líberal- isma“, sem segja má að hafi staðið þeim fyrir þrifum í forsetakosningum allt frá því að Lyndon B. Johnson lét af embætti fyrir 22 árum. Síðan hafa demókratar tapað sex forseta- kosningum af sjö. Breytingar voru lykilorðið í mál- flutningi manna fyrsta kvöldið og var þá verið að tala um að færa flokk- inn frá vinstri vængnum inn á miðju bandarískra stjórnmála. Demó- kratar, sem tóku út stjómmálalegan þroska sinn þegar sú stefna var í hávegum höfð, sem nú er verið að hafna, mæltu meira að segja hinum nýju hugmyndum bót. „Við munum breytast úr flokki, sem hefur orð á sér fyrir „skattlagn- ingu og eyðslusemi" í flokk flárfest- inga og hagvaxtar," sagði Barbara Jordan, fyrrum fulltrúadeildarþing- maður. Jordan hafnaði þó í sömu andrá þeirri speki, sem Ronald Reagan, fyrrum forseti gerði að sinni, um að skattleysi hinna ríku myndi koma hinum fátæku til góða. Galdurinn væri að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Þessi orð benda til vilja til að breyta velferðarbákninu, sem oft og tíðum er kennt við demókrata og þykir þeim eiginleika gætt að verð- launa þá sem sætta sig við að vera þurfalingar, en láta þá gjalda fyrir, sem reyna að koma fótunum undir sig. á ný. í stefnuskránni, sem samþykkja átti í gærkvöldi, segir eftir nokkur hástemmd inngangsorð: „Við heyr- um angist og reiði bandarísku þjóðar- innar. Við vitum að hún beinist ekki aðeins að þeim stjórnum repúblik- ana, sem verið hafa við völd, heldur að stjórnkerfinu sjálfu." Dagblaðið The New York Times sagði í leiðara í gær að þessi orð bæru því vitni að hér væri á ferðinni flokkur, sem vildi að mark yrði á sér tekið. Stefnuskrá- in gagnrýnir einnig sjónarmið mikilla ríkisumsvifa þar sem því er haldið fram að hægt sé „að hefta atvinnu- rekendur og leggja brautina til hag- sældar með sköttum og eyðslu." Mitterrand ver þingforsetann París. Reuter. FRANSKIR sósíalistar hafa snúist til varnar forseta franska þingsins, Henri Emmanuelli, en hann á í vök að verjast eftir að dagblaðið Le Monde sagði frá þvi í síðustu viku, að hann ætti ákæru yfir höfði sér vegna aðildar að fjármálahneyksli. Francois Mitterrand Frakklandsfor- seti sagði í árlegu sjónvarpsviðtali i gær, í tilefni af þjóðhátiðardegi Frakka, að Emmanuelli væri einstaklega heiðarlegur og ráðvandur maður og harmaði fréttaflutning Le Monde. Áður höfðu bæði forsætis- ráðherrann, Pierre Beregovoy, og dómsmálaráðherrann, Michel Vauz- elle, borið lof á Emmanuelli og sagt það útilokað, að hann væri viðrið- inn hneykslið. Emmanuelli segir að hann hafi ekkert heyrt frá saksóknaranum, sem rannsakar hneykslið, og hefur heitið því að hreinsa mannorð sitt. Mitterrand sagði í sjónvarpsviðtalinu að sú staðreynd, að fjölmiðlar segðu frá ákærum áður en þær væru birtar hinum ákærðu, sýndu spillingu í rétt- arkerfinu. Leiðtogar Sósíalista- flokksins halda því fram að pólitískur fnykur sé af málinu en saksóknar- inn, Renaud Van Ruymbeke, hefur vísað slíkum ásökunum á bug. Hann hefur hvorki játað því né neitað að Emmanuelli verði ákærður vegna málsins. Le Monde sagði að Emmanuelli yrði ákærður fyrir aðild að fjármála- hneyksli, sem Sósíalistaflokkurinn er flæktur í, en hann gegndi gjald- keraembætti í flokknum frá árinu 1988 þar til í janúar á þessu ári. Eru sósíalistar sakaðir um að hafa þegið mútugreiðslur frá fyrirtækjum í byggingariðnaði gegn opinberri fyr- irgreiðsiu. Rannsókn málsins hefur staðið yfir í fjögur ár og mikið verið um það fjallað í fjölmiðlum. Telja stjórnmálaskýrendur að slæma stöðu sósíalista í skoðana- könnunum megi ekki síst rekja til hneykslisins. Reuter Kona á flokksþingi Demókrataflokksins í New York. Á hatti hennar situr asni, tákn demókrata, ofan á fíl, sem er einkennismerki repúblík- ana. OPNA MÓTIÐ Í GOLFI laugcardaginn 18. júli 1992 Mótsstaður: Bakkakotsvöllur, Mosfellsdal. Sími ó mótsdag 985-31133. Tími: 1. hópur ræstur út kl. 8.00. Skróning: Fimmtudaginn 16. júlí og föstudaginn 17. júlí kl. 18 til 23. Sími 91-33149. Fyrirkomulag: Leiknar verða 18 holur. Verðlaun: 1., 2., 3 verðlaun með og ón forgjafar. Nóndarverðlaun (næstur holu). Styrktaraðili: Western Fried, Mosfellsbæ. GOLFKLÚBBUR BAKKAKOTS, Mosfellsdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.