Morgunblaðið - 15.07.1992, Page 20

Morgunblaðið - 15.07.1992, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Heilsuvemd og fyr- irbyggjandi fræðsla í framhaldsskólum rátt fyrir ákvæði í lögum er heilsuvernd óviðunandi í framhaldskólum hér á landi og úrbóta er þörf. Sú er niður- staða könnunar sem skólayfir- læknir gerði skólaárið 1988— 1989. Aðstaða til heilsugæzlu er aðeins í 6 framhaldsskólum af 16, sem útskrifa stúdenta. Slíka aðstöðu vantar og í 28 sérskóla, sem könnunin náði til. í niðurstöðum könnunarinn- ar segir að nauðsynlegt sé að byggja upp skipulagða heilsu- vernd í framhaldsskólum, m.a. til þess að forvarnastarf, sem unnið er í grunnskólum, glatist ekki. Þar segir og að framtíðar- heilsufar einstaklinga mótist mikið á þessu aldursskeiði, til dæmis að því er varðar líkams- rækt, mataræði og annan lífs- máta. Fyrirbyggjandi fræðsla og heilsuvernd á framhalds- skólastigi gegni því mikilvægu hlutverki, bæði fyrir einstakl- inginn og samfélagið. „Brýna nauðsyn ber til þess að í framhaldsskólum landsins verði tekin upp fyrirbyggjandi fræðsla með tilliti til geðheil- brigðis og félagslegs þroska,“ segir Lilja Óskarsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, í viðtali við Morgunblaðið um heilbrigðis- fræðslu og heilsugæzlu í fram- haldsskólum, en hún á sæti í samstarfshópi um forvarnir gegn sjálfsvígum ungmenna sem stofnaður var haustið 1991. Lilja segir það sorglega staðreynd að hér á landi séu sjálfsvíg karla á aldrinum 14 til 25 ára hlutfallslega næst- flest meðal þjóða Norðurlanda. „Unglingsárin eru erfið, bæði unglingum og foreldr- um,“ segir hjúkrunarfræðing- urinn „og það vantar virkilega fræðsluefni, sem lýtur bæði að geðrænni og líkamlegu heil- brigði og sérstaklega er sniðið að þörfum unglinga.“ Hún seg- ir jafnframt að fyrirliggjandi sé næg þekking á streituvöld- um í lífí unglinga til þess að y hefja þegar í haust skipulega - geðvemd í framhaldsskólum. Fræðsluefni af því tagi sem hér um ræðir þarf, að dómi hjúkrunarfræðingsins, að taka á öllu sem lýtur að tilfínninga- legri líðan og mannlegum sam- skiptum. Hún telur og mjög mikilvægt að unglingar eigi aðgang að sérfróðum aðila inn- an skólanna, sem geti leiðbeint þeim þegar þeir standa frammi fyrir persónulegum vanda. Slíkir leiðbeinendur, sálfræð- ingar, hjúkrunarfræðingar og læknar, eigi að hafa nána sam- vinnu við kennarana, sem gerst þekki nemendur, og hafí bezta aðstöðu til að koma auga á þá sem líður illa og hjálpar þurfi með. Andlegt og líkamlegt heil- brigði einstaklingsins er hans dýrmætasta eign. Heilbrigði einstaklingsins er í bókstaf- legri merkingu hornsteinn hamingju hans og velferðar. Það er því mikilvægt að hann njóti allrar tiltækrar fræðslu um fyrirbyggjandi heilsuvernd - og hjálpar ef með þarf - meðan lífsmáti hans og lífsvið- horf er að mótast, það er á því aldursskeiði sem hann nemur í framhaldsskólum. Heilbrigði einstaklinganna er og arðgæfasta og verðmæt- asta eign samfélagsins. Að baki auðlegðar og hagvaxtar þjóðanna liggur fyrst og fremst menntun einstaklinganna, framtak þeirra og starfshæfni til hugar og handar. Það hefur því þjóðhagslegt gildi, ekkert síður en félagslegt, að stuðla að heilbrigði einstaklinga og þjóðar. Fjármunir sem ganga til heilsugæzlu skila sér ekki aðeins í betra lífi og líðan fólks, heldur einnig í fleiri vinnu- stundum og meiri verðmæta- sköpun í þjóðarbúskapnum. Það er ekki verjandi að skella skollaeyrum við niður- stöðum könnunar á heilsu- vernd í framhaldsskólum, sem skólayfirlæknir stóð __ fyrir skólaárið 1988—1989. Úrbóta er þörf. Það er heldur ekki verjandi að virða að vettugi ráðleggingar sérhæfðs aðila um fyrirbyggjandi fræðslu í framhaldsskólum með tilliti til geðheilbngðis og félagslegs þroska. Úrbóta er þörf. Það er til staðar næg þekk- ing á streituvöldum í 'lífí ungl- inga, segir hjúkrunarfræðing- urinn, til að hefja þegar í haust skipulegá geðverndarfræðslu í framhaldsskólum. Það á tví- mælalaust að stíga fyrstu skrefin í þessu efni strax