Morgunblaðið - 15.07.1992, Síða 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JUU 1992
5W Al UHr.'tH/IIDBUi'r
STJORNUSPA
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl) V*
Kvenfólk í þessu merki hefur
verið fremur geðvont uppá síð-
kastið, en karlar ívið skap-
betri. Nú eru breytingar í að-
sigi hvað þetta varðar og mun
meira jafnvægi í augsýn.
Naut
(20. apríl - 20. maí) I
Peningaveskið hefur verið of-
notað og nú ertu að gjalda
þess. Vertu þess minnugur að
seinna meir er dýrmæt reynsla
að hafa þurft að sýna aðhalds-
semi í fjármálum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júnf)
Samskiptin við þína nánustu
eru með besta móti núna. Þú
hefur sýnt ákveðnu máli skiin-
ing og er hann mikils metinn
af viðkomandi. Kvöldið verður
notalegt.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí) >“$8
Ástvinur hefur nýlega komið
þér á óvart, eða mun gera það
innan skamms. Finnist þér
einhver ekki nægilega skorin-
orður, skaltu reyna að lesa
milli lfnanna.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Peningaleysi eða aðhaldssemi
er ekki það sem á best við
þig, enda ertu hinn argasti
núna því þú getur ekki leyft
þér eitthvað sem þig langar
reglulega í.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Erfiðleikar í tilfinningamálum
eru að baki núna og loks get-
urðu farið að einbeita þér að
verkefni sem lengi hefur setið
á hakanum. Yngri aðili þarfn-
ast athygli þinnar núna.
v* 7
(23. sept. - 22. október)
Þú átt erfitt með að gera upp
á milli tveggja möguleika. Lík-
lega finnst þér þrýst helst til
mikið á að þú gefir svar, en
taktu þinn tíma til umhugsun-
ar. Það mun borga sig.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Sjálfstraustið er ekki upp á
marga fiska núna, enda hefur
þér verið hafnað á ákveðnum
vígstöðvum. Þú þarft að taka
til endurskoðunar samskipti
þín við aðra.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) m
Nú hefur þú verið afar upptek-
inn af því að sinna eigin þörf-
um og málefnum og tími kom-
inn til að veita þínum nánustu
örlítið meiri athygli. Stutt
ferðalag með fjölskyldunni
væri tilvalið.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ert helst til langrækinn í
ákveðnu máli og þrjóska af
þessu tagi kann ekki góðri
lukku að stýra. Sláðu af kröf-
unum.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) dk
Þú ert lífsglaður núna og nýt-
ur þess að vera til. Nánum
vini þínum líður hins vegar
ekki vel. Þú gætir rétt honum
hjálparhönd.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) jZx
Þú þarft að læra að stundum
getur borgað sig að ganga á
eftir fólki. Annars kanntu að
missa af góðu tækifæri sem
þér stendur til boða núna.
Stjömusþána á að lesa sem
dcegradvól. Sþár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
visindalegra staóreynda.
DYRAGLENS
é<5 stekíc EKta /=xee en\
ÉG HEE yFtR.<JN/V/£> ÓtT~
S TEfCAC VF/K.
t>E<SAe ée hef ta/~/ð
upp 4e> r;a/...
n
£INN-~TV£/R... \ !■ "/ N/U 06 FJÖRtÍO 06 TVÖ
\þRJF..FJÓR/Z..\ ImAfeuM*, Þ2JU HUNDRUÞ
------— J (D ö<3 F/M/yrnuOG FJoRA/e
AUlLJON/e... N/U 0(3 FJÖe-
Tiu 06 Tx/ÖÞÚSÚNÞ 06 þejú,
HUNPF.O£> o 6 F/A1/H T/O 06
’t/Mi /H/L L JÓN/R "
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
LJOSKA
FERDINAND
SMAFOLK
PIP VOU HEAR. what HE 5AIP
HE UUA5 60IN6 TO PLAT ?
UUOU), THI5 5H0ULP BE 600P!
HE 5AIP HE U0AS 60IN6
TO PLAV AN "ETUPE"
RAT5! I THOUGHT HE
5AIP,"HEY, PUPE "
Ézc-á
Heyrðirðu hvað hann sagðist ætla Hann sagði að hann ætlaði að spila Svei! Ég hélt að hann hefði sagt
að spila? Vá, þetta verður gaman! „etýðu“. „Hey, Jude“.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Fáðu þér sæti í vestur, í vörn
gegn 4 spöðum.
Suður gefur; allir á hættu.
Norður
♦ G872
VÁK3
♦ D83
Vestur *K92
♦ÁD
VG108
♦ KG10742
♦ 84
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 grand*
Pass 2 lauf Pass 2 spaðar
Pass 4 spaðar Allir pass
♦ 15-17 HP.
Þú leggur af stað með hjarta-
gosa, sem sagnhafi drepur í
borði og spilar spaða á níu og
drottningu. Hvernig ætlarðu að
hnekkja þessu spili?
Þú horfir á 24 punkta, svo
makker á í mesta lagi laufgos-
ann, sem ekkert gagn getur
gert. En þijú tromp á hann að
líkindum og hugsanlega einspil
í tígli. Eina raunhæfa vonin á
fjórða slagnum er að makker fái
stungu í tígli.
En þú verður að standa vörð
um þinn eigin tígulslag. Og það
gerirðu aðeins með þvi að spila
tígulkóng!!
Norður ♦ G872 VÁK3 ♦ D83 ♦ K92
Vestur Austur
♦ ÁD ♦ 654
¥G108 V 9754
♦ KG10742 ♦ 5
♦ 84 Suður ♦ 107653
♦ K1093
TD62
♦ Á96
♦ ÁDG
Suður drepur og spilar spaða.
Nú spilarðu tígulgosa og drottn-
ingin lendir milli steins og
sleggju.
Ef þú spilar strax, stingur
sagnhafi upp drottningunni og
á þá tígulásinn vel varinn eftir
í bakhöndinni.
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
Færeyingar velgdu Dönum
heldur betur undir uggum á
Ólympíuskákmótinu. Þessi staða
kom upp í viðureign þessara
frænda okkar í skák, Heini Olsen
(2.245), sem hafði hvítt og átti
leik, og Danmerkurmeistarans í
ár, Carsten Höi (2.430). Hvítur
hafði byggt upp kóngssókn með
markvissri taflmennsku og Höi lék
síðast 27. — h6-h5 í erfiðri stöðu.
28. Hxh5! - f6, 29. Dh6+ -
Kf7, 30. Dh7+ - Ke8, 31.
Dxg6+ - Hf7, 32. Hh8+ - Ke7,
33. Hxd8 — Dxc3. Hvítur hefur
nú unnið tvö peð og skiptamun
og kominn tími til að gefa skák-
ina. Hvort sem það var af ein-
hveijum dönskum nýlenduhroka
eða einhvetju öðru þá beit Carsten
Höi í skjaldarrendur og tókst á
undraverðan hátt að fresta mátinu
í meira en 50 leiki í viðbót. Það
var ekki fyrr en í 86. leik að hann
lagði niður vopnin í játaði sig sigr-
aðan. Færeyingurinn Thomsen
átti einnig unnið tafl gegn alþjóð-
lega meistaranum Danielsen en
missti af vinningi í endatafli. Dan-
ir náðu því jafntefli 2-2. Stór-
meistarar Dana, þeir Bent Larsen,
Curt Hansen og Lars Bo Hansen,
hafa líklega grátið krókódílatár-
um yfir þessum úrslitum, því
danska skáksambandið tímdi ekki
að taka þá með til Manila.