á næsta skólaári. Morgunblaðið/Bjami Markús Örn Antonsson borgarstjóri tekur fyrstu skóflustunguna að félagsheimili og vallarhúsi IR, við Skógarsel. Hjá honum standa Hólmsteinn Sigurðsson formaður ÍR(t.v.) og Þórir Lárusson formaður íþróttafélag Reykjavíkur byggir félagsheimili og valiarhús: Reykjavíkurborg- styrk- ir IR um 79 milljónir kr. UNDIRRITAÐ hefur verið sam- komulag milli Reykjavíkurborg- ar og íþróttafélags Reykjavíkur um 79 milljón króna styrk til byggingar félagsheimilis og vall- arhúss við íþróttavelli félagsins við Skógarsel í Suður-Mjódd í Breiðholti. Að sögn Þóris Lárus- sonar formanns byggingarnefnd- ar, hefjast framkvæmdir nú þeg- ar og hefur verið samið við Hag- virki hf. um að reisa húsið. Gert er ráð fyrir að því verði skilað fokheldu fyrir áramót. Félagsheimilið og vallarhúsið er 1.271 fermetri að stærð á tveimur hæðum auk kjallara. í kjallara er gert ráð fyrir 309.3 fermetra fjöl- nota íþróttasal, en á fyrstu hæð eru búningsklefar, sturtur, tækja- geymslur, aðstaða fyrir þjálfara, dómara og húsvörð. A annarri hæð er félagsheimilið með aðstöðu fyrir deildir auk þess samkomusalur eldhús. Arkitektar hússins eru þeir Egill Guðmundsson og Þórarinn Þórarinsson. Reykjavíkurborg styrkir fram- kvæmdina um 80% eða 79 milljón- ir, sem greiðast á fimm árum. Fé- lagið mun leggja fram 20% af bygg- ingarkostnaði og þá mest í sjálf- boðavinnu eftir að húsið er fokhelt. „Þetta er um 100 milljón króna framkvæmd," sagði Þórir. „Til þessa höfum við verið með bráða- birgðahúsnæði við vellina eða í rúm tíu ár og kominn tími til að bæta úr því.“ ÍR svæðið er um níu hektarar að stærð og er búið að koma þar upp grasvelli, sem skipta má niður í þijá auk malarvalla. Vegna stað- hátta var hægt að koma fyrir leik- Fyrirhugað félagsheimili og vallarhús ÍR við Skógarsel. fimissal í kjallara, meðal annars fyrir þrekþjálfun en þar er ekki gert ráð fyrir aðstöðu fyrir körfu- bolta eða handbolta nema þá til æfinga. „Við höfum góða aðstöðu fyrir þessar greinar í Seljaskóla og í Breiðholtsskóla þannig að við erum ekki eins illa settir eins og Fylkir, sem hefur einn lítinn sal eða eins og Víkingur var áður en þeir fengu sinn góða sal,“ sagði Þórir. „Eg held að borgaryfirvöld séu eftir bestu samvisku að reyna að hjálpa íþróttafélögunum og þá fyrst þeim sem eru í mestu vandræðunum.“ Gert er ráð fyrir að vallarhúsið tengist íþróttahúsi þegar kemur að byggingu þess í framtíðinni en Þór- ir sagðist ekki reikna með að það yrði fyrr en undir aldamót. ÍR var stofnað 11. mars 1907 og er því 85 ára. „Þetta hús á eftir að gjörbreyta allri okkar aðstöðu," sagði Þórir. „í félagsheimilinu verð- ur fundarherbergi, aðstaða fyrir hveija deild auk samkomusalar. Það er því mikið vor í lofti hjá okkur núna.“ Ráðherra fær tölfræðinga til að úrskurða í deilu um þorsk ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að fá töl- fræðingana Helga Þórsson hjá Reiknistofnun Háskólans og Hólmgeir Björnsson hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins til að fara ofan í deilu Landssambands smábátaeigenda og Hafrannsóknastofnunar um landanir á stórum þorski og kanna hvort ósamræmi er milli gagna stofnunarinnar og útflutningsskýrslna, að sögn Halldórs Árnasonar aðstoðarmanns sjávarútvegsráðherra. „Landssamband smábátaeigenda hefur gert samanburð á útreikning- um Hafrannsóknastofnunar og út- flutningsskýrslum Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda, ásamt því að gera varlega áætlun um aðra vinnsluþætti. Samanburðurinn leiddi í ljós að samkvæmt staðreyndum úr útflutningsskýrslum hefur verið flutt út mun meira af þyngsta þorskinum en Hafrannsóknastofnun telur að veiðst hafi af honum....Séu ábend- ingar Landssambands smábátaeig- enda nærri lagi þarf væntanlega að endurskoða alla útreikninga varð- andi stærð þorskstofnsins og hann reynst stærri en haldið hefur verið fram,“ segir í fréttatilkynningu, sem Landssamband smábátaeigenda sendi frá sér í gær, þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.